Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 B 9  HEIÐAR Helguson sat á vara- mannabekknum allan tímann í liði Watford sem gerði jafntefli á móti Crystal Palace í 1. deildinni.  GUÐNI Bergsson og félagar hans í Bolton fengu óvænt frí um helgina en leik liðsins á móti Crewe var frestað þar sem keppnisvöllur Crewe þótti ekki leikhæfur vegna vatnselgs.  LÁRUS Orri Sigurðsson kom ekk- ert við sögu hjá WBA sem gerði markalaust jafntefli á móti topplið Fulham. Lárus sat á varamanna- bekknum.  ÓLAFUR Gottskálksson lék í marki Brentford sem vann góðan útisigur á Wigan, 3:1, í 2. deildinni. Ívar Ingimarsson var ekki í leik- mannahópi Brentford vegna meiðsla.  HELGI Valur Daníelsson var á varamannabekknum í liði Peter- brough sem tapaði fyrir Wrexham í 2. deild.  BJARNÓLFUR Lárusson fékk ekki að spreyta sig með Scunthorpe sem tapaði fyrir Hull í 3. deildinni, 2:1. Bjarnólfur sat sem fastast á bekknum en hann hefur til þessa ver- ið fastamaður í liðinu.  ANDRI Sigþórsson lék allan tím- ann í liði Salzburg sem tapaði fyrir toppliði Tirol, 1:0, í austurrísku úr- valsdeildinni um helgina. Þetta voru sömu úrslit og í leik liðanna þann 1. apríl. Andri og félagar eru í sjötta sæti deildarinnar.  JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Waalwijk sem gerði 1:1 jafntefli við Twente í hol- lensku úrvalsdeildinni. Waalwijk er í fjórða sæti deildarinnar á eftir stór- veldunum PSV, Feyenoord og Ajax, og hefur ekki tapað leik eftir áramót.  JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn með MVV Maastricht sem tapaði á heimavelli, 1:4, fyrir TOP Oss í hollensku 1. deildinni.  TÓMAS Ingi Tómasson lék ekki með AGF sem vann stórsigur á OB, 4:1, í dönsku úrvalsdeildinni. AGF er í 9. sæti af 12 liðum í deildinni.  HELGI Kolviðsson lék ekki með Ulm vegna meiðsla þegar lið hans tapaði fyrir Aachen, 1:0, í þýsku 2. deildinni. Ulm er í mikilli fallhættu en liðið er í næst neðsta sæti deild- arinnar.  GUNNLAUGUR Jónsson lék allan leikinn með Uerdingen sem vann varalið Dortmund, 2:0, í þýsku 3. deildinni.  HELGI Sigurðsson lék síðasta hálftímann með Panathinaikos sem vann Athinaikos, 4:0, á útivelli í grísku knattspyrnunni. Hinn 37 ára gamli Krzysztof Warchycha skoraði tvö markanna og hefur nú skorað 232 mörk í grísku deildakeppninni. Hann vantar tvö mörk enn til að verða næst markahæstur þar frá upphafi.  STABÆK steinlá fyrir Brann, 3:0, í æfingaleik sem fram fór á heima- velli Brann að viðstöddum 1200 áhorfendum. Pétur Marteinsson lék síðari hálfleikinn í liði Stabæk og Tryggva Guðmundssyni var skipt útaf á 73. mínútu. Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst á annan dag páska.  STRÖMSGODSET burstaði 1. deildarlið Kongsvinger, 6:2. Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Strömsgodset og Veigar Páll Gunn- arsson síðustu 10 mínúturnar.  HARALDUR Ingólfsson skoraði annað mark Raufoss sem gerði jafn- tefli, 2:2, við Romerike í æfingaleik um helgina.  GUÐNI Rúnar Helgason skoraði fyrir Hönefoss gegn sama félagi, Romerike, en Guðni og félagar biðu þar lægri hlut, 2:1.  