Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA
12 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Leikurinn hafði verið fremurrólegur og lítið gerðist í fyrri
hálfleik. Rúnar kom inn í síðari
hálfleik og kom
markið skömmu
síðar. Hann hefur
verið veikur en lék
í 60 mínútur með
varaliðinu á föstudagskvöldið og
skoraði þá eitt mark í 5:0 sigri á
Charleroi. Við mark Rúnars færð-
ist fjör í leikinn og fóru þeir
nafnar Arnar Grétarsson og Við-
arsson fyrir heimamönnum og
Rúnar kom sterkur inn. Auðun
Helgason stóð sig vel í vörninni
og lék þar allan leikinn.
Arnar Grétarsson fékk spark í
læri í leiknum en ætti að vera
orðinn góður fyrir landsleikinn
um næstu helgi. „Forseti Lokeren
setti liðinu það takmark fyrir leik-
tíðina að ná fimmta sæti, við erum
núna í sjötta sæti og raunhæft að
við getum komist ofar,“ sagði
Auðun í samtali við Morgunblaðið.
Læknir Lokeren-liðsins óskaði
eftir því við Leekens þjálfara að
hann gæfi leikmönnum tveggja
daga frí frá æfingum. Læknir ótt-
ast að vírus sá sem hrjáð hefur
Rúnar upp á síðkastið kunni að
smitast út til fleiri leikmanna
Lokeren. Varð Leekens við þeirri
beiðni.
Fyrsta tap Anderlecht
Anderlecht tapaði sínum fyrsta
leik í deildinni á þessu tímabili
þegar liðið heimsótti Gent og tap-
aði 2:1.
Meistarar Anderlecht sögðu
eftir 2:0 sigur á Real Madrid í
meistaradeildinni á dögunum að
sigurinn gæfi liðinu aukið sjálfs-
traust en það virðist hafa komið
fyrir lítið í Gent. Gestirnir komust
þó yfir snemma í síðari hálfleik en
heimamenn jöfnuðu skömmu síðar
og 18 ára egypskur unglingur,
Ahmed Hossam, tryggði heima-
mönnum sigur með marki á síð-
ustu mínútu leiksins.
Meistarar Anderlecht höfðu
fyrir leikinn um helgina sigraði í
20 leikjum og gert fimm jafntefli.
Harelbeke, lið Sigurðar Ragn-
ars Eyjólfssonar, tapaði um
helgina fyrir KV Mechelen, 2:0.
Sigurður Ragnar var ekki í leik-
mannahópi Harelbeke að þessu
sinni og lék heldur ekki með vara-
liðinu þar sem leik þess var frest-
að.
Draumamark hjá Rúnari
RÚNAR Kristinsson gerði sannkallað draumamark þegar hann
tryggði Lokeren 1:0 sigur á Charleroi í belgísku deildinni á laug-
ardaginn. Rúnar fékk knöttinn til hliðar vð vítateig mótherjanna,
sneri af sér tvo leikmenn og skaut hárnákvæmu bogaskoti í horn-
ið fjær – glæsilega gert.
Kristján
Bernburg
skrifar
frá Belgíu
JÓHANNES Karl Guðjónsson
tryggði RKC Waalwijk dýrmætan
sigur á Willem II, 3:2, í hollensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu á
sunnudaginn. Jóhannes skoraði
sigurmarkið tveimur mínútum fyr-
ir leikslok, beint úr aukaspyrnu.
Þetta var þriðja mark hans í 24
deildaleikjum í vetur og lið hans er
nú komið af alvöru í slaginn um
sæti í Evrópukeppni. Waalwijk hef-
ur komið mjög á óvart á tímabilinu
og er í fimmta sæti deildarinnar.
Jóhannes
skoraði
sigurmark
LAS Palmas sá til þess að Deportivo
Coruna næði ekki að minnka mun-
inn á toppi spænsku deildarinnar,
sigraði 2:0. Leikmenn Las Palmas
voru ákveðnir í að láta fjárhags-
áhyggjur stjórnar félagsins ekki
hafa áhrif á leik sinn og gerðu tvö
mörk í fyrri hálfleik, bæði eftir horn-
spyrnu. Í síðari hálfleik einbeitti lið-
ið sér að vörninni með góðum ár-
angri.
Kanaríeyjaliðið er í ellefta sæti
deildarinnar en Deportivo enn í öðru
sæti, tveimur stigum á undan Val-
encia og fimm á eftir Real Madrid.
Real Madrid fór til Mallorca á
sunnudag og þurfti að sætta sig við
1:0-tap og verður að gera sér að
góðu að halda fimm stiga forystu í
deildinni. Mallorca-liðið virðist hafa
eitthvert tak á Evrópumeisturunum
því þegar liðin mættust á Bernabeu í
nóvember sigraði Mallorca 2:0.
Loks sigur
hjá Las
Palmas
Leikmenn Lazio gerðu raunargott betur en gera Roma
greiða því með sigrinum er liðið
aðeins tveimur stigum á eftir Juve
og níu á eftir Roma sem hafði sigr-
að í síðustu sjö leikjum í deildinni.
