Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 B 7 FÓLK  BALDUR Aðalsteinsson, ung- mennalandsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði undir nýjan samning við ÍA á þriðjudag og er samningurinn til tveggja ára. Baldur, sem er 21 árs gamall, hefur leikið með ÍA frá árinu 1999 en áður hafði hann leikið með Völsungi í heimabæ sínum, Húsavík. Á þremur keppnistímabilum með ÍA hefur Baldur leikið alls 35 deildar- leiki og skorað þrjú mörk.  GYLFI Þór Orrason, milliríkja- dómari í knattspyrnu, dæmir í dag leik í Lettlandi á milli FC Dinaborg og NK Osijek. Aðstoðardómarar hans eru Einar Guðmundsson og Sigurður Þór Þórsson, en Jóhannes Valgeirsson er fjórði dómari.  EGILL Már Markússon dæmir leik í Hvíta-Rússlandi – viðureign Shakhtior Soligorsk og CSKA Sofía. Eyjólfur Finnsson og Gunnar Gylfa- son eru aðstoðardómarar, en Bragi Bergmann fjórði dómari.  TVEIR leikmenn úr efstu deild karla voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í fyrrakvöld. Bjarki Pétursson, Breiðabliki, fékk eins leiks bann vegna brottvísunar og missir því af leik Blika gegn Fylki á mánudag og Bjarnólfur Lárusson, ÍBV, fékk sömuleiðs eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og hann verður því fjarri góðu gamni þegar Eyjamenn sækja KR-inga heim á sunnudaginn.  ÍR-ingurinn Arnór Gunnarsson var úrskurðaður í tveggja leikja bann og félagi hans, Hjörtur Fjeld- sted, í eins leiks bann en báðir voru þeir reknir af leikvelli gegn Þrótti á dögunum. Einn leikmaður úr 1. deild til viðbótar fékk eins leiks bann, Englendingurinn Michael David Carter úr Leiftri.  EFTIRTALDIR leikmenn sem leika í 2. deild voru úrskurðaðir í leikbönn: Brynjar Þór Gestsson, Haukum, Almir Mesetovic, Sindra, Emil Sigurðsson og Hilmar Þór Hákonarson úr Skallagrími, Gunn- ar Jarl Jónsson, Leikni R. og Karl Finnbogason, Víði.  GUÐNI Bergsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Bolton töpuðu í vináttuleik fyrir spænska 1. deildarliðinu Alaves í fyrrakvöld, 2:0. Guðni lék allan leikinn en þetta var annað tap Bolton fyrir spænsku liði á nokkrum dögum en liðið tapaði um helgina fyrir Atletico Bilbao, 1:0.  RÍKHARÐUR Daðason verður ekki með Stoke þegar liðið mætir QPR í fyrstu umferð ensku 2. deild- arinnar sem hefst á laugardaginn. Ríkharður hefur átt við meiðsli að stríða í hné en hann meiddist á æf- ingaferðalagi Stoke til Austurríkis í síðasta mánuði. Meiðslin gera það að verkum að Ríkharður getur heldur ekki verið með íslenska landsliðinu sem mætir Pólverjum á Laugardals- vellinum í næstu viku.  NÍGERÍSKI landsliðsmaðurinn Celestine Babayaro skrifaði undir samning við Chelsea í gær og rennur samningurinn út árið 2005. Babay- aro er 22 ára gamall og hefur leikið 85 leiki með Chelsea frá því hann kom til liðsins árið 1997 frá belgíska félaginu Anderlecht. Babayaro mun berjast um vinstri bakvarðarstöðuna við Graeme Le Saux en Jon Harley sem einnig hefur leikið í þeirri stöðu hefur ákveðið að fara til Fulham.  FÉLAGI Babayaro í nígeríska landsliðinu, Finidi George, mun leika með Ipswich á næsta keppn- istímabili. George lék með spænska liðinu Real Mallorca og hefur nú þegar samið við Ipswich um kaup og kjör en spænska liðið fær rúmlega 400 milljónir króna í sinn hlut.  GLENN Hoddle, knattspyrnu- stjóri Tottenham, er áhyggjufullur vegna meiðsla í herbúðum liðsins. Teddy Sheringham og Stephen Carr verða örugglega ekki með í fyrstu leikjum Tottenham í úrvals- deildinni, Sheringham er meiddur í hásin og Carr í hné. Þá er Tim Sherwood meiddur á ökkla. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA,sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ekki yrði um miklar áherslubreytingar í leik liðsins í Belgíu að ræða. „Byrjunar- liðið verður að öllum líkindum það sama og í undanförnum deildarleikjum. Við munum leika áfram 4:3:3 og Belgarnir gera slíkt hið sama. Það ætti að henta okkur ágætlega en það er ekkert leyndarmál að aðaláhersl- an hjá okkur verður á að fá ekki á okkur mark á útivelli og reyna síðan að nýta þau tækifæri sem í boði verða. Við eigum að geta komið þeim á óvart og ætlum okkur að gera það í kvöld,“ sagði Ólafur. Forsetinn boðar markaregn gegn Íslendingunum Í Belgíu búast flestir við því að baráttan um meistaratitilinn standi á milli Anderlecht og Brugge, en félögin skáru sig nokkuð úr í fyrra þar sem Anderlecht stóð uppi sem meistari. Brugge hefur kostað miklu til að ná árangri og á þessu ári er áætlað að velta félagsins verði um 1,6 milljarðar króna. Í belgískum fjölmiðlum er haft eftir forseta Club Brugge, Van Maele, að hann telji að Brugge muni skora mörg mörk gegn ÍA og í báð- um leikjunum