Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 6
KÖRFUKNATTLEIKUR 6 B ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Heimamenn léku á als oddi ífyrsta leikhluta og voru komnir með 20 stiga forskot eftir fyrstu mín- útu annars leikhluta. Liðið hélt uppi hrað- anum og ákveðni einkenndi leik þeirra. En í stöðunni 41:18 fór allt að ganga á afturfótun- um. Gestirnir frá Sauðárkróki létu forskotið ekki slá sig út af laginu og hófu af öryggi að saxa á forskotið og það mátti sjá sjálfstraust Keflvík- inga fjara út. Gestirnir héldu sínu striki eftir hlé og með 17 stigum eftir sex mínútur jöfnuðu þeir 52:52 því á meðan skor- uðu Keflvíkingar aðeins fjögur stig. Leikurinn var því í járnum þegar kom að síðasta leikhluta og staðan 61:59 Keflavík í vil. Tindastólsmenn komust yfir með þriggja stiga skoti eftir 45 sekúndur, skoruðu næst úr einu vítaskoti fimm mínútum síðar og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum skoruðu þeir aftur úr þriggja stiga skoti en þá eru upp tal- in stig þeirra í síðasta fjórðungi. Ekki voru Keflvíkingar betri því þeir skoruðu á sama tíma aðeins 6 stig, sem er vafasamt met í deildinni. Calvin Davis var langatkvæða- mestur hjá Keflavík, skoraði 34 stig og tók 20 fráköst. Leikmenn reyndu 11 þriggja stiga skot en aðeins þrjú fóru ofan í, nokkuð sem Keflvíkingar eiga ekki að venjast. Birgir Örn Birgisson, Magnús Gunnarsson og Hjörtur Harðarson voru einnig góðir til að byrja með en á sama róli og aðrir leikmenn þegar leið á leikinn. „Við byrjuðum mjög vel en misstum svo einbeitinguna og þegar þeir komu sterkir inn í síðari hálfleik tókst þeim að jafna leikinn,“ sagði Hjörtur eftir leikinn. „Við hættum að halda uppi hraðanum og tókum lé- leg skot þrátt fyrir góð færi. Þetta gat farið á hvorn veg sem var en við sluppum fyrir horn og það verður bara að fara norður og vinna. Það var lítill munur þar síðast og styttist í sigurleik.“ Tindastólsmenn sýndu mikinn styrk með því að láta góða byrjun Keflvíkinga ekki slá sig út af laginu. „Við spiluðum frábærlega eftir hrikalega byrjun en klikkuðum alveg á skotunum í lokin,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. „Það gerðu reyndar bæði liðin enda varnir góðar svo að hvort liðið sem var gat sigrað en það vantaði bara herslumuninn hjá okk- ur. Mitt lið stóð sig mjög vel og lét þessa slæmu byrjun ekki slá sig út af laginu.“ Adonis Pomones, Michael Andropov, sem tók 9 fráköst og varði þrjú skot, og Shaw Myers, sem tók 20 fráköst, voru bestir hjá Tindastól en Kristinn Friðriksson átti mjög góða spretti. Ásdís Calvin Davis lét mikið að sér kveða í sigri Keflavíkur á Tindastóli á sunnudaginn. Hér skorar hann tvö af 34 stigum sínum án þess að Svavar Birgisson og Shawn Myers komi neinum vörnum við. Keflavík knúði fram oddaleik HURÐ skall nærri hælum Keflvíkinga á sunnudaginn þegar Tinda- stólsmenn sóttu þá heim því síðasta skot leiksins dansaði á körfu- hring Keflvíkinga, sem unnu 67:66. Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega slaka skotnýtingu gestanna í síðasta fjórðungi, þegar þeir skoruðu aðeins 7 stig, væri Tindastóll kominn í úrslit því þeir höfðu þegar unnið tvo leiki. Fyrir vikið verður oddaleikur á Sauðárkróki á þriðju- daginn. Stefán Stefánsson skrifar Körfu- landsliðið til San Marínó UM helgina varð ljóst að íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik myndi ná að taka þátt í Smáþjóða- leikunum sem fram fara í San Marínó í lok maí. Landsliðið átti að leika við Finna í undankeppni Evrópumóts landsliða hér á landi 2. júní og það hefði ekki gengið upp. Finnar voru eitthvað treg- ir til að breyta leikdegi en samþykktu nú um helgina að færa leikinn til 22. ágúst. Landsliðið verður sem sagt með á Smáþjóðaleik- unum, leikur dagana 28., 29., 30. og 31. maí. Fyrstu tvo daga í júní er leikið í undanúrslitum og til úr- slita og síðan heldur liðið til Sviss þar sem það mæt- ir heimamönnum í und- ankeppni EM 6. júní og þremur dögum síðar verð- ur leikið við Íra í sömu keppni. HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar hans í Ieper unnu auðveldan sigur, 83:63, á Aalst í belgísku úrvalsdeild- inni í körfuknattleik um helgina. Við sigurinn skýst Ieper upp í fjórða sæti deildarinnar. Helgi lék rúm- ar 20 mínútur í leiknum og skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. Ieper var mun sterkari aðilinn í leikn- um og var sigur liðsins aldr- ei í hættu. Nú eru aðeins þrír leikir eftir af tímabilinu áður en úrslitakeppnin hefst og mikilvægt fyrir liðið að enda vel til að fá viðráð- anlega mótherja í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ieper í fjórða sætið „VIÐ vorum mjög stressaðar fyrir leik- inn því við vissum að þær kæmu alveg trítilóðar – annars væri eitthvað að – en samt virtumst við ekki vera alveg tilbún- ar þrátt fyrir að vita af mótspyrnunni. Það var öruggt að það yrðu sveiflur á leiknum og ég hafði svo sem ekki áhyggj- ur af því en við vorum samt alltaf ákveðn- ar í að vinna og það var ekki talað um annað,“ sagði Hanna B. Kjartansdóttir í KR eftir leikinn. „Í allan vetur hefur ver- ið talað um að slakasti varamannabekk- urinn sé hjá KR, fæst stigin koma hjá KR og fæst af flestu en ég held að það hafi sýnt sig í þessum leik hver staðan er því í úrslitakeppninni erum við eflaust með f b h g h s h þ u f K h Uppskorið e Kristín Jónsdóttir fyrirliði KR lyftir eftir 64:58 sigur á Keflavík á laugard að snúast því þetta var fimmti bikar l unnið allt sem í Hen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.