Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 4

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 4
ÍÞRÓTTIR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ  JÓHANNES Karl Guðjónsson og félagar í RKC Waalwijk halda áfram að koma á óvart í hollensku úrvals- deildinni og unnu Feyenoord, 2:0, á sunnudaginn. Jóhannes Karl, sem átti þátt í fyrra markinu, lék allan leikinn á miðjunni hjá Waalwijk sem er í fjórða sæti, næst á eftir stórveld- unum þremur, PSV, Feyenoord og Ajax.  JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn með MVV Maastricht sem gerði jafntefli á útivelli, 1:1, við ADO Den Haag í hollensku 1. deildinni. Maastricht er í 15. sæti af 18 liðum.  HELGI Kolviðsson lék síðustu 25 mínúturnar með Ulm sem tapaði heima, 0:2, fyrir hans gamla félagi, Mainz, í þýsku 2. deildinni. Ulm er nú næstneðst og í alvarlegri fall- hættu.  GUNNLAUGUR Jónsson lék allan leikinn með Uerdingen sem tapaði, 1:0, fyrir varaliði Werder Bremen í 3. deild.  ANDRI Sigþórsson og félagar í Salzburg töpuðu heima fyrir Tirol Innsbruck, 0:1, í austurrísku úrvals- deildinni á laugardaginn. Andri lék allan leikinn og var tvívegis nálægt því að skora með skalla. Í seinna skiptið varði markvörður Tirol glæsilega frá honum.  ATLI Sveinn Þórarinsson, tvítug- ur Akureyringur, átti mjög góðan leik í vörn Örgryte sem vann 2. deildarliðið Åtvitaberg, 4:0, í 4. um- ferð sænsku bikarkeppninnar á laugardaginn. Þetta var fyrsti móts- leikur Atla með Örgryte en hann lék með vara- og unglingaliðum sænska félagsins á síðasta tímabili.  BJARNI Þorsteinsson lék sinn fyrsta leik með norska liðinu Molde þegar það vann góðan sigur í Svíþjóð á liði Helsingborg, 3:0. Bjarni, sem meiddist strax við komuna til Molde snemma á árinu, lék síðustu 7 mín- úturnar.  DANSKA knattspyrnufélaginu AGF, sem Tómas Ingi Tómasson leikur með, var á laugardag forðað frá gjaldþroti á síðustu stundu. Félaginu tókst þá að útvega sér ábyrgðir fyrir 40 milljóna króna láni en að öðrum kosti hefði það vænt- anlega verið sent niður í 2. deild.  AGF steinlá síðan, 5:1, fyrir AaB í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Tóm- as Ingi lék ekki með Árósaliðinu, sem er í mikilli fallhættu.  RAKEL Ögmundsdóttir lék síð- ustu 10 mínúturnar með Phila- delphia Charge sem vann öruggan sigur á Carolina Courage, 4:1, á laugardaginn. Þetta var síðasti op- inberi leikur Charge áður en liðið hefur keppni í nýju bandarísku at- vinnudeildinni hinn 22. apríl.  ARON Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern sem vann góðan sigur á toppliðinu Kolding, 29:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik á sunnudaginn. Skjern er í fimmta sæti, stigi á eftir Virum, þeg- ar þrjár umferðir eru eftir en fjögur efstu liðin leika um meistaratitilinn.  JÓHANN Samúelsson skoraði 2 mörk fyrir Bjerringbro sem vann Ik- ast úti, 28:20. Bjerringbro er í sjötta sæti með jafnmörg stig og Skjern en lakari markatölu.  HULDA Bjarnadóttir varð markahæst hjá kvennaliði Skjern með 4 mörk þegar það tapaði stórt fyrir úrvalsdeildarliði Ikast í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar, 38:16. Skjern vann sér á dögunum sæti í 1. deild.  STAVANGER Handball, lið Sig- urðar Gunnarssonar, er úr leik í baráttunni um sæti í fjögurra liða úr- slitunum um norska meistaratitilinn í handknattleik eftir tap fyrir Bodö, 30:25, á sunnudaginn.  