Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 6
VIÐSKIPTI
6 C FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EIRÍKUR S. Jóhannsson var ráðinn
kaupfélagsstjóri KEA á fyrri hluta
árs 1998. Hann segir að þá hafi legið
fyrir að grípa þyrfti til róttækra að-
gerða í rekstri félagsins til að snúa
þeirri þróun við sem þá stefndi í. Því
hafi strax verið hafist handa við að
leita þeirra leiða sem til greina hafi
komið. Niðurstaðan hafi legið fyrir
haustið 1998. Á þeim tíma sem liðinn
sé hafi verið unnið að því að hrinda í
framkvæmd þeim aðgerðum sem
nauðsynlegar hafi verið fyrir þau
lokaskref sem nú séu framundan.
Eini möguleikinn að
stækka einingarnar
„Menn hafa oft farið þá leið að
skera niður kostnað hjá fyrirtækj-
um,“ segir Eiríkur. „Hættan við það
er sú að á einhverjum tímapunkti sé
farið að höggva það nærri rekstrin-
um að frekari niðurskurður hraði
frekar ferlinu niðurávið en hitt. Það
var mat okkar að það hefði ekkert
þýtt að taka upp niðurskurðarhnífinn
og skera meira niður en gert hafði
verið hjá KEA. Því stóðum við
frammi fyrir því að finna aðrar leiðir
til að rétta félagið við. Við vorum með
margar mismunandi rekstrareining-
ar, sem saman mynduðu mjög stórt
félag veltulega séð, áttunda stærsta
fyrirtækið í landinu. Matvöruversl-
unin á þessum tíma velti einungis 2
til 3 milljörðum, auk þess vorum við
með kjötvinnslu, mjólkurframleiðslu,
byggingavörudeild, apótek og margt
fleira. Það lá ljóst fyrir að til að
mynda matvöruverslun, bundin við
landsbyggðina eina, gat ekki gengið.
Sama gilti um byggingarvörudeild
KEA, sem var rekin fyrir Eyjafjarð-
arsvæðið eitt. Og svona mætti áfram
telja. KEA var því í raun fyrirtæki
sem var samsafn af litlum einingum,
sem flestar áttu mjög litla möguleika
í harðri samkeppni, en ekki það stóra
fyrirtæki sem áður var. Ljóst var því
að eini möguleikinn var að stefna að
því að stækka einingarnar og gera
þær hæfari. Til eru margar leiðir til
þess. Ein leiðin er að dæla inn pen-
ingum, en því var ekki að heilsa í
þessu tilviki og ekki var hægt að
skuldsetja félagið meira. Einnig var
mögulegt að selja einhverjar eining-
arnar. Á þeim tímapunkti fannst mér
ekki skynsamlegt að fara að selja allt
að því óskipulega frá sér einingar og
veðja á einhverjar ákveðnar. Þá virk-
aði félagsformið ekki til sameiningar
við önnur fyrirtæki. Niðurstaðan
varð því sú að breyta rekstrareining-
unum í hlutafélög.“
Eiríkur segir að sú leið að breyta
rekstrareiningunum í hlutafélög hafi
í sjálfu sér ekki verið nokkuð sem
aðrir hafi ekki gert áður. Sambandið
hafi til að mynda farið þá leið á sínum
tíma. Hann segir að hafist hafi verið
handa við þessar breytingar hjá
KEA haustið 1998. „Það sem við
gerðum hins vegar öðruvísi en gert
var hjá Sambandinu var að við
kynntum það sem kallað hefur verið
„millikassinn“. Samvinnufélagslögin
buðu ekki upp á að breyta KEA í
hlutafélag. Hugmyndin var þess í
stað að vera á undan væntanlegum
lagabreytingum og færa rekstrarein-
ingarnar í hlutafélög en búa jafn-
framt til annað hlutafélag sem ætti
allar rekstrareiningarnar. Með þeim
hætti ætti að vera möguleiki á því að
fá inn nýtt fjármagn í gegnum hluta-
félagið. Hlutafélagið var því ákveð-
inn varúðarventill í upphafi til að við
gætum náð inn fjármagni þar þannig
að hægt væri að halda utanum ein-
ingarnar.“
B-deildin greidd út úr
samvinnufélaginu
Samvinnufélagið KEA skiptist í
svokallaða A- og B-sjóði, en B-hluta-
bréfunum fylgir ekki atkvæðisréttur.
