Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 B 7
- þar sem þú finnur fróðleik og fréttir
úr íþróttalífinu -
www. i s i spor t . i s
ÚRSLIT
Leikurinn fór rólega af stað. Liðinskiptust á um að sækja en Vals-
stúlkur voru beittari í sóknaraðgerð-
um sínum. Það var
því heldur gegn
gangi leiksins þegar
Margrét Ákadóttir
skoraði fyrsta mark
leiksins á 44. mínútu með góðum
skalla eftir hornspyrnu frá Laufeyju
Ólafsdóttur. Markvörður Vals,
Ragnheiður Ágústsdóttir, gerði mis-
tök í hornspyrnunni þegar hún fór út
í teig til að freista þess að kýla bolt-
ann frá en missti af honum og
Margrét nýtti sér það til fullnustu.
Valsstúlkur voru staðráðnar í því
að fylgja eftir sigrinum í Reykjavík-
urmótinu á dögunum og á 50. mínútu
leiksins jafnaði Dóra Stefánsdóttir,
sem var nýkomin inn á í lið Vals, með
góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf
frá Rakel Logadóttur. Valsstúlkur
héldu áfram að sækja og áttu nokkur
ákjósanleg færi. Það besta kom á 67.
mínútu þegar Dóra Stefánsdóttir
slapp inn fyrir vörn Breiðabliks en
Þóra B. Helgadóttir lokaði markinu
algjörlega og forðaði marki. Laufey
Ólafsdóttir var nærri því að tryggja
Blikum deildarmeistaratitilinn á 81.
mínútu leiksins þegar hún átti frá-
bært skot úr aukaspyrnu sem hafn-
aði í þverslá Valsmarksins.
Í framlengingunni voru Valsstúlk-
ur sterkari aðilinn. Þær voru meira
með boltann og sóttu stíft en í öft-
ustu víglínu Breiðabliks var þétt
varnarlína sem þær náðu ekki að
rjúfa.
Margrét Ákadóttir, Björg Ásta
Þórðardóttir, Unnur Arna Eiríks-
dóttir og Sigrún Aðalheiður Gunn-
arsdóttir stóðu þar í ströngu, börð-
ust virkilega vel og fyrir aftan þær
ríkti Þóra B. Helgadóttir markvörð-
ur sem drottning í ríki sínu. Hún
bjargaði Blikum í tvígang með
meistaralegri markvörslu, fyrst frá
Laufeyju Jóhannsdóttur á 109. mín-
útu og aftur tveimur mínútum síðar
frá Rakel Logadóttur. Hvorugu lið-
inu tókst að bæta við marki og því
var gripið til vítaspyrnukeppni og
þar höfðu Blikastúlkur betur. Þær
skoruðu úr þremur af fjórum spyrn-
um sínum á meðan Valsstúlkur náðu
aðeins að skora úr einni spyrnu.
Margrét Ákadóttir, fyrirliði
Breiðabliks, var að vonum kát þegar
hún tók við Deildarbikarnum úr
hendi Eggerts Magnússonar for-
manns KSÍ. „Þetta var frábært. Það
var virkilega góð barátta í liðinu all-
an tímann og þetta var sanngjarnt
þegar upp er staðið.
Við urðum að vinna í dag enda
voru mínir menn í Liverpool búnir að
gefa okkur tóninn í morgun,“ sagði
Margrét í samtali við Morgunblaðið.
Margrét, Björg Ásta og Þóra léku
best í liði Breiðabliks sem hefur náð
að stilla strengi sína vel saman þrátt
fyrir mjög miklar breytingar á lið-
inu. Hjá Val léku þær Elín Anna
Steinarsdóttir og Laufey Jóhanns-
dóttir mjög vel á miðjunni ásamt
varnarmanninum og fyrirliðanum
Rósu Júlíu Steinþórsdóttur.
Liðin tvö, Valur og Breiðablik,
mætast á ný í fyrstu umferð Síma-
deildar kvenna sem hefst 24. maí.
