Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 B 3 Try gg ðu þé r á sk rif t s tra x eða í síma 515 6100 www.syn.is 2. - 8. apríl lau lau Prinsinn Naseem Hamed - Marco Antonio Barrera Hnefaleikar kl. 00:55 sun Bandaríska meistara- keppnin í golfi kl. 20:00 sun Arsenal - Tottenham Hotspur Enski bikarinn kl. 12:10 sun Wycombe Wanderers - Liverpool Enski bikarinn kl. 14:45 sun Sacramento Kings - Portland Trail Blazers NBA kl. 17:00 Barcelona - Liverpool UEFA-keppnin kl. 19:05 fim Leeds Utd - Deportivo La Coruna Meistarakeppnin kl. 20:45 mið Arsenal - Valencia Meistarakeppnin kl. 18:40 mið Galatasaray - Real Madrid Meistarakeppnin kl. 20:45 þri Man. Utd - Bayern Munchen Meistarakeppnin kl. 18:40 þri Southampton - Ipswich Town Enski boltinn kl. 18:50 mán fös fim Bandaríska meistara- keppnin í golfi kl. 21:10 Bandaríska meistara- keppnin í golfi kl. 20:00 Bandaríska meistara- keppnin í golfi kl. 19:30 Frumsýnd í Háskólabíói 6. apríl Besta myndin Sundance Film Festival 2000 Besti leikstjórinn Sundance Film Festival 2000  BRANDUR Brekkan skrifaði í gær undir samning við KR en Brandur hefur æft með vesturbæj- arliðinu frá því um áramót. Brand- ur er 18 ára og leikur í stöðu vinstri vængmanns hefur búið í Svíþjóð á undanförnum árum og leikið með neðrideildarliðinu Sirius. Samning- ur Brands og KR er til eins árs en þess má geta að Einar Brekkan leikmaður Örebro er bróðir Brands.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu stórleik í undan- úrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik um helgina. Þeir voru í Slóveníu og dæmdu viður- eign Celje Lasko gegn Portland frá Spáni. Spánverjarnir unnu með þremur mörkum og með fimm mörkum samtals.  BRASILÍSKI framherjinn Elber sem leikur með þýska liðinu Bay- ern München segir að fyrirliði enska landsliðsins, David Beck- ham, sé ekki eins góður og menn vilja af láta. „Beckham getur gefið góðar sendingar fyrir markið og skapað þannig hættu en aðrir þætt- ir í leik hans eru ekkert sérstakir,“ segir Elber á opinberri heimasíðu sinni.  MANCHESTER United tekur á móti Elber og félögum í kvöld í fyrri leik liðana í 8 liða úrslitum í meistaradeild Evrópu. Elber sendi Arsenal tóninn fyrir leik liðanna í riðlakeppni fyrir skemmstu og sagði hann þá að leikmenn Bayern þyrftu ekki að bera neina virðingu fyrir liði frá Lundúnum. FÓLK Adolf Sveinsson kom Stjörnunniyfir en Ellert Jón Björnsson jafnaði fyrir ÍA. Það voru síðan Garðar Jóhannsson, Rúnar Páll Sig- mundsson og Birkir Ómarsson sem bættu við mörkum og tryggðu Garðbæingum stórsigur. Hann dug- ar þeim þó skammt því þeir komast ekki áfram úr riðlakeppninni en ÍA og FH voru fyrir umferðina um helgina búin að tryggja sér sæti í 8- liða úrslitunum. Fram og Grindavík komust í 8-liða úrslitin um helgina. Grindavík vann Tindastól, 2:0, í Reykjaneshöll og Fram vann Víking, 4:3, á gervigras- inu í Laugardal. Þar skoraði Þor- björn Atli Sveinsson tvö mörk fyrir Framara sem komust í 3:0 og 4:1 en Stefán Arnarson skoraði þrennu fyr- ir Víking í síðari hálfleiknum. Fylkismenn urðu fyrstir til að vinna FH-inga í deildabikarnum, 2:1, í Laugardalnum á laugardaginn, en sigurinn kom of seint fyrir Árbæinga sem komast ekki áfram úr riðla- keppninni. Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur, lögðu ÍBV 1:0 í Laugardalnum og skoraði Fikret Alomerovic sigur- markið úr vítaspyrnu. Valur á þó ekki möguleika á að komast áfram. Ljóst er fyrir lokaumferð riðla- keppninnar að Grindavík, Fram, FH, ÍA, Breiðablik, KR og Keflavík fara í 8-liða úrslitin en hörð keppni er um fjórða sætið í B-riðlinum milli ÍBV, ÍR og KA. ÍR vann þar sigur á Leiftri, 2:0, í Laugardalnum. Í neðri deildinni kom nýja Aust- fjarðaliðið, Fjarðabyggð, skemmti- lega á óvart með því að sigra 2. deild- arlið Hauka, 1:0, og 1. deildarlið Dalvíkur, 4:1. STJÖRNUMENN komu á óvart í deildabikarkeppni KSÍ á sunnudag- inn þegar þeir unnu stórsigur á Skagamönnum, 4:1, í Reykjanes- höllinni. Þetta var annað tap ÍA í röð eftir sigra í fjórum fyrstu leikj- um sínum og ekki bætti úr skák að Ólafur Þórðarson, leikmaður og þjálfari ÍA, var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. ■ Úrslit, markaskorarar og stöður /B11 Stjarnan vann stórsigur á ÍA Dagnogo samdi við KR FRANSKI knattspyrnumaðurinn Moussa Dagnogo skrifaði um helgina undir samning við Íslandsmeistara KR og leikur með þeim út tímabilið. Dagnogo hefur verið í röðum KR-inga í tæpar tvær vikur og spilað einn leik, gegn ÍR, en þar skoraði hann mark og þótti leika vel. Dagnogo er 28 ára og lék síðast með skoska úrvalsdeildarliðinu St. Mirren en áður með Brist- ol Rovers í Englandi, Uniao Madeira í Portúgal og Nantes í Frakklandi. Hann hefur fengið úthlutað KR-treyju númer 18 fyrir sumarið. Í öðru marki leiksins sýndi Her-mann hversu öflugur hann getur verið sem sókndjarfur bakvörður. Þrír varnarmenn Southampton reyndu að stöðva Hermann sem lék á þá alla og gaf knöttinn fyrir markið þar sem Stewart skallaði knöttinn í netið. Með sigrinum er Ipswich komið í þriðja sæti deildarinnar með 52 stig, fimm stigum minna en Arsenal sem er í öðru sæti en 18 stig skilja að efsta liðið, Manchester Unted, og Ipswich. Stuðningsmenn Southampton stóðu upp fyrir leikinn og fögnuðu þjálfaranum, Stuart Gray, sem tók að sér að stýra liðinu eftir að ljóst var að Glenn Hoddle færi til Totten- ham. Leikmenn Southampton voru samt sem áður annars hugar eftir breytingarnar. Landliðsþjálfari Englendinga, Sven Göran Eriksson, var mættur til að fylgjast með Stewart og varð vitni að stórleik framherjans sem er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk. Southampton hafði sigrað í síð- ustu fimm leikjum í deildinni og ekki fengið á sig mark í síðustu sjö leikj- um. „Við vissum að það yrði erfitt að skora hjá Southampton en góð sam- vinna gerði það að verkum að Stew- art fékk tækifæri til að skora mörkin þrjú,“ sagði George Burley, fram- kvæmdastjóri Ipswich. Stewart hefur skorað 20 mörk í vetur, þar af 18 í deildarkeppninni, en fyrir 18 árum skoraði John Wark 20 mörk fyrir Ipswich í deildar- og bikarkeppni. „Það er ánægjulegt að vera nefnd- ur í sama andartaki og John Wark en hann er einn þekktasti leikmaður liðsins og hetja þess á árum áður,“ sagði Stewart við enska fjölmiðla eft- ir leikinn. Hermann sýndi takta HERMANN Hreiðarsson og félagar hans í Ipswich Town unnu Southampton á útivelli, 3:0, í ensku úrsvalsdeildinni í gærkvöld. Marcus Stewart skoraði öll þrjú mörk Ipswich og átti Hermann Hreiðarsson þátt í tveimur fyrstu mörkum leiksins og var annað markið sérlega glæsilegt. Ipswich Evening Star Hermann Hreiðarsson lék vel með liði Ipswich Town í gær sem vann Southampton 3:0 á útivelli í gær í ensku úrvalsdeildinni. Hermann átti þátt í tveimur mörkum liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.