Vísir - 25.07.1979, Side 2

Vísir - 25.07.1979, Side 2
H var vildirðu helst búa í Reykjavik? Stcingrimur Birgisson: í Vesturbænum. Þar átti ég áöur heima en bý nií i Breiðholtinu, þaö er fint þar, en ég er fastur i Vesturbænum. Sæmundur G. Lárusson, lög- regla: Þar sem ég bý. Það er i Norður- mýrinni, þar er hlýlegt og gott. Ég ólst raunar upp i Vesturbæn- um. Anna Þórarinsdóttir, verkakona: I Breiðholtinu. Þar bý ég i ein- býlishdsi og þaö er ljómandi gott en ekki vildi ég biia i stóru blokk- unum. Hanna Danielsdóttir: t Vesturbænum, 'þar hef ég alla tiö búiö. Næst kemur Hraunbær- inn. Þórey Þórðardóttir, hósmóöir: Ég bjó áöur i sveit en nU á Kleppsvegi og llkar ágætlega. Umsjón: Anna Heiöur Oddsdóttir og Gunnar E. Kvaran. júli 1979. EKKI OF SEIHT AB BROD- URSETJA TRJAPLOHTUR Nú þegar sumarið virðist loksins vera komið, það er að segja sunnanlands, spyrja eflaust margir sig þeirrar spurningar hvort of seint sé að planta trjágróðri. — Svarið er NEI í gróöurhúsinu Blómavali fengum við þær upplýsingar, aö hægt væri að planta trjám á þessum árstima, en þvi fylgdi þó nokkur áhætta. Um há- sumarið eru plöntur i örustum vexti, og heppilegt aö hreyfa þær sem minnst. Sérstaklega á þetta viö um stór tré, en áhætt- an er minni þegar um er að ræöa smærri plöntur, eins og til dæmis brekkuviði eöa litil birki- tré, þvi þær ná frekar að festa rætur. Best er að planta trjám snemma á vorin eöa þegar liöa tekur að hausti. Þá liggur vaxtarstarfsemi trjánna svo til alveg niðri, og veröa þau þaraf- leiðandi fyrir lltilli truflun, séu þau færð. Veöurfar er hagstæö- ast á vorin. Nóg er um rigning- ar, og minni uppgufun af völd- um hita en á sumrin. Sé trjám plantað á haustin, verða frost stundum til þess aö þau lyfti sér upp úr jarövegin- um. Verður þá aö ýta þeim niö- ur aftur, þvi að ræturnar þorna ef þær standa upp úr, og hætt er við að tréö eyöileggist. Hjá gróðrarstöðinni Alaska var okkur tjáö að greni og ösp yrðu ekki seld frá stööinni næstu daga, enda væru þessar tegund- irbúnar að rótfesta sig I beöum. Aftur á móti verður væntan- lega hægt að eiga við þessar tegundir i haust þegar aðal- vaxtarskeiði þeirra er lokið. Ýmsar viðitegundir var þó hægt aö fá, svo sem gljáviði, dökkviði, viðju- og alaskaviði. Verö á viðitegundunum mun vera 300 krónur fyrir hverja tveggja ára plöntu. Viði- tegundirnar eru talsvert notað- ar I limgerði og mun vera hæfi- legt að planta 7 plöntum á hverja 2 metra. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur var litið til af viði- tegundum, enda mest af þeim fast I beðum. Þar fengum við upplýst að verðiö á viðitegund- unum hefði verið frá 250 krónum og upp i 400 allt eftir aldri og tegund. Þar var hins vegar hægt að fá dýrari plöntur, eins og birki, mistil og kvisti og er verðið á þeim frá 800-1500 krónur fyrir stykkiö. —AHO/GEK Ekki er enn oröiö of seint að planta Ut trjágróðri. Betra væri að biða með það þangað til liða tekur að hausti heldur en að ráðast I verkiö nú um hásumarið. Að visu verður þá sennilega orðiö kaldara og biautara að skreiðast um i garðinum, en það er einmitt betra fyrir trén. úr orðabók kerfisins GENGISSIG - GENGISFELLING Gengissig og gengisfeliing eru þau orð sem hvað oftast hafa komið fyrir i fréttum upp á sið- kastið og þá einkum gengissig. Þess er skemmst að minnast að nú fyrir helgi gaf rikisstjórnin út bráðabirgðalög þar sem rætt var um að gengið skyldi siga um 7-9% á næstu vikum. Visir hafði af þessu tilefni samband við Sigur- geir Jónsson aðstoðarseðla- bankastjóra og bað hann um skýringar á þessum orðum og mismuninum á milli: ,,Við hjá Seðlabankanum erum vanari að tala um gengisbreyt- ingu þvi það eru hlutlausari orö en gengissig eða gengisfelling. Gengissig merkir hins vegar aö um litlar eða hægfara breytingar sé að ræða á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðli, en gengisfelling að breytingin gerist snöggt og þá niður á við. Gengi islensku krónunnar er að öllu jöfnu miðað við gengi dollar- ans, en það sem I raun ákvarðar gengið er staða útflutningsat- vinnuveganna og þá aöallega fiskvinnslunnar, afkoma sam- keppnisgreina en þá er átt við at- vinnugreinar innlendar sem eiga i samkeppni viö innfluttar vörur og svo ennfremur greiðslujöfnuö- ur landsins viö útlönd. Siðustu misserin hefur mest verið talað um gengissig þ.e.a.s. og yfir langan tima miðaö við gengið hefur verið látið siga hægt dollarann. tslenska krónan á floti i súpunni: Nú er hins vegar oftast rætt um að hún sigi — við skulum þó vona að hún sökkvi ekki. Það er rikisstjórnin sjálf sem ákveðuf hve mikið gengið er látið siga, en sjálf framkvæmdin er svo i höndum Seðlabankans. Þessar breytingar sem verða á gengi islensku krónunnar gagn- vart erlendum gjaldmiðli frá ein- um degi til annars geta þó einnig stafað af þvi að staða dollarans sem gengið er miðað við, breytist gagnvart öðrum gjaldmiðli á gjaldeyrismörkuðum erlendis. Ef staða dollarans versnar, þá lækk ar hann gagnvart öðrum gjald- miðli og islenska krónan fylgir öðrujöfnu i kjölfarið. Þessar sveiflur geta numið á annað pró- sent.” Við þessi orð Sigurgeirs má bæta að gengissigið sem nú er rætt um, á að rétta við hag fisk- vinnslunnar, en eins og kom fram i blaðinu i gær þurfti hún að taka á sig aukaálögur vegna olíu- gjaldsins. Fiskvinnslurnar sem eru söluaðili fisksins erlendis fær þá fleiri islenskar krónur fyrir fiskinn og getur þannig mætt þeim hækkunum sem verða innanlands. Að lokum má geta þess að gengissig islensku krónunnar nam frá áramótum til júniloka að meðaltali 8% gagnvart öðrum gjaldmiðli. — HR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.