Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 7
VIÐSKIPTI VILTU VITA MEIRA? Námstefna á vegum Tölvudreifingar og Microsoft verður haldin í Salnum þann 8. maí nk. Kynnt verða Office XP og Windows XP og fleiri nýjungar frá Microsoft. Ókeypis aðgangur. Nánari upplýsingar og skráning á www.td.is og í síma 591 9100. ...og þú svífur„ S K Ý “Útgefandi glæsilegra tímarita síðan 1963 NÝTT SPENNAND I T ÍMAR I T Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ Magnús Gunnarsson: „Ég hef einnig efasemdir um erindi Íslands inn í Evrópusambandið á öðrum forsendum. Í því sambandi horfi ég til ýmissa landa sem hafa farið inn í sambærilegt samstarf og orðið útkjálkar í samstarfi stórra eininga. Þá hefur það gjarnan gerst að menn hafa misst hægt og sígandi barátttuviljann og getuna til að bjarga sér sjálfir.“ hjá samvinnufélaginu KEA.“ Fjölmörg verkefni sem leysa þarf „Allt er þetta háð því að Alþingi samþykki breytingar á lögum um samvinnufélög sem ég hef trú á að verði á yfirstandandi þingi, en þá gæti þessu verið lokið fyrir næstu áramót. Einingarnar hafa verið gerð- ar að hlutafélögum. Verkefnið fram- undan er að færa allar eignir og skuldir frá samvinnufélaginu til hlutafélagsins. Það tekur ákveðinn tíma. Fyrir utan það er ein eining sem ruglar myndina, en það er inn- lánsdeildin, sem er enn inni í sam- vinnufélaginu. Hlutafélagið má ekki reka innlánsdeild. Ef ætlunin verður að færa allt frá samvinnufélaginu til hlutafélagsins þarf að finna nýja stöðu fyrir innlánsdeildina. Það gæti verið á þann hátt að losa félagið ein- faldlega við deildina eða koma henni fyrir hjá einhverjum vinveittum að- ila, ef vilji væri fyrir því að gera fjár- málastarfsemi að einhverri hliðar- starfsemi félagsins. Auk þessa er fjölmargt annað sem þarf að huga vandlega að við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru.“ Komið til móts við flest sjónarmið Að sögn Eiríks hefur stjórn KEA haft vitund um nauðsyn þess að grípa til einhverra aðgerða varðandi rekst- urinn um nokkurn tíma. Hann segir að stjórnin sé jafnframt einhuga um þær aðgerðar sem fyrirhugaðar séu. Þessi leið lá hins vegar ekki fyrir þegar hann byrjaði hjá félaginu. Um það hafði verið rætt áður en hann hóf störf hjá félaginu að breyta því í hlutafélag. Sú leið sem farin hefur verið hingað til, þ.e. að breyta rekstr- areiningunum í hlutafélög, hefur í raun verið biðleikur. Biðleikurinn hefur falist í því að verja eignir félagsins og skapa tíma og finna leik til að bæta reksturinn. Með þessum aðgerðum hefur ekki verið komið í veg fyrir að aðilar sem vildu gera KEA að samvinnufélagi um ókomna tíð myndu ná því fram. Þeir fá sitt. Með biðleiknum er hins vegar ekki heldur komið í veg fyrir að þeir aðilar sem vildu gera KEA að hlutafélagi fái sínum vilja framgengt. Því er með fyrirhuguðum breytingum á KEA verið að koma fram með lausn sem getur hentað öllum. Breytingin hjá KEA hefur kallað fram meiri samkeppni „Það er alveg ljóst að samvinnu- hreyfingin hér fyrir norðan hefur byggt óhemju mikið upp. En einnig má segja að samvinnuhreyfingin hafi á einhverju tímaskeiði jafnvel flækst fyrir uppbyggingunni. Ég held að all- ir séu sammála því að á ákveðnum tíma hafi kaupfélagið notað afl sitt til að koma í veg fyrir utanaðkomandi samkeppni. Og því miður er þetta ekki bundið við samvinnufélögin. Þeir aðilar sem ná því að verða stórir reyna alltaf eins og þeir geta að drepa niður ógnina. Við sjáum þetta alls staðar í dag og er þetta ekkert bundið við samvinnufélögin. Eftir fyrirhugaðar breytingar mun KEA verða minna sýnilegt en verið hefur. Ég vil meina að sú breyt- ing sem gerð hefur verið á félaginu hingað til hafi kallað fram meiri sam- keppni á svæðinu hér á Norðurlandi en var fyrir og ég trúi ekki öðru en að fólk verði fyrir jákvæðum áhrifum þess.“ KEA hefur bæði framkallað gamlar eignir og búið til nýjar Eiríkur segir að breytingar undanfarinna ára snúi ekki eingöngu að félagsmönnunum. Breytingarnar sem snúi að starfsfólkinu hafi einnig verið verulegar. KEA hafi verið stærsti atvinnurekandinn á Norð- urlandi með allt 1.000 starfsmenn. Nú væri einungis 41 starfsmaður hjá KEA sjálfu. Þetta þýði þó ekki samdrátt í starfsmannafjölda á vegum KEA, því þegar hann hafi hafið störf hjá félaginu hafi 1.600 kennitölur runnið í gegnum launadeild félagsins, en á síðasta ári hafi fjöldinn verið 2.500. Hann segir að starfsmenn hafi staðið sig af- burðavel í öllum þeim hræringum sem átt hafi sér stað. Starfsmennirn- ir séu lykilaðilarnir í öllum þessum breytingum en það sé einkennandi fyrir KEA hvað bæði félagstryggð og