Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 B ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  SKAGAMENN sigruðu Val, 3:1, í æfingaleik á grassvæði ÍA á Akra- nesi á laugardaginn. Hjörtur Hjart- arson (2) og Grétar Rafn Steinsson skoruðu fyrir ÍA en Sigurbjörn Hreiðarsson svaraði fyrir Val úr vítaspyrnu. Dean Holden, enski varnarmaðurinn, lék sinn fyrsta leik með Val.  KEFLVÍKINGAR sigruðu Þrótt R., 2:0, á æfingasvæði sínu á Iðavöll- um á laugardaginn. Zoran Daníel Ljubicic og Hólmar Örn Rúnarsson skoruðu mörkin og Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Keflavík- ur, varði vítaspyrnu.  EYSTEINN Hauksson, sem lék ekkert með Keflavík í fyrra vegna meiðsla, gæti misst af byrjun Ís- landsmótsins en hann meiddist í nára á æfingu á dögunum. Þá er markaskorarinn Guðmundur Stein- arsson tæpur vegna ökklameiðsla.  COLIN Pluck, enski varnarmað- urinn sem lék með KA í 1. deildinni í knattspyrnu í fyrra, kemur ekki til félagsins aftur eins og til stóð. Eftir gott gengi í vor komust KA-menn að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu ekki að styrkja lið sitt frekar. Dean Mart- in er hinsvegar kominn á ný til KA eftir að hafa leikið með enska utan- deildaliðinu Stevenage í vetur.  MARGRÉT Ákadóttir, fyrirliði Breiðabliks, gaf sér ekki langan tíma til að fagna með félögum sínum að loknum úrslitaleik Breiðabliks og Vals í deildabikarkeppninni. Hún átti erindi í brúðkaup fyrrum félaga síns hjá ÍA, Steindóru Steinsdóttur, sem gekk í það heilaga fyrr um dag- inn.  TVEIR kylfingar úr Keili tóku þátt í Opna írska golfmótinu á Royal Dublin vellinum fyrir helgina. Ólaf- ur Már Sigurðsson lék á 75-71= 146 höggum, tveimur yfir pari og munaði einu að hann kæmist áfram í síðasta hringinn. Björgvin Sigurbergsson lék hins vegar báða hringina á 77 höggum.  HELGI Birkir Þórisson úr GS lék Leiruna á 66 höggum á laugardag- inn en þá fór fram þar Maxfli-mótið í golfi. Árangurinn er mjög góður því hann er aðeins einu höggi frá vall- armetinu og sex höggum undir pari. Tveir aðrir kylfingar voru undir pari í blíðunni, Kristinn Óskarsson á 70 og Björn Víkingur Skúlason á 71.  WALDIR Pereira, eða Didi eins og hann var jafnan kallaður, lést á laugardaginn, 71 árs gamall. Didi var einn fremsti knattspyrnumaður allra tíma í Brasilíu og varð heims- meistari 1958 og 1962, og lék m.a. með Fluminense, Botafogo og Real Madrid. Hans síðasti landsleikur var úrslitaleikur HM 1962 þegar Bras- ilía vann Tékkóslóvakíu. FÓLK Guðlaug fékk silfur GUÐLAUG Jónsdóttir og félagar í Bröndby biðu lægri hlut fyrir Fortuna Hjörring, 3:2, í úrslitaleik dönsku bik- arkeppninnar í kvennaflokki í knattspyrnu um helgina. Guðlaug var atkvæðamikil í sóknarleik Bröndby og krækti af harðfylgi í víta- spyrnu sem lið hennar jafn- aði úr, 2:2, en áður hafði hún lagt upp dauðafæri sem ekki nýttist. Þetta var í fyrsta skipti sem Bröndby leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í Danmörku. Við erum með töluvert breytt liðfrá því í fyrra en höfum unnið með sömu grunnhugmyndir í vörn og sókn, en með komu nýrra leikmanna ættu ný tækifæri að skapast,“sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Fylkis. „Steingrímur Jóhannesson og Errol Edison McFarlane eru mjög fljótir sóknarmenn og að auki er McFar- lane sterkur skallamaður þannig að við ættum að geta notað okkur hæfi- leika þeirra. Sverrir Sverrisson lék mjög aftarlega á miðjunni í fyrra en í sumar verður hann færður framar á miðjunni. Ég tel að leikmannahópur okkar hafi styrkst verulega frá því í fyrra og venslasamningur okkar við Aftureldingu gerir það að verkum að ný tækifæri skapast fyrir yngri leik- menn liðsins. Okkur hlakkar því mik- ið til að takast á við fyrsta verkefnið í deildarkeppninni gegn KR,“ sagði Bjarni. „Það er mikil eftirvænting í okkar hópi og við finnum fyrir miklum áhuga á leiknum hjá okkar stuðn- ingsmönnum, það verða margir KR- ingar í Árbænum,“ sagði Pétur Pét- ursson þjálfari KR í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum með svipaðar áherslur og hugmyndir í vörn og sókn en maður veit aldrei hvernig leikir þróast og oft þarf að breyta út frá því sem lagt var fyrir í upphafi. Nýi framherjinn okkar, Moussa Dagnogo, hefur staðið sig vel í vorleikjunum og það verður spenn- andi að sjá hvernig okkur tekst að nýta hæfileika hans gegn varnar- mönnum Fylkis, en liðsheildin verður okkar sterkasta vopn,“ sagði Pétur. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Fylkismennirnir Þórhallur Dan Jóhannsson, Kristinn Tómasson, Errol Edderson McFarlane, Sæv- ar Þór Gíslason og Finnur Kolbeinsson við nýju stúkuna á Árbæjarvelli. Spennandi sóknarmenn OPNUNARLEIKUR Íslandsmóts- ins í knattspyrnu fer fram í kvöld á Fylkisvellinum í Árbæ og margir knattspyrnuunnendur verða fegnir að biðinni lýkur þegar Egill Már Markússon dómari blæs í flautu sína kl. 20. Enginn leikmanna Fylkis eða Ís- landsmeistaraliðs KR er meidd- ur og því geta þjálfarar beggja liða valið byrjunarlið sín úr stórum hópi leikmanna en þeir Bjarni Jóhannsson þjálfari Fylk- is og Pétur Pétursson sögðu báðir í samtali við Morgunblaðið að þeirværu búnir að velja byrj- unarliðin en það yrði ekki gefið upp fyrr en í leikinn væri komið. IÐNAÐARMENN frá Ístaki og sjálfboðaliðar frá Fylki hafa að undanförnu unnið dag og nótt á Fylkisvellinum við byggingu nýrra áhorfendastæða og gera forsvars- menn félagsins ráð fyrir að um 2.000 áhorfendur komist fyrir í nýju stúkunni. Í gær var mikið verk framundan hjá Fylk- ismönnum og átti m.a. eftir að mal- bika og ganga frá mörgum lausum endum en vaskur hópur Fylk- ismanna undir stjórn Guðmanns Haukssonar var fullviss um að allt yrði klárt þegar blásið verður til leiks í kvöld. Þegar stúkan verður fullgerð er gert ráð fyrir að 900 áhorfendur komist þar fyrir í sæt- um en kostnaðaráætlun fyrir verk- ið hljóðar upp á tæpar 11 milljónir króna og er allt útlit fyrir að þær áætlanir standist. Ný stúka á Fylkis- velli OPNUNARLEIKUR Ís- landsmótsins í knatt- spyrnu verður leikinn á heimavelli Fylkis í kvöld, þar sem Íslandsmeist- aralið KR kemur í heim- sókn. Nokkur óvissa var hvort keppnisvöllur Ár- bæjarliðsins yrði tilbúin fyrir leikinn en eftir ágætt tíðarfar undanfarna daga hefur horfið til betri vegar. Árbæjarvöllur er nokkuð sléttur miðað við árstíma en það vantar töluvert uppá að iðagrænt gras sé til staðar á öllum vellinum. Skipt var um undirlag á stórum hluta vallarins í fyrra og er sá hluti mun lengra á veg kominn hvað grassprett- una varðar. Leikið í Árbæ Morgunblaðið/Sigurður Jökull Framarar kynntu nýja búninga sína í gær, sem ítalski sport- og tískuvöruframleiðandinn FILA hefur hannað. Aðalbúningurinn er blá peysa með hvítum ermum og hvítar buxur, en varabún- ingurinn er alhvítur. Hér á myndinni eru Þorbjörn Atli Sveins- son, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Mario Pajic í búningnum. 12. 05. 2001 3 0 7 5 5 8 15 22 26 27 18Þrefaldur1. vinningur í næstu viku 2 fyrsta vinningar færa til Noregs 09. 05. 2001 1 7 8 27 36 48 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.