Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 6
6 D SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Bókasafns- og
upplýsingafræðingur
Orkustofnun óskar að ráða bókasafns-
og upplýsingafræðing í fullt starf.
Starfssvið:
● Umsjón með uppbyggingu og notkun bóka-,
greina- og tímaritasafns stofnunarinnar.
● Upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun innan
stofnunar og utan.
● Umsjón með aðgengi og notkun gagna- og
þekkingargrunna stofnunarinnar.
● Umsjón og afgreiðsla útgefinna rita stofnun-
arinnar.
● Innkaup upplýsingaefnis, skráning þess og
dreifing.
● Fræðsla og þjálfun á sviði upplýsinga- og
þekkingarstjórnunar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsinga-
fræði.
● Mjög góðrar íslenskukunnáttu er krafist.
● Almenn tölvukunnátta nauðsynleg.
● Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
● Vandvirkni og skipulögð vinnubrögð.
Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingi,
sem hefur vilja og hæfileika til að bregðast við
síbreytilegum aðstæðum upplýsingasam-
félagsins.
Auglýsinguna er einnig að finna á heimasíðu
stofnunarinnar,
http://www.os.is/auglysing.html
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhild-
ur Þorgeirsdóttir, yfirmaður upplýsingadeildar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjár-
málaráðuneytis og Stéttarfélags bókasafns-
og upplýsingafræðinga.
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Orkustofnun stefnir að því að fjölga konum
og yngra fólki í starfsliði sínu.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun og
fyrri störf, berist starfsmannastjóra Orkustofn-
unar eigi síðar en 17. apríl.
Öllum umsóknum verður svarað.
Orkumálastjóri.
Hjúkrunarheimili
aldraðra
Víðinesi
Sumarafleysingar
2001
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa frá 1. júní
vegna sumarafleysinga. Helgar-, kvöld- og
næturvaktir eða eftir nánara samkomulagi.
Yfirumsjón með tveimur hjúkrunardeildum.
Sjúkraliðar
Sjúkraliðar óskast á hjúkrunardeildir frá 1. júní
vegna sumarafleysinga.
Vinnuhlutfall samkomulag. Dag/vaktavinna.
Starfsfólk við aðhlynningu
Starfsfólk óskast til aðhlynningarstarfa á hjúkr-
unardeildir frá 1. júní vegna sumarafleysinga.
Vinnuhlutfall samkomulag. Dag/vaktavinna.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar-
forstjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma
563 8803.
Víðines er 2ja ára hjúkrunarheimili
aldraðra. Á heimilinu eru tvær deildir, fyrir
19 og 18 íbúa. Við viljum leggja áherslu
á heimilislegt umhverfi fyrir íbúa og
starfsfólk. Víðines er staðsett á fallegum
og friðsælum stað, ca 10 km fyrir utan
Mosfellsbæ. Bifreiðastyrkur er greiddur
samkvæmt reglum þar um.