Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 B 5 Í húfi er sæti í úrslitaleik, gegn ann-aðhvort Wigan eða Reading, um eitt laust sæti í 1. deildinni næsta vet- ur. Þau lið gerðu einnig markalaust jafntefli um helgina og mætast aftur á morgun, eins og Walsall og Stoke. Fyrri hálfleikurinn á sunnudag var ákaflega slakur af hálfu Stoke. Guðjón orðaði það þannig að hann hefði beinlínis verið „ónýtur“, og hélt áfram: „Til marks um það hversu slakur þessi leikur var hjá okkur er að við áttum 10 tilraunir að marki andstæðinganna en í undanförnum leikjum hafa þær verið 18 til 20.“ Leikmenn Walsall voru mun ákveðnari í fyrri hálfleiknum, en heimamenn heillum horfnir. Fengu ekki nema eitt þokkalegt færi til að skora, þegar Peter Thorne skallaði naumlega framhjá, en eftir að Guð- jón messaði yfir sínum mönnum í leikhléinu voru þeir mun sprækari. „Ég skal viðurkenna að ég hvíslaði ekki að þeim í hálfleik,“ sagði Guðjón spurður hvort hann hefði ekki verið mönnum sínum reiður þegar leikur- inn var hálfnaður. „Það var ótrúlegt hve mínir menn voru daufir í fyrri hálfleik; menn sem eru nánast að berjast fyrir lífi sínu.“ Tveir Íslendingar voru í byrjunar- liði Stoke að þessu sinni; Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guð- jónsson. Ríkharður Daðason kom svo inn á í síðari hálfleik og fékk tvö góð tækifæri til að skora undir lokin. Góð stemmning var á Britannia- leikvanginum á laugardaginn enda 23.689 áhorfendur mættir. Þetta var þriðji leikur Stoke og Walsall í vetur. Walsall vann þann fyrsta 3:0 á heimavelli í sögulegri rimmu þar sem rafmagnslaust varð og hlé gert á leiknum í langan tíma. Markalaust var svo í seinni leiknum í deildinni, á Britannia, þar sem Wals- all lék sterkan varnarleik og „reyndi ekki einu sinni að sækja,“ eins og Bjarni Guðjónsson sagði við blaða- mann fyrir leikinn á laugardag. Í þeim leik misnotaði Peter Thorne vítaspyrnu. Á sunnudag komu gestirnir á óvart með því að blása til sóknar og ljóst að Guðjón Þórðarson verður að breyta um áherslur í seinni leiknum, á útivelli á morgun. „Þetta er stríð sem verður einfaldlega að vinnast, hvernig svo sem við förum að því. Það er ekki um annað að ræða,“ sagði hann við Morgunblaðið og ýjaði að því að hann myndi stilla upp tals- vert breyttu liði í seinni leiknum. Banks forseti Fyrir leikinn var tilkynnt að Gord- on Banks, fyrrverandi leikmaður Stoke og markvörður enska lands- liðsins sem varð heimsmeistari 1966, hefði verið gerður að forseta félags- ins. Hann tekur við af Sir Stanley Matthews, sem lést í fyrra. Banks var ákaft fagnað af áhorfendum eftir að tilkynnt var um ákvörðun stjórnar Stoke og Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður, hafði fært honum fagran postulínsgrip að gjöf í tilefni dagsins úti á vellinum. Morgunblaðið/Skapti Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, og Bjarni sonur hans ganga af velli þungir á brún á sunnudaginn. Guðjón Þórðarson eftir jafntefli við Walsall á Britannia í Stoke „Hundfúll með þenn- an leik“ „ÉG er auðvitað alveg hundfúll með þennan leik. Þetta er ekk- ert líkt því sem við höfum verið að spila undanfarið,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Stoke City, í samtali við Morg- unblaðið eftir að liðið gerði markalaust jafntefli á heima- velli sínum, Britannia Stadium, gegn Walsall á sunnudag í úr- slitakeppni ensku 2. deildar- innar. er áberandi að heimamenn vilja taka vel á móti gestum sínum hér. And- rúmsloftið er mjög vinalegt, fólk í Cardiff vill að gestum þeirra líði vel. Það er ekki eins gráðugt og Lund- únabúar.