Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 C 27HeimiliFasteignir „Þetta sýnir að það er áfram mikil eftirspurn eftir íbúðum úti á markaðn- um,“ heldur Sigurður Hjaltested áfram. „En byggingaraðilarnir verða að vera raunsæir í verði. Þá seljast íbúðirnar, því að kaupendur hugsa meira um verð en áður. Nú er fólk aftur farið að vega og meta valkostina en stekkur ekki á allt eins og var fyrir einu ári. Þá ríkti nán- ast stjórnleysi á markaðnum. Ef það var til íbúð, þá var hún seld innan viku. Nú er meira jafnvægi komið á aftur og hægt að segja, að markaðurinn sé orð- inn eðlilegur.“ Sigurður Hjaltested segir, að það kunni að hafa aukið á sölutregðu í Grafarholti almennt, að þar er gert ráð fyrir svo stórum íbúðum í útboðsskil- málum borgarinnar. Íbúðirnar eru að sama skapi dýrari. „Það er ekki tekið nægilega mikið mið af markaðnum, heldur gert ráð fyrir stærri íbúðum en miðað er við í öðrum bæjarfélögum og í næstu út- boðssölu hjá borginni er gert ráð fyrir ennþá stærri íbúðum,“ segir hann. „Þó að það sé alltaf fyrir hendi viss markaður fyrir stórar íbúðir, þá er ekki víst, að hann sé fyrir hendi nú í sama mæli og í fyrra, þegar uppbygg- ingin í Grafarholti hófst. Því er ætl- unin að hafa hlutfallslega fleiri litlar íbúðir í fjórða fjölbýlishúsi Járnbend- ingar við Kristnibraut en núna er ver- ið að byrja að hanna það.“ Neikvæð umræða óþörf Sigurður Hjaltested sagði að lok- um, að Grafarholtshverfið hefði gjarnan hlotið of neikvæða umfjöllun. „Við héldum fjölskylduhátíð hér við Kristnibraut eina helgina fyrir skömmu,“ sagði hann. „Það var mikil þátttaka og hingað kom margt fólk, sem sýndi þessum íbúðum mikinn áhuga og við seldum örugglega íbúðir út á þetta framtak. En hingað kom líka fólk frá ein- hverjum af sjónvarpsstöðvunum. Það tók myndir af því, sem hér var að sjá, en sagði síðan frá einhverju hruni á markaðnum. Þarna var því dregin upp alröng mynd af hverfinu eins og ætlunin væri sú ein að spilla fyrir því. Þetta verður auðvitað að varast og láta Grafarholtshverfið njóta sann- girni. Uppbygging hverfisins gengur vel og það á eflaust eftir að verða eitt af betri hverfum borgarinnar.“ Morgunblaðið/Golli Mikið útsýni er frá Kristnibraut og falleg fjallasýn. Esjan og Akrafjallið blasa við. Morgunblaðið/Golli Frá mörgum af íbúðunum er einnig gott útsýni til vesturs yfir borgina og Graf- arvog. Til vinstri sjást tvö af sex parhúsum, sem Járnbending byggir við Kristnibraut 11-21. magnuss@mbl.is FYRR á tímum var kulda-boli í hvers manns gættvetrarlangt, marga lagðisá boli að velli, einkum þá sem ekki voru heilir heilsu eða aldnir að árum. En nú er þetta breytt sem betur fer, kuldi er ekki vandmál hér- lendis, svo er fyrir að þakka bætt- um efnahag, betri vistarverum og síðast en ekki síst; jarðhitanum. Hérlendis höfum við hitakerfin í gangi árið um kring, við lokum ekki fyrir hitann í 2-3 mánuði á sumri, eins og gert er í flestum okkar ná- grannalöndum. Hins vegar þurfum við ekki alltaf upphitun, sólin skilar sínu og ekki síður margs konar vélbúnaður, svo sem tölvur, þaðan fáum við umtals- verðan hita. Þá verður til nýtt vandamál, við sitjum í vönduðum byggingum, inn um gluggana streymir hiti og ekki síður frá því umhverfi sem starfað er í. Þetta á auðvitað fyrst og fremst við þá sem vinna á skrif- stofum, í bönkum og verslunum, þannig mætti lengi telja. Þótt enginn hiti komi frá hita- kerfi byggingarinnar getur orðið alltof heitt, svo heitt að það hái fólki við vinnu vegna þess óstýrða hita sem kemur frá umhverfinu. Þessu er erfitt að stýra, ekki er hægt að slökkva á tölvunum eða öðrum vél- um sem unnið er við, enginn vill úti- loka sólina með öllu. Hvað