Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 5

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 5
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 B 5 Ólafur Stefánsson var marka-hæsti leikmaður Magdeburg í leiknum en hann skoraði 5 mörk og því 13 samtals í leikjunum tveimur. Stefan Kretzchmar og Erik Göthel gerðu fjögur mörk hvor, en Juan Dominguez skoraði 8 mörk fyrir Bidasoa. Magdeburg hafði undirtökin í leiknum lengst af og var yfir í hálf- leik, 10:8. Þjóðverjarnir juku forskot sitt og staðan var 14:9 þegar níu mín- útur voru liðnar af síðari hálfleik. Þar með hafði Magdeburg samanlagt 13 marka forystu og formsatriði virtist að ljúka leiknum. Þá hrökk allt í bak- lás og á næstu 11 mínútum skoraði Bidasoa átta mörk gegn engu. Staðan var orðin 17:14, Bidasoa í hag, og 12 sekúndum fyrir leikslok komst heimaliðið í 23:16. Þrátt fyrir það átti Henning Fritz stórleik í marki Mag- deburg og hélt liði sínu á floti. Spán- verjarnir þurftu aðeins eitt mark enn, en það var Magdeburg sem átti síðustu sóknina og Göthel skoraði sautjánda mark liðsins þegar 5 sek- úndur voru til leiksloka. Vorum orðnir logandi hræddir „Við vorum orðnir logandi hræddir um að við hefðum kastað öllu frá okk- ur og værum á leið út úr keppninni. Ef leikurinn hefði verið aðeins lengri væri þátttöku okkar í henni lokið,“ sagði Stefan Kretzchmar við blaðið Volksstimme. Ólafur Stefánsson sagði við sama blað að Magdeburg hefði sýnt hand- bolta í hæsta gæðaflokki fyrstu 40 mínúturnar í Irun. „Við verðum síðan að draga þann lærdóm af lokakafl- anum, fyrir leikina við Metkovic, að í slíkum úrslitaviðureignum eru það allar 120 mínúturnar sem skipta máli,“ sagði Ólafur. Það eru EHF-meistarar tveggja síðustu ára sem mætast í úrslitunum. Metkovic vann keppnina í fyrra, hafði þá betur gegn Flensburg frá Þýska- landi á fleiri mörkum á útivelli en lið- in unnu heimaleikina með tveggja marka mun. Magdeburg vann keppn- ina árið 1999, sigraði þá Valladolid frá Spáni í úrslitum, 33:22 á heima- velli eftir að hafa tapað fyrri leiknum, 25:21. Ólafur var markahæstur ásamt tveimur öðrum í síðari leiknum með 5 mörk en Alfreð tók við þjálfun Magdeburg að því tímabili loknu. Spænskur úrslitaleikur Það verða spænsku liðin Barcelona og Portland sem leika til úrslita í meistaradeild Evrópu. Barcelona lagði Kiel, 32:27, og sneri dæminu við eftir fjögurra marka tap í Þýska- landi. Kiel missti þar með af síðasta tækifæri sínu til að vinna titil á þessu tímabili en aðeins tvö ár eru síðan lið- ið vann fjórfaldan sigur, heima og í Evrópukeppni. Portland gerði vel að vinna Celje í Slóveníu, 32:29, eftir að- eins tveggja marka sigur í fyrri leikn- um á eigin heimavelli. Þá leika Flensburg frá Þýskalandi og Ademar Leon frá Spáni til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa. Áframhald Magde- burg hékk á bláþræði ALFREÐ Gíslason og Ólafur Stefánsson eru komnir í úrslit EHF- bikarsins í handknattleik með liði sínu, Magdeburg. Þýska félagið bar lægri hlut fyrir Bidasoa á Spáni, liðinu sem Alfreð lék með á sín- um tíma, 23:17 á laugardaginn. Það kom ekki að sök því Magdeburg vann fyrri leikinn, 32:24, og mætir króatísku Haukabönunum, Metkovic Jambo, í tveimur úrslitaleikjum, heima og heiman. Eftir tveggja marka tap í fyrrileiknum að Ásvöllum var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir Haukana enda króatíska liðið geysilega öflugt, bæði sóknar- og varnarlega og eins og í fyrri leiknum var markvörður Króatanna Haukunum mjög erfið- ur og varði til að mynda fimm hraðaupphlaup Haukanna í röð í seinni hálfleik. Metkovic hafði und- irtökin í leiknum allan tímann. Í hálfleik var munurinn þrjú mörk, 16:13, og Metkovic hélt Haukunum í hæfilegri fjarlægð frá sér allan tímann. „Ég get ekki verið annað en stoltur af frammistöðu liðsins í þessum leik og í keppninni yfir höf- uð og segi hiklaust að við féllum með sæmd út úr keppninni. Við áttum aldrei möguleika á sigri en munurinn hefði kannski getað orð- ið minni. Við byrjuðum ágætlega og héldum jöfnu alveg