Þóra hetja
Breiðabliks
ÍSLAND- og bikarmeistarar
Breiðabliks tryggðu sér deild-
arbikarmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu kvenna á laugardag þeg-
ar liðið sigraði Val í
vítaspyrnukeppni en liðin áttust
við á gervigrasvellinum í Laug-
ardal. Þóra B. Helgadóttir var
hetja Breiðabliks en hún gerði
sér lítið fyrir og varði tvær víta-
spyrnur frá Valsstúlkum auk
þess að skora sjálf úr fyrstu
spyrnu þeirra.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
INGÓLFUR Snorrason úr Fylki og
Sólveig Sigurðardóttir úr Þórshamri
tryggðu sér bikarmeistaratitlana í
karate um helgina er fjórða og síð-
asta bikarmótið var haldið í Smár-
anum.
Ingólfur varð annar í kata en sigr-
aði í +74 kílóa flokki í kumite og það
dugði honum til sigurs með 32 stig en
Jón Viðar Arnþórsson úr Þórshamri
varð annar með 22 stig.
Sólveig sigraði bæði í kata og
kumite og hlaut 31 stig í efsta sætið
en Edda L. Blöndal varð önnur með
20 stig.
Ingólfur
og Sólveig
meistarar
Michael Schumacher gekk ekkisem skyldi í ræsingunni og
komust báðir Williams-ökuþórarnir,
Juan Pablo Montoya
og Ralf Schumacher,
fram úr Ferrari-
fáknum. Eftir að sá
síðarnefndi féll úr
leik vegna bremsubilunar sótti
heimsmeistarinn að kólumbíska ný-
liðanum, sem er annálaður fyrir
harðfylgi. Freistaði Schumacher
framúraksturs í upphafi 16. hrings
en komst ekki nema upp að hlið
Montoya og neyddist til að hálf-
stoppa er sá síðarnefndi náði ekki
beygjunni við að reyna að koma í veg
fyrir að snarsnúast vegna hliðar-
skriðs.
Við atvikið komust Rubens Barr-
ichello hjá Ferrari, Jos Verstappen
hjá Arrows, Coulthard, Kimi
Räikkönen hjá Sauber og Olivier
Panis hjá BAR fram úr Montoya og
Schumacher. Barrichello var með
forystu í kappakstrinum frá 15. til
50. hrings en Kólumbíumaðurinn
varð að hætta um miðbik kappakst-
ursins vegna vökvakerfisbilunar en
Schumacher vann sig smám saman
upp í þriðja sætið.
Eftir að Coulthard náði forystunni
í upphafi 50. hrings af 71 og ljóst var
að hann myndi minnka bilið í Schu-
macher í stigakeppni ökuþóra greip
Ferrari til þess ráðs að skipa Barri-
chello að hleypa heimsmeistaranum
fram úr og upp í annað sætið til að
skaðinn af sigri Coulthards yrði sem
minnstur, en á þeim munar nú fjór-
um stigum, 42:38. Þessu undi Barri-
chello illa og hlýðnaðist ekki fyrr en
á síðustu 100 metrunum eða svo og
eftir að Jean Todt liðsstjóri Ferrari
hafði hrópað fyrirmælin hástöfum í
talstöðina.
Á blaðamannafundi að keppni lok-
inni var gremja Barrichello yfir því
að þurfa að víkja greinileg. Þar
gagnrýndi Schumacher mjög hart
tilraun Juan Pablo Montoya hjá
Williams til að verja fyrsta sætið í
upphafi 16. hrings. Sagði Montoya
ekki hafa átt möguleika á að halda
sætinu og hefði einungis haft þann
ásetning að taka sig með í fallinu.
Montoya var hvergi banginn og
sagði að einungis hefði verið um eðli-
legt aksturstilvik að ræða. „Ég er í
keppni, er ekki í kappakstri til að
hleypa mönnum fram úr mér. Kom-
ist þeir ekki fram úr eiga þeir að láta
það vera [að reyna],“ sagði Montoya
eftir keppnina. „Hann heldur að
hann geti bara sagt: hér kemur
Michael svo þú verður að víkja fyrir
mér,“ hnýtti hann við.
Schumacher og Coulthard
að stinga af?
Staðan í stigakeppni ökuþóra
bendir til þess að Michael Schu-
macher og David Coulthard séu að
stinga aðra ökuþóra af þar sem þeir
eru með 42 og 38 stig. Rubens Barri-
chello er þriðji með 18 stig, Ralf
Schumacher fjórði með 12, Nick
Heidfeld hjá Sauber fimmti með 8
stig og Jarno Trulli sjötti með 7 stig.
