Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 10
VIÐSKIPTI 10 C FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRRENNARI Almennu verk- fræðistofunnar hf. var Almenna byggingafélagið hf., sem var stofnað árið 1941. Í apríl 1971 var verkfræði- stofa Almenna byggingafélagsins skilin frá móðurfélaginu er starfandi verkfræðingar félagsins og Almenna byggingafélagið stofnuðu fyrirtækið Almennu verkfræðistofuna hf. Stof- an keypti svo hlutafé Almenna bygg- ingafélagsins árið 1974 og sameinaði þar með fyrirtækin á ný undir sínu nafni. Almenna verkfræðistofan og Al- menna byggingafélagið þar á undan hafa komið að hönnun, eftirliti og öðrum undirbúningi margra helstu framkvæmda hér á landi á undan- förnum sex áratugum. Almenna byggingafélagið kom mikið við sögu þeirrar uppbyggingar og iðnvæðing- ar sem nýhafin var er félagið var stofnað og var því á vissan hátt frum- kvöðull nýrrar tækni og vélvæðingar við verklegar framkvæmdir. Almenna byggingafélagið sá bæði um hönnun og verklegar fram- kvæmdir. Pétur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Almennu verkfræði- stofunnar, og einn af stofnendum hennar, og Helgi Valdimarsson, að- stoðarframkvæmdastjóri, segja að stofan hafi búið vel af þeirri reynslu sem orðið hafi til hjá fyrirrennara hennar. Bakgrunnur stofunnar í verktakastarfsemi sé dýrmætur. Hún hafi myndað mikinn reynslu- sjóð hjá Almennu verkfræðistofunni sem nýtist vel í þeim verkefnum sem stofan taki að sér. Fyrsta starfsár Almennu verk- fræðistofunnar 1971 voru starfs- menn 13 talsins en þeir eru nú um 60 að meðtöldum útibúum á Akranesi og í Reykjanesbæ. Hluthafar í dag eru 18, og eru þeir allir starfsmenn stofunnar. Almenna byggingafélagið hf. Stofnendur Almenna bygginga- félagsins hf. voru verkfræðingarnir Árni Snævarr, síðar ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, og Gústaf E. Pálsson, fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og síðar borgarverkfræð- ingur, ásamt sex athafnamönnum í Reykjavík. Frá upphafi var tilgang- ur félagsins verktakastarfsemi og verkfræðileg ráðgjöf. Verkefnin voru margs konar, svo sem virkjanir, húsbyggingar, gatna-, hafna- og flugvallagerð, bæði á sviði hönnunar og framkvæmda, og átti félagið hlut að því að reisa mörg helstu mann- virki hérlendis á árunum 1941–1970. Dæmi um verkefni Almenna bygg- ingafélagsins á þessum árum eru umsjón með framkvæmdum og hönnun Andakílsvirkjunar í Borgar- firði, hönnun og umsjón með bygg- ingu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, hönnun, undirbúningur og áætlanir um byggingu Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi, hönnun Borgarspítalans í Reykjavík (nú Landspílali – háskólasjúkrahús Fossvogi) og bygging íþróttahallar- innar í Laugardal. Félagið kom einn- ig að bygginu Hafnarhvols í Reykja- vík, Nýja bíói, Tollstöðinni, lögreglustöðinni, Norræna húsinu, húsi Íslenskra aðalverktaka og fleiri byggingum. Framkvæmdir við Búr- fellsvirkjun var síðasta verkefni félagsins. Miklar breytingar á 30 árum Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Almennu verkfræðistof- unnar á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun hennar. Stofan tók við ráð- gjafaþjónustu Almenna bygginga- félagsins. Fyrst í stað einskorðaðist ráðgjafastarfsemin við bygginga- verkfræðileg viðfangsefni og áætl- anagerð, en árið 1982 var fyrsti véla- verkfræðingurinn ráðinn til fyrirtækisins og hefur hönnun lagna og loftræstikerfa síðan verið vaxandi þáttur í starfsemi þess, svo og ráð- gjöf varðandi skolphreinsun og um- hverfismál almennt. Meginþættirnir í þjónustu Al- mennu verkfræðistofunnar eru for- athuganir og undirbúningur fram- kvæmda, hagkvæmnisathuganir, hönnun og útboðsgagnagerð, verk- efna- og hönnunarstjórnun, eftirlit með framkvæmdum, kostnaðaráætl- anir og matsstörf og umhverfismat. Starfsemi á flestum sviðum framkvæmda Almenna verkfræðistofan hefur frá stofnun annast burðarþolshönn- un fjölda bygginga hér á landi. Þar á meðal má nefna Borgarleikhúsið í Reykjavík, Seðlabanka Íslands, Ráð- hús Reykjavíkur, Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli og verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Þá hafa verkfræðingar Almennu verkfræðistofunnar og Al- menna byggingafélagsins þar á und- an komið töluvert að hönnun hafna hér á landi. Má í því sambandi nefna Sundahöfn í Reykjavík, hafnargarða í Þorlákshöfn, Grundartangahöfn, hafnargarð í Helguvíkurhöfn og hafnargarð við Örfirisey í Reykjavík. Af vatnsaflsvirkjunum sem Almenna verkfræðistofan hefur komið að má nefna Mjólkárvirkjun, stækkun Búr- fellsvirkjunar, Fljótsdalsvirkjun og endurbætur Sogsvirkjunar. Þá hefur Almenna verkfræðistofan hannað og haft eftirlit með byggingu flug- brauta, vega og brúa