Eiríkur segir að þeir sem eigi B-
hlutabréfin hafi fremur viljað að bréf
þeirra líktust meira hefðbundnum
hlutabréfum með atkvæðisrétt. Þeir
sem eigi A-stofnsjóðinn hafi fundið
fyrir undanhaldi sínu vegna lækkun-
ar stofnsjóðs síns. Eftir því sem A-
deildarmönnum fækki, þeir verði sjö-
tugir og taki út sinn hlut eða deyi,
eignist B-deildin aukinn hlut í eign-
um félagsins án frekari peningaút-
láta. Til að koma til móts við þessi
ólíku, en í reynd sameiginlegu, sjón-
armið hafi verið unnið að leiðum til að
borga þá sem ættu B-deildarbréfin
út úr samvinnufélaginu og koma
þeim í hlutafélagið. Hægt og rólega
verði KEA því eignarlega séð fært í
hlutafélagaformið. Eiríkur segir að
frá þessum fyrirætlunum hafi verið
greint haustið 1998.
Samband félagsmanna
við félagið brast
„Í B-deildinni er töluverður fjöldi
bænda, starfsmanna, félagsmanna
og annarra einstaklinga, en þó eiga
einungis þrír aðilar um helming
þessara bréfa. A-sjóðurinn er hins
vegar félagsgjöld og uppsafnaður
arður. Eigendavitund félagsmanna í
KEA er ekki nægjanlega skýr sem
sýnir sig í þeirri staðreynd að bók-
fært eigið fé félagsins er um 3,3 millj-
arðar en nafnverð A-sjóðsins er ein-
ungis 69 milljónir þótt raunvirði þess
sé margfalt. Það er eðli samvinnu-
félaga að félagsmaður byggir upp
stofnsjóðseign sína í viðskiptum við
félagið. Í árslok er mælt hvað við-
komandi hefur átt mikil viðskipti við
það og út frá því er stofnsjóðurinn
uppfærður í ákveðnum hlutföllum,
þ.e. arðurinn er færður inn í stofn-
sjóðinn. Fyrir rúmum 15 árum var
hætt að uppfæra stofnsjóðinn að
undanskildu einu ári þegar færðar
voru 1.000 krónur á alla félagsmenn.
Við þetta brast algjörlega sam-
band eigendanna við félagið. Við-
skipti þeirra við félagið skiptu þá
engu máli. Þetta er ein af ástæðum
þeirra vandamála sem þurft hefur að
taka á.“
Sterk hefð fyrir samvinnu-
félögum á Norðurlandi
Að sögn Eiríks hefur verið sterk
hefð fyrir samvinnufélögum á Norð-
urlandi. Á síðasta ári hefur verið ráð-
ist í mikla greiningu og skoðana-
könnun á vilja félagsmanna KEA,
sem eru um 8.000 í Eyjafirði og S-
Þingeyjarsýslu. Niðurstaða þess var
sú að félagsmenn vildu viðhalda sam-
vinnufélaginu en þeir voru jafnframt
almennt sáttir við hlutafélagavæð-
ingu félagsins. Vinnan hingað til hef-
ur að mestu farið í að koma rekstri
eininganna í lag, sem fólst í almenn-
um hagræðingaraðgerðum, stefnu-
mótun auk breytinga á yfirstjórn.
Þegar árangur fór að koma í ljós var
hafist handa við stefnumótun sam-
vinnufélagsins. Megintilgangur sam-
vinnufélagsins verður að vinna að
byggðafestu á félagssvæðinu með því
að stuðla að öflugri atvinnuuppbygg-
ingu.
Tillaga til að nálgast réttlæti
„Hjá KEA hefur orðið til mikið
fjármagn á 115 ára sögu félagsins.
