Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 B 9
DERRICK Moore hefur verið
ráðinn sem golfkennari hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur. Moore var að-
stoðarmaður hjá Joe Mckie í
klúbbnum síðustu tvö árin og hefur
nú verið ráðinn til að aðstoða John
Nolan við kennslu hjá GR.
SPÁNSKI maraþonhlauparinn
Diego Garcia, sem vann til silfur-
verðlauna á EM 1994, lést á laug-
ardaginn. Garcia, sem var aðeins 39
ára gamall, var að æfa fyrir keppni í
hálfu maraþoni þegar hann fékk
hjartaslag og tókst ekki að bjarga
honum.
AARON Peirsol, 17 ára piltur frá
Texas, sigraði í 200 metra baksundi
á bandaríska meistaramótinu um
helgina. Piltur synti á 1.56,56 og
hefur aðeins einn synt vegalengdina
hraðar en hann, heimsmethafinn
Lenny Krayzelburg, en hann setti
metið 1.55,87 1999. Til gamans má
nefna að Íslandsmet Arnar Arnar-
sonar er 1.58,99, en það setti hann á
Ólympíuleikunum í Sydney í haust.
ANNAR táningur, Michael
Phelps, aðeins 15 ára gamall, setti
heimsmet í 200 metra flugsundi á
mótinu, synti á 1.54,92 og er fyrstur
í heiminum til að synda vegalengd-
ina undir 1.55. Tom Malchow, sem
átti heimsmetið, varð annar á
1.55,60.
ED Moses setti einnig heimsmet,
synti 50 metra bringusund á 27,39
sekúndum en Anthony Robinson
hafði sett heimsmet í greininni á
fimmtudag og Moses vildi endilega
bæta það enda stefnir hann að því
að eiga metið í öllum vegalengdum
bringusundsins.
DÓMSTÓLL Körfuknattleiks-
sambands Evrópu ákvað um
helgina að AEK í Aþenu og Tau Vit-
oria frá Spáni skyldu leika á ný
fyrsta leik liðanna í undanúrslitum
Meistaradeildarinnar. Honum lauk
með 75:74 sigri AEK. Leikið var í
Aþenu en Spánverjarnir sögðu
heimamenn hafa gert sigurkörfuna
þremur sekúndum eftir að leik-
klukkan gall. Liðin eiga að mætast
á miðvikudaginn í þessum endur-
tekna leik en liðin mættust öðru
sinni á dögunum og þá vann Tau
70:67.
FÓLK
Slíkir voru yfirburðir Skotans aðhann var meira en hring á
undan öllum öðrum ökuþórum sem
í mark komust
nema Schumacher.
Þriðji varð Þjóð-
verjinn Nick Heid-
feld hjá Sauber sem
komst á pall í fyrsta sinn, þökk sé
áhrifamiklum akstri við afar erfiðar
aðstæður, en Heidfeld sýndi og
sannaði að honum hefur farið mikið
fram frá því hann hóf keppni í byrj-
un síðasta árs.
Í fjórða sæti varð Olivier Panis
og vann þar með fyrstu stig BAR-
liðsins og hið sama gerði Giancarlo
Fisichella fyrir Benetton og hljóta
stigin þau að vera fransk-ítalska
liðinu mikill léttir eftir mótlæti að
undanförnu.
En þótt Coulthard stæði uppi
sem öruggur sigurvegari fæst aldr-
ei úr því skorið hvernig honum
hefði vegnað í keppninni við Juan
Pablo Montoya hjá Williams, sem
ótvírætt var stjarna kappaksturs-
ins, eftir að rigna tók. Montoya
drottnaði fyrri hluta akstursins en
var keyrður út úr brautinni er hann
tók fram úr bílum sem orðnir voru
hring á eftir.
Montoya sýndi kænsku og
dirfsku sem borgaði sig í lok annars
hrings. Hékk í Schumacher á beina
kaflanum í lok hringsins eftir að ör-
yggisbíll var farinn úr brautinni og
notaði kjölsogið til að skjótast inn
fyrir Schumacher í fyrstu beygju.
Hélt rósemi og knúði heimsmeist-
arann til að láta forystuna af hendi.
Segja má að þetta hafi ekki bara
verið framúrakstur af hálfu Monto-
ya, sem var í sínu þriðja móti í
Formúlu-1. Heldur tákn þess að
þar væri kominn til skjalanna öku-
þór sem láta mun til sín taka í
íþróttinni. Svo og að Williamsliðið
hafi aftur smíðað bíl sem tilbúinn sé
í slaginn á toppnum. Einnig, og það
sem mest er um vert, að hann er
óhræddur við að takast á við fræg-
asta og harðskeyttasta keppanda
formúlunnar.
Eftir að Montoya komst fram úr
dró smám saman í sundur með
þeim Schumacher en Coulthard
kom svo í humátt á eftir honum. Í
áhorfendastúkunum fögnuðu þús-
undir Kólumbíumanna frammistöðu
síns manns en gleði þeirra fékk
snögglega endi er Jos Verstappen
hjá Arrows keyrði með óskiljan-
legum hætti aftan á Montoya svo
báðir féllu úr leik. Fékk Hollend-
ingurinn 1,5 milljónar króna sekt
fyrir glannaskapinn.
