Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 11
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 C 11 Bæjarlind 8-10 • Kópavogi • Sími 510 7300 • www.ag.is með Seria Ergo skrifstofuhúsgögnum. Léttu þér vinnuna Seria Ergo skrifstofuhúsgögnin, nýjasta línan frá Á.G., eru einstaklega vönduð og setja fallegan svip á vinnuumhverfið. Þau fást með stillanlegri hæð á borðplötu sem hentar hverjum og einum og stillanlegri niðurfellingu fyrir lyklaborð. Seria Ergo skáparnir fást með rennihurðum sem nýtast vel í litlu rými. NORRÆNA bankasamsteypan Nordea hefur vakið mikla athygli fyr- ir velgengni í netbankaþjónustu en 2,3 milljónir viðskiptavina bankans á Netinu framkvæma fleiri færslur mánaðarlega en viðskiptavinir nokk- urs annars banka. Færslurnar eru 6,9 milljónir talsins í hverjum mánuði og er það tvöfalt á við þann banda- ríska banka sem er stærstur á sviði netþjónustu, Bank of America. Nordea varð til á þessu ári en hef- ur þróast frá árinu 1998 á þann hátt að Merita Bank í Finnlandi samein- aðist Nordbanken í Svíþjóð, þá kom danski Unibank til liðs við fyrirtækið og á síðari hluta síðasta árs bættist norski Kreditkassen í hópinn. Nafnið Nordea var tekið upp um síðustu ára- mót. „Bo Harald og Nordea eru best í netbankaþjónustu,“ segir Amit Mehta hjá Morgan Stanley Dean Witter í London við tímaritið Business Week sem ræddi nýlega við Finnann Bo Harald, framkvæmda- stjóra netbankaþjónustu Nordea, en hann hefur um langa hríð starfað inn- an finnska bankakerfsins. Nordea hefur lagt niður helming útibúa sinna í Finnlandi og hagnaður hefur aukist, sérstaklega vegna góðr- ar afkomu netþjónustunnar. Vel- gengnin hefur fyrst og fremst verið í Finnlandi en Harald vinnur að því að breiða út boðskapinn til hinna Norð- urlandanna sem Nordea nær yfir. Sérstakir netbankar ekki rétta leiðin Undanfarin ár hafa verið stofnaðir nokkrir bankar sem eingöngu starfa á Netinu og má þar fremstan telja breska bankann Egg. Dansk Basis- bank hefur einnig verið áberandi í umræðunni á Íslandi og Skandia rek- ur ennfremur sérstaka netbanka á Norðurlöndunum. Hefðbundnir bankar hafa einnig fært út kvíarnar og stofnað netbanka en stundum gert þá að sjálfstæðum fyrirtækjum, óháðum móðurbankan- um. Dæmi um það er netbanki þýska Commerzbank, Comdirect, sem hef- ur ekki gengið sem skyldi þar sem hagnaður hrapaði um 75% á síðasta ári. Miðað við velgengni Nordea, sem einnig rekur hefðbundin bankaútibú, er ekki rétta leiðin að stofna sérstak- an netbanka, heldur að hafa hann hluta af starfsemi bankans og beina viðskiptavinum bankans á Netið. Mesti kostnaður sérstakra netbanka hefur falist í að ná til viðskiptavina og þeir hafa aldrei náð jafnmörgum net- viðskiptavinum og Nordea. Netviðskiptavinir Nordea eru 2,3 milljónir og framkvæma 6,9 milljónir færslna á mánuði. Viðskiptavinir breska netbankans Egg eru 1,5 millj- ónir og framkvæma 500 þúsund færslur á mánuði. Bank of America hefur fleiri netviðskiptavini en Nord- ea, eða 3,2 milljónir, en þeir fram- kvæma aðeins 3,1 milljón færslna á mánuði. Netvæðing bandaríska bankakerfisins er enda skemur á veg komin en á Norðurlöndunum og Bandaríkjamenn virðast t.d. fremur skrifa ávísanir en að nota greiðslu- kort. Á síðustu fimm árum hefur Merita Bank, finnski armur Nordea, notað sem samsvarar um 1,6 milljörðum ís- lenskra króna til að byggja upp net- þjónustu við viðskiptavini. Til sam- anburðar hefur Egg notað um 60 milljarða til að koma undir sig fót- unum. Ósló. Morgunblaðið. Nordea fremst í netbanka- þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.