“ Leikurinn í Cardiff var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Aldrei fyrr hefur úrslitaleikur ensku bikarkeppn- innar farið fram utan Englands, en ástæða þess að leikið var í Wales er sú að til stendur að byggja nýjan þjóð- arleikvang í Englandi í stað Wembl- ey, sem er ekki lengur nothæfur, og það verður að segjast eins og er að Þúsaldarvöllurinn svokallaði í Cardiff er stórglæsilegt mannvirki. Gamli, góði Wembley bliknar í samanburð- inum enda mátti hann vissulega muna sinn fífil fegri þegar hætt var að nota hann. Sama er hvar setið er á leik- vanginum í Cardiff, allir sjá vel. Þetta er sannkölluð gryfja, ámóta og Camp Nou, heimavöllur Barcelona á Spáni. Breskir fjölmiðlamenn fjölluðu um það um helgina að Wales-búar hefðu byggt leikvanginn fyrir fjórðung þeirrar fjárhæðar sem til stæði að eyða í nýjan þjóðarleikvang Englend- inga. Liverpool hafði heldur aldrei sigrað Arsenal í úrslitaleik, eins og rifjað var upp í Morgunblaðinu á laugardaginn, þar til í Cardiff. Lundúnaliðið hafði betur í bikarúrslitaleiknum á Wembl- ey 1950 og aftur 1971, þá í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar 1987 á sama stað og loks í síðasta leik ensku deild- arkeppninnar vorið 1989 í Liverpool. Lið Arsenal var í gulu treyjunum á Wembley 1971 og aftur á Anfield vor- ið 1989. Einhver hefur eflaust trúað að það skipti máli. Því er rétt að minna á að Liverpool-menn léku í gulu í Cardiff! Michael Owen kann greinilega vel við sig í Wales. Ég veit raunar ekki betur en hann búi þar; skammt hand- an landamæranna spölkorn frá Liv- erpool. Það fór heldur ekki hátt en hann hefur einu sinni áður leikið til úrslita í bikarkeppni í Wales, og gerði þá fjögur mörk. Var að vísu ekki nema 13 ára, en fyrir þá hjátrúarfullu hefur sú staðreynd eflaust haft ein- hverja þýðingu. Michael Owen var valinn maður leiksins og hlaut viðurkenningu að launum. Svo sem ekki skrýtið því sig- urinn var honum nánast einum að þakka. Besti maður vallarins þegar á heildina er litið var hins vegar Patrick Vieira, miðjumaðurinn frábæri hjá Arsenal, sem sýndi í þessum leik að þar fer afburða knattpsyrnumaður. Það er sorglegt að tapa eftir að hafa sýnt slíka snilldartakta. En knatt- spyrnan er einföld íþrótt. Það lið sem skorar fleiri mörk sigrar. Ekki er spurt hvort sigur er sanngjarn eður ei. Þess vegna eru leikmenn eins og Michael Owen jafn dýrmætir og raun ber vitni. Arsenal hlaut engin verðlaun á þessu keppnistímabili en tveir bikar- ar eru þegar í húsi hjá Liverpool. Sá þriðji er í augsýn; liðið mætir Alaves frá Spáni í úrslitaleik UEFA-keppn- innar í Þýskalandi annað kvöld og sigri Rauði herinn þar skráir hann sig á spjöld sögunnar. Engu liði hefur tekist að næla í slíka bikarþrennu á einni leiktíð. Morgunblaðið/Skapti má sjá Arsenal-leikmanninn Thierry nrys og félaga hans voru mikil. Morgunblaðið/Skapti Götulistamaður teiknar merki Liverpool fyrir utan Þúsaldar- völlinn í Cardiff og þiggur smámynt fyrir frá vegfarendum. Morgunblaðið/Skapti ardiff í tengslum við bikarúrslitaleik- s og jarðar merkt liðunum tveimur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.