Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 D 11
Grunnskóli Siglufjarðar
www.sigloskoli.is
Hjá okkur á Siglufirði eru lausar nokkrar kennara-
stöður. Meðal kennslugreina eru: Heimilis-
fræði, enska, textilmennt, myndmennt, upplýs-
ingamennt, lífsleikni, sérkennsla og almenn
kennsla.
Við höfum síðan 1997 staðið að markvissri
uppbyggingu í skólastarfinu. Unnið er að aukn-
um gæðum náms (AGN) eftir breska IQEA
vinnuferlinu (Improving the Quality af Eudu-
cation for All) . Við höfum notið þess að vaxa,
læra og ná árangri saman.
Ef þú hefur áhuga á því sem við erum að gera,
hafðu þá endilega samband við skólastjórn-
endur í síma 460 3737
Upplýsingar um skólann okkar er að finna á
www.sigloskoli.is og upplýsingar um bæinn
á www.siglo.is
Sérstakur bær með sérstakt mannlíf
Gamli síldarbærinn Siglufjörður stendur í afar fallegu umhverfi,
nyrstur allra kaupstaða á Íslandi. Lifandi sagan speglast í gömlum
og nýjum húsum og grónum stígum. Viðureign við hafið og náttúru-
öfl hafa mótað sérstakt mannlíf, sem í dag einkennist af miklu félags-
lífi og fjölbreyttu íþróttastarfi. Í bænum er nýr leikskóli, góður tón-
skóli, öflug heilsugæsla, nýlegt íþróttahús, sundlaug, eitt af betri
skíðasvæðum landsins og svo mætti lengi telja.
Hjartanlega velkomin til Siglufjarðar.
Frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar
kennarastöður á haustönn 2001:
Danska
Enska
Forritun
Franska
Handmenntir
Íþróttir
Líffræði
Rafiðnir
Spænska
Tréiðnir
Viðskiptagreinar
Einnig er laus til umsóknar staða námsráð-
gjafa.
Um er að ræða heilar stöður og ráðning er frá
1. ágúst 2001. Ekki þarf að sækja um á sérstök-
um eyðublöðum, en í umsókn þarf að greina
frá menntun og fyrri störfum.
Laun eru skv. kjarasamningi ríkisins og K.Í.
Umsóknarfrestur er til 27. apríl nk.
Nánari upplýsingar veita skólameistari og
aðstoðarskólameistari í síma 570 5600.
Veffang: www.fb.is
Netfang: fb@fb.is
Skólameistari.
Hjúkrunarþjónustan
Karitas
óskar eftir hjúkrunarfræðingi
til sumarafleysinga í fullt starfsleyfi frá 1. júní
til 30. september 2001. Möguleiki er á áfram-
haldandi afleysingu í 1 ár í viðbót. Reynsla af
líknandi meðferð á krabbameinssviði er nauð-
synleg. Jafnframt er þekking á sviði sértækra
hjúkrunarmeðferða æskileg.
Umsóknir berist fyrir 28.04 2001 til Hjúkrun-
arþjónustunnar Karitas, Ægisgötu 26, 101
Reykjavík, merktar: „Afleysing“.
Framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar-
innar Siglufirði
Laust er til umsóknar embætti framkvæmda-
stjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Siglufirði.
Nefnd samkvæmt 6. mgr. 30. gr. laga um heil-
brigðisþjónustu nr. 97/1990 metur hæfni um-
sækjenda. Heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra skipar framkvæmdastjóra til fimm ára
að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar.
Æskilegt er að framkvæmdastjóri geti hafið
störf sem allra fyrst. Umsækjendur skulu hafa
háskólamenntun eða sambærilega menntun,
ásamt reynslu í rekstri og stjórnun. Launakjör
eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.
Nánari upplýsingar um starfið veita Davíð Á.
Gunnarsson, ráðuneytisstjóri (s. 560 9700) og
Guðrún Ólöf Pálsdóttir, formaður stjórnar Heil-
brigðisstofnunarinnar Siglufirði (s. 467 1183
og 460 1900).
Umsókn, ásamt staðfestum upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116,
150 Reykjavík, fyrir 2. maí 2001.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um skipun hefur verið tekin.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Reykjavík. 6. apríl 2001.
Ítalía — veitingahús
Veitingahúsið Ítalía er að leita að starfsfólki
í eftirtalin störf:
Aðstoðarmaður í eldhús — secondo di cuc-
ina — í fullt starf.
Vaktavinna — unnið er í 2 daga og 2 dagar frí.
Þjónustufólk í sal. Vaktavinna — unnið er
í 2 daga og 2 dagar frí.
Einungis er um fullt starf að ræða.
Uppvask — unnið er á vöktum.
Nánari upplýsingar veittar á staðnum næstu
daga milli kl. 13.00 og 17.00.
Veitingahúsið Ítalía,
Laugavegi 11.
Frá Grunnskólanum
í Þorlákshöfn.
Kennara í handmennt vantar fyrir næsta
skólaár.
Við skólann stunda milli 250—260 nemendur
nám og um 35 starfsmenn vinna við skólann.
