Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 8
KNATTSPYRNA 8 B ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ formúla 1 á mbl.is taktu þátt í netleiknum  NÆSTA KEPPNI  HVAÐ ER FORMÚLA 1?  LIÐ OG ÖKUÞÓRAR  MÓT ÁRSINS OG BRAUTIR  ÚRSLIT MÓTA  STIG ÖKUÞÓRA  STIG BÍLASMIÐA  SIGRAR  FYRRI MEISTARAR  ÍTAREFNI  FORMÚLASPJALL  MYNDASYRPUR John Toshack gerist „stjóri“ JOHN Toshack, sem hefur verið þjálfari spænska liðsins Real Sociedad síðustu mánuði, tilkynnti um helgina að á næstu leik- tíð yrði hann framkvæmdastjóri félagsins. „Ég ætla að vera eins og ensku stjórarnir; ég ræð öllu í sambandi við liðið og uppstillingu þess, en sé ekki um daglegar æfingar. Ábyrgðin verður mín og Jose Luis Astiazaran, forseti félagsins, hefur samþykkt að við gerum þessar breytingar,“ sagði Toshack um helgina. Bæjarar fengu Werder Bremen íheimsókn á laugardaginn og töpuðu 3:2. Efsta sætið er engu að síður þeirra en Kaiserslautern hefði getað skotist á toppinn á sunnudeg- inum þegar liðið tók á móti Dort- mund. En leikmenn Dortmund gáfu ekki kost á því heldur sigruðu 4:1 og skutust þar með sjálfir í annað sæt- ið, en Kaiserslautern er í því sjötta. Gestirnir í München náðu foryst- unni eftir 25 mínútur þegar Pizarro skoraði úr víti. Elber jafnaði snemma í síðari hálfleik en skömmu síðar kom Bode Bremen yfir á ný en Jancker jafnaði á 67. mínútu og þannig var staðan allt þar til mínúta var til leiksloka að Pizarro gerði annað mark sitt og tryggði sigur Bremen. „Við gerðum nokkur mistök í vörninni og Bremen nýtti þau vel. Við tókum líka óþarflega mikla áhættu þegar við reyndum að skora sigurmarkið. Stundum er betra að sætta sig við að ná einu stigi. Nú verðum við að gleyma þessum leik og hugsa um leikinn við United á þriðjudaginn,“ sagði Ottmar Hitz- feld, þjálfari Bayern. „Við lékum illa í síðustu tveimur leikjum, en í dag lékum við vel og þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Thomas Schaaf, þjálfari Bremen. Leverkusen átti möguleika á að komast í efsta sætið því liðið tók á móti Schalke síðar á laugardeginum en þrátt fyrir að leika á heimavelli gátu leikmenn ekki nýtt tækifærið. Schalke sigraði 3:0 og skaust í þriðja sætið, með jafn mörg stig og Leverkusen en með betri marka- mun. Það gekk því ekkert allt of vel hjá efstu liðunum, það er að segja Bæjurum, Leverkusen og Kaisers- lautern. Hins vegar gekk ágætlega hjá Eyjólfi Sverrissyni og félögum hjá Hertu sem sigruðu 1860 München 3:0 í Berlín og eru nú í 5. sæti með 46 stig eins og þrjú önnur lið. Eyj- ólfur lék allan leikinn og átti þátt í öðru markinu sem kom eftir horn- spyrnu. Stuttgart hefði getað forðað sér af fallsvæðinu þegar Kölnarbúar komu í heimsókn. En leikmenn Stuttgart eru greinilega heillum horfnir og töpuðu 3:0. Liðið er því í næstneðsta sæti. Spennan magnast SPENNAN á toppi þýsku deild- arinnar magnast enn. Bayern München hefur eins stigs for- ystu á Dortmund og tveimur stigum þar á eftir koma Schalke, Leverkusen, Hertha Berlín og Kaiserslautern. Mun- urinn á stöðu efsta liðsins og þess sem er í sjötta sæti er því aðeins þrjú stig.  THORSTEN Fink, miðvallarleik- maður Bayern München, verður ekki með þegar liðið mætir Manc- hester United í Meistaradeildinni í kvöld. Fink meiddist á hné í tapleik liðsins gegn Werder Bremen á laug- ardaginn.  JENS Jeremies fór einnig af velli meiddur á ökkla og óvíst hvort hann verður með í kvöld.  RAUÐA stjarnan í Júgóslavíu tapaði 2:1 um helgina fyrir nágrönn- um sínum í OFK Beograd. Þetta er fyrsti deildarleikurinn sem liðið tap- ar í langan tíma, en það hafði leikið 51 leik í deildinni án þess að tapa.  GLASGOW Rangers tapaði um helgina sjöunda leiknum í skosku úr- valsdeildinni og með því á Celtic möguleika á að tryggja sér titilinn um næstu helgi.  