Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 9
Morgunblaðið/Sigfús Gunnarvö Ís- ssyni, yni. SUND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 B 9 Þetta er búið að vera virkilegaskemmtilegt mót og að fylgjast með Erni Arnarsyni er alger unun, einskonar sýning. Það er alveg hægt að segja það að sund- íþróttin er á uppleið og sú vinna sem er búin að vera í gangi síðustu ár er svo sannarlega að skila sér í dag,“ sagði Benedikt. Nú eru heldur færri þátttakendur á IMÍ í Eyjum heldur en undanfarin ár, veistu af hverju það stafar? „Það eru ýmsir hlutir sem þarf að skoða þegar við sjáum misjafna þátt- töku í sumum greinum, hvort að við í forystunni erum að gera einhverja feila eða hvort áhuginn er svona lítill. Hvernig finnst þér að sjá Bryndísi Ólafsdóttur keppa hér í Eyjum eftir nokkurra ára fjarveru? „Alveg reglulega gaman. Það hef- ur verið að gerast út um allan heim að fólk sem hefur jafnvel horfið frá keppni kemur aftur til keppni og er að skila árangri í fremstu röð. Einnig hjálpar það okkur að halda fólki í sundíþróttinni sem er vel. Bryndís hefur verið að standa sig vel á mótinu og það er virkilega gaman að fylgjast með henni.“ Hvernig lýst þér á skipulagningu mótsins? „Þau hafa unnið þetta virkilega vel hér í Eyjum og undirbúningur allur til mikillar fyrirmyndar. Þeir sem hafa starfað lengi í kringum sundið segja að hér sé stuðið og stemmn- ingin og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina. Hér í Eyjum erum við öll sam- an og hópurinn þjappast meira sam- an en ella og allir vinna að sömu markmiðum.“ Hvað finnst þér hafa staðið upp úr á mótinu? „Ég held að það sé engin spurning að fjögur hundruð metra fjórsund Arnar Arnarsonar standi upp úr, það var engu líkt að horfa á hann synda þetta sund, enda bætti hann sig um tæpar tólf sekúndur. Það þarf mikið að ganga á áður en svona sund eru slegin út. Þannig að maður getur verið stoltur að eiga svona sund- mann sem Örn er,“ sagði Benidikt Sigurðsson. Gekk eins og vel smurð vél Mótstjóri IMÍ í Eyjum, Ólafur Ólafsson, var virkilega sáttur við gang mála þegar Mogunblaðið hafði tal af honum í lok móts. „Þetta er bú- in að vera stórkostleg helgi og sýnir sig að sundhöllin hér í Eyjum er ein sú allra besta á landinu. Undirbún- ingurinn er búinn að ganga vel og allt hefur gengið eins og í sögu. Til að svona mót gangi sem best þarf að hafa gott starfsfólk og góðan tækja- búnað. Ætli það hafi ekki komið hátt í 40 manns að skipulagningu mótsins og má segja að allt hafi gengið eins og vel smurð vél. Þannig að ég get ekki verið annað en ánægður eftir helgina í ljósi þess að mörg met féllu í lauginni,“ sagði Ólafur Ólafsson. Framtíðin er björt BENEDIKT Sigurðsson, formað- ur Sundsambands Íslands, var kampakátur þegar Morg- unblaðið náði tali af honum rétt eftir að hann var búinn að af- henda Erni Arnarsyni gull- verðlaun fyrir 400 m fjórsund þar sem Örn fór á kostum. Skapti Örn Ólafsson skrifar Kolbrún Ýr og Örn best Í LOKAHÓFI IMÍ í Eyjum voru veitt verðlaun fyrir bestu af- rek mótsins og til þess sundfólks sem er með hæsta stigafölda úr tveimur sundum samanlagt. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir ÍA hlaut verðlaun fyrir besta afrek í kvennaflokki fyrir 50 m bak- sund, þar sem hún synti á 29,45 sek. Fyrir það sund fékk hún 960 stig. Örn vann besta afrekið í karlaflokki fyrir Íslands- metið í 400m fjórsundi 4.11,78 mín. sem gefur 1.006 stig. Erla Dögg Haraldsdóttir úr Njarðvík og Hákon Jónsson í Breiðabliki voru valin efnilegasta sundfólkið á IMÍ 2001. r ik s- tt g a 0 ég ir ð r t- ð ali BRYNDÍS Ólafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari og ein fremsta sund- kona landsins til margra ára, keppti á IMÍ í Eyjum. Bryndís, sem ekki hefur stungið sér til sunds á sund- móti á Íslandi undanfarin fjögur ár, keppti fyrir hönd Ægis á mótinu og gerði sér lítið fyrir og vann til nokk- urra verðlauna. Morgunblaðinu lá forvitni á að vita hvernig það væri að keppa á móti á Íslandi eftir svona langa fjarveru. „Það svolítið skrítið þar sem maður þekkir fáa en ég hef verið að keppa á sundmótum í Þýskalandi með ungum krökkum þannig að þetta er kannski ekkert nýtt fyrir mig.“ Þótt svo að Bryndís syndi ekki eins mikið og fyrir nokkr- um árum náði hún að komast 7 sinn- um á pall á mótinu. „Ég vann sex silfur og eitt gull á mótinu. Ég hélt kannski að ég kæmist á pall í 50m. skriðsundi en mér datt ekki í hug að ég kæmist svona oft á pall. Þannig að ég get ekki verið annað en sátt við mitt gengi á IMÍ,“ sagði Bryndís. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Þær höfðu um margt að ræða á IMÍ í Eyjum um helgina. Ragn- heiður Runólfsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir. Kraftlyftingar og sund LÁRA Hrund Bjargardóttir var í essinu sínu á IMÍ í Eyjum um helgina. Lára Hrund setti þrjú Ís- landsmet ásamt því að vera valin í landsliðshóp Íslands sem keppir á HM í Japan í sumar. Morgunblaðið náði tali af Láru Hrund á lokahófi IMÍ á sunnudagskvöldið. „Ég er rosalega ánægð með mitt gengi á IMÍ. Ég setti mér það markmið að setja þrjú Íslandsmet og það gekk eftir þannig að það hefði ekki getað verið betra hjá mér. Það sem er fram undan hjá mér eru Smáþjóða- leikarnir og síðan var verið að til- kynna mér að ég væri á leið til Jap- ans í sumar. Þannig að það eru stanslausar æfingar fram undan hjá mér,“ sagði Lára Hrund sem var svo hás að hún kom varla upp orði. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Lára Hrund Bjargardóttir, SH, hafði ástæðu til að brosa breitt í Eyjum. Hún setti tvö Íslandsmet og tryggði sér einnig farseðilinn á HM í Japan í sumar. Allt gekk upp hjá mér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.