Vísir


Vísir - 25.07.1979, Qupperneq 23

Vísir - 25.07.1979, Qupperneq 23
litvarp í kvðid kl. 20.00: GAMLA GÖBA SVEIFLAN „t þessum þætti tek ég fyrir Benny Goodman, Larry Clinton og kempu aö nafni Waughn Monroe” sagði Jón Gröndal i samtali við Visi. „Eins og fram hefur komið i undanförnum þáttum má likja sveiflu-æðinu við Bitla-æðið á sinum tima. Unglingar settu það ekki fyrir sig að keyra kannski i 4- 5 tima ef einhver af þessum hljómsveitum var að spila I grenndinni. Útvarp kl. 21.45: Kvenna- knatt- spyrnan Hugmyndin er sU að ræða aðeins um kvennaknatt- spyrnuna”, sagði Hermann Gunnarsson i spjalli við Visi, „en þar situr grimmdin og harkan i fyrirrúmi. Fólk fylgist almennt ekki með þessari grein iþrótta en menn geta imyndað sér allar „bomburnar” sem þar koma fram. Viðtal verður við Pétur Pétursson, knattspyrnuhetjuna frá Feyenoord og kannski segir hann okkur frá leyndardómum atvinnumennskunnar. Rætt verður við landsliðsþjálf- arinn i sundi og hann spurður að þvi hvers vegna sundfólk okkar nær ekki betri árangri en nú er I samanburði við aðrar þjóðir, en sundfólk okkar er nýkomið úr langri og strangri keppnisferð. Einnig mun ég fjalla um Islandsmótið i handknattleik utanhúss sem nú stendur sem hæst og svo verður skotið inn i þáttinn ef timi gefst til ýmsu sem er að gerast á iþróttasviöinu þessa dagana. „Það má skipta tónlist þessara hljómsveita i tvennt, annars vegar hina eiginlegu sveiflu og hins vegar sykur sæta tónlist. Sveiflan hafði yfirhöndina '36-40 en sykursæta tónlistin aftur '40- '46” sagði Jón. ,JTopparnir i sykur-sætu tónlist- inni Glenn Miller og Tommy Dorsey höfðu söngvara með sér. Til dæmis byrjaði Frank Sinatra með Dorsey á sinum tima. Þessir menn, Goodman, Shaw og fleiri fóru siðan út i djassinn seinna meir. Þessir menn nutu gifurlegra vinsælda allt fram yfir 1950, til dæmis var talið á timabili að briðia hvert lag sem leikið væri i Bandarikjunum væri Glenn Miller-lag. Eftir að sveiflan fór að missa snúninginn urðu þeir söngvarar sem höfðu sungið með þessum hljómsveitum Crosby, Sinatra og fleiri, mjög vinsáelir og hlutverkaskipti urðu i tónlistinni, söngvararnir aðalatriðið en hljómsveitirnar aukaatriði”, sagöi Jón að lokum. Kvennaknattspyrnan verður á döfinni hjá Hermanni.hér sjást tvær ungar stúlkur i harðri baráttu um boltann. Glenn Miller, en hann tilheyröi sykursæta hópnum á þessu tima- bili. Útvarp kl. 21.30: Blár pýramídl Nýlega kom út þriðja ritverk Bjarna Bernharðs „Blár pýra- midi” Þetta er ljóðabók sem Bjarni hefur myndskreytt sjálfur. Kveöskapurinn er með mjög frjálslegum hætti og mun flokkast undir atómkveðskap. Bjarni lætur stuðla, höfuðstafi og rim lönd og leið, eins og svo mörgum ungum skáldum er gjarnt, Ef við litum I bókina þá ber fyrst að geta upphafskvæðisins sem hún dregur nafn sitt af: Blár pýramidi er jökull við mynni flóans blár pýramidi ansar ekki úrkynjaðri hefð blár pýramidi er garður á leið út um hurðir töframannsins ekki hafa enn öll sund lokast i hruna. Miðvikudagur 25. júli 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Korri- ró” eftir Asa I Bæ.Höfundur les (8). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatiminn. Um- sjónarmaður: Steinunn Jó- hannesdóttir. Hjartað er pumpa, sem þarf að endast allt lifið. 17.40 Tónleikar. 18.00 Viðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Samleikur i litvarpssal: York Winds biásarakvint- ettinn leikur. 20.00 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir fjóröa og siðasta þáttsinn um timabil stóru hl jómsveita nna 1936-46. 20.30 (Jtvarpssagan: „Trúö- urinn” eftir Heinrich Böll. Franz A. Gislason les þýö- ingu sina (7). 