Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 12
Síðasta landsmót Hauks
GAMLA kempan Haukur Eiríksson frá Akureyri, sem er orð-
inn 37 ára, var að keppa á Skíðamóti Íslands í 20. sinn og hann
veitti ungu göngumönnunum verðuga keppni. Haukur sagðist
ekki hafa tölu á verðlaunum sínum á landsmóti en hann sigr-
aði í göngu á þremur síðustu mótum og komst á verðlaunapall
nú, þótt ekki hafi hann unnið sigur að þessu sinni. Haukur
varð í 3. sæti í 30 km göngu, 4. sæti í 15 km göngu, 3. sæti í
boðgöngu og 3. sæti í tvíkeppni. Aðspurður um framhaldið
sagði Haukur að þetta hefði verið sitt síðasta mót. „Ég er
mjög ánægður með minn feril og það er ágætt að ljúka honum
hér heima. Það er gaman að fylgjast með þessum ungu strák-
um sem hafa verið að bæta sig mikið og þeir gátu haft mig,
„gamla manninn“, til viðmiðunar.“
Áslaug Eva Björnsdóttir og Ingvar Steinarsson frá Skíða-
félagi Akureyrar urðu bikarmeistar-
ar Skíðasambands Íslands í alpa-
greinum í kvenna- og karlaflokki,
fyrir besta samanlagðan árangur á
bikarmótum vetrarins. Áslaug Eva
varð jafnframt bikarmeistari í flokki
15–16 ára stúlkna.
Félagi þeirra Baldur Helgi Ing-
varsson varð bikarmeistari í göngu
karla en Hanna Dögg Maronsdóttir
frá Ólafsfirði varð bikarmeistari í
göngu kvenna. Andri Þór Kjartans-
son, Breiðabliki, varð bikarmeistari í
alpagreinum í flokki 15–16 ára, Guð-
rún J. Arinbjarnardóttir, Skíðaliði
Reykjavíkur, í flokki 13–14 ára
stúlkna og Karl F. Jörgensen frá
Neskaupstað í flokki drengja 13–14
ára. Í flokki 17–19 ára í göngu varð
bikarmeistari Jakob Einar Jakobs-
son frá Önundarfirði. Bikarmeistar-
ar Skíðasambands Íslands árið 2001
voru krýndir í lok keppni á Skíða-
móti Íslands í Hlíðarfjalli á sunnu-
dag.
Bikarmeistarar krýndir
Unnusta Björgvins, Harpa RutHeimisdóttir frá Dalvík, stóð
sig einnig mjög vel á mótinu en
hún vann glæsileg-
an sigur í svigi
kvenna á sunnudag.
Dagný Linda Krist-
jánsdóttir var einn-
ig sigursæl, hún sigraði í stórsvigi,
varð í fjórða sæti í svigi og sá ár-
angur dugði henni jafnframt til
sigurs í alpatvíkeppni. Björgvin og
Dagný Linda voru jafnframt sig-
ursæl á þeim FIS-mótum sem
fram fóru í Hlíðarfjalli, bæði fyrir
Skíðamót Íslands og samhliða
keppni á landsmótinu.
Björgvin sagði eftir sigurinn í
svigi á sunnudag að þessi árangur
sinn á mótinu væri samkvæmt
áætlun og hann var því að vonum
ánægður með sinn hlut. Björgvin
var með næst besta tímann eftir
fyrri ferðina í svigi, á eftir Jóhanni
F. Haraldssyni úr Reykjavík, en
keyrði grimmt í seinni ferðinni og
tryggði sér sigur. Björgvin sagði
að þetta hafi verið ánægjulegur
dagur fyrir sig og unnustu sína,
Hörpu Rut, sem sigraði í svigi
kvenna. „Við töluðum um það fyrir
keppnina í svigi að vinna sigur,
það gekk eftir og það er því ekki
hægt að fara fram á meira.“
Harpa Rut var einnig með næst
besta tímann í sviginu eftir fyrri
ferðina, á eftir Helgu B. Árnadótt-
ur úr Reykjavík en sneri dæminu
við í þeirri seinni. „Þessi árangur
kom mér ekki á óvart því ég ætlaði
mér sigur. Ég gaf allt í seinni ferð-
ina og er rosalega ánægð með ár-
angurinn. Mér hefur gengið vel í
sviginu í vetur en ekki eins vel í
stórsvigi.“ Harpa Rut hefur stund-
að nám samhliða æfingum í Opp-
dal í Noregi undanfarin tvö ár og
hún á þar eftir eitt ár í námi.
Meiðsli hafa hrjáð hana töluvert
síðustu ár en hún fótbrotnaði fyrir
fimm árum og hefur tvívegis þurft
að fara í aðgerðir í kjölfarið og
Morgunblaðið/Kristján
Björgvin Björgvinsson frá Dalvík einbeittur á svip í sviginu.
Morgunblaðið/Kristján
Harpa Rut Heimisdóttir frá Dalvík á fullri ferð í sviginu.
