Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 1
2001  ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞÓREY EDDA BÆTIR SIG ENN Í STANGARSTÖKKI / B12 BIRGI Leifi Hafþórssyni hefur verið boðið að keppa á Algarve Portuguese Open-golfmótinu síðar í þessum mánuði. Þetta er með stærstu mótum á evrópsku mótaröðinni og mikill heiður fyr- ir Birgi Leif að fá boð á það. „Það er auðvitað frábært að fá þetta boð, en Peter Salmon hjá Úrvali/Útsýn á allan heiðurinn af þessu því hann hefur unnið mikið í þessu og það tókst hjá honum. Ég held það sé fyrst og fremst vegna þess að hann þekk- ir svo marga í kringum golfið í Algarve og ég þakka kærlega fyrir þetta tækifæri,“ sagði Birg- ir Leifur í samtali við Morg- unblaðið í gær. Mótið hefst 26. apríl og stend- ur í fjóra daga. Leikið verður á Quinta do Lago-vellinum og verðlaunafé er ein milljón evra. „Þetta er alvörumót og það verður frábært að fá að taka þátt í því,“ sagði Birgir Leifur. Í fyrra sigraði Gary Orr frá Skotlandi í mótinu, lék á 13 undir pari, en þá var keppt á Penina-vellinum. Meðal keppenda þá voru Ian Woosnam, Joakim Häggman og Paul Broadhurst, svo einhverjir séu nefndir. Woosnam endaði í 9. sæti á sjö höggum undir pari en hann lék síðasta hringinn á sex höggum undir pari. Birgi Leifi boðið til Portúgals ■ Stóð sig vel/B11 SIGURÐUR Jónsson, knattspyrnu- maður úr FH, þarf að gangast undir liðþófaaðgerð á hné í vikunni. Hann verður frá knattspyrnuiðkun næstu 3–4 vikurnar en að öllu óbreyttu ætti Sigurður að verða klár í slaginn þegar Íslandsmótið hefst um miðjan næsta mánuð. Sigurður fer því ekki með FH-liðinu til Portúgals í dag en þang- að eru FH-ingar að fara ásamt fleiri íslenskum liðum í æfinga- og keppn- isferð. Davíð var hjá Hereenveen Davíð Þór Viðarsson, unglinga- landsliðsmaður úr FH, kom í fyrra- dag heim frá Hollandi en þar dvaldi hann við æfingar hjá hollenska 1. deildarliðinu Heerenveen í vikutíma. Davíð, sem er 17 ára gamall miðvall- arleikmaður, hefur undanfarna mán- uði verið undir smásjá nokkurra er- lendra félaga.Á síðasta ári var hann tvívegis til reynslu hjá skoska úrvals- deildarliðinu Celtic og þá var hann einnig hjá hollensku liðunum Utrecht og Groningen auk þess sem hann var hjá Germinal Beerschot í Belgíu. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að norsku meistarararnir í Rosen- borg vilji fá að berja Davíð Þór aug- um en eldri bróðir hans, Arnar Þór, er landsliðsmaður og leikur sem kunn- ugt er með Lokeren í Belgíu. Sigurður í liðþófaaðgerð HLYNUR Jóhannesson, hand- knattleiksmarkvörður úr HK, hefur átt í viðræðum við tvö dönsk félög að undanförnu og miklar lík- ur eru á að hann leiki í Danmörku á næsta tímabili. Félögin eru Team Helsinge, sem er í 10. sæti af 14 liðum í úr- valsdeildinni, og Midtsjælland, sem er á leið í úrslitakeppni um úrvalsdeildarsæti. „Ég er ákveðinn í að breyta til eftir að hafa leikið í sjö ár með HK. Ég fann í vetur að ég var far- inn að dala og þurfti á því að halda að skipta um umhverfi. Mér líst mjög vel á dönsku félögin, að því tilskildu að þau verði í úrvals- deildinni næsta vetur, en það skýrist ekki fyrr en síðar í þessum mánuði svo málin eru í biðstöðu þangað til deildarkeppninni í Dan- mörku lýkur,“ sagði Hlynur við Morgunblaðið í gær. Hlynur til Danmerkur? EIÐUR Smári Guðjohnsen tryggði Chelsea sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, 2:1. Þetta var 12. mark Eiðs fyrir Chelsea í 30 leikjum á tímabilinu, og í 15 af þessum leikjum hefur hann komið inn á sem varamaður. Níu markanna hefur Eiður gert í úrvalsdeildinni sem er það mesta sem íslenskur knattspyrnumaður hefur nokkurn tíma skorað á einu tímabili í þeirri deild. Eiður Smári fær mjög góða dóma í enskum fjöl- miðlum og sagt er að hann hafi verið kaldur sem ís er hann skoraði sig- urmarkið – með því að vippa knettinum yfir markvörð Middlesbrough. „Hann gerði allt rétt …,“ sagði þulur BBC, þegar hann sagði frá markinu. Reuters Eiður Smári hefur fagnað mörgum mörkum. Kaldur sem ís ■ Bestu kaup Chelsea.../B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.