er þá til ráða? Kælikerfi Nú er svo komið að það er orðinn umfangsmikill iðnaður að kæla nið- ur skrifstofur og aðra viðlíka vinnu- staði, sem dæmi má nefna að í Stokkhólmi eru ekki aðeins víðáttu- mikil fjarhitunarkerfi heldur einnig fjarkælikerfi, sem dæla köldu vatni til flestra bygginga í miðborginni til kælingar. Þar koma til sögunnar hinir svo- nefndu kæliraftar, svolítið nei- kvætt orð við fyrstu sín en ramm- íslenskt. Kælingin byggist eingöngu á köldu vatni sem rennur um kæli- rafta eða loftspírala, enginn mengandi kælivökvi kemur við sögu og ekki er um nein loftskipti að ræða, þetta er tilvalið til kæl- ingar þar sem engin loftræstikerfi eru í byggingum og jafnvel þótt svo sé. Vatn er víðast hvar dýrmætara erlendis en hér, þess vegna er lagt í þann kostnað, t. d. í Stokkhólmi, að leggja fjarkælikerfi í miðborg- ina, sem dælir vatni úr Mälaren, fljótinu sem rennur í mörgum kvíslum um þá fögru borg. Hreint drykkjarvatn mundi enginn láta sér detta í hug að nota til kæl- ingar, það er einfaldlega alltof dýrt og dýrmætt. Hjá blaði allra landsmanna Þeir sem átt hafa erindi í Morg- unblaðshúsið á sl. vori hafa orðið varið við að allt hefur verið á tjá og tundri í anddyrinu á 1. hæð. Margskonar endurbætur hafa staðið þar yfir, sums staðar var aldrei nægilega heitt og á öðrum stöðum allt of heitt. Á fyrstu hæðinni hefur verið komið fyrir sérstakri móttöku þar sem gjaldkeri situr, sem glaður tekur á móti þeim sem erindi eiga við Morgunblaðið og þurfa eitt- hvað að gera upp. Það sem vekur sérstaklega at- hygli við nýju gjaldkerastúkuna er fleki einn mikill, sem eins og svífur hallandi í lausu lofti yfir höfði gjaldkerans, einhverjum dettur eflaust í hug „nú þarna hef- Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Kæling nauðsyn eins og hitun Morgunblaðið/Sigurður Jökull Gjaldkerastúkan á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins. ur einn innanhússarkitektinn verið á flippi“. Svo er ekki, þessi fleki, og það sem hann í sér ber, hefur mikil- vægan tilgang. Í honum er einmitt kælikerfi, sem um rennur kalt vatn og í gólfinu er gólfhiti sem hitar upp gjaldkerastúkuna. Það er líklega ekki tilviljun að þetta kerfi er frá Ítölum komið og ber nafnið „Giacomini“ sem í grófri þýðingu má kallast „Kobbi litli“. Á Ítalíu er sólríkt og heitt, eða þannig teljum við á okkar kalda landi að ætíð sé þar syðra. Það er því vel skiljanlegt að þetta ítalska fyrirtæki hafi þróað kerfi, sem er varmakerfi í gólfi og kælikerfi í lofti, því eins og áður var sagt getur hiti orðið illþolanlegur þótt enginn varmi komi frá hitakerfinu. Hita- og kælikerfið hjá gjaldker- anum í móttöku Morgunblaðsins er sjálfvirkt, það hitar þegar þörf er og kælir þegar hiti verður of mikill, getur jafnvel veitt örlítilli hlýju á fætur, sem eru næmustu hitanem- ar líkamans, en veitir hressandi kælingu á höfuðið, ekki aldeilis ónýtt fyrir gjaldkera sem þarf á allri sinni einbeitingu að halda. Bæði þessi kerfi, varmakerfið í gólfinu og kælikerfið í loftinu, eru í rauninni næstum eins. Í gólfinu eru plaströr og í loftinu einnig, í gólfinu þarf að tempra hitann vandlega, yf- irborðshiti gólfsins á ekki að fara yfir 28°C, innan þeirra marka er hann bæði heilnæmur og þægileg- ur. Það þarf einnig að tempra kæl- inguna á vatninu, sem rennur um plastpípurnar í loftinu, þar verður að gæta að „daggarpunktinum“, kælingin má aldrei verða svo mikil að þéttiraki setjist á rör eða plötur umhverfis þau. Það verður að vera tryggt að ekki komi „dropi úr lofti“, en það er óhætt að treysta „Kobba litla“ til að sjá um að á því verði engin hætta. Húsbréf brúa bilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.