starfsmannatryggð sé mikil. „Dæmi um breytingar sem starfs- fólkið hefur þurft að ganga í gegnum eru þær breytingar sem hafa orðið hjá tölvudeild KEA. Við vorum með eina öflugustu tölvudeildina hér á svæðinu og ákváðum að stofna fyr- irtækið Þekkingu hf. utan um hana. KEA átti 75% í fyrirtækinu og Ís- lenski hugbúnaðarsjóðurinn 25%. Rétt fyrir síðustu áramót skipti KEA á öllum hlutabréfum í Þekkingu fyrir hlutabréf í Þróun hf. og við það eign- aðist KEA 20% í því fyrirtæki. Það liðu einungis þrír mánuðir þar til KEA skipti á þeim hlutabréfum fyrir hlutabréf í Hugviti hf. en við það eignaðist KEA 1,6% í því fyrirtæki. Á hálfu ári breyttist hlutur KEA frá því að eiga tölvudeild að öllu leyti yfir í að eiga 1,6% í Hugviti, sem er reyndar nú orðið að hlut í GoPro Landsteinum. Breytingarnar hjá starfsfólkinu eru því auðsjáanlega töluverðar á skömmum tíma. Það sem hefur gerst í framhaldi af þessu öllu er svo það að það sem var tölvu- deild KEA er nú hætt að þjónusta eingöngu KEA-fyrirtæki og er farið að selja út þjónustu sína fyrir fjöl- marga aðila. Þetta er dæmi um vaxtabrodd í KEA. Annað dæmi sem nefna má er fyr- irtækið Hagræði hf., sem á Lyfja og heilsu-apótekakeðjuna. KEA er stærsti einstaki hluthafinn í því fyr- irtæki. Lyf og heilsa varð til í fram- haldi af breytingum hjá KEA. Félag- ið átti þrjú apótek á Akureyri. Við ákváðum að reyna að mynda keðju úr mörgum litlum apótekum og okkur tókst á mjög skömmum tíma að ná saman 13 apótekum sem í dag eru 19 talsins. Í upphafi vorum við stærsti einstaki aðilinn í Hagræði með 27% hlut út frá þeim þremur apótekum sem við áttum. Við lítum hins vegar á þennan geira sem vaxtarbrodd og KEA fjárfesti í Hagræði á síðasta ári og á nú 46% hlut í félaginu. Á síðast- liðnum þremur árum hefur KEA því bæði framkallað dulin verðmæti í gömlum eignum og jafnframt búið til ný og aukin verðmæti,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson að lokum. gretar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 C 7 ÞAÐ er enginn endir á hvatningu og uppbyggjandi leiðbeiningum, sem stjórnendur fyrirtækja álíta sig þurfa á að halda. Afreksmenn í íþróttum finna margir hverjir ann- an feril í fyrirlestra- og nám- skeiðshaldi á fyrirtækjavettvang- inum. Nýjasti liðsmaðurinn í þeim geira er afrekskonan Allen Mac- Arthur, sem nýlega varð yngsta konan til að sigla ein í kringum hnöttinn, varð í öðru sæti í Vend- ée-hnattsiglingunni. En breska ól- ympíusambandið er einnig farið að athafna sig á markaðnum og gefur um leið minna frægum íþrótta- mönnum tækifæri til að vinna sér inn aukapening að sögn Financial Times. Eftir 94 daga ein á sjónum er MacArthur nú önnum kafin við fyrirlestra- og námskeiðshald hjá breska eignarhaldsfyrirtækinu Kingfisher, sem á tæplega þrjú þúsund verslanir í sextán löndum. Fyrirtækið styrkti MacArthur, á vefsíðu þess er mynd af bátnum og það þarf vart að sjá eftir því, þar sem keppnin og frammistaða Mac- Arthur uppskar fádæma athygli. Samningur MacArthur og King- fisher er að renna út, en fyrirtæk- ið vill gjarnan endurnýja hann til árs í viðbót og njóta áfram krafta siglingakonunnar knáu, enda hafi hún framúrskarandi áhrif á starfs- fólkið með hæversku sinni og ein- beitni. Rekstur fótboltafélags sameinar bæði rekstur og íþróttir. Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United-fótboltaliðsins, hefur gefið út myndband, þar sem hann útskýrir stjórnunaraðferðir sínar og hvernig hann fer að því að hvetja leikmenn til dáða. Margir breskir gullverðlaunahafar frá Ól- ympíuleikunum í Sydney hafa síð- an öðlast nýjan feril með því að halda fyrirlestra og námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur breska ól- ympíusambandið skipulagt þjón- ustu við fyrirtæki, sem vilja fá uppörvun frá þrautþjálfuðum og einbeittum íþróttamönnum. Sam- bandið útvegar íþróttamenn til að tala og þá ekki aðeins gullverð- launahafa, heldur einnig aðra íþróttamenn sem kunna listina að leggja sig fram. Einn af þeim sem með þessu móti hefur öðlast nýjan frama er Chris Maddox. Ólympíuleikarnir í Sydney voru þeir fimmtu sem Maddox tók þátt í og hann kom síðastur í mark í 50 kílómetra göngu, en þar voru þá hundrað þúsund manns, sem fögn- uðu ákaft þessum úthaldsgóða íþróttamanni. Og sambandið hjálp- ar ekki aðeins íþróttamönnum eins og Maddox á nýrri braut, heldur gerir smærri fyrirtækjum, sem ekki hafa fé aflögu til að greiða fyrir stórstjörnurnar, mögulegt að hlusta á dugnaðarforka úr íþrótta- heiminum. Íþróttamenn til leiðbeiningar London. Morgunblaðið. DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.