Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 12
12 D SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kennarar
Við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri
eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður:
Almenn kennsla á yngsta- og miðstigi, ensku-
kennsla á unglingastigi og stöður tónmennta-
og íþróttakennara.
Skólinn er þróunarskóli í upplýsingatækni og
vinnur að ýmsum spennandi verkefnum tengd-
um því. Auk þess er skólinn með nemenda-
samninga sem eru liður í samvinnu milli nem-
andans, skólans og heimilisins og í samstarfi
við leikskólana á Eyrarbakka og Stokkseyri um
að brúa bilið milli skólastiganna.
Áhugasamir kannið málin hjá Arndísi Hörpu
Einarsdóttur, skólastjóra, í símum 483 1263
og 864 1538 eða Birgi Edwald, aðstoðarskóla-
stjóra, í síma 483 1141.
Heilbrigðisstofnun Austurlands,
Strandgötu 31, 735 Eskifirði,
sími 470 1404, bréfs. 470 1409.
Rekstrarstjóri
heilbrigðisstofnunarinnar í Fjarðabyggð.
Um er að ræða rekstrarstjórn Fjórðungssjúkra-
hússins í Neskaupstað og heilsugæslustöðv-
anna í Neskaupstað og Eskifirði/Reyðarfirði,
sem eru deildir í Heilbrigðisstofnun Austur-
lands.
Starf rekstrarstjóra felst m.a í starfsmanna-
haldi, áætlanagerð, þróunar- og samræmingar-
starfi, viðhaldi eigna og öðru því sem honum
er falið. Rekstrarstjóri þarf að hafa góða al-
menna menntun, góða samskiptahæfni, þekk-
ingu á bókhaldi og góða tölvukunnáttu.
Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 15. maí
2001 eða fyrr. Umsóknarfrestur er til 21. apríl.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunar Austurlands, Einar R. Haralds-
son, í síma 861 1999 og skrifstofustjóri, Svava
Sveinbjörnsdóttir, í síma 470 1405.
Verkefnisstjóri
Alþýðusamband Íslands óskar eftir að ráða
verkefnisstjóra á Kjara- og félagsmálasvið ASÍ
tímabundið til að sinna verðlagseftirliti á veg-
um sambandsins.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
● Háskólamenntun
● Frumvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði
í vinnubrögðum
● Hæfni í mannlegum samskiptum
● Tölvukunnátta
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir um starfið óskast sendar Kjara- og
félagsmálasviði ASÍ, Grensásvegi 16A, fyrir
25. apríl nk.
Upplýsingar um starfið veitir Rannveig Sigurð-
ardóttir, sviðstjóri Kjara- og félagsmálasviðs
ASÍ.
Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á land-
inu. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum
á Íslandi eru í ASÍ. Þeir eru ríflega 70.000 í um 110 aðildarfélögum
um land allt. Alþýðusambandið vinnur að bættum kjörum og réttind-
um launafólks í víðum skilningi. ASÍ gegnir upplýsinga-, ráðgjafar-
og aðhaldshlutverki gagnvart stjórnvöldum og tekur einnig virkan
þátt í margvíslegu erlendu samstarfi. Æðsta vald í málefnum ASÍ
hafa ársfundir, þar sem saman koma fulltrúa allra aðildarfélaganna.
Ársfundur kýs miðstjórn og forseta sem stýra daglegu starfi aðalskrif-
stofu ASÍ. Í starfi skrifstofu ASÍ er lögð áhersla á kjara- og efnahags-
mál, félags- og velferðarmál, vinnuréttarmál, alþjóðamál og upplýs-
ingamál.
Náttúrfræðingar
óskast
Náttúrustofa Austurlands óskar eftir að ráða
2 náttúrufræðinga til starfa.
Annars vegar er um að ræða starf landfræð-
ings eða einhvers með sambærilega mennt-
un. Verkefni eru einkum kortagerð og ýmis
verkefni tengd umhverfismálum sveitarfélaga
ásamt almennum rannsóknastörfum og gerð
fræðsluefnis.
Hins vegar er um að ræða starf líffræðings.
Verkefni eru ýmis konar rannsóknavinna, t.d
gróðurrannsóknir og rannsóknir á lífríki fjöru,
fuglarannsóknir og gerð fræðsluefnis. Ráðið
verður til a.m.k. 3 mánaða en möguleiki er á
lengri ráðningartíma og jafnvel framtíðarstarfi.
Umsóknum skal skilað fyrir 23. apríl nk.
Upplýsingar eru veittar á Náttúrustofu Austur-
lands, na@simnet.is eða í síma 477 1774.
Nánari upplýsingar um starfsemi Náttúrustofu
Austurlands er að finna á heimsíðu stofunnar
www.simnet.is/na .
Umsjónarmaður
Staða umsjónarmanns við Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins á Mógilsá er laus til um-
sóknar. Um er að ræða fjölbreytt framtíðar-
starf.
Starfssvið:
● Umsjón og viðhald á húseignum og tækjum.
● Þátttaka í þróunarverkefni sem lýtur að
vinnslu íslenskra viðarafurða.
● Umsjón með umhverfi.
● Aðstoð við rannsóknir.
Við leitum að laghentum manni sem hefur
frumkvæði, góða samskiptahæfni, vilja til liðs-
vinnu og getur starfað sjálfstætt.
Ráðningarstaður:
Mógilsá á Kjalarnesi. Umsækjandi verður að
geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt
kjarasamningi Skógræktar ríkisins við viðkom-
andi stéttarfélag.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 1. maí til:
Aðalsteins Sigurgeirssonar, forstöðumanns,
Rannsóknastöð Skógaræktar ríkisins,
Móglisá, 116 Reykjavík,
sími 515 4500 og 898 7862, fax 515 4501,
netfang adalrsr@simnet.is.
Við leitum að nýjum
liðsmanni
Sápugerðin Frigg hf. leitar að nýjum liðsmanni
til sölustarfa í iðnaðardeild fyrirtækisins. Þar
starfar samhentur hópur sem þjónustar sjávar-
útveg, landbúnað, fyrirtæki og stofnanir.
Okkur vantar sjálfstæðan, duglegan og um-
fram allt þjónustulipran sölumann sem er tilbú-
inn að leggja hart að sér.
Við bjóðum gott starf í góðum hópi með já-
kvætt hugarfar. Góð laun og gott starfsum-
hverfi.
Við erum stærsti hreinsiefnaframleiðandi
landsins með fjölda þekktra vörumerkja sem
eru þekkt á markaðnum. Einnig hefur fyrirtækið
umboð fyrir þekkt vörumerki.
Ef þetta er eitthvað sem þú telur henta þér, þá
sendu umsókn til okkar:
Sápugerðin Frigg hf.,
Lyngási 1,
210 Garðabæ,
fyrir 16. apríl 2001, þar sem tilgreint er nafn,
aldur, menntun, fyrri og núverandi störf og
annað sem þú vilt koma á framfæri.
byggingaverktakar,
Skeifunni 7, 2. hæð,
108 Reykjavík,
s. 511 1522, fax 511 1525
Trésmiðir
Óskum eftir að ráða vana trésmiði til starfa
sem fyrst. Næg vinna framundan. Upplýs-
ingar gefur Pétur í s. 897 9303.
Kranamenn
Óskum eftir að ráða vana kranamenn til
starfa sem fyrst. Næg vinna framundan.
Upplýsingar gefur Arinbjörn í s. 893 0975.
Múrarar/
múraranemar
Getum bætt við okkur nemum á samning í
múrverki. Vantar einnig múrara til starfa.
Upplýsingar gefur Sigurbjörn í s. 897 1989.