Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 4

Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYLKIR hreykir sér á toppideildarbikarmótsins í fót-bolta. Þar leikur meðalannarra Pétur Björn Jóns- son sem til nokkurra ára keppti með sænska liðinu Hammarby. En hann hefur unnið sér fleira en þrumuskot til frægðar – undir 1980 lék hann, átta ára gamall, í myndinni Punktur punktur komma strik, sem Þorsteinn Jónsson leikstýrði eftir samnefndri bók Péturs Gunnarssonar. Pétur Björn lék aðalsöguhetjuna fyrri hluta myndar. „Hallur Helgason hafði þegar verið ráðinn sem eldri strákurinn, í seinni hluta myndarinn- ar,“ útskýrir Pétur. „Þá var gerð út leit, á 17. júní, fyrir leiðinlega mörg- um árum, að yngri, dökkhærðum strák með brún augu.“ Pétur fannst. „Foreldrar mínir tóku bara mjög vel í þetta. Guðný Halldórsdóttir var að- stoðarleikstjóri og hún var í mjög góðu sambandi við foreldra mína.“ Stelpan var í sokkabuxum „Á þessum tíma var í mesta lagi frumsýnd ein íslensk mynd á ári. Það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum og ekkert sjónvarp í júlí. Punkturinn fékk auðvitað mikla athygli.“ Pétur Björn jánkar því svo sem að pattinn hafi notið kvenhylli í kjölfar- ið „en þegar maður er átta ára finnst manni stelpur ekkert skemmtilegar, og vill frekar vera í fótbolta“. Pétur segist lítið muna eftir hama- ganginum. „Þetta er allt saman horf- ið úr sjónminninu. Jú, atriðið í fiski- hjallinum, þar sem ég fæ að sjá stelpuna bera, það man ég. Það var búið að segja mér að ætti að taka það atriði, ég var átta ára og ég man hvað ég var að hugsa í tökunum. Ég beið þarna spenntur og stelpan stóð fyrir framan mig, svo girti hún niður um sig og ég beið gapandi, en hún var í sokkabuxum. Ég beið áfram spenntur en allt í einu var bara atrið- ið búið og ég fékk ekki að sjá meira, hún fór aldrei úr sokkabuxunum. Það situr mest í mér.“ Ánægjulegar fórnir Pétur Björn vinnur fulla vinnu samhliða fótboltanum. En samt segir hann alveg jafn gaman að vera at- vinnumaður í fótbolta og átta ára strákar eiga til að halda. „Jájá, þetta er mjög skemmtilegt. Og forréttindi að fá að vinna við áhugamálið sitt, hvað svosem það er. Einu fórnirnar sem maður þarf að færa eru tími. Það er verst fyrir fjöl- skyldumenn. Sjálfur á ég strák úr fyrra sambandi en er ekki með fjöl- skyldu. Þegar maður var aðeins yngri var þetta erfiðara. Ef maður er tvítugur og vinahópurinn er á leið í Þórsmörk eða á djammið, þá velur maður bara að sleppa því. En þessar fórnir eru léttvægar. Maður uppsker eins og maður sáir. Ég held að margir sem hafa hætt í íþróttum vildu gjarna hafa fórnað tíma fyrir fótbolta, já eða önnur markmið.“ Pétur segist aldrei hafa velt fyr sér leiklistarframa. „Nei, sú sta kom aldrei upp. Krakki á þessu aldrei er líka bara hann sjálfur, han hefur varla skilning eða vitsmuni að búa til karakter, setja sig í an arra spor. Leikarastarfið leiðir ek beint af þátttöku í svona mynd.“ Telur Pétur að reynslan af kvi myndaleiknum hafi eitthvað að seg um líf hans að öðru leyti? „Nei ... ja, ekki meira en hvað an að. Allur lærdómur er góður og þes lífsreynsla var skemmtileg.