loknum ætti íslenska liðið að hafa fengið á sig a.m.k. tíu mörk. Unglingaþjálfari liðsins, Cedo Janvinski, reyndi að draga úr ummælum forsetans en Janvinski var hér á landi fyrir skemmstu og sá ÍA leggja Keflvíkinga að velli á úti- velli. „Framherji liðsins, Hjörtur Hjartarson, er hættulegasti leik- maður liðsins og við verðum að gæta hans vel. Miðvarðaparið Gunnlaug- ur Jónsson og Reynir Leósson, eru hávaxnir, fljótir og sterkir og það verður ekki létt að komst fram hjá þeim. Það má búast við að leikmenn ÍA verjist af krafti gegn okkur í Belgíu og þetta verður án efa mjög erfiður leikur,“ segir Janvinski við belgíska fjölmiðla. Norðmaðurinn Trond Sollied, sem er þjálfari Brugge, hefur lítið tjáð sig um leik- inn að undanförnu. Sollied á í nokkr- um erfiðleikum með að stilla upp reynslumiklum varnarmönnum gegn ÍA og samkvæmt öllu verður varnarlína liðsins skipuð ungum og óreyndum leikmönnum sem ætti að auka möguleika Skagamanna á að skora mark á útivelli. Við ætlum að koma þeim á óvart í Brugge AKURNESINGAR leika fyrri leik sinn í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í Belgíu í kvöld þegar liðið sækir Club Brugge heim. Þetta er annað árið í röð sem ÍA leikur gegn belgísku liði í Evrópukeppni en árið 1999 tapaði ÍA fyrir Lokeren í 2. umferð Intertoto-keppn- innar og fyrir ári töpuðu Skagamenn, 6:2 samanlagt, fyrir Gent í for- keppni Evrópukeppni félagsliða, en Kári Steinn Reynisson og Har- aldur Hinriksson skoruðu mörk liðsins á útivelli. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Í samtali við Morgunblaðið sagðistBjarni Jóhannsson, þjálfari Fylk- ismanna, vera hæfilega bjartsýnn á gott gengi í viður- eignum félaganna en varaði þó menn við að reisa skýjaborgir. „Það er nokkuð ljóst að við verðum að eiga toppleiki til að komast áfram í keppninni en ef smá- skammtur af heppni er með í för þá ættum viðað geta strítt þeim veru- lega,“ sagði Bjarni. Hvað leggið þið upp með fyrir fyrri leikinn gegn Pogon Szczecin? „Við förum með það að markmiði að vinna leikinn. Þá er mjög mikil- vægt að við fáum ekki á okkur mark hér á heimavelli. Við vitum að það er við ramman reip að draga þar sem við erum langt á eftir í styrkleika- lista miðað við pólsk lið en þrátt fyrir það megum við ekki hugsa eins og litli maðurinn – heldur bíta á jaxlinn og gera okkar besta þegar á hólminn er komið.“ Ertu búinn að kynna þér lið mót- herjanna vel? „Ég tel að ég sé búinn að vinna al- veg þokkalega heimavinnu. Ég er búinn að kynna mér hvaða leikaðferð þeir nota og veit hvar möguleikar okkar liggja í þessu. Það vildi svo skemmtilega til að við mættum liðinu á æfingamóti á Spáni í febrúar en bæði lið eru mikið breytt síðan þá og því er sú viðureign ekki marktæk.“ Verður eflaust mikil stemmn- ing á Laugardalsvelli Nú er mikil stemmning í herbúð- um Fylkis fyrir leikinn – skiptir slík- ur stuðningur miklu máli? „Það er engin spurning að stuðn- ingur áhangenda Fylkis skiptir tölu- verðu máli þegar komið er í svona leiki. Við höfum átt því láni að fagna hér í Árbænum að það skiptir ekki máli hvar leikir sem við spilum eru – alltaf virðast stuðningsmenn liðsins fylkja sér saman um að styðja sitt lið. Það verður eflaust mikil stemmning á Laugardalsvellinum og vonumst við til að sjá sem flesta því þetta pólska lið er mjög gott og með marga skemmtilega leikmenn.“ Þá sagði Bjarni að þó svo að Fylkir væri að spila sinn fyrsta Evrópuleik, væru nokkrir leikmenn sem hefðu spilað Evrópuleiki. „Steingrímur Jó- hannesson á að baki að ég held fjór- tán Evrópuleiki, einnig hafa Sverrir Sverrisson og Alexander Högnason spilað leiki í Evrópukeppnum. En fyrst og fremst förum við í leikinn til að njóta dagsins og síðan verða þess- ir leikir góð viðbót í reynslubanka leikmanna,“ sagði Bjarni. Síðari leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 22. ágúst og er flogið til Kaupmannahafnar 21. ágúst og þaðan til Szczecin í Póllandi. Megum ekki hugsa eins og litli maðurinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fylkismenn hafa fagnað mörgum sigrum að undanförnu. Ná þeir að fagna sigri í sínum fyrsta Evrópuleik, eins og Grindvíkingar gerðu á dögunum? FYLKIR tekur þátt í Evrópu- keppni í knattspyrnu í fyrsta skiptið í sögu félagsins og er mótherjinn Pogon Szczecin frá Póllandi. Dagurinn er því merki- legur í sögu Fylkismanna. Pog- on Szczecin hefur aftur á móti spilað tvisvar sinnum í Evrópu- keppni, síðast 1987. Síðari leik- ur liðanna fer fram í Póllandi 22. ágúst. Skapti Örn Ólafsson skrifar Fylkismenn og Skagamenn verða í sviðsljósinu í Evrópukeppninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.