SANDEFJORD, sem tapaði fyrir Haukum í EHF-keppninni í vetur, er komið í bikarúrslitin í norska handboltanum eftir sigur á Dram- men, 37:36, í fjórframlengdum leik. Sandefjord mætir Runar. FÓLK Ragnar með sigurmarkið gegn Mont- pellier RAGNAR Óskarsson tryggði Dunkerque óvæntan sigur á meisturum Montpellier, 24:23, í frönsku 1. deildinni í handknattleik á sunnudag- inn. Hann skoraði sig- urmarkið úr vítakasti á loka- sekúndum leiksins. Ragnar gerði 5 mörk í leiknum, tvö þeirra úr vítaköstum. Dunkerque hefur gengið mjög vel eftir að keppni hófst á ný í Frakklandi eftir HM og hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli í sjö leikjum frá þeim tíma. Montpellier, með sjö franska heimsmeistara inn- anborðs og auk þess lands- liðsmenn frá Svíþjóð og Egyptalandi, hefur á hinn bóginn ekki verið nema svip- ur hjá sjón eftir HM. Liðið vann alla leiki sína fyrir ára- mót en hefur síðan tapað þrívegis og gert eitt jafntefli í sex leikjum. Chambery er með yf- irburði í deildinni, hefur unnið alla 18 leiki sína og er með 54 stig. Paris SG er með 48, Ivry 43, Créteil 42, Mont- pellier 41, Toulouse 40 og Dunkerque er nú komið með 38 stig og getur blandað sér í baráttuna í efri hluta deild- arinnar með þessu áfram- haldi. VONIR Dormagen um að halda sér í þýsku 1. deildinni í handknattleik biðu hnekki á laugardagskvöldið þeg- ar liðið tapaði heima fyrir Essen, 27:29. Dormagen er í þriðja neðsta sætinu og er nú fimm stigum á eftir þeim liðum sem eru fyrir ofan strikið. Róbert Sighvatsson skoraði þrjú mörk fyrir Dormagen en Patrekur Jóhannesson eitt fyrir Essen. Patrek- ur var aðeins með í 15 mínútur því þá var hann rekinn af velli með rautt spjald fyrir gróft brot. Oleg Velyky, úkraínska stórskyttan, var í aðalhlut- verki hjá Essen og skoraði tólf mörk. Gústaf Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem vann öruggan sigur á meiðslum hrjáðu liði Bad Schwartau, 27:21. Róbert Julian Duranona hafði hægt um sig og skoraði tvö mörk þeg- ar Nettelstedt vann auðveldan útisig- ur á botnliði Hildesheim, 29:20. Nett- elstedt komst úr fallsæti með sigrinum. Staða Dormagen versnar N-Kórea opin fyrir hlaupara YFIRVÖLD í Norður-Kóreu hafa samþykkt að leyfa 30 er- lendum hlaupurum að taka þátt í Pyongyang-maraþon- hlaupinu. Þykir þetta nokkr- um tíðindum sæta og ekki síður að í fyrsta skipti kemur útlendur styrktaraðili að hlaupinu. Yfirvöld hafa gefið grænt ljós á að 20 hlauparar úr hópi þeirra bestu í heim- inum megi keppa að þessu sinni. Reiknað er með að er- lendu keppendurnir komi frá Kenýa, Eþíópíu, Bretlandi, Rússlandi, Japan, Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku og Hong Kong. Það voru Framstúlkur sem komuákveðnari til leiks í Eyjum. Með Hugrúnu Þorsteinsdóttur í markinu sem varði vel náðu þær að leiða leikinn fyrstu mínúturnar eða þar til Eyjastúlkur náðu að jafna metin og í kjölfarið að kom- ast yfir á 6. mín. leiksins. Fram- stúlkur misstu síðan Svanhildi Þengilsdóttur út af í tvígang um miðbik hálfleiksins og við það gengu Eyjastúlkur á lagið. Eyjastúlkur náðu mest fjögurra marka forystu í stöðunni 9:5. Það var síðan horna- maðurinn, Guðrún Þóra Hálfdánar- dóttir, sem hélt Framstúlkum inni í leiknum og skoraði þrjú mörk í röð gegn einu Eyjastúlkna og náði að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 