RIVALDO, sem leikur með Barce- lona, segist ætla að leika áfram í Evrópu eftir að samningur hans við félagið rennur út eftir tvö ár. Hann segist ekki vilja fara heim til Brasilíu strax enda er honum kennt um slakt gengi landsliðsins að undanförnu.  FRANSKA liðið Nantes komst um helgina í undanúrslit bikarkeppninn- ar með því að sigra Auxerre 4:1 í framlengdum leik. Nantes er bikar- meistari síðustu tveggja ára og von- ast til að verða þriðja liðið í Frakk- landi til að hampa bikarnum þrjú ár í röð. Mickaël Landreau, fyrirliði og markvörður Nantes, gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur í síð- ari hálfleik og tryggði liði sínu þar með framlengingu, en staðan var 1:1 eftir 90 mínútna leik.  ÞRÍR voru reknir af velli þegar Standard Liege vann Charleroi 3:2 í belgísku deildinni á sunnudaginn, tveir úr liði heimamanna í Charleroi.  ALLAN Gaarde, danskur leik- maður hjá Udinese á Ítalíu, fékk rauða spjaldið án þess að taka þátt í leiknum þegar lið hans mætti Regg- ina. Gaarde var að hita upp og búa sig undir að verða skipt inn á þegar hann sendi aðstoðardómara tóninn. Sá var snöggur að gera dómara leiksins aðvart og hann sýndi Gaarde umsvifalaust rauða spjaldið. FÓLK Það blés samt ekkert sérlegabyrlega fyrir heimamenn í Roma þegar þeir tóku á móti Ve- rona því gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftíma og þannig var stað- an í leikhléi og allt þar til tíu mín- útur voru liðnar af síðari hálfleik að Montella tókst að jafna – sumir segja þó að um sjálfsmark hafi ver- ið að ræða – og þá var ísinn brotinn. Batistuta bætti öðru marki við fimm mínútum síðar og Montella því þriðja. Brasilíumaðurinn Cafu lék sinn 100. leik í ítölsku deildinni og hélt upp á það með frábærum leik, lagði upp tvö mörk Roma. „Þegar maður skoðar stöðuna virðist vera auðvelt fyrir okkur að halda þetta út, en ég vil minna menn á að það getur allt gerst í íþróttum og níu stig geta horfið fljótt,“ sagði Fabio Capello, þjálfari Roma. „Við ræddum málin í róleg- heitunum í leikhléi og urðum sam- mála um að við hefðum vart efni á að tapa leiknum. Ákveðið var að reyna í það minnsta að sigra og það gekk eftir,“ bætti þjálfarinn við. Juventus fékk Brescia í heimsókn og allt virtist stefna í sigur heima- manna en Roberto Baggio jafnaði fyrir gestina á 86. mínútu og var þetta 167. markið sem kappinn ger- ir í efstu deild á Ítalíu. Parma, sem er í 4. sæti, gerði markalaust jafnt- efli við Bologna og Lazio, sem er í þriðja sæti, tapaði á útivelli fyrir AC Milan þannig að Roma jók for- ystu sína á toppnum. Neðsta liðið, Bari, kom virkilega á óvart og sigraði aldrei þessu vant. Liðið fékk Lecce í heimsókn á laug- ardaginn og vann 3:2 og setur aukna spennu í botnbaráttuna því fimm stig skilja nú milli Bari og Vi- cenza, sem er í sjötta neðsta sætinu. Segja má að Christian Vieri hafi séð um Perugia þegar Inter Mílanó kom í heimsókn því hann skoraði öll þrjú mörk gestanna í 3:2 sigri þeirra. Þetta er fyrsta þrenna Vier- is í eitt og hálft ár. Massimo Taibi, markvörður Reggina tryggði liði sínu stig er það tók á móti Udinese. Gestirnir voru marki yfir allt þar til tvær mínútur voru til leiksloka að heimamenn fengu hornspyrnu. Taibi brá sér í sóknina, enda allt lagt undir til að fá stig, og skallaði glæsilega í mark gestanna. AP Massimo Taibi, markvörður Reggina, skorar hér jöfnunarmarkið gegn Udinese, 1:1. Roma heldur sínu striki ROMA heldur sínu striki og hefur níu stiga forystu þegar tíu um- ferðir eru eftir. Helstu keppinautum liðsins um ítalska meistaratit- ilinn hlekktist á um helgina og þeir virðast þess ekki megnugir að veita Rómverjum verðuga keppni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.