Sömuleiðis bætist stöðugt við for-
skot Ferrari á McLaren en milli
þeirra munar 18 stigum Ferrari í vil,
60:42. Í þriðja sæti er Williams með
18 stig, Jordan í því fjórða með 13 og
Sauber fimmta með 12 stig.
McLaren hefur
sigur á herfræðinni
DAVID Coulthard ók McLaren silfurör sinni með glæsibrag til sigurs
í austurríska kappakstrinum og annað mótið í röð varð Ferrari að
lúta í lægra haldi á herfræðinni. Ók Coulthard af stað í sjöunda sæti
en með bílinn níðþungan af bensíni, sem gerði honum kleift að
halda lengur út áður en hann kom inn í þjónustustopp, en á tíma-
bilinu frá því ökuþórar Ferrari urðu að stoppa og þar til Coulthard
fór inn að bílskúr vann hann upp nógu mikið forskot til að koma út á
brautina á ný fremstur. Kappaksturinn var líklega sá tíðindasamasti
á árinu og sviptingar miklar.
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar
Námskeið hjá Stjörnunni
UMF Stjarnan heldur námskeið um upp-
byggingu í barna- og unglingastarfi í
Stjörnuheimilinu í kvöld, þriðjudaginn 15.
maí kl: 20:00. Námskeiðið er öllum opið en
þjálfarar, stjórnarmenn og foreldrar í
félaginu eru sérstaklega hvattir til að
mæta. Á námskeiðinu verður farið í eft-
irfarandi þætti: Líkamsþjálfun barna og
unglinga. Sálræn uppbygging barna og
unglinga. Félagslegar kröfur barna og ung-
linga. Þátttaka og hlutverk foreldra.
FH stofnar
stuðningsmannaklúbb
Stuðningsmenn FH í knattspyrnu ætla að
stofna stuðningsmannaklúbb á veitinga-
húsinu Pizza 67 við Reykjavíkurvegur
klukkan 20.30 í kvöld. Ávörp flytja Logi
Ólafsson þjálfari FH-inga og Guðmundur
Árni Stefánsson formaður knattspyrnu-
deildar ásamt því að frumflutt verður
stuðningsmannalag FH sem hljómsveitin
Botnleðja spilar.
FÉLAGSLÍF
Kringlukast:
Jón B. Bragason, Breiðabliki .............. 47,36
Stefán R. Jónsson, Breiðabliki............ 44,04
Ólafur Guðmundsson, HSK................. 42,72
200 m hlaup:
Sveinn Þórarinsson, FH ...................... 22,46
Óttar Jónsson, FH................................ 23,31
110 m grindahlaup:
Ingi Sturla Þórisson, FH..................... 15,28
Ólafur Guðmundsson, HSK................. 15,75
300 m grindahlaup:
Sveinn Þórarinsson, FH .......................37,81
Unnsteinn Grétarsson, ÍR................... 38,59
Ingi Sturla Þórisson, FH..................... 43,07
Langstökk:
Theodór Karlsson, UMSS ..................... 6,81
Ólafur Guðmundsson, HSK................... 6,68
Bjarni Þór Traustason, FH................... 6,61
Sleggjukast:
Jón Auðunn Sigurjónsson,FH ............ 54,87
Magnús Björnsson, USAH.................. 45,29
Stefán R. Jónsson, Breiðabliki............ 41,86
Spjótkast sveina:
Arnar Þór Þórisson, FH ...................... 42,08
Ingvar Torfason, FH............................ 30,10
Spjótkast karla:
Arnfinnur Finnbjörnsson, FH ............ 48,69
KONUR:
200 m hlaup:
Silja Úlfarsdóttir,FH ........................... 24,83
Þórunn Erlingsdóttir, UMSS.............. 26.28
Sigrún Dögg Þórðardóttir, FH............26,90
800 m hlaup:
Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR.............. 2.19,84
Eygerður Inga Hafþórsdóttir, FH.. 2.22,77
Rakel Ingólfsdóttir, FH.................... 2.33,43
Langstökk:
Þórunn Erlingsdóttir, UMSS................ 5,34
Ágústa Tryggvadóttir, HSK ................. 5,29
