Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 5
rir ða um nn til nn- kki ik- gja nn- ssi r að a – nn ég leik þegar það býðst,“ segir Guðný sem fer með lítið hlutverk í væntan- legri kvikmynd Mikaels Torfasonar, Gemsum. nsson í Landi og sonum. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 B 5 KVIKMYNDIN Jón Oddurog Jón Bjarni var fyrstamynd Þráins Bertelssonarleikstjóra. Myndin var tekin árið 1980 og frumsýnd 1981. Ýmsir þjóðþekktir leikarar léku í myndinni en stjörn- urnar voru þó án efa tvíburabræð- urnir sjálfir, Jón Oddur og Jón Bjarni. Þeir voru leiknir af bræðrunum Vil- helmi Jósefs og Páli Jósefs Sævars- sonum. Páll býr nú á Spáni en Vilhelm Jósefs – Jón Bjarni – sem annars býr og starfar í Borgarnesi, var staddur í Reykjavík á dögunum. „Þráinn Bertelsson og samstarfs- fólk hans fór um alla skóla í leit að tví- burum. Þá vorum við tíu ára gamlir, ég og Palli bróðir minn. Einum eða tveimur dögum eftir að þau hittu okk- ur höfðu þau samband og létu vita að þau vildu fá okkur tvo til að leika í myndinni.“ Ég gerði þessa mynd „Ég held ég hafi bara verið ég sjálf- ur í myndinni, frekar en ég hafi bein- línis leikið. Við bræður vorum alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni. Afar samrýndir og miklir prakkarar, kveikjandi í hlutum og svona.“ Vil- helm segir að þeir hafi orðið latari við prakkarastrikin eftir vinnuna að myndinni. „Á frumsýningarkvöldi man ég samt, þegar ég hafði setið frumsýn- inguna sjálfa, að ég gekk fram og sá fullt af fólki sem beið eftir að sjá myndina. Það var algjör örtröð við miðasöluna. Ég opnaði dyrnar upp á gátt og hrópaði yfir mannþröngina: „Gjörið svo vel! Það fá allir frítt inn!“ Miðavörðurinn spurði mig: „Hvað ertu að gera, þú mátt þetta ekki,“ en ég svaraði bara: „Jú víst, ég gerði þessa mynd.“ Þá lét hann mig vera og fólkið fékk ókeypis í bíó.“ Kvennagullin Vilhelm jánkar því að þeir bræður hafi notið hylli meðal jafnaldra sinna eftir kvikmyndaleikinn. „Stelpurnar létu okkur ekki í friði eftir að myndin var frumsýnd. Einu sinni komum við fjórir saman, ég, bróðir minn og tveir vinir okkar, á samkomu í Tónabæ. Þá kallar plötu- snúðurinn: „Kvikmyndastjörnurnar eru komnar!“ Og stelpurnar hóp- uðust svo um okkur að við hlupum burt og læstum okkur inni á kló- setti. Þegar við sluppum út yfirgáf- um við staðinn. Okkur fannst þetta ógurlega gaman.“ Eftir örfáar uppákomur í þessum dúr yfirgáfu piltarnir landið: „Nokkrum dögum eftir frumsýn- ingu fluttum við út til Costa del Sol, með mömmu.“ Það var þó ekki frægðin sem hrakti þá brott, þeir höfðu þegar alið manninn að nokkru á Spáni. Þar bjó síðan Vilhelm og starfaði við hitt og þetta þar til fyrir þremur árum, að hann flutti til Ís- lands. „Jú, auðvitað veltum við því fyrir okkur þá að starfa við leiklist. En ég held ég sé því fegnastur að svo fór ekki, þetta virðist vera bölv- að hark.“ Jón Oddur og Jón Bjarni eru hvergi gleymdir. Samstarfsmenn Vilhelms í Borgarnesi vildu að vísu í fyrstu ekki trúa að hann hefði leikið í myndinni. „Þau féllust þó á það að lokum, og nú veit þetta öll sveitin.“ „Ég er eiginlega hálfur Spánverji og hálfur Íslendingur núna,“ segir Vilhelm. „Allir vinir mínir búa á Spáni, og ég sakna þeirra. Bróðir minn er líka giftur þarna úti. Ég ætla að kíkja í heimsókn í sept- ember.“ Kveiktum í hlutum og svona Vilhelm hefur lengst af búið á Spáni en er nú fluttur í Borg- arfjörð. Vilhelm Jósefs (t.v.) og Páll Jósefs ásamt Sólrúnu Yngvadóttur.Jón Oddur og Jón Bjarni er byggð á bók- um Guðrúnar Helga- dóttur. Prakkararnir takast á við íslenskt borgarlíf kringum 1980, reglur fullorð- inna, umhyggju fyrir minni máttar, efn- ishyggju og dauða. Land og synir er gerð eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar. Sögulegt baksvið henn- ar er flutningur Íslend- inga úr sveitum til bæja. Bóndasonurinn Einar vill yfirgefa jörð þegar faðir hans deyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.