Morgunblaðið - 13.07.2001, Page 3

Morgunblaðið - 13.07.2001, Page 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 B 3 H la u p a h jó l H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / 0 6. 2 00 0 / M 00 7 Ármúla 40• Sími: 553 5320 H la u p a h jó lSumar- smellurinn Hlaupahjól Samanbrjótanleg. Fyrir börn og fullorðna. Stillanleg hæð á stýri. Mjúk hjól, góðar legur. Sumartilboð kr: 6.900.- Verð áður kr: 11.500.- LÖNG hefð er fyrir því aðdagblöð og aðrir fjöl-miðlar birti lesendum sín-um stjörnuspádóma. Þar er hægt að fá upplýsingar um það sem framtíðin ber í skauti sér og ráðgjöf um hvernig hyggilegast sé að haga lífinu þann daginn, allt eftir því hvaða stjörnumerki á í hlut. Ekki taka þó allir boðskapinn alvarlega enda tiltekið í sumum blaðanna að spádómarnir séu fyrst og fremst ætlaðir sem dægradvöl. Alvöru stjörnuspekingar starfa hins vegar á ýmsum vettvangi og segja spádóma sína byggða á ná- kvæmum athugunum á innbyrðis af- stöðu og gangi himintunglanna sem þeir telja að hafi áhrif á allt lífshlaup fólks á jörðinni. Byggir á fornri frægð Í fornöld var stjörnuspekin virt vísindagrein og á miðöldum var hún kennd við alla helstu háskóla heims. Hún hafði mikil áhrif á daglegt líf og menningu – þessu má jafnvel finna stað enn þann dag í dag. Enska orðið lunatic, sem þýðir brjálæðingur, er dregið af latneska orðinu luna, sem þýðir tungl, en fyrrum trúðu menn að tengsl væru milli kvartilaskipta tunglsins og geðsýki í mönnum – samanber einnig tunglsýki í ís- lensku. Stjörnuspekin átti mikið blómaskeið í Evrópu á 13.– 17. öld þegar varla var til sá kóngur, kirkjulegur leiðtogi eða smáfursti sem ekki leitaði fyrst til hirð- stjörnuspekings áður en hann tók mikilvægar pólitískar ákvarð- anir. Á þessum tímum byggðu reikniaðferðir stjörnuspekinnar á því að jörðin væri nafli alheimsins sem tunglið, sólin og aðrar stjörnur á himinfestingunni snerust í kring- um. Kópernikus, og síðar Galileo, sýndu hins vegar fram á að sólin væri miðpunktur alheims. Þar með voru reikningsfræðilegar forsendur stjörnuspekinnar brostnar og eftir það fór smám saman að fjara undan henni. Hún var útskúfuð úr sam- félagi vísindanna, afgreidd sem hver önnur bábilja og stjörnuspekingar stimplaðir mestu loddarar. Undir smásjá vísindanna Ef marka má nýlega umfjöllun í Sunday Times virðast nú ýmis teikn á lofti um að vísindasamfélagið sé ef til vill að endurskoða afstöðu sína til stjörnuspekinnar. Háskólinn í Sout- hampton myndaði nýlega rannsókn- arhóp sem hyggst skoða áhrif him- intunglanna á ýmsar hliðar mannlegrar hegðunar. Christopher Bagley, sem er félagssálfræðingur og stýrir rann- sóknarhópnum, viðurkennir að stjörnuspekin sé hornkerling í vís- indasamfélaginu en telur samt að það sé þess virði að prófa kenningar hennar með vísindalegum hætti. Hann bar saman fæðingardaga 12 þúsund einstaklinga sem þjást af geðsjúkdómum á borð við geðklofa og komst að því að ákaflega margir þeirra eru fæddir á tímabili í lok mars og byrjun apríl. Hann segir þessa niðurstöðu, sem spannar stjörnumerki hrútsins, koma heim og saman við spádóma stjörnuspek- innar. Annar vísindamaður, Pat Harris, sem er stjörnuspek- ingur