BJÖRGVIN Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík sýndi frábæra takta
á Skíðamóti Íslands sem lauk í Hlíðarfjalli við Akureyri á sunnudag.
Björgvin vann sigur í stórsvigi á föstudag, í svigi á sunnudag og
tryggði sér þar með sigur í alpatvíkeppni. Björgvin sýndi mikinn
styrk og keyrði af miklum krafti á mótinu við misjafnlega erfiðar að-
stæður en slæmt skyggni gerði keppendum oft erfitt fyrir.
Kristján
Kristjánsson
skrifar
BALDUR Helgi Ingvarsson frá
Akureyri sýndi mikla keppnis-
hörku er hann bar sigur úr být-
um í 30 km göngu karla 20 ára
og eldri á Skíðamóti Íslands í
Hlíðarfjalli á sunnudag, þar sem
gengið var með hefðbundinni að-
ferð. Baldur Helgi háði harða
rimmu við Ólaf Th. Árnason frá
Ísafirði, sem hafnaði í öðru sæti.
Ólafur hafði hins vegar betur í
15 km göngu með frjálsri aðferð
á fimmtudag. Baldur Helgi hafn-
aði þá í öðru sæti og árangur
hans á mótinu dugði honum til
sigurs í tvíkeppninni. Katrín
Árnadóttir frá Ísafirði, systir
Ólafs Th., sigraði í 10 km göngu
kvenna 16 ára og eldri á sunnu-
dag og endurtók þar með leikinn
frá því á fimmtudag, er hún vann
sigur í 5 km göngu með frjálsri
aðferð og hún vann því einnig
sigur í tvíkeppninni. Þann sama
leik lék Önfirðingurinn Jakob
Einar Jakobsson, sem vann sigur
í 15 km göngu 17-19 ára á sunnu-
dag, í 10 km göngu á fimmtudag
og í tvíkeppni. Samhliða keppni í
göngu á Skíðamóti Íslands voru
keyrð FIS-mót og þar sem ís-
lensku keppendurnir náðu einnig
góðum árangri.
Baldur Helgi sagði eftir sig-
urinn í 30 km göngunni að það
hafi verið góð tilfinning að koma
í mark en gangan hefði vissulega
tekið vel í. „Ég hef stefnt að
þessum sigri í allan vetur og því
mikið hugsað um þessa göngu á
æfingum að undanförnu. Mér
tókst að auka forskotið á Ólaf
jafnt og þétt og það gaf mér auk-
inn kraft. Þá voru aðstæður frá-
bærar í dag og brautin góð.“
Katrín var að vonum ánægð
sem árangur sinn á mótinu en
hún ætlaði sér einnig sigur á
sunnudag og það gekk eftir. „Ég
náði góðri göngu og var í meira
stuði en á fimmtudag, auk þess
sem ég er heldur skárri af kvef-
inu sem hefur verið að hrjá mig.
Þá var færið enn betra en á
fimmtudag.“ Aðspurð um fram-
haldið sagði Katrín að hún ætlaði
að sjá til með næsta vetur en hún
hefði áhuga á að þjálfa unga
krakka og einnig tæki námið
sinn tíma.
Jakob Einar keppir fyrir Ísa-
fjörð líkt og systkinin Katrín og
Ólafur en hann tók skýrt fram að
hann kæmi frá Önundarfirði.
Hann sagði að árangur sinn á
mótinu væri í samræmi við vænt-
ingar.
Hann sagðist þó hafa verið í
betra formi fyrr í vetur en styrk-
ur sinn hafi dugað til sigurs nú
og það skipti öllu máli. Jakob
Einar hefur sótt um skólavist í
Geilo í Noregi næsta vetur og
vonast eftir að komast þar að,
auk þess sem hann á sér þann
draum að komast á Ólympíuleik-
ana árið 2006.
Morgunblaðið/Kristján
Baldur Helgi Ingvarsson frá Akureyri bar sigur úr býtum í 30
km göngu karla með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands í
Hlíðarfjalli á sunnudag, að auki vann hann sigur í tvíkeppninni.
Þá varð Baldur bikarmeistari SKÍ í karlaflokki.
Baldur
sýndi
keppnis-
hörku
hún hefur reyndar enn ekki náð
sér að fullu.
Dagný Linda sagði að sigurinn í
alpatvíkeppninni hafi komið sér
skemmtilega á óvart. „Ég reiknaði
alls ekki með þetta góðum árangri
í sviginu en þetta var virkilega
góður endir á góðu móti,“ sagði
Dagný Linda, sem lagði grunninn
að sigri í alpatvíkeppninni með
glæsilegum sigri í stórsviginu á
föstudag.
Skíðamót Íslands tókst með
miklum ágætum og var öllum þeim
sem að komu til mikils sóma. Veð-
urguðirnir voru þó ekki í neinu há-
tíðarskapi lengst af og slæmt
skyggni gerði bæði keppendum og
starfsfólki erfitt um vik og hætta
varð við keppni í risasvigi.
Björgvin sigursæll