Óvæntur stórsigur Lazio setur
spennu í deildina. Argentínumað-
urinn Hernan Crespo og Tékkinn
Pavel Nedved gerðu hvor um sig
tvö mörk fyrir heimamenn. Juven-
tus réði nokkuð gangi leiksins í
fyrri hálfleik en heimamenn skor-
uðu eitt mark og annað í fyrstu
sókn sinni í þeim síðari. Leikmenn
Juventus virtust þó til alls líklegir,
allt þar til Collina dómari rak
Edgar Davids af velli á 58. mínútu.
Hann hafði fengið gult í fyrri hálf-
leik, fyrir fremur sakleysislegt
brot, og fékk annað gult fyrir ann-
að brot sem þótti síst alvarlegra.
Davids var allt annað en kátur er
hann gekk af velli.
Mínútu síðar lagaði Alessandro
Del Piero stöðuna en Nedved svar-
aði sex mínútum síðar og Crespo
gulltryggði sigurinn á 81. mínútu
og skömmu síðar rak Collinas ann-
an leikmann Juventus af velli, að
þessu sinni Frakkan David Trez-
eguet. Lazio hefur sigrað í níu af
síðustu ellefu leikjum, eða síðan
Dino Zoff tók við liðinu af Sven
Göran Ericksson, enska landsliðs-
þjálfaranum. Juventus hefur ekki
fengið á sig fjögur mörk síðan
febrúar 1998.
Þá laut liðið í gras, 4:2, fyrir
Parma og Crespo gerði þrennu.
Fyrir leikinn á sunnudaginn hafði
Juve ekki fengið á sig mark í
deildinni síðan 11. febrúar.
Parma heldur fjórða sætinu,
vann öruggan sigur á Udinese og
AC Milan lék ágætlega sinn fyrsta
leik undir stjórn Cesare Maldini,
vann Bari 4:0.
Lazio setur
strik í reikninginn
LAZIO setti nokkurt strik í
reikninginn á toppi ítölsku
deildarinnar á sunnudaginn er
liðið lagði Juventus. Efsta liðið,
Roma, nýtti sér greiðann þó
ekki til fullnustu því það varð að
sætta sig við markalaust jafn-
tefli gegn Reggina.
Stórleikur umferðarinnar varleikur þegar Dortmund fékk
Leverkusen í heimsókn en aðeins
munaði tveimur stigum á liðunum.
Heimamenn voru varla búnir að átta
sig á að leikurinn væri hafinn þegar
staðan var orðin 2:0 fyrir gestina
eftir aðeins tíu mínútur. „Við vildum
láta vita af okkur strax í upphafi
leiks og ákváðum að byrja af krafti,“
sagði Berti Vogts þjálfari Leverkus-
en, sæll og glaður eftir leikinn.
Heimamenn minnkuðu muninn
fimm mínútum síðar og það var ekki
fyrr en á lokamínútunni að þriðja
mark Leverkusen kom. Sætur sigur
og 46 stig eins og Bæjarar voru með
þar til síðar um daginn.
Dortmund féll hins vegar niður
um eitt sæti því á sunnudaginn
gerðu leikmenn Kaiserslautern sér
lítið fyrir og heimsóttu Bremen þar
sem þeir sigruðu Werder Breman
2:1. Liðið þar með komið með 46 stig
eins og Leverkusen en Dortmund
sem fyrr með 45 stig og nú í fjórða
sæti.
Það var sannkallaður nágrannas-
lagur í München þegar Bayern
heimsótti 1860. „Svona nágranna-
leikir eru alltaf mikil hátíð fyrir
stuðningsmenn liðanna og ég held
að þeir hafi ekki orðið fyrir von-
brigðum með þennan leik, hann var
mjög skemmtilegur,“ sagði Ottmar
Hitzfeld þjálfari Bayern og bætti við
að leikmenn hans hefðu verið dálítið
lengi að koma sér í takt við leikinn
en eftir að það tókst hafi ekki verið
spurning hvort liðið væri betra. „Ég
vara menn við of mikilli bjartsýni
því þrátt fyrir að vikan hafi verið
góð hjá okkur, sigur á Arsenal og
svo núna aftur, skipast oft veður í
lofti í knattspyrnunni og það mjög
skyndilega.“
Eyjólfur Sverrisson var fjarri
góðu gamni þegar Herta heimsótti
Energie Cottbus og tapaði 3:0. Eyj-
ólfur tók út leikbann um helgina.
Herta er í sjötta sæti með 43 stig
eins og Schalke sem varð að sætta
sig við eitt stig þegar Freiburg kom
í heimsókn.
Reuters
Hasan Salihamidzic og Stefan Effenberg, leikmenn Bayern München, kljást hér við Martin Stranzl, leikmann TSV 1860 München.
Berti Vogts
var mjög
ánægður
BAYERN München er með
þriggja stiga forystu í þýsku
deildinni eftir leiki helgarinnar.
Leverkusen náði Bayern að
stigum á laugardaginn en Ba-
yern urðu ekki á nein mistök
síðar um daginn er liðið vann
nágranna sína 1860 í München.