með meistaragráðu í heilsusálfræði, hyggst rannsaka hvort hin hrjóstr- uga pláneta Satúrnus geti haft áhrif á frjósemi kvenna. Hún leitar nú að 150 konum til þess að taka þátt í rannsókninni en í hópnum verða konur sem eiga börn, konur sem eru að reyna að eignast börn og konur sem hafa gengist und- ir meðferð vegna ófrjósemi. Pat Harris ætlar að bera saman stjörnu- kort hverrar konu við stöðu Satúrn- usar og hins „frjósama“ Júpíters á þeim tíma sem þær reyndu að verða barnshafandi og rýna síðan í nið- urstöðurnar. Markmið rannsókn- arinnar er að freista þess að sjá fyrir hvenær konur eru frjósamastar og að fækka dýrum ófrjósemis- aðgerðum. Auk háskólans í Southampton er rannsóknarvinna byggð á kenn- ingum stjörnuspekinnar nú stunduð bæði í Manchester og Plymouth – fleiri breskir háskólar munu bætast við síðar á árinu. Hermt er að vís- indaleg stjörnuspeki sé einnig í sókn í Bandaríkjunum þar sem sumir háskólar útskrifa fólk með BA-gráðu í þessum fræðum. Ró fyrir hrelldar sálir Í umræddri grein í Sunday Times er einnig vitnað í Dr. Christopher French við Goldsmiths College í London en hann fæst við að rann- saka sálfræðilega þætti í trú manna á yfirskilvitlegum fyrirbærum. Að hans sögn lesa 75% fólks stjörnuspá- dóma og einn af hverjum fimm legg- ur trúnað á þá. Heldur minna hlut- fall greiðir fyrir ráðgjöf hjá stjörnuspekingi þar sem skyggnst er inn í framtíðina með því að nota stjörnukort. Stjörnukortin eru byggð á ýmsum upplýsingum um fæðingartíma viðkomandi og stöðu himintunglanna á þeim tíma. Í fram- haldi af þessu má rifja upp að sam- kvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá því í mars á þessu ári lesa 38% les- enda Morgunblaðsins stjörnuspána og að það er einkum yngsti aldurs- hópurinn sem það gerir. Í grein Sunday Times kemur einn- ig fram að Nancy Reagan, fyrrver- andi forsetafrú Bandaríkjanna, hafi haft mikla trú á stjörnuspekinni og mun hún hafa átt það til að fresta mikilvægum fundum ef henni sýnd- ist að samspil stjarnanna væri sér ekki nógu hagstætt. Stjörnuspek- ingur þeirra hjóna, Joan Quigley, mun á sínum tíma hafa mælt með því að leiðtogafundur Reagans og Gorb- atchevs yrði haldinn í Reykjavík. Sjálf hjartadrottningin, Díana prins- essa, vandi einnig komur sínar til stjörnuspekings til þess að fá ráð. Christopher French segir að tiltrú almennings á stjörnuspeki og öðrum yfirskilvitlegum fyrirbærum aukist þegar félagslegur óstöðugleiki er ríkjandi og öryggi einstaklinga er ógnað. Fólk vilji endurheimta stjórn á lífi sínu og það vilji fá svör við áleitnum spurningum. Stjörnu- spekin virðist geta veitt sum- um þá sálarró sem sóst er eftir og þeir fá ekki með því að leita á náðir hefðbundinna trúar- bragða. Eftirspurn virðist að minnsta kosti stöðug, nú er hægt að fá stjörnuspá dagsins senda á SMS formi og á Netinu er jafnvel boðið upp á stjörnuspá fyrir gælu- dýr. Nýlegar rannsóknir breskra vís- indamanna sem tengjast fullu tungli leiddu ýmislegt furðu- legt í ljós. Greining á talna- gögnum frá konunglega sjúkrahúsinu í Bradford sýndi til dæmis að hundar eru gjarnari á að bíta þegar tunglið er fullt. Rannsókn- arniðurstöður frá háskól- anum í Leeds sýna