Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI 14 C FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STÖÐUGT fleiri fyrirtæki gera sér grein fyrir því að til að hámarka arðsemi sína þurfa þau að einbeita sér að lykilhæfni sinni, því sem þau eru best í og veitir þeim sam- keppnisforskot. Fyrirtækjum standa nú til boða ýmsar leiðir við að „úthýsa“ þeim þátt- um reksturs síns sem falla ekki undir lyk- ilhæfni þeirra og fá fyrirtæki sem hafa sér- þekkingu á einstökum þáttum til að hýsa þá. Fyrirtæki geta þannig einbeitt sér betur að viðskiptalegum markmiðum sínum. Stjórnun starfsmannamála – breyttir tímar Stjórnun starfsmannamála hefur þróast hratt á síðustu árum og vægi þeirra vex stöðugt í fyrirtækjarekstri. Starfsfólk býr yfir meiri þekkingu en áður og gerir einnig meiri kröfur til starfsins og fyrirtækisins sem það vinnur hjá. Til að uppfylla þessar kröfur þurfa fyrirtæki að hafa yfir að ráða mikilli sérfræðiþekkingu og greiðan aðgang að þjónustu (s.s. ráðgjöfum, þjálfurum og mælitækjum) á sviði starfsmannamála. Það getur verið kostnaðarsamt fyrir minni fyr- irtæki að hafa slíka sérfræðiþekkingu í húsi. Þróunin erlendis Víða erlendis hafa verið stofnuð fyrirtæki til að hýsa starfsmannamál sem hafa það að markmiði að hjálpa viðskiptavinum að bæta þjónustustig, minnka kostnað, innleiða ný ferli við stjórnun starfsmannamála og auka arðsemi með skilvirkri starfsmannastjórnun. Enn sem komið er eru færri sem nýta sér hýsingu starfsmannamála en t.d. tölvumála en bilið er þó að minnka. Stöðugt fleiri stjórnendur líta til þessa möguleika í við- leitni sinni til að ná meiri árangri og arð- semi við rekstur fyrirtækja sinna. Bestu mögulegu aðferðir við starfsmannastjórnun Rannsóknir sýna að ákveðnar aðferðir við stjórnun og meðferð starfsmannamála skila meiri árangri en aðrar, þetta höfum við kos- ið að kalla „Bestu aðferðir við starfsmanna- stjórnun“ (e. best practices in HR). Sér- menntað fólk á sviði starfsmannastjórnunar þekkir þessar rannsóknir og aðferðir og not- ar þær í störfum sínum og er því mun lík- legra að það nái þeim árangri sem óskað er eftir. Við hýsingu starfsmannamála er þess gætt að nota þessar aðferðir og þær sniðnar að aðstæðum hverju sinni. Sem dæmi um aukinn árangur í starfsmannamálum má nefna m.a. minni starfsmannaveltu, aukna framleiðni og betri árangur þjálfunar. Arðsemi fjárfestinga í starfsmannamálum Stjórnendur fyrirtækja tala nú gjarnan um starfsfólk sitt sem mannauð og líta í auknum mæli á starfsfólk sem fjárfestingu í stað útgjalda. Það ætti ekki að vera neitt öðruvísi með þær fjárfestingar en aðrar að þær þurfa að skila arð- semi (e. ROI – Return On In- vestment). Mikið er til af mæli- kvörðum til að reikna og mæla arðsemi af fjár- festingum til starfsmannamála. Saratoga Insti- tute í Bandaríkj- unum, með dr. Jac Fitz-enz í for- svari, hefur þróað mælikvarða til að mæla þessa þætti og eru stöðugt fleiri fyrirtæki sem nýta sér þá, einkum til að gera raun- hæfan samanburð við önnur fyrirtæki. Dæmi um slíka mælikvarða er Arðsemi starfsmannaþjónustu, Hagkvæmni starfs- mannaþjónustu, Hlutfall launaveltu í starfsþróun, Starfslokastig eða Starfs- mannavelta, Fjárfestingarþáttur þjálfunar o.fl. Niðurstöður þessara mælinga má, eins og áður sagði, nota til samanburðar (e. benchmarking) við önnur fyrirtæki á sama vinnumarkaði eða við fyrirtæki sem starfa á sama sviði. Þessi þjónusta felur í sér að utan- aðkomandi sér- fræðingar, eða ráð- gjafar, fara með umsjón starfs- mannamála fyrir- tækis að öllu eða einhverju leyti, allt eftir þörfum og óskum viðkomandi fyrirtækis. Þjónust- an er fyrst og fremst hugsuð fyrir minni fyrirtæki og/ eða ört vaxandi fyr- irtæki sem eru far- in að íhuga hvert sé besta fyrirkomulag við stjórnun starfsmannamála sinna. Með þessu móti fá minni fyrirtæki, sem kjósa að fara þessa leið, faglega meðferð starfs- mannamála og bestu mögulegu og viður- kenndu aðferðir hverju sinni. Hér skapast einnig sá möguleiki að fá sömu, eða aðra, aðila til að sjá um launaútreikninga, launa- bókhald, hugbúnað fyrir starfsmannastjórn- un o.fl. Hvers vegna ættu fyrirtæki að nýta sér svona þjónustu? Helsti ávinngur er sá að stjórnendur spara sér mikinn tíma og geta því einbeitt sér betur að því að uppfylla viðskiptaleg markmið fyrirtækisins. Þeir geta verið viss- ir um