Morgunblaðið - 14.08.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.08.2001, Qupperneq 28
28 C ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir L AUGAVEGURINN liggur um hjarta borgarinnar, gamla miðbæinn, og hefur um árabil þjónað sínum til- gangi sem aðalverslunargata Reykjavíkur. Miklar endurbætur voru gerðar á útliti hans og aðgengi að verslunum fyrir nokkrum árum en með nýju deiliskipulagi fyrir mið- borgina, sem áætlað er að líti dags- ins ljós uppúr áramótum, munu möguleikar á endurbótum enn aukast. Ýmsir hafa áhyggjur af framtíð Laugavegarins og telja hann munu fara halloka í samkeppni við nýja 63.000 fermetra verslunarmið- stöð í Smáralind. Mikið af húsnæði við Laugaveg er komið til ára sinna og þarfnast end- urbóta og stenst því illa samkeppni við nýrra og stærra húsnæði versl- unarmiðstöðva. Margir líta þó ein- mitt á aldur húsnæðis við Laugaveg sem kost fremur en galla. Jón Guð- mundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðarins, hefur lengi selt verslunarhúsnæði við Laugaveg og þekkir því vel til þess. Hann segir mikla endurnýjun hafa átt sér stað á verslunarhúsnæði við Laugaveg á síðastliðnum áratug. „Laugavegur- inn hefur alltaf staðið fyrir sínu. Ég hef ekki fundið fyrir því að kaup- menn við Laugaveg beri sig illa, “ segir Jón. Hann segist alls ekki verða var við flótta af Laugavegin- um, hann sé með nokkrar eignir við Laugaveg til sölu þessa stundina en þó ekkert fleiri en venjulega. Meðalfermetraverð 150-200 þúsund á Laugavegi Jón segir viðskipti með atvinnu- húsnæði hafa verið afar gróskumikil á síðustu árum en nú sé að komast jafnvægi á markaðinn. „Meðalfer- metraverð á verslunarhúsnæði við Laugaveg hefur verið á bilinu 150- 200 þúsund. Verðið fer mikið eftir því í hvernig ástandi húsnæðið er og hvar það er staðsett við Laugaveg. Þeir sem versla með svipaða vöru sækjast oft eftir því að vera nærri hver öðrum við götuna,“ segir Jón. Hann segist ekki í vafa um að Laugavegurinn komi til með að halda sér þrátt fyrir opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar. Uppbyggingin í Skuggahverfinu og þétting miðbæj- arins, svo ekki sé minnst á uppbygg- ingu á flugvallarsvæðinu, telur Jón að muni styrkja verslun við Lauga- veginn. Hann hafi alltaf verið eftir- sótt verslunargata og vel hafi gengið að selja húsnæði þar í gegnum árin. Jón segist telja að svo verði áfram jafnvel þótt samkeppnin harðni. Nýtt skipulag breytir miklu Alls hafa 828 manns atvinnu af verslun við Laugaveg, en 184 versl- anir eru starfræktar við götuna. Þeim hefur þó fækkað nokkuð hin síðustu ár, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Þróunarfélagi mið- borgarinnar. Á veitingastöðum við Laugaveg starfa 277 manns, en sam- tals eru verslanir og veitingastaðir í tæplega 35.000 fermetrum húsnæðis við Laugaveg. Þetta rými getur þó aukist töluvert með tilkomu nýs deiliskipulags fyrir miðborgina. Helsta breytingin fyrir Laugaveginn verður sú að verslunareigendur fá leyfi til að stækka húsnæði verslana sinna út í lóðamörk, þ.e. nýta áður ónýttar baklóðir undir verslun og jafnvel byggja ofan á hús sín. Eva María Jónsdóttir, íbúi í miðbæ Reykjavíkur bindur miklar vonir við nýja skipulagið. Hún, eins og fleiri, telur að nýtt deiliskipulag fyrir miðborgina breyti aðstæðum verslana við Laugaveg til hins betra. Eva María segist al- mennt hlynnt því að gömul hús séu vernd- uð og vill þá ekki und- anskilja t.d. skúra á baklóðum í miðbæn- um, sem séu eitt af einkennum byggðar- innar þar. Hún segist þó tilbúin að fórna „njólabeðum og bak- görðum sem enginn sér“ megi það verða til þess að auka veg verslunar við Lauga- veg. Árni Einarsson, íbúi og atvinnurekandi á Laugavegi 18, telur að nýja skipulagið komi til með að skipta sköpum fyrir verslun á