Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 1
2001  ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SÖGULEGUR BIKARÚRSLITALEIKUR Í CARDIFF/B4 GUÐLEIF Harðardóttir, ÍR,bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á svæðismeistaramóti háskóla í suð-austurríkjum Banda- ríkjanna um helgina. Guðleif kastaði sleggjunni 48,02 metra og bætti fyrra met um 58 sentímetra, en það setti hún í Athens í Georgíuríki í apr- íl á síðasta ári. Metkastið nægði Guð- leifu aðeins í 19. sæti. Hún kastaði einnig spjóti á sama móti og hafnaði í 17. sæti með 38,38 metra og var all- nokkuð frá sínu besta. Meistaramót- ið var að þessu sinni haldið á velli há- skólaliðs S-Karólínuríkis. Halldóra Jónsdóttir tók einnig þátt í mótinu en hún stundar nám við háskólann í Alabama. Halldóra náði sér ekki á strik í úrslitum spjótkastsins og gerði öll köst sín ógild. Þórey meiddist á ökkla Þórey Edda Elísdóttir, stangar- stökkvari, átti einnig að keppa á svæðismeistaramótinu. Hún snérist á ökkla á æfingu á föstudaginn og gerði tilraun til að vera með þegar að stangarstökkskeppninni kom á sunnudag. En þegar á hólminn var komið varð hún að draga sig úr leik. „Ég reyndi en varð að hætta við í upphitun því ég dreif ekki að dýn- unni því ég var hölt í atrennunni,“ sagði Þórey vonsvikin því aðstæður voru góðar á mótinu auk þess sem hún vann stangarstökkið á svæðis- meistaramótinu innanhúss í vetur. Þórey sagðist ekki reikna með að meiðslin drægju dilk á eftir sér og hún stefnir ótrauð á þátttöku á bandaríska háskólameistaramótinu utanhúss um næstu mánaðamót. Íslandsmet hjá Guðleifu Tvö silfur hjá Óðni ÓÐINN Björn Þorsteinsson, kastari úr FH, vann tvenn silfurverðlaun á meist- aramóti menntaskóla í Tex- as-ríki um helgina, en til þess var stefnt fremstu frjálsíþróttamönnum sem stunda nám í menntaskólum í ríkinu. Óðinn kastaði kringlu 54,50 metra, en keppt var með 1,6 kg kringlu. Sá sem stóð uppi sem sigurvegari kastaði kringlunni tæpa 58 metra. Hin silfurverðlaun Óðins komu í kúluvarpi þar sem hann varpaði 18,47 metra og bætti sinn fyrri árangur um 10 sentimetra, en kúlan sem notuð var er 5,5 kg að þyngd. Sigurvegari kúlu- varpskeppninnar varpaði 18,85 metra, en Óðinn hafði lengi vel forystu í kúluvarp- inu og reyndar einnig í kringlukastskeppninni. Óðinn, sem er 19 ára, er að ljúka öðru ári sínu við skólann í Burleson. Hefur frammistaða hans í mótum vetrarins vakið mikla at- hygli og um næstu helgi fær Óðinn sérstaka við- urkenningu frá skóla sínum fyrir árangurinn. Þá er ljóst að Óðinn keppir með íslenska lands- liðinu í frjálsíþróttum í Evr- ópubikarkeppni landsliða sem fram fer á Nikósíu á Kýpur 23. og 24. júní. deildarliðið Essen. Guðjón hefur leikið með liði KA undanfarin tvö ár en þessi snjalli handknattleiksmaður er uppalinn hjá Gróttu. Guðjón hélt utan á sunnudag og kom heim með samninginn í farteskinu seint í gær- kvöldi. „Þetta gekk fjótt fyrir sig. Ég átti fund með forseta félagsins og stjórn- armönnum þess og í kjölfarið var svo gengið frá samningi. Þetta verður mjög spennandi og atvinnumennsk- an er auðvitað það sem maður hefur stefnt á. Essen er stórt og virt félag í Þýskalandi sem hefur mikinn metn- að svo ég tel mig vera að fara á mjög góðan stað. Ég geri mér alveg grein fyrir því að samkeppnin um sæti í liðinu verður geysihörð enda lið Ess- en vel mannað,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðjón, sem er 21 árs gamall, verður þriðji íslenski handknatt- leiksmaðurinn til að leika með Ess- en. Patrekur Jóhannesson leikur stórt hlutverk með Essen í dag og á árum áður varð Alfreð Gíslason meistari með liðinu undir stjórn Jó- hanns Inga Gunnarssonar. Essen er í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið og á því enn möguleika á Evrópusæti en fimm efstu liðin í deildarkeppn- inni auk bikarmeistaranna fá sæti í Evrópukeppninni á næstu leiktíð. Guðjón reiknar með að halda utan til Essen um miðjan júlí en æfingar fyrir næstu leiktíð hefjast upp úr 20. júlí. Guðjón Valur Sigurðsson, lands-liðsmaður í handknattleik og besti leikmaðurinn á nýafstöðnu Ís- landsmóti, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við þýska 1. Guðjón Valur samdi við Essen Morgunblaðið/Jón Svavarsson Margrét Ákadóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks, sem vann deildabikarkeppnina í knattspyrnu – lagði Val að velli í víta- spyrnukeppni. Umfjöllun um leikinn á B7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.