Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 15

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 15
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 C 15 gerð Útgerðafélags Akureyringa á Akureyri og netagerð Þormóðs ramma í Þorlákshöfn. Nýtt netaverkstæði var einnig stofnsett í Hafnarfirði til þess að þjónusta allar gerðir af flottrollum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins, söludeild og lagerstjórnun eru í Hafnarfirði. Hjá fyrirtækinu starfa nú 42 starfsmenn, þar af 10 á Nýfundnalandi. Velta samstæðunnar á síðasta reikningsári nam um 970 milljónum króna. Stjórn Icedan býður Ólaf velkominn til starfa og þakkar um leið Þorsteini Benediktssyni vel unnin störf á liðnum árum.  Ólafur Stein- arsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Icedan. Hann tekur við af Þor- steini Benedikts- syni, einum stofnanda fyrir- tækisins, en hann lætur nú af störf- um af heilsufarsástæðum. Ólafur er útskrifaður iðnrekstrar- fræðingur frá Tækniskóla Íslands en kemur nú frá Samskipum þar sem hann hóf störf í apríl 1993. Gegndi hann starfi deildarstjóra innflutnings þangað til í byrjun árs 1999 þegar hann tók við starfi svæðisstjóra Samskipa í Noregi og Svíþjóð. Ólafur er giftur Reg- ínu Steingrímsdóttur og eiga þau 3 börn. Icedan ehf var stofnað árið 1992 og hefur frá byrjun einbeitt sér að inn- og útflutningi á veiðarfærum og öðrum búnaði til þjónustu við sjávarútveginn auk þróunar á veið- arfærum í samvinnu við norska fyrirtækið Selstad AS. Árið 1998 var dótturfyrirtækið Icedan Canada á St. Johns á Nýfundnalandi stofnað með þjónustu við íslensk og erlend skip á Flæmska hattinum í huga og er það nú orðið eitt stærsta veiðarfærafyrirtækið þar í landi. Á árinu 2000 keypti félagið svo neta- Nýr framkvæmda- stjóri til Icedan  Bjarni Ásgeirs- son hefur verið ráð- inn hótelstjóri á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum og hefur hann þegar hafið störf. Hótelin eru rekin af Flugleiða- hótelum hf. undir merkjum Icelandair Hotels, en hót- elstjóri ber ábyrgð á rekstri hótelanna gagnvart fram- kvæmdastjóra Flugleiðahótela. Bjarni hefur verið hótelstjóri á Grand Hotel frá árinu 1995, en Bjarni hóf af- skipti af hótelrekstri árið 1992 þegar hann var ráðinn til að hefja rekstur Hót- els Reykjavíkur, sem tók til starfa sama ár. Þar var hann hótelstjóri til ársins 1997. Bjarni útskrifaðist frá Hótel- og veit- ingaskóla Íslands árið 1978 og hlaut meistararéttindi síðar, en hann lærði iðn sína á Hótel Holti. Bjarni er fæddur árið 1955 og er kvæntur Sigurlaugu Einarsdóttur leikskólafulltrúa Hafn- arfjarðarbæjar og á hann þrjú börn. Ráðinn hótelstjóri á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum Viðskiptablað Morgunblaðsins Fólk LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prokaria hefur fyrst íslenskra fyrirtækja tengst með tvö- faldri tengingu (ljósleiðara og kopar) í símstöð Fjarskipta- félagsins Títans. Með þessari nýju ljósleið- aratengingu er hægt að flytja símtöl yfir netkerfi fyrirtæk- isins á auðveldan hátt, því með tilkomu IP-tækninnar þurfa þau ekki lengur að- greindar síma- og tölvulagnir. Í fréttatilkynningu frá Tít- an segir að hin nýja tenging veiti Prokaria ákveðið rekstr- aröryggi og hagkvæmni í rekstri og stuðli að því að Prokaria verði ávallt í farar- broddi hvað varðar Netið og gagnaleiðir. Talin verða ráðandi að- ferðafræði framtíðarinnar Talið er að þessi nýja að- ferðafræði muni verða ráðandi í samskiptakerfum framtíðar- innar, þar sem fyrirtækjum býðst að flytja saman gögn, tal og myndir á sama ljósleið- aranetinu. Þessi möguleiki gerir viðskiptamönnum Títans kleift að flytja gögn frá 10Mb/s til 1Gb/s. Reiknað er með að frekari þróun þess konar samskiptakerfis gefi í framtíðinni möguleika á margfaldri afkastagetu. Prokaria tengist tvöfalt hjá Títan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.