Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 D 9 Hríseyjarhreppur Kennara vantar! Kennara vantar í almenna kennslu á miðstigi og í hand- og myndmenntakennslu. Grunnskóli Hríseyjar er einsetinn í nýlegu skól- ahúsnæði (byggt 1986). Aðstaða er góð og skólinn er vel búinn tækjum, s.s. nýjum tölvum. Nemendur verða 30 á næsta skólaári í 1. til 9. bekk. Kennsla byggir á samkennslu tveggja árganga. Við bjóðum góð kjör og frábæra aðstöðu í sérstæðu umhverfi. ● Fáir nemendur í bekk. ● Sterk fagleg staða kennara, t.d. master í sér- kennslu og lestrarfræðum. ● Agavandamál engin, gott samstarf við foreldra. ● Tölvur í öllum kennslustofum. ● Góður starfsandi og vinnuaðstaða. ● Húsnæðisfríðindi. ● Flutningsstyrkur. ● Góður leikskóli, heilsugæsla og sundlaug. ● Stutt til Akureyrar (30 mín. akstur). ● Góðar samgöngur, ný ferja (8-10 ferðir á dag). ● Ódýr hitaveita. ● Frábær náttúra — að búa í Hrísey er lífsstíll. Undir sama þaki er leikskóli í samvinnu og faglegu samstarfi við grunnskólann sem skapar samfellu milli skólastiga. Skóla-, ráðgjafar-, og félagsþjónusta er í sam- starfi við Dalvíkurbyggð og Ólafsfjarðarbæ. Skólamálafulltrúi svæðisins, Óskar Þór Sigur- björnsson, oskar@ismennt.is , veitir upplýsing- ar um stöðurnar í símum 466 2726, 893 6257 og hs. 466 2357. Einnig veitir Rut Indriðadóttir, hrisey@centrum.is , skólastjóri grunnskólans, upplýsingar í símum 466 1763 og hs. 466 1739. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. BORGARENDURSKOÐUN Borgarendurskoðun vill ráða í eftirtalin störf: Sviðstjóri Um er að ræða tvær stöður sviðstjóra. Sviðstjóri heyrir beint undir borgarendurskoð- anda og hefur umsjón með verkefnum sviðsins. Hann þarf að búa yfir frumkvæði, skipulagshæfi- leikum og færni í mannlegum samskiptum. Menntunarkrafa er viðskiptafræðipróf af endur- skoðunarsviði eða sambærileg háskólamenntun í aðra stöðuna en löggilding sem endurskoð- andi í hina. Deildarstjóri Deildarstjóri heyrir beint undir sviðstjóra og hefur umsjón með verkefnum deildarinnar. Hann þarf að búa yfir frumkvæði, skipulags- hæfileikum og færni í mannlegum samskipt- um. Menntunarkrafa er viðskiptafræðipróf af endurskoðunarsviði eða sambærileg háskóla- menntun og/eða starfsreynsla. Fulltrúi Fulltrúi vinnur að ýmsum endurskoðunarverk- efnum og aðstoðar við skýrslugerð. Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun og/eða starfsreynslu. Jafnframt þarf viðkomandi einstaklingur að hafa góða tölvu- og íslenskukunnáttu, ásamt lipurð í mannleg- um samskiptum. Störf hjá Borgarendurskoðun uppfylla skilyrði sem krafist er til að fá að þreyta löggildingar- próf í endurskoðun. Upplýsingar veitir Elín Þórðardóttir í síma 563 1970. Umsóknir sendist Borgarendurskoðun, Tjarnar- götu 12, 101 Reykjavík, eigi síðar en 20. apríl nk. Borgarendurskoðun annast í umboði borgar- stjórnar endurskoðun borgarsjóðs og allra fyrirtækja hans og stofnana. Hjúkrunarforstjóri Blönduósi Laus er til umsóknar staða hjúkrunarforstjóra við Heilbrigðisstofnunina Blönduósi. Hjúkrunarforstjóri er yfirmaður sem ásamt yfir- lækni og framkvæmdastjóra annast daglega stjórn stofnunarinnar. Hjúkrunarforstjóri ann- ast faglega stjórnun á heilsugæslu og sjúkra- húsi. Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru sam- kvæmt kjarasammningi hjúkrunarfræðinga. Einungis kemur til greina að ráða hjúkrunar- fræðing. Umsóknum skulu fylgja náms- og starfsferill viðkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Starfið veitist frá og með 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi. Allar frekari upplýsingar um starfið veita Kristj- ana Arnardóttir, hjúkrunarforstjóri, og Pétur Arnar Pétursson, framkvæmdastjóri. Umsóknum skal skila til Péturs Arnars Péturs- sonar, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi. Öllum umsóknum verður svarað. Heilbrigðisstofnunin Blönduósi. Hjúkrunarfræðingar athugið! Við leitum eftir ábyrgum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum í stöðu húsvaktar á kvöld- og næturvaktir. Húsvaktin hefur yfirumsjón með öllum deildum og er í nánu sambandi við heimilisfólk, aðstandendur, starfsfólk og lækni á bakvakt. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Grunnröðun í launaflokk B-10. Góð aðlögun í boði með reyndum hjúkrunar- fræðingi. Einnig óskum við eftir almennum hjúkrunar- fræðingum á morgun- og kvöldvaktir. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Verið velkomin í heimsókn eða hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 530 6100 eða 530 6187 alla virka daga. Á Grund búa 248 einstaklingar á hjúkrunar- og dvalardeildum. Á heimilinu er margþætt starfsemi, s.s. sjúkraþjálfun, handavinna, leikfimi, sund, fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa. Meginhlutverk skólastjóra er að: · stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans · veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi Leitað er að umsækjenda sem: · hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af kennslu og stjórnun · hefur kennaramenntun, en framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis eða kennslufræði æskileg · hefur reynslu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum · er lipur í mannlegum samskiptum · hefur metnað í starfi Upplýsingar gefur Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, netfang: ingunng@rvk.is sími 535 5000 Umsóknarfrestur er til 7. maí nk. Laun skv. kjarasamningum KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknir sendist Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík Nánari upplýsingar um grunnskóla Reykjavíkur má finna á Netinu undir grunnskolar.is. Skólastjóri Laus er staða skólastjóra við Selásskóla sem er grunnskóli fyrir börn í 1. - 7. bekk. Staðan er laus frá 1. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.