Á staðnum er glæsilegt íþróttahús og mikið
íþróttalíf. Sveitarfélagið útvegar ódýrt
húsnæði. Boðið er upp á heilsdagsvistun í leik-
skólanum.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra -
hsig@ismennt.is - eða aðstoðarskólastjóra
thorljs@ismennt.is , í síma
483 3621 / 895 2099.
Einnig eru ýmsar upplýsingar um skólann
á http://www.skolatorg.is/
MØRE OG ROMSDAL
SVEITARFÉLAGIÐ
Nánari upplýsingar um sveitarfélagið og fleiri lausar stöður
á http://www.mr-fylke.org og www.jobbnord.com
SJÚKRAHÚSIÐ Í MØRE OG ROMSDAL, NOREGI
Sjúkrahúsið í Møre og Romsdal er í Álasundi, sem er sérstakur og vinalegur
strandbær í Jugendstíl, og þar búa um 38.000 manns. Sjúkrahúsið hefur yfir
að ráða stóru íbúðasvæði og góðum leikskóla í göngufæri við sjúkrahúsið,
og er einn stærsti vinnustaður sveitarfélagsins með um 1680 starfsmenn. Á
sjúkrahúsinu eru 335 rúm og þjónar hlutverki svæðisspítala fyrir 240.000 íbúa.
Faglegt umhverfi sjúkrahússins er mjög gott og fjölbreytt.
Ef þú vilt taka þátt í að byggja upp gæðaþjónustu fyrir sjúklinga okkar, þá er
þér hjartanlega velkomið að sækja um starf hjá okkur.
Náttúrufegurð er mikil í Møre og Romsdal, ferðamöguleikar margir og margt
þangað að sækja fyrir ferðamanninn. Þar má nefna Atlandshafið, fjölmargar
eyjar út við ströndina, djúpa firði og há fjöll. Í Álasundi er menningarlíf og
atvinnulíf með miklum blóma.
● Sumarafleysingar: Sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í svæfinga/skurð/gjörgæslu-
og geðhjúkrun. Hjúkrunarfræðingar með áralanga starfsreynslu geta einnig
sótt um
● Sumarafleysingar - Sérhæfðir hjúkrunarfr./hjúkrunarfr. með reynslu af
barna- eða gjörgæsluhjúkrun, óskast á barnadeild.
Vinnustaðir: Lyflækningadeild: Hjartadeild/Gjörgæsludeild og blóðskilunardeild.
Svæfingardeildir: Móttaka/AMK, Skurðlækningadeild/Vöknun. Geðdeild. Vöku-
deild.
Á vökudeild eru 14 rúm, þar af 4 gjögæslupláss. Deildin tekur á móti fyrirburum
og ungbörnum. Barnadeild - lyflækningadeild tekur á móti börnum á aldrinum
0-14 ára, og eru lögð beint inn á deildina
Vinnutími er frá og með 26. viku til og með 33. viku eða þar um bil.
Við bjóðum: Endurgreiðslu ferðakostnaðar allt að 3.500 NKR, með þeim fyrir-
vara að viðkomandi ráði sig til afleysinga í 3 vikur eða meira.
Frítt húsnæði.
Laun: Sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í barnahjúkrun/vökudeild, launafl.11.3,
launaþrep 27-35.
Sérhæfðir hjúkrunarfræðingar, aðrar deildir: fl.11.2, þrep 26.34.
Hjúkrunarfræðingar, lyflækningadeild, staða I og II, fl. 10.3, þrep 25-33.
Hjúkrunarfræðingar, aðrar deildir, fl. 10.1, þrep 23-31.
Heimsækið heimasíðu okkar: www.smr.no og kynnið ykkur starfsemi sjúkrahúss-
ins og deilda þess, eða hafið samband við deildarstjóra á viðkomandi deild,
sími á skiptiborði er 0047 70 10 50 00.
Notið helst umsóknareyðublöð sjúkrahússins sem fást á vinnumiðlun Álasunds,
AETAT, upplýsingar fást hjá sjúkrahúsinu eða á netinu.
Skriflegar umsóknir með staðfestum afritum af meðmælum og skírteinum
sendist til Sentralsjukehuset i Møre og Romsdal, personalkontoret, N-6026
Álasundi, Noregi. Umsóknir verða afgreiddar strax.
Menntamálaráðuneytið
Laust embætti
skólameistara
Embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík
er laust til umsóknar
Samkvæmt 17. gr. laga nr. 86/1998 um lög-
verndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn-
skólakennara, framhaldsskólakennara og skóla-
stjóra skal skólameistari hafa kennsluréttindi
á framhaldsskólastigi.
Menntamálaráðherra skipar skólameistara til
fimm ára í senn að fenginni tillögu hlutaðeig-
andi skólanefndar, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um
framhaldsskóla nr. 80/1996 og lögum um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/
1996, með síðari breytingum. Gert er ráð fyrir
því að skipað eða sett verði í embættið frá og
með 1. ágúst 2001.
Um laun skólameistara fer eftir ákvörðun kjara-
nefndar, sbr. lög nr. 120/1992 um Kjaradóm
og kjaranefnd, með síðari breytingum.
Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 23. apríl
2001.
Menntamálaráðuneytið,
29. mars 2001.
menntamalaraduneyti.is