21.00 Einsöngur: Galina Kal- inina syngur ariur eftir Donizetti og Puccini.Igor Vinner leikur á pianó (Frá útvarpinu i Moskvu). 21.30 „Hanafætur i regnbog- anum” og „Blár pýramidi” Bjarni Bernharður les úr tveim siðustu ljóðabókum si'num. 21.45 tþróttir.Hermann Gunn- arsson segir frá. 22.05 Fáikaveiöar á miööld- uni; — annar þáttur. Um- sjón: Ingi Karl Jóhannes- son. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Lífróður í stað fría tll skemmdarverka Súvartiöin aö íslendingar litu meö stolti á Loftleiöir þar sem dugandi menn hösiuöu sér völl I haröri samkeppni á flugleiðinni yfir Noröur-Atlantshafiö og byggðu upp stórfyrirtæki á is- ienskan mælikvaröa. Sama má segjaum flugfélagsmenn, þó aö þeirra ævintýri hafi aldrei oröiö jafn stórt I sniöum og veriö bundið viö islenskan markaö. Eftir aö stjórnvöld þröngvuöu þessum fyrirtækjum i eina sæng hefur allt gengiö á afturfótun- um. Skrifstofuveldiö óx atorku- mönnunum yfir höfuö og nær- vera rikisvaldsins hefur trúlega fengiö menn tii þess aö trúa þvi aö þess háttar fyrirtæki færi ekki á hausinn. Þaö er ekki venjan á Islandi. Flugmenn gengu á þetta lagoghafa I krafti einstakrar aöstööu meö beinum hervirkjum sprengt upp launa- kerfiö með augljósum afleiöing- um. Meöan þessu fer fram láta hinir gömlu haröjaxlar einka- framtaksins taka viö sig hvert viötaliö á fætur ööru i efnis- hungruöum blööum. Þeir sem áöur byggöu upp nlöa nú skóinn hver af öðrum. Helstu deiluefn- in eru, hver sé nú i raun og veru forstjóri bilaleigunnar, hver hafi sambönd (eölileg eöa óeölileg) viö erlend flugfélög, hver standi á bak viö brottrekst- ur gamalla loftleiöamanna, hver standiá bak viö brottrekst- ur gamalia flugfélagsmanna, hver eigi fjársterkan frænda og hver ekki og svo mætti lengi teija. Þetta forstjóra-hnútukast er ekki öllu merkilegra en svo, aö stjórnmálamenn gætu allt eins átt I hlut. Þjóöin á mikiö undir þvi aö þetta fyrirtæki fari ekki á haus- inn. Þeir sem þar hafa valist til forystu og hvernig svo sem sú forysta er tilkomin hafa skyld- um aö gegna gagnvart fólkinu I landinu. Fyrirtækiö hefur veriö á niðurleiö eins og hver önnur skrifræöisstofnun og nú eru for- stjórarnir komnir á fjölmiöla- uppboö eins og islensk vinstri stjórn ætti I hlut. A meöan vaöa flugmenú uppi og taka sér fri eins og þeim hentar i þeim til- gangi aö setja allar áætlanir félagsinsúr skoröum. En sam- kvæmt islenska frumskógalög- málinu eru skemmdarverk af þvi tagi árangursrikust I þvi skyni aö knýja fram óverö- skuldaöar kröfur. Fiugleiöir hafá átt I miklum vanda siöustu mánuöi og vikur. Meðan nýjasti farkostur þeirra varkyrrsettur I Bandarlkjunum þurftu flugmenn aö leggja á sig nokkru meiri vinnu en vant er. Nú eru hins vegar tekin út fri fyrir þaö sem áöur hét greiö- vikni og meöþvi unnin stórkost- leg skemmdarverk gagnvart fyrirtæki á heljarþröm. Fólk er orðiö þreytt á þessari skemmdarverkastarfsemi. Forstjórum félagsins væri þvi nær aö iáta af hndtukasti eöa aö minnsta kosti blóta á laun en ekki I blöðum og taka til viö aö stjórna fyrirtækinu I framhaidi af uppsagnasyrpunni, sem er fyrsti viöreisnarvotturinn, sem sést hefur I skrifræöisbákninu. Fyrsta verkið er aö gefa þeim flugmönnum endanlegt fri sem ekki hafa skiliö nauösyn upp- sagnanna og taka sér skemmdarverkafri um helgar eins og þeim hentar til þess aö fá lögmætum ákvöröunum breytt. Þaöer hægur vandi aö fá erlenda flugmenn ef þeir is- lensku þykjast geta fariö I fri þegar þeim hentar og án tillits til þess lifróöurs, sem islending- ar ætlast til aö stjórnendur og starfsmenn Flugleiöa rói núna út úr ólgusjó. Svarthöföi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.