Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 B 3 formúla 1 á mbl.is taktu þátt í netleiknum  NÆSTA KEPPNI  HVAÐ ER FORMÚLA 1?  LIÐ OG ÖKUÞÓRAR  MÓT ÁRSINS OG BRAUTIR  ÚRSLIT MÓTA  STIG ÖKUÞÓRA  STIG BÍLASMIÐA  SIGRAR  FYRRI MEISTARAR  ÍTAREFNI  FORMÚLASPJALL  MYNDASYRPUR Rúnar til- nefndur eftir stórleik RÚNAR Kristinsson var besti leikmaður Lokeren þegar lið- ið sigraði Harelbeke, 3:0, í næstsíðustu umferð belgísku 1. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyr- ir Nenad Vanic á 9. mínútu og skoraði síðan annað mark- ið á 28. mínútu. Rúnar er einn fimm leikmanna í deild- inni sem íþróttavefurinn Sport 24 tilnefnir sem leik- menn vikunnar. Lokeren er í fimmta sæti með jafnmörg stig og Germ- inal Ekeren sem er í fjórða sætinu og Gent sem er í því sjötta. Anderlecht tryggði sér meistaratitilinn í 26. skipti um helgina og Club Brugge og Standard Liege enda í öðru og þriðja sætinu. Þeir Rúnar, Arnar Grét- arsson, Arnar Þór Viðarsson og Auðun Helgason léku all- an leikinn með Lokeren. Sig- urður Ragnar Eyjólfsson kom ekki við sögu hjá Harel- beke sem féll í 2. deild með þessum úrslitum. GUÐNI Bergsson var sínum mönn- um í Bolton dýrmætur á sunnudaginn þegar þeir gerðu jafntefli við WBA, 2:2, á útivelli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í keppninni um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. WBA var yfir, 2:0, þegar Guðni skoraði gott skallamark 9 mínútum fyrir leikslok. Það kom Bolton inn í leikinn á ný og Per Frandsen jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tvær mín- útur voru eftir. Þar með stendur Bolt- on vel að vígi fyrir seinni leikinn á sín- um heimavelli næsta fimmtudag. Lárus Orri Sigurðsson var í leik- mannahópi WBA en kom ekki við sögu. Birmingham sigraði Preston 1:0 í hinum undanúrslitaleiknum og þar er hörkuleikur fram undan þegar lið- in mætast aftur í Preston á fimmtu- dag. Bjarki Gunnlaugsson var vara- maður hjá Preston en kom ekki inn á. Guðni skoraði dýrmætt mark Magdeburg byrjaði illa gegnKiel og var undir, 7:13, seint í fyrri hálfleik. Í hléi stóð 11:14 en Magdeburg jafnaði strax, 14:14, og síðan var leikurinn í járnum til leiksloka. Kiel var með boltann síðustu mínútuna en 10 sekúndum fyrir leikslok stal Ólafur Stefáns- son boltanum, Magdeburg komst í hraðaupphlaup og Vassili Kudinov komst einn gegn markverði Kiel en hitti ekki markið. Ólafur skoraði 8 mörk fyrir Magdeburg í leiknum, 4 þeirra úr vítaköstum. „Óli hefur oft verið betri en í þessum leik en samt var hann okkar hættulegasti maður,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, við Morgunblaðið. Alfreð sagði að sínir menn hefðu verið slakir í fyrri hálfleik. „Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem við lendum svona mikið undir í fyrri hálfleik en við höfum alltaf rétt okkar hlut. Lið Kiel er geysi- lega sterkt og það er mikið afrek að vinna upp svona forskot á móti því. Í raun vorum við hvað eftir annað með leikinn í höndunum í seinni hálfleik en fórum illa með mörg góð færi til þess að ná tveggja marka forystu á lokakafl- anum. Við vorum hvað eftir annað manni fleiri en nýttum það ekki, og þá var markvarslan hjá okkur slök. Dauðafærið sem Kudinov nýtti ekki í lokin gæti reynst okk- ur dýrt,“ sagði Alfreð. Hann sagði að lið sitt mætti ekki fyrir nokkurn mun tapa fyrir Wall- au Massenheim. „Ef það gerist og Lemgo vinnur Grosswallstadt á meðan er þetta búið því Lemgo leikur heima gegn Hameln í loka- umferðinni. Við verðum að sækja eitt stig, í það minnsta, en það verður ekki auðvelt á einum erf- iðasta útivelli í deildinni. Þá háir það okkur að Oleg Kuleschov er með ónýtan liðþófa og getur ekki beitt sér að fullu. Ég setti hann þó inn á gegn Kiel og hann stóð sig mjög vel,“ sagði Alfreð Gíslason. Lemgo vann öruggan sigur í Nordhorn og Marc Baumgartner skoraði 11 marka liðsins. Guð- mundur Hrafnkelsson kom í mark Nordhorn eftir 20 mínútna leik og varði ágætlega. Holpert bjargaði Flensburg