Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
37. titill Celtic í höfn
CELTIC varð skoskur meistari í knattspyrnu í 37. sinn þegar lið
bar sigurorð af St.Mirren, 1:0. Celtic hefur haft mikla yfirburði í ár
og sést það best á því að þó svo að enn séu fimm leikir eftir eru úr-
slitin ráðin. „Liðið hefur verið hreint frábært allt tímabilið. Ég
hugsaði aldrei um að titillinn væri í höfn fyrr en í dag og það var
frábær tilfinning þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Þrátt fyrir
yfirburði okkar er ljóst að við verðum að styrkja liðið ef við ætlum
okkur að gera eitthvað í meistaradeild Evrópu á næsta tímabili,“
sagði knattspyrnustjórinn Martin O’Neill.
STOKE hækkaði sig um eitt sæti í
ensku 2. deildinni eftir 2:1 útisigur
á Luton og er liðið nú í fimmta
sæti með 67 stig eins og Walsall
sem á tvo leiki til góða. Wigan er í
sjötta sætinu með 65 stig eftir
óvænt tap á heimavelli fyrir
Brentford og á hæla þeirra í sjö-
unda sætinu kemur Bristol City
með 64 stig.
Fyrra mark Stoke var sjálfs-
marki, en Graham Kavanagh
skoraði sigurmarkið með skalla
eftir vel útfærða aukaspyrnu
Bjarna Guðjónssonar.
Brynjar Björn Gunnarsson og
Bjarni voru í byrjunarliðinu, en
Bjarni fór af velli á 87. mínútu.
Birkir Kristinsson og Stefán
Þórðarson voru á varamanna-
bekknum, en Ríkharður Daðason
var frá vegna meiðsla.
Stoke í fimmta sætið
Fyrstu fimm mínútur leiksinsskiptust liðin á um að skora
og hittni leikmanna beggja liða var
með ágætum.
Danski miðherjinn
Jes V. Hansen
skoraði átta stig í
röð, þar af tvær
þriggja stiga körfur, í lok fyrsta
leikhluta og eftir það var leikurinn
nánast eign Njarðvíkinga. Vel
studdir af fjölmörgum stuðnings-
mönnum náði Tindastóll að minnka
muninn í sex stig, 56:50, þegar um
þrjár mínútur lifðu af þriðja leik-
hluta en þá tók Teitur Örlygsson
til sinna ráða. Teitur skoraði átta
stig í röð fyrir Njarðvíkinga og
reynsluleysi Tindastólsmanna var
áberandi á þessum kafla. Lélegt
skotval og óskynsamlegur leikur
varð aðall Tindastóls þegar mest á
reyndi, í stað þess að koma knett-
inum á Shawn Myers, sem var
nánast óstöðvandi í vítateignum.
Bæði liðin hafa yfir að ráða
tveimur hávöxnum mið- eða fram-
herjun og óhætt að segja að mikið
gangi á í baráttu þeirra undir körf-
unni. Friðrik Stefánsson á erfitt
uppdráttar í sókninni en Hansen
nýtir sér það vel að hann er ágætis
skytta utan af velli. Shawn Myers
er allt í öllu hjá Tindastóli og þeg-
ar leikkerfi liðsins ganga ekki upp
bjargar hann oftar en ekki mál-
unum á eigin spýtur. Michail
Antropov tók af og til ágætis
skorpur en einvígi „turnanna
tveggja“ í báðum liðum lauk með
stórmeistarajafntefli.
Léleg skotnýting
Sjálfstraustið virðist fara þverr-
andi hjá Lárusi Degi Pálssyni,
Ómari Sigmarssyni og Kristni
Friðrikssyni fyrir utan þriggja
stiga línuna. Þremenningarnir
hittu engu af alls átta þriggja stiga
skotum sínum í leiknum og þar af
leiðandi gátu varnarmenn Njarð-
víkinga einbeitt sér að því að
stöðva þá Antropov og Myers.
Leikmenn Tindastóls hittu engu af
alls fimmtán þriggja stiga skotum
sínnum á meðan heimamenn settur
niður ellefu slíkar. Svavar Birg-
isson átti fína spretti í liði en hann
verður að skjóta meira þegar illa
gengur hjá liðinu.
Brenton Birmingham er lykill-
inn að velgengni Njarðvíkinga
gegn Tindastóli. Adonis Pomones,
Tindastóli, átti í miklum erfiðleik-
um í vörninni í upphafi gegn Birm-
ingham sem skoraði þá 22 af alls
26 stigum sínum í leiknum. Teitur
Örlygsson er annað tromp Njarð-
víkinga og virðist hann eflast með
hverjum leik í úrslitakeppninni.