Laugavegi. Hann telur gríðarlega uppbyggingarmöguleika fyrir hendi og að skipulagið sé grundvöllur fyrir breytingum á húsnæði við Lauga- veg. Hann óttast ekki breytingar heldur telur þær vera af því góða. Skapast muni möguleikar á húsnæði sem henti góðum verslunarkeðjum sem vilja hafa útibú frá sér í miðborg hverrar höfuðborgar. Að mati Árna er Laugavegurinn eins konar kaós, sem enginn getur stýrt og enginn eigi að stýra eða reyna að samræma. Hver húseig- andi verði hins vegar að bera ábyrgð á viðhaldi síns húss og þar sem engin miðstýring sé á Laugaveginum líkt og í verslunarmiðstöðvum, geti verið þörf á reglum og aðhaldi borgarinn- ar varðandi sóðaskap og sinnuleysi bæði rekstraraðila og húseigenda. Árni telur þörf á endurbótum hús- næðis við Laugaveg, en bendir einn- ig á mikilvægi þess að húsum við götuna sé haldið hreinum. „Það ná engin lög yfir sóðaskap og sinnu- leysi. Auðvitað er nauðsynlegt að endurnýja og halda húsnæði við en það er dýrt. Að minnka subbuskap við verslanir kostar hins vegar smá- aura.“ segir Árni. Fjölbreyttur Laugavegur Eva María hefur búið í miðborg- inni síðan 1996. Hún vill leggja kapp á að Laugavegurinn haldi sér sem verslunargata og hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig nýta má sér- stöðu hans. „Það væru mistök fyrir Laugaveginn að fara út í samkeppni við Kringluna og Smáralind. Ég held að sérstaða götunnar felist í sögunni og margbreytilegri húsagerðarlist og því á að hampa. Ég myndi ekki vilja sjá eitt samræmt útlit á Lauga- vegi heldur tel jákvætt að halda fjöl- breytileikanum,“ segir Eva María. Árni telur vanda og vegsemd hús- næðis við Laugaveg felast í aldri og sérstöðu húsnæðis við götuna. Hann segir að aldur húsnæðisins sé hluti af ímynd margra verslana við Lauga- veg á meðan öðrum henti illa að starfa í gömlum húsum. Verslunar- keðjur vilji t.a.m. frekar staðlað hús- næði þar sem engar súlur eða veggir séu á miðjum gólfum. Honum finnst sérstaða húsnæðis við Laugaveg þó geta gefið verslunum þar ákveðinn sjarma og segir nauðsynlegt að unn- ið sé með þessa sérstöðu og hún nýtt þeim til framdráttar. Hann telur Smáralind og Kringluna þjóna vel sínum viðskiptavinum en telur Laugaveginn hins vegar þjóna öðr- um tilgangi og að sumu leyti öðrum hópum. Hann segist líta á það sem eðlilega þróun verslunar að fólk hafi val milli verslunarmiðstöðva og mið- borgarinnar. Miðborgarstjórn skoðar Laugaveg sérstaklega Svokölluð miðborgarstjórn er starfrækt á vegum borgarinnar en bæði Árni og Eva María sitja í henni. Eva María er fulltrúi íbúa og Árni hennar varamaður, en hann er auk þess hluti af sérstökum rýnihóp um Laugaveginn, sem starfar á vegum stjórnarinnar. Þau segjast þó aðeins geta lýst persónulegum skoðunum á málefnum Laugavegarins enda hafi stjórnin enga sérstaka stefnu sem þau geti mælt fyrir. Fundir stjórn- arinnar og Laugavegshópsins séu fyrst og fremst til skoðanaskipta fallnir. Fólk hittist og komi með ábendingar og ræði tillögur að breytingum á hinu óútkomna deili- skipulagi fyrir miðborgina. Vegna þátttökunnar í miðborgarstjórn hafa þau fengið að kynnast baklóðum Laugavegarins betur en flestir aðrir en þau telja að þar séu miklir mögu- leikar fyrir hendi sem nýta skuli. Undraheimur baklóða Laugavegar komi sjaldan fyrir augu almennings en hann verði unnt að gera sýnilegri með tilkomu deiliskipulagsins. „Laugavegurinn gengur í gegnum ákveðna vaxtaverki núna en hann hlýtur að halda velli. Nú verður að taka Laugaveginn fyrir, reit fyrir reit, meta hverju á að fórna og hvað á að halda velli og byggja hann þann- ig upp, segir Eva María. Gjafakort í miðbæinn Margir koma að uppbyggingu í miðborginni en Þróunarfélag mið- borgarinnar er eins konar regnhlíf- arsamtök aðila er láta sig málið varða. Innan vébanda félagsins eru rekstraraðilar í miðborginni auk þess sem íbúar og ýmis samtök, eins og Laugavegssamtökin séu aðilar að félaginu. Að sögn Einars Arnar Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra Þró- unarfélagsins, tengist það borgaryf- irvöldum ekki formlega en hann segir góð samskipti vera við mið- borgarstjórn. „Félagið reynir að vekja athygli á ýmsum málum er varða miðbæinn og okkar helsta mál þessa dagana er útgáfa gjafakorts fyrir miðborgina,“ segir Einar Örn. Gjafakortin verða gefin út um miðjan september og nú þegar eru 130 fyrirtæki skráð til þátttöku, en Einar Örn segist vonast til að yfir 200 fyrirtæki verði með þegar upp er staðið. Útgáfa gjafakorta tíðkast í verslunarmiðstöðvum en þetta er í fyrsta skipti sem reynt er að gefa út sameiginlegt gjafakort fyrir miðbæ- inn. Kortin verður hægt að nota hjá ólíkum fyrirtækjum, jafnt í verslun- um sem á veitingastöðum og jafnvel í leikhúsum. Að sögn Einars verður hægt að kaupa kortin á nokkrum stöðum í miðborginni auk þess sem þau verði seld á Netinu og í síma- sölu. Tilgangur með útgáfu kortanna er að efla verslun og vekja athygli á miðborginni sem helsta verslunar- kjarna borgarinnar. Gengið til kosninga daglega Sem íbúi miðborgarinnar segist Eva María sækja mikla þjónustu á Laugaveginn og vill geta haldið því áfram. Hver dagur er kosningadag- ur í huga Evu Maríu, því hún telur að borgarbúar geti greitt atkvæði með verslun og þjónustu á Lauga- veginum með því að versla þar. Hún segist ekki síst telja að íbúar mið- borgarinnar ættu að nýta sér þenn- an kosningarétt og taka þannig þátt í að móta umhverfi sitt, vilji þeir áfram geta sótt þjónustu í sínu hverfi. Verslunum við Laugaveg hefur fækkað nokkuð á síðustu árum, en þeim hefur þó fækkað meira í Kvos- inni og í hliðargötum við Laugaveg. Það sem helst vekur athygli varð- andi Laugaveg er hve samsetning verslana hefur breyst. Fataverslun- um fjölgar, en verslanir með máln- ingu, búsáhöld eða húsgögn, svo eitt- hvað sé nefnt, sjást síður við Laugaveginn. Árni telur þetta þó ekki áhyggjuefni. Hann segir að sér þyki gaman að sjá hvernig verslun- armynstur fólks breytist. Það þýði ekki að sjá eftir gömlum verslunum þótt þær hafi staðið á sama stað um árabil. „Þetta er nostalgísk eftirsjá eftir búðum sem ekki lengur var þörf fyrir. Staðreyndin er sú að verslanir leggjast af ef ekki er verslað í þeim. Þannig breytist samsetning verslana við Laugaveg eftir því hvar fólk vill versla,“ segir Árni. Eva María Jónsdóttir sér Lauga- veginn fyrir sér sem lifandi versl- unargötu í framtíðinni. Ég vil sjá líf, ég vil sjá fólk. Við vitum að fólk gengur frekar um þar sem annað fólk er fyrir. Ég tel að byggingar við Laugaveginn eigi að vera í réttu hlutfalli við mannslíkamann en ekki í hlutfalli við bílana og draumurinn er að gera Laugaveginn að göngu- götu,“ segir Eva María að lokum. Laugavegurinn stendur fyrir sínu Við Laugaveg standa fjölmörg falleg hús og algengt er að verslanir og veitinga- staðir noti sjarma gömlu húsanna til að skapa sér ímynd. Sjarminn varir þó ekki að eilífu og endurbóta er þörf, ekki síst í ljósi stóraukins framboðs verslunarhús- næðis. Þeir aðilar sem Eyrún Magnúsdóttir ræddi málið við eru sammála um að Laugavegurinn haldi velli hvað sem á dynji nái hann að nýta sérstöðu sína. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Helsta verslunargata Reykjavíkur hefur tek- ið miklum breytingum á síðustu árum en frekari uppbyggingar er þörf. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á Laugavegi starfa yfir 1.100 manns í verslunum og á veitingastöðum. Húsið við Laugaveg 34 var byggt árið 1929 og hefur hýst verslun Guðsteins Eyjólfssonar síðan þá. Eins og sjá má er húsinu afar vel við haldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.