Flensburg slapp með skrekkinn gegn Gummersbach og getur þakkað Jan Holpert markverði fyrir stigið. Hann varði vítakast frá markamaskínunni Kyung-Shin Yoon á lokasekúndum leiksins. Christian Hjermind skoraði 11 mörk fyrir Flensburg í leiknum. Essen, lið Patreks Jóhannesson- ar, er nánast úr leik í baráttunni um Evrópusæti eftir tap gegn Wallau Massenheim, 31:28. Pat- rekur skoraði 4 mörk í leiknum. Dormagen á enn möguleika Róbert Sighvatsson skoraði 3 mörk fyrir Dormagen sem gerði jafntefli, 25:25, við Grosswallstadt og getur enn haldið sér í deildinni. Dormagen leikur við Hameln úti og Wetzlar heima í tveimur síð- ustu umferðunum og á ágæta möguleika gegn báðum. Eisenach og Nettelstedt eru með 25 stig hvort og Dormagen 24. Tvö þess- ara liða falla með Wuppertal og Hildesheim en fimmta neðsta liðið fer í aukakeppni. Reyndar eru Hameln og Will- stätt/Schutterwald ekki endanlega sloppin af hættusvæðinu. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar halda efsta sætinu í Þýskalandi Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg. Megum ekki tapa fyrir Wallau LEMGO styrkti stöðu sína í bar- áttunni um þýska meistaratit- ilinn í handknattleik um helgina með því að sigra Nordhorn á úti- velli, 27:23. Bæði Magdeburg og Flensburg gerðu jafntefli í sínum leikjum, Magdeburg heima gegn Kiel, 24:24, og Flensburg úti gegn Gummers- bach, 23:23. Þegar tveimur um- ferðum er ólokið er Magdeburg með 57 stig, Flensburg 56 og Lemgo 56 stig. Magdeburg sækir Wallau Massenheim ann- að kvöld og fær síðan Flensburg í heimsókn í lokaumferðinni. ■ Úrslit og staða /B7 HEIÐMAR Felixson, landsliðs- maður í handknattleik, leikur með KA næsta vetur en hann hefur spilað með Wuppertal í Þýskalandi undanfarin tvö ár. Heiðmar lék með KA og síðan Stjörnunni áður en hann hélt til Þýskalands. Að sögn Árna Þórs Frey- steinssonar, formanns hand- knattleiksdeildar KA, er samn- ingurinn við Heiðmar til tveggja ára. Heiðmar verður góður liðs- styrkur fyrir hið unga lið KA, ekki síst vegna þess að það sér á bak Guðjóni Vali Sigurðssyni til Essen. KA var ekki með örv- henta skyttu á nýliðnu tímabili og því kærkomið fyrir liðið að fá Heiðmar í sínar raðir. Heiðmar samdi við KA KVENNALIÐ Gróttu/KR í hand- knattleik hefur fengið góðan liðs- styrk fyrir næsta tímabil því lands- liðskonan Þórdís Brynjólfsdóttir hefur gert tveggja ára samning við félagið. Þórdís lék með Sola í norsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en spilaði áður með FH. „Tilkoma Þórdísar styrkir enn frekar þann ásetning okkar að koma félaginu aftur í fremstu röð íslenskra kvennaliða á næsta tíma- bili,“ sagði Þórður Þórðarson hjá kvennadeild Gróttu/KR. Þórdís til Gróttu/KR YNGSTA alþjóðlega íslenska dóm- araparið í handknattleik, þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, hefur verið valið til að dæma í und- ankeppni Evrópumóts stúlknalands- liða sem fram fer í Valencia á Spáni helgina 1.-3. júní. Þjóðirnar sem taka þátt eru: Slóvenía, Spánn, Frakk- land og Hvíta-Rússland. Anton og Hlyn- ur dæma í EM PÉTUR Guðmundsson verður næsti þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Kongsbergs. Liðið endaði í 2. sæti deildarinnar á fyrsta ári sínu í úrvals- deild keppnistímabilið 1999-2000 en í vor tapaði liðið í undanúrslitum deild- arkeppninnar. „Það á aðeins eftir að ganga frá smáatriðum í samningi sem gildir til þriggja ára og ég held að öllu óbreyttu til Noregs í byrjun júní og hef þá störf. Þetta verður spennadi verkefni og það er mikill hugur í for- svarsmönnum liðsins enda hefur íþróttin fengið byr í seglin í Noregi á undanförnum tveimur árum,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Forsvarsmenn úrvalsdeildarliðs Þórs frá Akureyri hafði einnig sett sig í samband við Pétur og gert honum tilboð um að hann tæki að sér þjálfun liðsins en það er ljóst að leit norð- anmanna að þjálfara er ekki lokið. Pétur þjálfar Kongsberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.