Logi Gunnarsson er einnig skæður
að finna leið að körfunni en hann
lét minna að sér kveða í sókninni
að þessu sinni en gerði það með
tilþrifum þegar hann tók sig til.
Verkefni Vals Ingimundarsonar
þjálfara Tindastóls verður að finna
varnaraðferð sem dregur úr yf-
irburðum bakvarða Njarðvíkur og
efla sjálfstraust þeirra leikmanna
sem eiga að skjóta utan af velli.
Brenton Birmingham, fyrirliðiNjarðvíkinga, var ánægður með
leikinn og sagði að fyrirfram hefðu
þeir búist við bar-
áttumiklu liði Tinda-
stóls. „Við fylgdumst
með síðustu tveimur
viðureignum þeirra
gegn Keflavík og þeir voru ekki að
leika eins vel í dag gegn okkur og þeir
eru vanir. Það var áætlun okkar að
leika af miklum krafti og það tókst
ágætlega. Leikurinn á Sauðárkróki
verður samt sem áður mjög erfiður
og þá verða allir búnir að gleyma
þessum leik.“
Birmingham virtist geta skorað
þegar honum sýndist svo gegn varn-
armönnum Tindastóls og aðspurður
sagði hann að takmarkið væri að gera
Tindastól erfiðara um vik.
„Það á að vera erfitt að stöðva mig
þegar ég er að leika eins og ég geri
best. Í fyrri hálfleik fann ég mig vel
og félagar mínir voru duglegir að
senda boltann. Hlutverkin snerust
við í seinni hálfleik þegar meiri
áhersla var lögð á að stöðva mig, en
við það losnar um aðra leikmenn og
við kunnum að nýta okkur það.
Stóru leikmennirnir gefa lítið eftir í
baráttunni í vítateignum og það er
eiginlega jafnt á komið með liðunum
undir körfunni. Bakverðirnir verða
lykillinn að því að opna leikinn og þar
tel ég að við höfum vinninginn,“ sagði
Birmingham.
Njarðvík vinnur þrjá leiki í röð
ef sjálfstraustið vantar
Valur Ingimundarson, þjálfari
Tindastóls, var ekki ánægður með af-
rakstur kvöldsins á heimaslóðum
hans í Njarðvík.
„Við vorum engan veginn tilbúnir í
þennan leik. Allt sem við gerðum í
vörn og sókn var frekar illa fram-
kvæmt og það er ekki uppskriftin að
velgengi hér í Njarðvík. Brenton
Birmingham var okkur erfiður í fyrri
hálfleik og okkur tókst aðeins að
stoppa í götin í þriðja leikhluta. Um
tíma áttum við ágætis möguleika á að
koma okkur inn í leikinn en í stað þess
að nota möguleikann sem gafst gerð-
um við fjölmörg mistök og þetta rann
út í sandinn. Það var nánast enginn
leikmaður sem lék af eðlilegri getu í
okkar liði og við vonum að mesti
sviðsskrekkurinn sé farinn af okkur.
Njarðvíkingar hafa leikmenn innan-
borðs sem kunna að höndla svona úr-
slitaleiki og það sást að þeir voru til-
búnir í þetta verkefni. Enginn okkar
virtist vera með sjálfstraust þegar við
skutum á körfuna og verði framhald á
þessu hjá okkur vinna Njarðvíkingar
þessa rimmu 3:0,“ sagði Valur.
Morgunblaðið/Þorkell
Logi Gunnarsson sækir að körfu Tindastóls, þar sem Michail Antropov er til varnar.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
Bakverðirnir verða lykillinn
Skagfirðingar fóru tómhentir
heim úr Ljónagryfjunni
Njarðvík-
ingar voru
til í tuskið
LEIKMENN Tindastóls þreyttu flestir frumraun í úrslitum þegar
fyrsti úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik
karla fór fram á sunnudagskvöld. Ljónagryfja Njarðvíkinga
reyndist norðanmönnum erfið og slæmur kafli þeirra í 2. leik-
hluta lagði grunninn að 89:65 sigri Njarðvíkinga. Sjálfstraust og
markvissar aðgerðir í sókn og vörn var aðalsmerki Njarðvíkinga
og með stórleik frá Teiti Örlygssyni var aldrei spurning hvort
liðið myndi vinna. Liðin mætast aftur í kvöld á Sauðárkróki en
Njarðvíkingar eru í miklum ham þessa dagana og gætu gert það
sem engu liði hefur tekist í vetur, að sigra á Sauðárkróki.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar