Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 8
UM helgina gekk meistaraflokkur
FH í knattspyrnu kvenna frá
samningi við belgísku landsliðs-
konuna Inge Heiremans. Heirem-
ans, sem er framherji, á að baki
26 landsleiki í öllum kvennalands-
liðum Belga og hefur skorað í
þeim 9 mörk. Síðastliðið ár hefur
hún leikið með bandaríska há-
skólaliðinu Lindenwood University
í Missouri. Heiremans er talinn
vera mjög sterkur og markhepp-
inn framherji en í vetur skoraði
hún 29 mörk í 24 leikjum með há-
skólaliðinu og átti 22 stoðsend-
ingar. Heiremans verður vænt-
anlega í leikmannahópi FH sem
mætir ÍBV í fyrstu umferð deild-
arinnar 24. maí en Heiremans
kemur til landsins 18. maí.
Heiremans er fjórði erlendi leik-
maðurinn sem FH-ingar fá til liðs
við sig en áður höfðu FH-ingar
gengið frá samningum við ensku
leikmennina Tammy Scrivens og
Stacy Phresher og belgísku lands-
liðskonuna Ellen Dooremont.
Annar Belgi til FH
RAKEL Ögmundsdóttir tók
þátt í sínum fyrsta leik fyrir
Philadelphia Charge í
bandarísku atvinnu-
mannadeildinni í knatt-
spyrnu á sunnudagkvöldið
þegar liðið mætti New York
Power á Mitchel Athletic
leikvanginum í New York.
New York náði 2:0 forystu
í síðari hálfleik. Rebekah
McDowell minnkaði muninn
fyrir Philadelphia á 62. mín-
útu og Rakel, sem kom inná í
hálfleik, var síðan hetja
Philadelphia þegar hún jafn-
aði fylgdi eftir skalla frá
Laurie Schwoy á 81. mínútu
leiksins. Margrét Ólafsdóttir
lék allan leikinn fyrir Phila-
delphia og stóð sig vel.
Eftir fjórðu umferð deild-
arinnar er Philadelphia enn í
efsta sæti með 8 stig en
Washington er með 7 stig og
New York og Atlanta 6 stig.
Rakel
jafnaði í
New York
■ Úrslit og staða /B7
JÓHANNES Karl Guðjónsson lék
allan leikinn með RKC Waalwijk
sem vann góðan útisigur á De Graaf-
schap, 1:0, í hollensku úrvalsdeild-
inni á laugardaginn. Lið hans er í
fimmta sæti og á góða möguleika á
að komast í Evrópukeppni í fyrsta
skipti.
JÓHANNES Harðarson lék allan
leikinn með MVV Maastricht sem
tapaði, 1:0, fyrir Telstar í hollensku
1. deildinni.
ANDRI Sigþórsson lék ekki með
Salzburg sem vann Ried, 4:3, í aust-
urrísku knattspyrnunni.
ATLI Þórarinsson lék allan leik-
inn með Örgryte sem tapaði fyrsta
leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni,
1:2 fyrir Norrköping.
KOLBOTN, lið Katrínar Jóns-
dóttur, hefur fengið dæmdan sigur
úr leik gegn Röa í norsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu, sem endaði
1:1. Röa tefldi fram varamanni sem
vegna mistaka var ekki skráður á
skýrslu.
RAGNAR Óskarsson skoraði 6
mörk fyrir Dunkerque sem vann
auðveldan útisigur á ACBB, 34:25, í
1. deild franska handboltans um
helgina. Chambery tryggði sér
meistaratitilinn með því að sigra
Toulouse, 25:19.
LORENZO Amoruso, ítalski varn-
armaðurinn, er á förum frá Glasgow
Rangers. Hann á ár eftir af samningi
sínum en segir að ljóst sé að hann
leiki ekki meira fyrir félagið. Bæði
Lazio og Fiorentina hafa sýnt áhuga
á að fá hann til sín.
FÓLK
Þar með hefur Bayern þriggjastiga forskot á Schalke fyrir
lokaumferðina og nægir því jafntefli
gegn Hamburger SV á útivelli næsta
laugardag til að hreppa meistaratit-
ilinn þriðja árið í röð. Schalke, sem
varð meistari síðast fyrir 43 árum,
þarf að sigra Unterhaching á heima-
velli og treysta á ósigur Bayern í
Hamborg.
Bayern var lengi vel undir gegn
Kaiserslautern en náði sér á strik í
seinni hálfleiknum og Carsten
Jancker jafnaði þá metin. „Við þurft-
um tíma til að komast í gang en við
vorum ferskari aðilinn í seinni hálf-
leik og sýndum mikinn styrk. Sig-
urinn var mjög verðskuldaður,“
sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari
Bayern.
„Við vissum að það yrði erfitt að
mæta Stuttgart sem þurfti á sigri að
halda í fallbaráttunni. Mótherjar
okkar léku mjög sterkan varnarleik
og við náðum aldrei tökum á leikn-
um. En þetta er enginn heimsendir
fyrir okkur, Evrópusæti er tryggt og
við eigum enn möguleika á titlinum,“
sagði Huub Stevens, þjálfari
Schalke. Með þessum sigri er Stutt-
gart öruggt með að halda sæti sínu í
deildinni.
Hertha missti dýrmæt stig
Eyjólfur Sverrisson lék allan leik-
inn með Herthu Berlín sem gerði
jafntefli, 1:1, við Leverkusen á
heimavelli. Leikurinn var afar þýð-
ingarmikill í baráttunni um fjórða
sætið í deildinni sem gefur sæti í for-
keppni meistaradeildar Evrópu.
Leverkusen heldur því með þessu
jafntefli, er stigi á undan Herthu og
stendur því vel að vígi.
Dortmund er með þriðja sætið í
höndunum eftir stórsigur, 4:1, gegn
Unterhaching á útivelli. Otto Addo,
Ghana-búinn í liði Dortmund, skor-
aði tvö markanna.
Frankfurt féll úr deildinni með
tapi fyrir Wolfsburg. Bochum var
þegar fallið og það ræðst í lokaum-
ferðinni hvort þriðja liðið verður
Energie Cottbus eða Unterhaching.
Meistararnir í kröppum
dansi á Ítalíu
Rómverjar halda sínu striki í á
Ítalíu, hafa fimm stiga forystu á Laz-
io þegar fjórar umferðir eru eftir.
Juventus er í þriðja sæti, stigi á eftir
Lazio þannig að allt getur gerst enn
þá þó að staða Roma sé óneitanlega
mjög góð.
Það var enginn glæsibragur á leik
Rómverja um helgina þegar þeir
tóku á móti Atalanta. Allt var í járn-
um í leiknum en eina mark hans
gerði Vincenzo Montella á 63. mín-
útu eftir hornspyrnu Hidetoshi Nak-
ata en þeir félagar hafa vermt bekk-
inn löngum stundum í vetur. Þeir
áttu báðir ágætan leik og Fabio Cap-
ello setti þá í byrjunarliðið eftir
frammistöðu þeirra gegn Juve um
síðustu helgi en þar komu þeir inn á
sem varamenn. Þetta var 20. sigur
Roma í deildinni í vetur, tíu sinnum
hefur félagið sigrað á heimavelli og
jafnoft á útivelli.
Piltarnir hans Dinos Zoffs í Lazio
heimsóttu Napolí á laugardaginn og
lentu tvívegis undir en tókst að jafna
og sigra 4:2. Sannarlega vel að verki
staðið, ekki síst þegar haft er í huga
að miðjumaðurinn Juan Veron var
rekinn af velli á 57. mínútu þegar
staðan var 2:2. Einum færri tókst
gestunum að skora tvívegis og sigra
og staða Napolí í deildinni í mikilli
hættu.
Meistaraheppni hjá
Real Madrid
Real Madrid lenti í kröppum dansi
er liðið fékk Espanyol í heimsókn og
varð að sætta sig við 2:2 jafntefli en
er með sex stiga forystu á Deportivo
La Coruna.
Heimamenn í Real byrjuðu vel og
voru komnir í 2:0 í upphafi síðari
hálfleiks og allt virtist í lukkunnar
velstandi hjá liðinu. Gestirnir frá
Barcelona minnkuðu muninn og á
64. mínútu var dæmd vítaspyrna á
Ferndando Hierro, fyrirliða Madr-
ídinga fyrir að handleika knöttinn.
Hann var í kjölfarið rekinn af velli
þannig að heimamenn léku einum
færri til loka leiks en það breytti
engu um úrslitin sem urðu 2:2 og
Real jók forystuna í sex stig eftir að
Coruna sigraði á föstudaginn og
hafði minnkað muninn í fimm stig.
Valencia er í þriðja sæti þrátt fyrir
3:0 tap gegn Malaga þar sem Dely
Valdes gerði öll þrjú mörk heima-
manna í Malaga. Fabian Ayala, leik-
maður Valeniu, var rekinn af velli í
lok fyrri hálfleiks og það hjálpaði
ekki til við sóknarleikinn.
Real Mallorka gerir harða hríð að
fjórða sætinu sem gefur rétt til und-
ankeppninnar fyrir meistaradeild-
ina. Liðið tók á móti Celta Vigo sem
hefur verið á mikilli siglingu að und-
anförnu. Mallorkumenn sóttu mun
meira en gekk erfiðlega að skora en í
upphafi síðari hálfleiks tókst það
loks og Finidi George kom þeim yfir
og hann gerði einnig seinna mark
leiksins undir lok hans.
Lítill meistarabragur var á leik
Nantes þegar liðið sigraði St Et-
ienne 1:0 í frönsku deildinni á laug-
ardaginn. Sigurinn tryggði félaginu
engu að síður áttunda meistaratit-
ilinn því það er nú fjórum stigum á
undan Lyon og aðeins ein umferð
eftir.
Leikmenn Nantes hafa verið á
góðri siglingu að undanförnu og
lokaspretturinn verið frábær enda
var þetta sjöundi sigurleikur liðsins í
röð í deildinni. Félagið varð fyrst
franskur meistari árið 1965 og aftur
ári síðar. Síðan liðu nokkur ár og
meistaratitlarnir unnust 1973, 1977,
1980, 1983 og síðast 1995. Einn mað-
ur hefur komið við sögu í öllum titl-
um félagsins, en það er Robert Bud-
zynski, sem var leikmaður fyrstu tvö
árin sem titillinn vannst en aðstoð-
armaður og yfirmaður þjálfunar
yngri liðanna síðan.
Leikmenn Lyon sýndu hins vegar
fínan leik er þeir unnu Strassborg
5:0, en félagið er fallið um deild.
Lyon hefur tryggt sér sæti í Meist-
aradeildinni að ári eins og Nantes en
um þriðja sætið berjast Bordeaux og
Lille, en bæði liðin gerðu 2:2 jafntefli
um helgina, Bordeaux við Sedan og
Lille við PSG. Bordeaux er stigi á
undan Lille.
Svíinn Sonny Anderson var meðal
markaskorara hjá Lyon og hefur
kappinn gert 20 mörk í deildinni eins
og Pedro Pauleta hjá Bordeaux.
Dundee Utd. slapp við fall
Dundee United bjargaði sér frá
falli úr skosku úrvalsdeildinni um
helgina með því að vinna St. John-
stone á sama tíma og breytir engu þó
St. Mirren hafi sigraði í sínum leik.
Ein umferð er eftir í Skotlandi og
á laugardaginn var lengi vel útlit fyr-
ir að Dundee United og St. Mirren
yrðu jöfn að stigum í neðsta sæti
deildarinnar þegar flautað yrði til
síðustu umferðinnar um næstu helgi.
Dundee United lék á útivelli við
St. Johnstone og lenti 2:0 undir en
þegar níu mínútur voru til leiksloka
jafnaði Craig Easton og tveimur
mínútum fyrir leikslok gerði Derek
Lilley sigurmark gestanna. Á sama
tíma vann St. Mirren lið Aberdeen
2:1 á heimavelli en það breytir engu
fyrir félagið því þó Dundee United
tapi síðasta leiknum og St. Mirren
vinni þá dugar það ekki þar sem
fyrrnefnda liðið hefur svo miklu
betri markatölu.
Titillinn
blasir við
Bayern
Reuters
Effenberg, fyrirliði Bayern, fagnar Alex Zickler, sem skoraði
sigurmark liðsins gegn Kaiserslautern á síðustu mínútu, 2:1.
NÍTUGASTA og síðasta leikmínútan í næstsíðustu umferð þýsku 1.
deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn var heldur betur af-
drifarík í einvígi Bayern München og Schalke um meistaratitilinn.
Liðin voru jöfn að stigum, Schalke fyrir ofan á betri markatölu, og
útlit var fyrir óbreytta stöðu fyrir lokaumferðina. En þá snerust ör-
lögin á sveif með Bayern. Alexander Zickler skoraði sigurmarkið
gegn Kaiserslautern, 2:1, rétt áður en flautað var til leiksloka, og á
sömu stundu skoraði Krassimir Balakov sigurmark Stuttgart gegn
Schalke.
■ Úrslit og stöður /B6