Vísir - 03.07.1979, Page 12

Vísir - 03.07.1979, Page 12
Þri&judagur 3. júli 1979 Þri&judagur 3. júli 1979 Myndir: Gunnar V Andrésson Texti: Edda Andrésdóttir • |! rj' ' VJ' • BROT AF ÞVI SEM GERIST BAK VIB TJOLDIH I SJONVARPINU „Er Ampex til?" — „Stúdíó til". — „Hálf mínúta í upptöku". — „25 sekúndur". — „Ampex til........ fá merkingu". — „Ampex start". — „Nítján.... fimmtán.... tíu... níu.... átta... sjö... sex... fimm........." Er einhver ekki alveg meö á nótunum? Það verður þá fyrirgefið á stundinni, þvi það tekur sjálfsagt drjúgan tíma að skilja nákvæmlega það sem fram fer í myndstjórn. Myndstjórn þessier svoaðsjálfsögðu til húsa í Sjón- varpinu. Myndstjórn og hljóðstjórn og Ampex og allt það. Þetta Ampexer myndsegulband — eins og venju- legt hljóðsegulband nema hvað það tekur bæði upp hljóð og mynd. Út í frekari útskýringar á þessu fyrirbæri er ekki vert að hætta sér. óperugleði á fullu.... Viö erum stödd i sjónvarpssal á fimmtudaginn I siöustu viku og þann daginn á aö nota stúdió sjónvarpsins frá morgni til kvölds. Jafnvel til miönættis ef þvi er aö skipta. Þaö er veriö aö taka upp Óperugleöi, þáttinn sem viö sá- um á skjánum á laugardags- kvöldiö fyrir sumarfri sjón- varpsins. Aö þessu sinni er þaö Andrés Indriöason sem stjórnar upptöku og heldur um stjórnvöl- inn. Og Visismenn fá leyfi til aö kikja inn og fylgjast meö broti af þvi sem gerist þann daginn. Reyndar er þaö þannig meö leikmann sem heldur sig i stúdióinu og svæöinu þar um kring, aö þaö er þvl llkast sem heimurinn fyrir utan gleymist um stund. Svo margt viröist vera aö gerast og óskiljanlegt fyrir þann sem ekki hefur hundsvit á. Og þaö eru ekki einu sinni gluggar á salnum til aö kikja til veöurs út um. Aðdragandi yfirleitt langur Andrés Indriöason segir okk- ur aö aödragandi aö upptökum á |: ’JSk - % mgjjm , *i,r mm | % §•«#£'■ . tj ■L-.. L 1 stúdiói. Til vinstri er Helga Pálmadóttir tengiliOur stjórnanda út- sendingar^sem situr i myndstjórn, vi&þá sem eru istúdióinu. Upptaka. Svala og Sigriftur Ella og koma fram á skermi um leift. Til vinstri i lit en svart/hvitu I hinu tækinu. Ragnheiður Harvey sér um förftun. t stólnum er Elfn Sigurvinsdóttir og Svala fylgist meft. Unnur, Bergiind og Sigrún kiárar, en æfa fyrir upptöku. sjónvarpsefni sé yfirleitt lang- ur. Og meö litvæöingunni tekur undirbúningur fyrir upptöku lengri tima en áöur. Meiri ná- kvæmni veröur aö gæta. Fjöldi fólks kemur viö sögu i sambandi viö undirbúning á sjónvarpsefni og aö minnsta kosti fimmtán manns vinna aö upptökunni sjálfri, þar af minnst fjórir I stúdióinu sjálfu. Upptaka á aö hefjast klukkan ellefu en söngvararnir sem koma fram mæta klukkan tiu. Þá er hafist handa viö aö faröa þá og gera allt klárt. Þaö eru þær Berglind Bjarnadóttir, Sigrún K. Magnúsdóttir og Unn- ur Jensdóttir sem eru fyrstar og veröa meö þrisöng úr Töfra- flautunni. Þær segjast ekkert taugaóstyrkar enda notast viö svokallaö „playback”, sem þýöir einfaldlega þaö, aö söng- urinn og undirleikurinn hefur veriö tekinn upp I Háskólabiói áöur og kemur tilbúinn i sjón- varpiö áöur en upptakan hefst. En öllu betra er aö syngja meö fyrir söngvarana i sjálfri upp- tökunni og eins gott aö vera viss á textanum. „ Sy ngið þið það er eðli- legra" „Stelpur! Tilbúnar aö æfa þetta. Músikin kemur. Og syng- iö þiö endilega á fullu, þaö er miklu eölilegra”, segir Helga Pálmadóttir sviösstjóri, sem er tengiliöur á milli Andrésar sem situr i myndstjórn og stúdiósins, þ.e.a.s. þeirra sem koma þar fram. Og þaö er æft áöur en sjálf takan hefst. Stundum nægir ein taka. Stundum þarf aftur og aftur og jafnvel aftur. Og svo fá þeir sem fram koma aö sjá út- komuna á sjónvarpsskermum I stúdióinu, ef timi vinnst til. Eftir matarhlé bætast fleiri söngvarar viö. Svala Nielsen, Sigríöur Ella Magnúsdóttir, Simon Vaughan, Elin Sigur- vinsdóttir og Siguröur Björns- son. Þær eru næstar Sigriöur Ella og Svala. Og þannig gengur þetta koll af kolli þar til komiö er aö samsetningu þáttarins meö kynningum Mariu Markan. En áöur en þátturinn birtist til- búinn á skjánum, hafa hljómaö i Ljósameistarinn Ingvi Hjörleifsson vift stjórnvölinn i myndstjórn. Andrés Indri&ason meft Birni Emilssyni i hljóbstjórn. eyrum okkar skritnar setningar einsogt.d.: „Mérfinnst þú ættir aö mixa, það veröur mýkra. Þetta er svo mjúkt lag.” Eða frá Andrési.þar sem hann stýrir út myndstjórn: „Ekki svona mikið loft til hægri”. — „Eitt”. — „Sigriöi Ellu i tvö”. — „Klippa”. — „Þrjú” — „Nú má hun standa upp”. — „Ennþá nær” — „Stopp.” —EA Þau virfta fyrir sér útkomuna á skermi. Andrés, Sigurftur Björnsson, Sigriftur Ella og Svala Nilsen.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.