Tinna Karen Árnadóttir, Breiðabliki ... 5,03
Spjótkast:
Vigdís Guðjónsdóttir, HSK ................. 51,81
Auður Aðalbjarnardóttir, UMSE ....... 42,26
Sigrún Fjeldsted,FH ........................... 40,14
300 m grindahlaup:
Silja Úlfarsdóttir,FH ........................... 46,01
Ylfa Jónsdóttir, FH.............................. 46,64
Sigrún Dögg Þórðardóttir,FH............ 48,00
Hástökk:
Íris Svavarsdóttir,FH............................ 1,60
Maríanna Hanen,Breiðabliki ................ 1,55
Ágústa Tryggvadóttir, HSK ................. 1,55
Bryndís Eva Óskarsdóttir, HSK .......... 1,55
Kúluvarp:
Auður Aðalbjarnardóttir, UMSE ....... 12,34
María K. Lúðvíksdóttir, FH................ 10,90
Kringlukast:
Halla Heimisdóttir, FH ....................... 41,90
Unnur Sigurðardóttir, FH .................. 37,53
Hallbera Eiríksdóttir, UMSB............. 33,94
Fjallahjólakeppni
við Reynisvatn
Á sunnudaginn var fór fram fyrsta fjalla-
hjólakeppni sumarsins í nágrenni Reynis-
vatns. Keppnin er liður í Bikarmóti Hjól-
reiðafélags Reykjavíkur og Hjólreiða-
nefndar ÍSÍ. Flokkur fullorðinna hjólaði
fimm hringi á mjög erfiðri braut og heltust
margir valinkunnir kappar úr lestinni. Alls
mættu 23 keppendur til leiks. Steinar Þor-
björnsson varð hlutskarpastur eftir mjög
harða keppni, en Steinar mun einmitt
keppa fyrir Íslands hönd á smáþjóðaleik-
unum í lok maí, ásamt þremur öðrum hjól-
reiðamönnum.
Fullorðnir, fimm hringir:
1. Steinar Þorbjörnsson 1:03́12"
2. Jóhann Leósson 1:12́46"
3. Hákon Sigurðsson 1:15́06"
Garpaflokkur 3 hringir:
1. Helgi Gústafsson 58:15"
2. Bjarni Helgason 59:50"
3. Sigurður Hallbjörnsson 1:05:35"
16-18 ára, fjórir hringir:
1. Emil Þór Guðmundsson 56:14"
2. Haukur Már Sveinsson 57:39"
3. Bjarki Bjarnason 1:00́00"
13-15 ára 2 hringir:
1. Arnþór Ingi Andrésson 46:26"
9-12 ára 2 hringir:
Hannes Björn Guðlaugsson 47:19"
Stúlkur 9-12 ára:
1. Sara Ólafsdóttir 14:49"
Tómas
Ingi á
heimleið
TÓMAS Ingi Tómasson,
sem leikið hefur með
danska knattspyrnulið-
inu AGF undanfarin ár,
hefur gert starfsloka-
samning við félagið og
stefnir á að leika á Ís-
landi í sumar. Tómas hef-
ur lítið fengið að spreyta
sig með AGF síðustu
misserin en meiðsli hafa
spilað þar stórt strik í
reikninginn. Tómas gekk
í raðir AGF árið 1998 og
frá þeim tíma lék hann
37 leiki með liðinu og
skoraði fimm mörk.
Tómas sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær-
að hann væri í samninga-
viðræðum við ákveðið
félag á Íslandi en vildi að
svo stöddu ekki greina
frá hvaða félag það væri.
Orðrómur hefur verið í
gangi að Tómas kynni að
vera á leið í ÍBV eða KR,
bæði félög sem hann hef-
ur leikið með, en for-
ráðamenn þessara liða
neituðu því í samtali við
Morgunblaðið í gær.Njarðvík
byrjar í
Borgarnesi
NJARÐVÍKINGAR hefja tit-
ilvörn sína í körfunni næsta
vetur í Borgarnesi en dregið
var um töfluröð á ársþingi
KKÍ um helgina.
Þór mætir Stjörnunni,
Breiðablik tekur á móti
Tindastóli, Haukar mæta
Grindavík, Hamar leikur við
og KR og ÍR mætast.
Hjá konunum verður stór-
leikur þegar Keflavík tekur á
móti meisturum KR. KFÍ fær
Njarðvík í heimsókn og
Grindavík tekur á móti ÍS.Í 1.
deild karla mætast ÍA og
Snæfell, Reynir Sandgerði og
Ármann/Þróttur, KFÍ og Þór
úr Þorlákshöfn, ÍS og ÍG og
Selfoss fær Val í heimsókn.