upp í 8:8. Þá fengum við á okkur fjögur hraða- upphlaupsmörk í röð og eftir það má segja að Króatarnir hafi haft leikinn í höndum sér. Því miður var markvarslan ekki nógu góð hjá okkur en menn gáfu sig alla í leik- inn sem var mjög skemmtilegur,“ sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka í samtali við Morgunblaðið í gær en Haukarnir voru þá staddir á flugvellinum í Frankfurt á leið til Íslands eftir að hafa flogið fyrst frá Dubronik til Split, frá Split til Zag- reb og frá Zagreb til Frankfurt. „Metkovic er mjög öflugt lið og ég er því ánægður hve okkur tókst að veita þeim keppni í þessum leikjum. Króatarnir þurftu að hafa verulega fyrir því að vinna þetta einvígi en það má segja að fyrri leikurinn hafi gert vonir okkar að engu að komast í úrslitin. Þessi seinni leikur var töluvert betri af okkar hálfu og það var eiginlega synd að fara með tap á bakinu til Króatíu. Fyrir vikið var vonlítið að ætlast til að komast í úrslitin en engu að síður var liðið að standa sig mjög vel,“ sagði Viggó. Fórnuðum deildarmeistara- titlinum fyrir Evrópukeppnina Þátttakan í Evrópukeppninni hlýtur að vera góð reynsla fyrir þína leikmenn? „Það er ekki nokkur spurning. Strákarnir hafa fengið gríðarlega mikið út úr Evrópukeppninni og þeir hafa öðlast feikilega mikla reynslu. Ég held að ég tali fyrir munn allra þegar ég segi að menn hafi gaman af þátttökunni en að sama skapi hefur hún tekið sinn toll. Ég met þannig að við höfum fórnað deildarmeistaratitlinum fyr- ir Evrópukeppnina en þannig verð- ur þetta víst að vera. Það er erfitt að vera að berjast á toppnum á þremur vígstöðvum í einu. Það er engin eftirsjá hjá okkur í Haukum að hafa farið út í þetta ævintýri og ég veit að strákarnir og ég sjálfur munum ekki gleyma þessum vetri í bráð.“ Aftur á næsta tímabili Haukarnir hafa þegar ákveðið að taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Sigurinn í bikar- keppninni hefur þegar tryggt lið- inu sæti í Evrópukeppni bikarhafa en Viggó segir að takmarkið sé að komast í meistaradeildina og takist það er líklegt að Haukarnir sleppi við að fara í 1. umferð forkeppn- innar vegna góðs gengis í EHF- keppninni í ár. Að sögn Viggós lítur út fyrir að Haukarnir sleppi nokkuð vel fjár- hagslega frá þátttökunni í Evrópu- keppninni enda hefur verið vel staðið að öllu hjá félaginu auk þess sem Hafnarfjarðarbær, Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar og fleiri fyrirtæki hafa stutt myndarlega við bakið á liðinu Það er skammt stórra högga hjá Haukunum því að á föstudaginn hefst slagurinn um Íslandsmeist- aratitilinn. Haukar fá erkifjendur sína úr FH í heimsókn á Ásvelli og segir Viggó að menn séu auðvitað byrjaðir að undirbúa sig fyrir þann mikla slag. „Það meiddist sem betur fer enginn í leiknum á móti Metkovic og við erum farnir að búa okkur undir hörkuleiki við FH-ingana. Menn eru eðlilega mjög þreyttir eftir gríðarlega erfitt ferðalag en ég verð vonandi búinn að hrista þreytuna úr mönnum fyrir föstu- daginn.“ Við féllum út með sæmd ÆVINTÝRINU hjá Haukum í Evrópukeppninni í handknatt- leik á þessari leiktíð er lokið en eftir 29:25 tap á móti króat- íska liðinu Metkovic Jambo í síðari viðureign liðanna í und- anúrslitum EHF-keppninnar í Króatíu á laugardaginn tryggðu Króatarnir sér sæti í úrslitum keppninnar. Metko- vic, sem á titil að verja, vann samanlagt með sex marka mun, 51:46, og mætir þýska liðinu Magdeburg, liði Alfreðs Gíslasonar og Ólafs Stef- ánssonar, í úrslitum. Morgunblaðið/RAX Rúnar Sigtryggsson skoraði fimm mörk fyrir Hauka gegn Metkovic í Króatíu. Viggó, þjálfari Hauka, ánægður með seinni leikinn við Metkovic Guðmundur Hilmarsson skrifar Halldór með met HALLDÓR Ingólfsson skoraði sjö mörk gegn Metkovic í Króatíu, þannig að hann hefur skorað 68 mörk í leikj- um í Evrópukeppni í vetur. Það er marka- met. Halldór jafnaði met Hans Guðmunds- sonar, FH – 60 mörk – í leik gegn Sporting á dögunum. Hann skoraði síðan eitt mark gegn Metkovic að Ásvöllum og sjö úti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.