Ljóst er hverjir eigendurnir eru ef
kæmi til slita á félaginu. Þá yrði því
einfaldlega skipt upp á milli eig-
endanna á grundvelli stofnsjóðs. Um
5% af félagsmönnum KEA eiga um
50% af stofnsjóðnum. Hægt er að
færa rök bæði með og á móti því að
fara þessa leið. Rök á móti eru til að
mynda ef litið er á aðila sem gekk í
félagið um 1980. Viðkomandi hefur
þá byrjað að versla hjá félaginu og
gert það síðan fyrir sig og sína fjöl-
skyldu og kannski jafnframt byggt
hús og tekið allt efni hjá bygging-
ardeildinni. Þessi aðili á sáralítið í
stofnsjóði. Sá sem gerði það sama
nokkrum árum áður á hins vegar
hugsanlega verulegan hlut í stofn-
sjóði og þar með stóran hlut í félag-
inu. Sýnir þetta að stofnsjóðurinn
gefur ekki rétta mynd af viðskiptum
félagsmanna við félagið og getur því
vart verið grunnur að réttlátri skipt-
ingu félagsins. Sú tillaga sem lögð
verður fram á aðalfundi félagsins að
greiða A-deildarmönnum út í formi
hlutabréfa í hlutafélaginu á grunni
stofnsjóðseignar og félagsaðildar er
ákveðin málamiðlun sem felur í sér
viðurkenningu á þeim sjónarmiðum
að A-sjóðurinn endurspegli ekki rétt-
látan skiptagrunn. Einnig er tillög-
unni ætlað að svara vilja félags-
manna um að eftir standi
fjárhagslega sterkt samvinnufélag
sem standi fyrir byggðafestu og at-
vinnuuppbyggingu á félagssvæðinu.“
A-deildin fær tæp 15%
í hlutafélaginu
Í B-deild KEA eru tæp 15% af hlut
félagsins. Hugmyndin er að greiða
tæp 15% til viðbót til A-deildar-
manna í formi hlutabréfa í hluta-
félaginu, þar sem tekið er tillit til
stofnsjóðs. „Sagt hefur verið að í
þessu felist eignaupptaka og ég
spurður af hverju ætlunin sé að skilja
eftir alla þessa peninga í samvinnu-
félaginu,“ segir Eiríkur. „Málið er
hins vegar það að ef menn ætla að
kalla fram peninga sína með því að
slíta félaginu verður að vera sam-
komulag um það meðal félagsmanna
og þá eru atkvæði þeirra sem lítið
eiga orðin miklu verðmætari en eign-
arhlutur þeirra segir til um. Þess
vegna mun stjórn félagsins leggja
fram tillögu þess efnis að eiga eftir
öflugt samvinnufélag. Til þess að ná
því fram þarf að vera einhver eign
eftir í félaginu. Ætlunin er jafnframt
að kalla fram eignarvitund meðal
félagsmanna, sem glatast hefur und-
anfarið. Samvinnufélagið mun því
eiga rúmlega 70% í hlutafélaginu og
hinir ýmsu einstaklingar og félög
munu þá eiga restina, tæp 30%. Ætl-
unin er svo að endurvekja samvinnu-
félagið sem virkt félag til að fara í
byggðafestu og atvinnuuppbygg-
ingu, en til þess þarf félagið fjár-
magn.“
Samvinnufélagið fari
aftur að byggja upp
Eiríkur segir að samvinnufélagið
muni eingöngu geta fengið fjármagn
á tvennan hátt, þ.e. annars vegar
sem arð af eign sinni í hlutafélaginu
og hins vegar með því að selja hluta-
bréf sín í félaginu. Hugmyndin sé
einmitt að selja eitthvað af þeim
hlutabréfum sem samvinnufélagið
mun eiga í hlutafélaginu til að fara að
byggja aftur upp á nýtt. „Hér trúa
menn því og treysta að hægt sé að
fara út í atvinnuuppbyggingu, sem
markaðurinn í dag myndi ekki gera,
vegna þess hvað arðsemin skilar sér
seint, til að mynda í ferðaþjónustu.
Arðsemin af þeirri þjónustu skilar
sér ekki strax en sterkt samvinnu-
félag hefur kannski meira þol til að
bíða eftir arðseminni en önnur félög.
Það er einkennandi fyrir félög á
Verðbréfaþinginu að eigendur hluta-
bréfanna vilja í flestum tilvikum fá
arðinn sinn fljótt þrátt fyrir að fjár-
festing í hlutabréfum sé í reynd lang-
tímafjárfesting. Stjórnendur þessara
félaga vinna því oftar en ekki á
skammtímasjónarmiðum. Ætlunin
er að þetta verði með öðrum hætti
Undirbúningur og vinna við hlutafélagavæðingu KEA hefur staðið í á þriðja ár
Komið
að loka-
skrefinu
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, segir að fyrir hafi legið haustið 1998 hvaða aðgerðir félagið ætlaði
að ráðast í til að snúa þeirri þróun við sem rekstur þess stefndi í.
Stjórn KEA mun leggja tillögur fyrir aðal-
fund félagsins næstkomandi laugardag um
framtíðarskipan samvinnufélagsins KEA
og stofnun hlutafélagsins KEA.
Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri
sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni frá
þessum fyrirhuguðu breytingum, en unnið
hefur verið að undirbúningi þeirra í nær
þrjú ár, svo og þeim breytingum sem orðið
hafa á félaginu á þeim tíma.