auk þess sem stofan hefur hannað fjöldann allan af minni mannvirkjum auk þess að ann- ast eftirlit með ýmsum stærri og minni framkvæmdum. Af verkefnum Almennu verk- fræðistofunnar í dag má nefna eft- irlit með framkvæmdum við Vatns- fellsvirkjun og endurskoðun verk- hönnunar Kárahnjúkavirkjunar, sem stofan vinnur að ásamt fleiri verkfræðistofum, endurbætur á Reykjavíkurflugvelli, stækkun Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar og fleira. Lítil þróun í byggingariðnaði Pétur segir að þróun í bygging- ariðnaði hér á landi hafi verið lítil á undanförnum árum. Húsagerðin hafi til að mynda lítið þróast frá upphafi síðustu aldar. Fyrst nú sé að verða veruleg breyting í frágangi á húsum, með einangrun að utan, varanlegri utanhússklæðningu og gluggum úr betra efni en áður hafi þekkst. Stofn- kostnaður húsa sem byggð séu með þessum nýju efnum og aðferðum sé nokkuð meiri en húsa sem byggð séu á hefðbundinn hátt. Rekstrarkostn- aður þeirra sé hins vegar alla jafna lægri. „Ég er þeirrar skoðunar að til að mynda eigi ekki að byggja að há- hýsi nema með varanlegum klæðn- ingum og varanlegum gluggum,“ segir Pétur. „Þróun er komin af stað að þessu leyti, sem er mjög ánægju- legt. Nokkrir stórir og metnaðarfull- ir verktakar eru þarna í forystu og vonandi tekur markaðurinn við þessu. Við höfum reynt að stuðla að þessari þróun með því að taka þátt í rannsóknum á loftræstum klæðning- um með Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins, byggingadeild Reykja- víkurborgar og Ístaki. Við erum nú í öðru slíku verkefni ásamt Rb og fleirum, sem gengur út á að rann- saka tæringu á mismunandi málm- um og tæringarvörnum. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að þróa varan- legar utanhússklæðningar, til að stuðla að framþróun í byggingariðn- aði.“ Of stuttur undirbúnings- og framkvæmdatími Að sögn Péturs er algengt að und- irbúnings- og framkvæmdatími í meiri háttar framkvæmdum sé allt of stuttur. Þetta sé eitt mesta vanda- málið við framkvæmdir hér á landi. Byggingar séu oft hálfhannaðar þeg- ar framkvæmdir hefjist og oft verði stórfelldar breytingar á fram- kvæmdatímanum. Þetta hafi í för með sér gegndarlausa yfirvinnu, bæði á hönnunarstigi og í fram- kvæmdum. Vinnubrögð af þessu tagi séu hvorki hagkvæm né fjölskyldu- væn. Mun heppilegra sé að gera ráð fyrir raunhæfum tíma jafnt til und- irbúnings og framkvæmda. Útkom- an verði þá hagstæðari, bæði betri og ódýrari mannvirki. Þó séu tilvik sem krefjist sem allra skemmst und- irbúnings- og framkvæmdatíma. Slíkt eigi hins vegar alls ekki alltaf við. Útboðsreglur ríkisins þarfnast endurskoðunar „Gæfa hvers mannvirkis ræðst á undirbúningsstiginu,“ segir Pétur. „Hönnun er hugverk á sama hátt og skáldsagan þar sem hvorki er hægt að mæla magn né gæði. Óvandaður undirbúningur leiðir gjarnan af sér óhagkvæm og dýr mannvirki. Útboð á hönnun er því umdeilt fyrirbæri. Það er erfitt að bjóða alúð út á pen- ingamarkaði. Útboð eru mikið til umræðu meðal þeirra sem starfa á þessum markaði. Í þessum efnum tel ég tel til að mynda að útboðsreglur ríkisins þarfnist endurskoðunar. Þær eru ósveigjanlegar og útboðs- gögnin kosta stundum jafnvel meira en sá ávinningur sem hægt er að hafa af útboði.“ Helgi segir að reglur EES-samn- ingsins varðandi útboð séu túlkaðar allt of bókstaflega hér á landi og mun þrengra en tíðkist í nágrannalönd- unum, t.d. í Þýskalandi. Sveigjan- legri túlkun myndi oft á tíðum leiða til mun betri niðurstöðu fyrir verk- kaupa. Þeir Pétur og Helgi eru sammála um nauðsyn þess að breyting verði í útboðsmálum í þá veruna að alúð og gæði skipi þann sess við ákvörðun framkvæmda sem þessir þættir eigi skilið. Við undirbúning framkvæmda þurfi að taka meira tillit til hagstæð- ustu útkomu þeirra til lengri tíma lit- ið en ekki að einblína á skammtíma- sjónarmið. Mikil gerjun sé þó að eiga sér stað í þessum efnum og fleiri og fleiri viðskiptavinir Almennu verk- fræðistofunnar geri sér grein fyrir þessum atriðum. Almenna verkfræðistofan hf. er 30 ára en rætur hennar eru tvöfalt eldri Þátttakendur í mörgum helstu framkvæmdum hérlendis Almenna verkfræðistofan hf. er 30 ára um þessar mundir en á rætur að rekja til ársins 1941. Grétar Júníus Guðmundsson hitti Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóra, og Helga Valdimarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóra, að máli í tilefni þessara tímamóta, en stofan og fyrirrennari hennar hafa komið að mörgum helstu framkvæmd- um hér á landi á síðastliðnum sex áratugum. Morgunblaðið/Kristinn Verkfræðingarnir Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóri, og Helgi Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri. gretar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.