Coulthard tók nú við forystunni
en hennar naut hann ekki lengi því
í rigningarstoppunum virtist hann
ætla að tapa henni til Schumachers.
En með næstum því bíræfnum
hætti hrifsaði hann frumkvæðið aft-
ur er þeir Schumacher nálguðust
marklínuna með Minardibíl rétt á
undan. Greip Coulthard til þess
bragðs að laumast innfyrir bæði
Schumacher og Tarso Marques og
náði forystu á ný. Rétt á eftir sner-
ist Ferraribíllinn á brautinni og eft-
ir það átti Schumacher aldrei
möguleika á að keppa um fyrsta
sætið.
Með sigrinum, sem er sá 10. á
ferlinum, hefur Coulthard 20 stig í
keppninni um heimsmeistaratitil
ökuþóra en Schumacher 26. Stend-
ur Skotinn mun betur að vígi en
McLarenfélagi hans Mika Häkk-
inen, sem einungis hefur 1 stig.
Drap hann á bíl sínum í upphafi
ræsingar og lauk keppni því áður
en hún byrjaði.
Heimamaðurinn Rubens Barric-
hello var og fljótt úr leik. Komst
næstum því ekki af stað þar sem
keppnisbíll hans bilaði er hann ók
út á rásmarkið. Hljóp inn í bílskúr
og komst á síðustu sekúndum í
varabíl út í brautina aftur. Reyndist
fullsókndjarfur með þeim afleiðing-
um að hann klessti á Ralf Schumac-
her hjá Williams snemma í keppn-
inni.
SKOTINN David Coulthard hjá McLaren stöðvaði á sunnudag sig-
urgöngu Michaels Schumachers hjá Ferrari í formúlu-1 í afar tíð-
indasömum kappakstri í Interlagosbrautinni við Sao Paulo í Bras-
ilíu. Réð Coulthard lögum og lofum í brautinni eftir að tók að rigna
enda hafði hann tekið þá áhættu við uppsetningu bílsins fyrir
keppni að skúra myndi meðan á akstri stæði. Vann því á herfræð-
inni sem hingað til hefur þótt sterkasta hlið Schumachers og Ferr-
ari.
Reuters
David Coulthard fagnar sigrinum í Sao Paulo.
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar
Coulthard
stöðvaði
sigurgöngu
Schumachers
Sjö ára bið Stjörnunnar í öðrusæti eftir Íslandsmeistaratitli í
hópleikum lauk á laugardaginn þeg-
ar eldra lið félagsins
hampaði gullinu í
íþróttahúsinu við
Austurberg. Það
mátti hinsvegar ekki
tæpara standa því þær höfðu aðeins
0,05 stigi betur en fimleikafélagið
Björk – 25,25 á móti 25,20 – en sá
munur gæti legið í því að jafnvægi í
einhverri æfingunni hafi ekki verið
nægilega gott.
Sex félög sendu lið á mótið: Björk,
Gerpla, Grótta/KR, Keflavík og Sel-
foss ásamt Stjörnunni en keppt var á
dýnu, í dansi og á trampólíni. „Við
náðum líka að verða bikarmeistarar í
haust svo að þetta var mikil keppni
og mikil pressa á liðinu um að
vinna,“ sagði Hrafnhildur María
Gunnarsdóttir, sem var í sigurliði
Stjörnunnar á laugardaginn, sem
varð einnig bikarmeistari fyrr í vet-
ur. „Mesta stressið var í fyrstu æf-
ingunum en svo tókum við okkur á
og lukum keppninni með prýði en
það hefur alltaf verið mikil keppni á
milli þriggja liða.“
Mikil rekistefna varð þegar kom
að útreikningum því ekki voru allir
sáttir við að einkunn Bjarkar í dansi
væri aðeins 8,2 á meðan Stjarnan
fékk 9,05 stig en eftir mikil fundar-
höld var ákveðið að einkunnin skyldi
standa þótt afar umdeild væri. Mótið
snerist einnig um hvaða tvö lið færu
á Norðurlandamótið í hópfimleikum,
sem haldið verður í Finnlandi í lok
apríl. Reglan hefur verið sú að ef lið
fær yfir 25 stig er það valið þó að
annar háttur hafi verið hafður á í
fyrra þegar Gerpla keppti á Norð-
urlandamótinu en þær fengu 24,80
stig á laugardaginn. Allar líkur eru
því á að Stjarnan og Björk haldi utan
og þar sögðust Bjarkarstelpur ætla
að sýna hvers þær væru megnugar
enda æfa þær mjög mikið.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sigurlið Stjörnunnar í Íslandsmótinu í hópfimleikum á laugardaginn. Efri röð frá vinstri: Hrafn-
hildur María Gunnarsdóttir, Heiðdís Halldórsdóttir, Lára Kristín Ragnarsdóttir, Jóhanna Sig-
mundsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Kristín Einarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Sólveig Jóns-
dóttir, Ragnheiður Þórdís Ragnarsdóttir, Elsa Steinunn Halldórsdóttir, María Kristbjörg
Árnadóttir, Andrea Gunnlaugsdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir.
Sjö ára bið Stjörnunnar á enda
Stefán
Stefánsson
skrifar