Vísir - 03.07.1979, Side 8
Þriðjudagur 3. júli 1979
8
Utgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: ölafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson/ Elias Snæiand Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guömundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stetánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og
Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R, Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Sfðumúla 8. Simar 88611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 3000 á mánuði
innanlands. Verð i
lausasölu kr. 150 eintakið.
Orentun Blaðaprent h/f
Nðgu gott í landann
Mörg dæmi um gallaða eða allt of gamla framieiðslu niðurlagningar- og niðursuðu-
verksmiðja á innlendum markaði sýna, að þótt eftirlit sé ákveðið með reglugerðum er
það litið sem ekkert I raun.
Neytendasamtökin sýndu á
dögunum fram á mjög alvarleg
dæmi um, að heilbrigðiseftirlit
með innlendu lagmeti, sem hér er
á markaði, reynist vera í molúm.
Þetta er svo sem ekkert nýtt, en
þó er langt síðan svo skýr dæmi
hafa komið fram um gallaða
vöru, sem er á neytendamarkaði
frá svo mörgum innlendum lag-
metisiðjum.
Eins og fyrri daginn virðist
vera óljóst, hverjum er um að
kenna, að stórskemmd vara sé til
sölu, framleiðendum, sem sent
hafa hana á markað eða kaup-
mönnum, sem ekki hafi endur-
senthana, þegar geymsluþol vör-
unnar var þrotið.
I Ijós hef ur komið að Heilbrigð-
iseftirlit ríkisins komst í mars á
snoðir um að gölluð vara væri á
boðstólum frá einu þeirra fyrir-
tækja, sem nú koma við sögu og
skipaði þá svo fyrir að varan
skyldi afturkölluð, en hún reynd-
ist enn vera á markaði í júnílok í
Reykjavík. Framleiðslu- og
dreifingaraðilunum er sem sagt
ekki treystandi til þess að fara að
fyrirmælum opinberrar eftirlits-
stofnunar.
Svoer að skilja, að heilbrigðis-
nefndir í héruðum undir yfirum-
sjón heílbrigðiseftirlits ríkisins,
eigi að hafa eftirlit með fram-
leiðslu lagmetis, þar sem sú
sjávaraf urðaframleiðsla heyri
ekki undir framleiðslueftirlit
sjávarafurða. Með núverandi
starfskrafti hefur heilbrigðis-
eftirlitið ekki bolmagn til þess að
framkvæma slíkt eftirlit sjálft,
og svo virðist sem framleiðend-
urnir notfæri sér gloppur í reglu-
gerðum og komi sér hjá því að
senda eftirlitinu skýrslur eða
umsagnir hlutlausra matsmanna
um gæði framleiðslunnar.
Ef varan á aftur á móti að fara
á erlendan markað komast
framleiðendurnir ekki hjá því að
fá tilskilin vottorð um gæði
framleiðslunnar hjá Rannsókn-
arstofnun fiskiðnaðarins og eru
nýleg dæmi um að lagmeti, sem
átti að fara til Sovétríkjanna
uppfyllti ekki settar kröfur og
var stöðvað hérlendis.
Ekki er þó þessi þáttur eftir-
litsins heldur fullkominn, því að
á nýliðnum vetri komst stór
sending gaffalbita alla leið til
Moskvu áður en uppgötvað var
að hún var stórgölluð. í því tilviki
munu víst hafa verið sendar til
vottorðagjafar aðrar dósir en
þær sem sendar voru til Sovét.
En bitasúpan var send til
föðurhúsanna talin óhæf til
manneldis. Þar með hefðu menn
talið að saga hennar væri öll. Því
fer fjarri.
Gaffalbitamaukið hefur með
einhverjum hætti komist á ís-
lenskan markað og svo mikið
hef ur verið haft við að líma miða
með íslenskum áletrunum yfir
rússneska letrið.
Framleiðendurnir fara undan í
flæmingi, þegar þetta er borið
upp á þá, en þetta kemur manni í
sjálf u sér ekkertá óvart, þar sem
þeir höfðu sjálfir yið orð í vetur,
þegar Rússamálið kom upp, að
hugsanlega væri hægt að koma
þessari gölluðu vöru á markað
annars staðar, þar sem ekki væru
gerðar sömu kröfur og í Rúss-
landi. Og sá markaður reynist að
sjálfsögðu vera íslenski markað-
urinn. Gaffalbitasúpan er svo
sem nógu góð í landann, sem
aldrei gerir röfl út af einu eða
neinu.
Eftirlit með framleiðslu,
dreifingu og sölu lagmetis hér á
landi virðist vera í sæmilegu lagi
á pappírnum en ekki í raunveru-
leikanum. A þessu verður að gera
bragarbót því að þjóðin er að
verða fullsödd af gaffalbita-
hneykslum.
Raularhöin:
..Þrifalegra að
sauma en vinna
í fisKinum”
Þær sauma tiskufatnafiúr Islenskri ullarvoð. Visismynd GVA
Margrét Jóhannsdóttir verkstjóri og Svava Stefánsdóttir á saumastofunni á Raufarhöfn
„Þetta er ekki liku saman að
jafna. Það er miklu betra og
þrifalegra að vinna við sauma
heldur en i fiski”, sögðu þær
Margrét Jóhannsdóttir verk-
stjóri og Svava Stefánsdóttir i
stuttu spjalli er Vfsismenn litu
inn á saumastofunni á Raufar-
höfn fyrir nokkru.
Saumastofan er hlutafélag og
var það stofnað fyrir um það bil
tveim árum. Viða i sjávarþorp-
um og kaupstöðum hafa á und-
anförnum árum verið stofnaðar
saumastofur sem hafa aukið
fjölbreytni i atvinnulifinu eink-
um á þeim stöðum þar sem
komur hafa enga vinnu getað
fengið utan heimilis nema i
fiski.
Á saumastofunni á Raufarhöfn
var verið að sauma tiskufatnaö
úr ullarvoð fyrir Ameríkumark-
að bæði kvenkápur og herra-
jakka. Saumakonurnar á
Raufarhöfn sögðu að þær heföu
þó ekki áhuga á þvi að ganga i
þessum klæðnaði. „Þetta er nú
ekki beinlinis sniðið á okkur. Við
kæmust ekki einu sinni i þessar
flikur. Þetta er fyrir einhverjar
tággrannar.”
Þarna vinna tiu stúlkur en
þær eru ekki allar i heils dags
störfum. Á hverri viku eru
saumaðir um 100 til 150 kápur og
jakkar. Margrét sagði að frá
áramótum hefði verið yfrið nóg
aðgera. -KS