að margfalt fleiri leita til heimilislækna eftir fullt tungl en á öðrum tímum. Enginn aufúsugestur Enda þótt tilraunir séu nú gerðar með kenningar stjörnuspekinnar í ýmsum háskólum líta flestir vís- indamenn þó á hana sem boðflennu í vísindasamfélaginu. Í grein Sunday Times er vitnað í Neil Turok sem er prófessor í stjörnufræði við háskól- ann í Cambridge. Hann gefur ekki mikið fyrir stjörnuspekina sem hann lýsir sem fullkominni andhverfu al- vöru vísinda. Hann segir að stjörnu- spekingar komist upp með að halda fram fáránlegum kenningum sínum þar sem þær séu byggðar á svo fá- tæklegum vísindalegum grunni að hvorki sé hægt að sanna né afsanna þær. Heather Couper, sem er geim- vísindamaður, segir gagnslítið og villandi að skipa stjörnuspekinni á bekk með stjörnufræðinni. Slíkt sé mjög óréttlátt gagnvart stjörnu- fræðinni sem rannsaki lífið og leitist við að útvíkka þekkingu mannsins á himingeimnum. Við New York háskóla í Buffalo hafa vísindamenn undanfarin 25 ár beitt aðferðum raunvísinda við að rannsaka ýmis yfirskilvitleg fyr- irbæri. Þar á bæ telja menn sig hafa rannsakað kenn- ingar stjörnuspekinnar meir og betur en nokkru sinni hefur verið gert í sögu greinarinnar. Niðurstöður rannsóknanna hafa ávallt verið neikvæðar fyrir stjörnuspekina – að sögn Paul Kurtz, sem leiðir þessar rann- sóknir, er lítið eða ekkert sem sann- ar að hægt sé að tengja fæðingarstað og fæðingarstund einstaklings við gang sólar, tungls, plánetanna eða stjörnumerkjanna þannig að eitt- hvert vit sé í. Meginniðurstaða þeirra er að kenningar stjörnuspek- innar byggi á fornum hindurvitnum í stað vísindalegra sannana. Stjörnu- speki eigi því alls ekkert erindi inn í kennsluskrár háskólanna. Sá ekki fyrir harmleikinn í Nepal Sagt er að Nepalbúar reiði sig mikið á stjörnuspekinga og aðra spá- menn. Nýlega mátti lesa í fréttum að stjörnuspekingur nepölsku hirð- arinnar hefði ekki getað séð fyrir hinn mikla harmleik þegar krón- prinsinn banaði níu ættmennum sín- um áður en hann réði sjálfum sér bana. Stjörnuspekingur þessi og fjölskylda hans hafa lesið í stjörnu- kort fyrir konungsfjölskylduna í 20 ættliði. Margir hafa verið látnir taka pokann sinn fyrir minni afglöp í starfi. rh Háskólar gefa stjörnuspádómum vaxandi gaum Stjörnuspeki kukl eða vísindi? The Sunday Times, 17. júní 2001 Morgunblaðið, 23. september 1989 og 7. júní 2001 The Catholic Encyclopedia                                          ! !  !! "! #$! %!&! $! "! "!! Niðurstöður eru úr könnuninni „Lífsgildi Íslendinga 1999“ og birtar með góðfúslegu leyfi Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Skýrsla könnunarinnar í heild er óbirt en úrvinnsla gagna stendur yfir. Hafði stjörnuspekingur Reagan- hjónanna áhrif á staðarval leið- togafundarins 1986? Morgunblaðið/RAXar ég fór í fínu fötin hennar mömmu,“ segir Bergþóra brosandi. „Fötin eru bróderuð með pallíettum, perlum og pífum. Einnig sýndi ég peysur úr þæfðri ull og líka skó sem eru nokk- urs konar ballettskór.“ Bergþóra segir fötin hafa verið frekar ólík því sem hún hefur áður fengist við að því leyti að þau eru ekki eins mikið í anda naumhyggjunnar líkt og flest annað sem hún hefur gert. „Ég ákvað að vinna eingöngu með hvíta tóna í þetta skiptið því ég vissi að landslagið og bakgrunnurinn yrði í dökkum grábrúnum og svört- um litum.