“ Stekkur enn í stuttbuxum Pétur er sóknarmaður í fótboltaliði Fylkis. Af sögunnar HÚN hefur mikið við sigþessi mynd ... ekki íslenskalandslagið, mér finnst ofmikið gert úr því. Kannski er það byrjendasjarmi – myndin er einlæg,“ segir Guðný Ragnarsdóttir um Land og syni, mynd Ágústs Guð- mundssonar. Guðný heillaði þjóðina upp úr snjónum í hlutverki hlédræga og heimasæta náttúrubarnsins Mar- grétar. Hún var 16 ára þegar myndin var tekin og 17 á frumsýningu. „100.000 manns sáu víst myndina – ég held að það hafi ekki gerst á Íslandi síðan. Ég var algerlega óþekkt fyrir þessa mynd og hafði engan þátt tekið í leik- listarstarfi, ekki einu sinni í mennta- skóla.“ Guðný segist þó hafa verið lítil stúlka þegar hún ákvað að verða leik- kona. „Maður verður leikari ef maður verður að leika. Ég varð að leika.“ Sá mig á strætóstoppistöð „Það var föstudagskvöld um versl- unarmannahelgi og ég var bíða eftir strætó á Lækjartorgi. Aðstoðarleik- stjóri myndarinnar kemur hlaupandi og spyr hvort Ágúst Guðmundsson mætti prófa mig fyrir smáhlutverk í bíómynd. Hann sá mig út um glugga á skrifstofunni sinni, hafði séð mig áður, og fannst ég líklega passa í hlutverkið. Ég tók þetta eiginlega ekki alvarlega en sagði já. Svo kom hann heim um kvöldið, spjallaði við mig og ég las úr handritinu. Svo fór ég í helgarútilegu. Eftir helgina hringdi hann og bauð mér hlutverkið.“ Hróður Guðnýjar barst víða og með- al annars fékk hún lofsamlega umsögn í bandaríska kvikmyndaritinu Variety. „Þetta var svolítið óvenjuleg lífs- reynsla, ég var bara í menntaskóla. Í langan tíma var fólk að stoppa mig á götu og spjalla.“ Hvað svo? „Síðan kláraði ég MH, útskrifaðist um jól, og hóf nám í bókmenntafræði meðan ég beið eftir inntökuprófum í leiklistarskóla. Ég var einn og hálfan vetur í Háskóla Íslands, en þá hóf ég leiklistarnám í Bristol á Englandi.“ Guðný kom heim að þriggja ára náminu loknu, 1986, og fékk fljótlega inni í Þjóðleikhúsinu. En árið 1989 breytti hún um stefnu. „Það eru svo margir leikarar á Ís- landi. Þegar á leið var ég í hlaupavinnu á milli hlutverka til að geta séð fyrir mér og mínum. Mér fannst þetta þreytandi og starfsorka mín nýttist ekki. Ég vildi komast í starf þar sem hún nýttist til fulls og ég væri metin að verðleikum. Því fór ég að huga að öðru. Það er barist um bókasafnsfræðinga.“ Guðný hóf því nám í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Árið 1991 eignaðist hún barn, 28 ára gömul. „Lífið hefur upp á svo margt bjóða og maður getur skipt því í kafla nú er ég í öðrum kafla. En ég fin ennþá fyrir þörf fyrir að leika, og é Ég er á öðrum kafla Guðný Ragnarsdóttir starfar sem bókasafnsfræðingur hjá bókasafni Alþingis. Guðný Ragnarsdóttir og Sigurður Sigurjó Punktur punktur komma strik er byggð á skáld- sögu Péturs Gunnars- sonar og segir uppvaxt- arsögu Andra, Reyk- víkings með kalda stríðið allt í kringum sig. tjöldum Þau hafa átt athygli okkar flestra í eina og hálfa klukkustund hvert, vorbörn íslenskra kvik- mynda. Nú er komið sumar og barnastjörnur myndanna Land og synir, Punktur punktur komma strik og Jón Oddur og Jón Bjarni orðnar fullorðnar. Haukur Már Helgason tók þær tali. Frá vinstri: Björn Pétursson, Pétur Björn og Hafsteinn Ingimundarson. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.