10:9. Framstúlkur ná í kjölfarið að jafna leikinn og má segja að leikurinn hafi verið í járn- um út hálfleikinn. Hálfleikstölur 13:12, Eyjastúlkum í vil. Eyjastúlkur byrjuðu síðari hálf- leik af krafti og héldu þeim engin bönd. Þær náðu að komast í þriggja marka forystu í stöðunni 16:13. Góð vörn hélt Framstúlkum inni í leikn- um og hefðu þær getað jafnað metin í stöðunni 17:16 en skot í slá úr víti kom í veg fyrir það. Framstúlkur náðu síðan í tvígang að minnka mun- inn niður í eitt mark en Eyjastúlkur settu í gír þegar 10 mín. lifðu leiks og uppskáru góðan sigur, 26:22. Bestan leik Framstúlkna átti ung og efnileg stúlka, Guðrún Þóra Hálf- dánardóttir, sem spilaði virkilega vel í horninu og skoraði grimmt ásamt því að halda Safamýrarstúlk- um inni í leiknum á köflum. Þá varði Hugrún Þorsteinsdóttir vel í mark- inu og Marina Zoueva stóð sig einn- ig vel. Markvörður Eyjastúlkna, Vigdís Sigurðardóttir, varði eins og ber- serkur í leiknum og þar á meðal tvö víti. Vigdís hefur spilað geysilega vel í vetur og á eflaust eftir að reynast Eyjastúlkum vel í úrslitarimmunni. Einnig spiluðu Anita Andreasen og Tamara Madsec virkilega vel. „Þetta var baráttuleikur frá upp- hafi til enda. Mér fannst margir hlutir detta þeirra megin í leiknum, þær voru heppnari í mörgum atrið- um. Það vantaði smáheppni í þetta hjá okkur og ég er ekki í vafa um að ef það hefði gerst þá hefðum við klárað leikinn. Við vorum staðráðn- ar í að klára þennan leik en svo fór sem fór. Vigdís varði virkilega vel fyrir þær og það munar um minna. Þá náðum við að stoppa hraðaupp- hlaupin hjá þeim sem þær hafa verið frægar fyrir en það má segja að það hafi bara ekkert gengið upp hjá okk- ur síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Hafdís Guðjónsdóttir, fyrirliði Framstúlkna, sem var að spila sinn síðasta handboltaleik í Eyjum á laugardaginn þar sem hún hyggst leggja skóna á hilluna. „Ég get nú ekki verið annað en ánægð með að hafa unnið Fram og vera komin í úrslitarimmuna. Viljinn var okkar aðalvopn í dag, við ætl- uðum okkur að komast í úrslitaleik- ina því við vitum hvað það er gaman að standa í þessu og sigurviljinn fleytti okkur sannarlega langt í dag. Mér líst alveg virkilega vel á úr- slitakeppnina og ég er handviss um að úrslitarimman fer í fimm leiki þar sem annað liðið vinnur 3:2. Ég vona að við vinnum en ég ætla ekkert að vera að spá um það. Við komum í þessa leiki til að hafa gaman af hlut- unum og síðan er bara að vona að heilladísirnar verði okkar megin. Ef við spilum eins og við gerðum í dag mega Haukarnir passa sig,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, fyrirliði Eyja- stúlkna, eftir leikinn á laugardag. Amele Hagic, Edda Björk Eggertsdóttir og Anita Andreasson skoruðu grimmt gegn Fram. Meistarar ÍBV mæta Haukum EYJASTÚLKUR tóku á móti stöllum sínum úr Safamýrinni í hreinum úrslitaleik um sæti í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Leikurinn bráðfjörugur í alla staði, fullt hús og mikil stemning í leikmönnum sem áhorfendum. Þó svo að leikurinn hafi lengstum verið jafn uppskáru Eyjastúlkur sigur á sprækum Fram- stúlkum, 26:22, og mæta því Haukastúlkum í rimmunni um Íslands- meistaratitilinn. Skapti Örn Ólafsson skrifar                              ! "! #    $              %&

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.