“ Hugmyndin góð en þónokkur vonbrigði með skipulag Stúlkurnar voru ánægðar með þá reynslu sem þátttakan í sýningunni færði þeim en um leið voru þær sam- mála um að skipulag tískuhátíðarinn- ar hefði ekki verið sem skyldi. „Hugmyndin að tískusýningunni er vissulega frábær,“ segja Anna Rut og Helga. „Skipulagsleysið kom okk- ur verulega á óvart. Ýmislegt kom upp á á síðustu stundu sem þurfti að bjarga fyrir horn,“ segja þær og eiga þá m.a. við aðstöðuna sem hönnuðum bauðst meðan á sýningunni stóð. Í upphafi áttu hönnuðirnir að hafa að- stöðu í tjöldum við Skansinn en margir þeirra létu þá óánægju sína í ljós og var aðstaðan flutt í bátaskýli. Herðatré, fataslár og aðrir þarfir hlutir fyrir undirbúning sýningarinn- ar voru ekki fyrir hendi, að sögn fjór- menninganna, en vaskir Eyjamenn voru fengnir til að útvega þá á elleftu stundu. „Í svona stórri sýningu er afar mikilvægt að allir vinni vel saman frá upphafi – það gekk ekki alveg upp í þetta skiptið. En heimamenn stóðu við sitt,“ segir Selma. „Til þess að svona dæmi gangi upp þurfa mun fleiri aðilar að koma að skipulagningu og verkaskipting inn- an þess hóps að vera ákveðin,“ segir Bergþóra. Að sögn fjórmenninganna skiptir það miklu máli fyrir þær sem hönnuði hvernig til tekst með sýningar af þessari stærðargráðu sem geta, ef rétt er haldið á spilunum, verið góð kynning á íslenskri hönnun og land- inu. „En það er mikilvægt að læra af þessari reynslu til að gera Ísland eft- irsóknarverðari vettvang fyrir sýn- ingar sem þessa,“ segir Bergþóra. Alþjóðlegar sýningar mikilvæg kynning Alþjóðlegar tískusýningar eru mikilvæg kynning fyrir hönnuði og þar myndast oft fagleg og viðskipta- leg tengsl sem koma sér vel í tísku- heiminum. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hitta aðra hönnuði og einnig allt það fjölmiðlafólk sem þarna var saman komið,“ segir Anna Rut. „En því mið- ur gafst ekki nægur tími til þess eftir sýninguna að kynnast fólkinu og koma sér á framfæri.“ „Þar sem sýningin var haldin á Ís- landi var athyglin óneitanlega mikið á okkur og margir blaðamenn lýstu t.d. áhuga á að heimsækja búðirnar okk- ar, en gafst ekki tími til þess,“ bætir Bergþóra við. En stúlkurnar segja að þrátt fyrir allt hafi sjálf tískusýningin heppnast mjög vel og áhorfendur verið ánægð- ir. „Umhverfið var sérstaklega fal- legt og þaðan sem áhorfendur sátu sást út á haf,“ segir Berþóra og þær bæta við að að tjaldabaki hafi hönn- uðirnir og aðstoðarmenn þeirra allir lagst á eitt um að gera sýninguna sem frambærilegasta. Frakkarnir Marck Ronzier, aðstoðarmaður hönnuðarins Darja Richter, og Erik Halley tóku að sögn hönnuðanna stjórnina í sínar hendur, enda þaulvanir að setja upp tískusýningar um allan heim. Selma segir að endingu að eftir sýninguna hafi þeir þátttakendur og fjölmiðlamenn sem hún ræddi við verið sáttir og þótt mikið til Vest- mannaeyja koma, bæði umhverfisins og heimamanna sem lögðu hönd á plóginn við að gera sýninguna sem best úr garði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.