að fá sérfræðimeðferð á starfsmanna- málum fyrirtækisins. Fyrirtæki sem fara þessa leið spara einnig verulegar upphæðir á sviði starfsmannamála. Nánast undantekn- ingalaust er þessi leið hagkvæmari fyrir minni fyrirtæki en starfsmannastjóri í fullu starfi. Enn fremur má ná fram aukinni hag- ræðingu með því að kaupa margar lausnir og ólíka þjónustu af einum aðila, t.d. ráð- gjöf, þjálfun og námskeið, mælingar o.fl. Þeir sem fara með hýsingu starfsmanna- mála fyrir fyrirtæki koma þar inn sem stefnumótandi ráðgjafar og vinna með það að leiðarljósi að árangur og arðsemi starfs- mannamála hjá fyrirtækinu verði sem mest. Hvernig er algengast að fyrirkomulag þjónustunnar sé? Í upphafi hittast stjórnendur fyrirtækis og þeir sérfræðingar sem ætla að annast hýsinguna og fara þeir saman yfir hvað gert hefur verið í starfsmannamálum hjá fyrir- tækinu og greina hvar skórinn kreppir helst að. Í framhaldi af því er gerð aðgerðaáætlun og henni er svo fylgt skipulega eftir. Sér- fræðingur reiknar einnig út arðsemi starfs- mannamála hjá fyrirtækinu og hefur til þess sérstakar reikniformúlur sem hafa náð við- urkenningu fyrir þess háttar útreikninga, sbr. dæmin hér að ofan. Sérfræðingur hefur fasta viðveru í því fyrirtæki sem hann þjón- ustar en fyrirtækið þarf líka að skipa tengi- lið sem vinnur með ráðgjafanum sem sinnir einnig verkefnum fyrir fyrirtækið utan fastrar viðveru. Að lokum… Í lokin viljum við ítreka mikilvægi góðrar starfsmannastjórnar því hún er grundvöllur góðs árangurs fyrirtækja. Góð, skilvirk starfsmannastjórnun skilar sér í betri ár- angri fyrirtækja. Miklir fjármunir sparast með t.d. minni starfsmannaveltu og minni þjálfunarkostnaði en einnig er ávinningur með aukinni framleiðni, afköstum og ánægð- ari viðskiptavinum. Rannsóknir Gallup í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að það starfsfólk sem segist m.a. fá oft hrós og endurgjöf á frammistöðu sína, falla vel í hópinn, njóta umhyggju og hvatningar á vinnustað er ánægðara, tryggara, skilar meiri framleiðni og afköstum og viðskipta- vinir þess eru ánægðari og tryggari en hjá því starfsfólki sem segist ekki fá hrós og endurgjöf, ekki falla vel í hópinn o.s.frv. Rannsóknir Gallup á Íslandi hafa einnig sýnt fram á sömu niðurstöðu. Hýsing starfs- mannamála færist í vöxt Allflestir hafa heyrt um fyrirtæki sem fá önnur fyrir- tæki til að taka að sér umsjón tölvumála, eða það sem er kallað hýsing tölvukerfa, skrifa Hafsteinn Bragason og Herdís Pála Pálsdóttir. Nú er stöðugt að færast í vöxt að fyrirtæki nýti sér sömu hugmyndafræðina á öðrum sviðum og verður hér fjallað um þá nálgun í tengslum við stjórnun starfsmannamála. Herdís Pála Pálsdóttir Hafsteinn Bragason, er ábyrgðaraðili starfs- mannamála hjá IMG. Herdís Pála Pálsdóttir er ráðgjafi í starfsmannaráðgjöf hjá IMG. Hafsteinn Bragason                                       !  "       #"       #  $        %  "  # & '        # (   !$    %            " #     & )      * +  +,-!          !     STARFSMENN GoPro Landsteina luku nýverið við uppsetningu á versl- unarkerfi hjá einni stærstu IKEA verslun í heiminum, en það er ný verslun IKEA í Ísrael sem er í um 23.000 fermetra húsnæði. Áætlað er að 35.000 manns hafi lagt leið sína á opnun verslunarinnar sem heppnað- ist í alla staði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verslunarkerfi GoPro Landsteina er heildarlausn í verslunarrekstri sem samanstendur af innkaupakerfi, vöruhúsakerfi, birgðastýringu og af- greiðslukerfi. Verslunarkerfið tryggir sjálfvirkni í verkferlum og árangursmælingu á afgreiðslufólki, kössum, vörutegundum, vöruflokk- um. Stjórnendur geta fylgst ná- kvæmlega með afkomu hverrar rekstrareiningar og skoðað tölur aft- ur í tímann eftir því sem þeim hentar til samanburðar við reksturinn í dag. Verkefnið í Ísrael er þáttur í sam- starfi milli Ikea og Landsteina en ár- ið 1995 hófu Landsteinar að vinna að sérþróaðri verslunarkerfislausn. Síðastliðið haust var undirritaður samningur við Inter Ikea Systems móðurfyrirtæki Ikea þess efnis að þær verslanir sem selji Ikea vörur taki upp verslunar- og afgreiðslu- kerfi GoPro Landsteina. Í þessum samningi er bæði átt við núverandi verslanir Ikea og þær sem opnaðar verða í framtíðinni. Settu upp verslunar- kerfi í Ísrael

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.