JIM Smith, knattspyrnustjóri Derby, segist ekki vera á leið frá lið- inu, en orðrómur hefur verið í gangi um að hann hætti í vor og Colin Todd taki við. Smith, sem stendur á sex- tugu, á eitt ár eftir að samningi sín- um við Derby og ætlar að standa við hann. FÓLK Arsenal réð lengst af lögum og lof-um í leik sínum á móti Totten- ham en Neil Sullivan, markvörður Spurs, var sá leikmaður sem Arsenal gekk illa að brjóta á bak aftur. Sulliv- an varði hvert dauðafærið á fætur öðru en alls sköpuðu leikmenn Arsen- al sér 22 góð marktækifæri í leiknum. Frakkarnir í liði Arsenal sáu um að leggja upp og skora mörkin fyrir sína menn. Eftir að Gary Docherty hafði náð forystu fyrir Tottenham á 14. mínútu jafnaði Patrick Vieira metin með glæsilegu skallamarki eftir góða fyrirgjöf Roberts Pires og Pires var svo aftur á ferðinni stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar hann skoraði sig- urmarkið eftir góðan undirbúning landa síns, Sylvains Wiltords. Vissi að við mundum vinna „Þetta var frábær leikur af okkar hálfu en við gerðum þetta of erfitt fyrir okkur. Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá vissi ég að við mund- um vinna. Það var auðvitað ergilegt að horfa upp á öll færin sem fóru for- görðum og ég hef verið nógu lengi í boltanum til að vita það að svona leik- ir geta tapast,“ sagði Arsene Weng- er, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leikinn. Glenn Hoddle stjórnaði liði Totten- ham í fyrsta skipti og hann sagði eftir leikinn að brotthvarf Sol Campbells úr liði sínu hefði gert möguleika Tott- enham á að vinna að engu. Campbell, sem var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, haltraði meiddur af velli og það var skarð fyrir skildi í liði Totten- ham. „Campbell var utan vallar þegar Arsenal jafnaði metin og við það að missa hann úr vörninni mynduðust stór göt sem leikmenn Arsenal nýttu sér. Meiðsli voru að angra leikmenn fyrir leikinn og ef þetta hefði ekki verið undanúrslitaleikur hefðu fjórir til fimm leikmenn ekki spilað,“ sagði Hoddle. Wycombe stóð í Liverpool Það tók liðsmenn Liverpool 78 mínútur að brjóta á bak aftur vörn Wycombe en þá skoraði varamaður- inn Emile Heskey gott skallamark eftir góða fyrirgjöf Stevens Gerr- ards. Fimm mínútum síðar innsiglaði Robbie Fowler sigur Liverpool með glæsilegu marki sem kom beint úr aukaspyrnu. Leikmenn Wycombe börðust eins og ljón allan tímann og báru litla virðingu fyrir andstæðing- um sínum og það fór vel á því að þeir áttu síðasta orðið í leiknum þegar Keith Ryan vippaði yfir Sander Westerveld markvörð Liverpool skömmu fyrir leikslok. „Ég get ekki annað en tekið hatt- inn ofan fyrir leikmönnum Wycombe. Við vissum vel að þeir mundu selja sig dýrt sem þeir og gerðu og mér var auðvitað mjög létt þegar Fowler skoraði annað markið,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool, en læri- sveinar hans eiga möguleika á þrenn- unni. Liverpool vann fyrr á leiktíðinni sigur í deildarbikarkeppni, liðið er komið í undanúrslit UEFA-keppn- innar og nú í úrslit bikarkeppninnar. Greinilegt er að sigursælasta lið ensku knattspyrnunnar frá upphafi er að vakna til lífsins eftir rýra upp- skeru á undanförnum árum. Reuters Robert Pires fagnar sigurmarki sínu gegn Tottenham, 2:1. Draumaúrslitaleikur Arsenal og Liverpool KNATTSPYRNUÁHUGAMENN fengu flestir hverjir ósk sína uppfyllta á sunnudag en þá varð ljóst að það verða Arsenal og Liverpool sem leika til úrslita í ensku bikarkeppninni á þúsaldarvellinum í Cardiff í Wales 12. maí. Bæði liðin unnu verðskuldaða sigra. Arsenal lagði granna sína í Tottenham, 2:1, á Old Trafford í Manchester og á Villa Park í Birmingham urðu sömu úrslit í viðureign Liverpool og bikar- bananna í Wycombe sem leikur í 2. deild. Ástralinn Harry Kewell skoraðifyrra mark leiksins, sitt fyrsta í eitt ár, og Írinn Robbie Keane inn- siglaði sigurinn í síðari hálfleik með snotru marki en hann vippaði knett- inum yfir Paul Jones, markvörð Southampton. „Við réðum ferðinni allan tímann þrátt fyrir að mínir menn hafi virkað hálfþreyttir eftir sigurinn frábæra á Deportivo í meistaradeildinni,“ sagði David O’Leary, stjóri Leeds, eftir leikinn. Chelsea vann annan útisigur sinn í deildinni í röð, þá fyrstu á þessu tímabili, en þeir bláklæddu burstuðu Derby á Pride Park, 4:0. Gianfranco Zola skoraði fyrsta markið á 64. mín- útu og á síðustu fimm mínútum opn- uðust flóðgáttirnar. Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði annað markið og sitt 20. á leiktíðinni og Úrúgvæinn Gustavo Poyet skokkaði af vara- mannabekknum og skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var tekinn út af í leikhléi en Þórður Guðjónsson fékk að spreyta sig síðustu átta mín- úturnar í liði Derby sem aftur er komið í bullandi fallbaráttu. „Þungu fargi var létt af okkur þegar við unn- um West Ham á útivelli um síðustu helgi og við vissum að eftir þann leik mundu hlutirnir breytast sem þeir hafa og gert,“ sagði Gustavo Poyet eftir leikinn. Spurningin sem margir velta fyrir sér er hvort Coventry takist enn einu sinni að bjarga sér frá falli á síðustu stundu. Coventry sótti Leicester heim og fór þaðan með öll stigin og var þetta annar sigur Coventry í röð. „Staða okkar er betri núna en áður en flautað var til leiks á laugardaginn fyrir viku. Með þessum sigri eigum við von um að halda sætinu og með svipaðri spilamennsku á það að vera hægt,“ sagði Gordon Strachan, stjóri Coventry. Coventry fékk óskabyrjun því eft- ir aðeins 62 sekúndur var Craig Bell- amy búinn að koma gestunum yfir. Átta mínútum síðar jafnaði Ade Ak- inbiyi metin. Hann var fljótur að átta sig og náði frákastinu eftir skot Arn- ars Gunnlaugssonar sem Chris Kirk- land varði. Lee Carsley og John Hartson sáu svo um að tryggja Cov- entry sætan sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson lék allan tímann í liði Leicester sem tapaði fimmta leik sín- um í röð. Fyrir leikinn á móti Aston Villa hafði West Ham tapað fimm leikjum í röð og það stefndi í þann sjötta. En varnarjaxlinn Igor Stimac bjargaði stigi í höfn fyrir Lundúnarliðið þegar honum tókst að jafna metin þremur mínútum fyrir leikslok. Enn seig á ógæfuhliðina hjá Man- chester City og eftir 3:1-tap fyrir Everton á sunnudaginn er fátt sem bendir til annars en að City kveðji úrvalsdeildina eftir eins árs veru. Bjargar Coventry sér enn einu sinni? LEEDS United er á mikilli siglingu um þessar mundir, bæði í ensku úrvalsdeildinni og ekki síður í meistaradeildinni. Eftir dapurt gengi framan af leiktíðinni hafa lærisveinar Davids O’Learys heldur betur tekið sig á og eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en það sæti gefur farseðil í meistaradeildina á næstu leiktíð. Leeds tók á móti Southampton á Elland Road og vann sannfærandi sigur, 2:0, og hafa Leedsarar ekki tapað síðustu 10 deildarleikjum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.