Vísir - 27.08.1979, Síða 20
vísm
Mánudagur 27. ágúst 1979.
Finnsk srafík í
Norræna húsinu
Sýning á finnskri nútima
grafik var opnuö í Norræna
húsinu á laugardaginn. Þar
sýna sextán finnskir graffldista-
menn hundraö tuttugu og átta
verk. Grafik hefur blómstrað i
Finnlandi allt frá 1968 eins og
annarsstaðar á Norðurlöndum
og áhugi á þessari listgrein
hefur aukist.
A sýningunni i Norræna
húsinu koma fram allar graf-
Iskar aðferðir, svo sem æting,
trérista, steinþrykk og sáld-
þrykk. Meðal þeirra sem þarna
eiga verk eru nokkrir af þekkt-
ustu listamönnum Finnlands
eins og Peníti Kaskipuro, Vainö
Rauuvinen og Ina Colliander.
Sýningin kemur hingað frá
Listasafni N.-Jótlands I Álaborg
og verður opin alla daga frá kl.
14-19.
Grafíksýn ingunni lýkur
sunnudaginn 9. september.
—JM
Aðdragandl
styrjaldar
Komin er út hjá Almenna
bókafélaginu fyrsta bókin I
bókaflokknum „Aðdragandi
styrjaldareftir RobertT. Elson,
rithöfund sem var blaðamaður
hjá Time-Life um áratuga
skeið. Þýðandi er Jón 0. Ed-
wald, og ritstjóri hinnar
islensku útgáfu bókaflokksins er
örnólfur Thorlacius.
„Aðdragandi styrjaldar”
hefst á frásögn um lok fyrri
heimsstyr jaldar og um Versala-
samningana og lýkur þar sem
innrás í Pólland er aö hefjast
Auk frásagna um aödraganda
striðs i Evrópu, byltinguna i
Rússlandi, kreppuna og upp-
gang fasista i ftaliu og nasista i
Þýskalandi, Spánarstriðið,
hernám Tékkóslóvakiu og
Austurrikis, — er greint frá
ástandi og átökum i öðrum
heimsálfum. Svo sem, innrás
Itala i' Abbesinu, miílistriðs-
árunum i Bandarikjunum og
vaxandi spennu milli banda-
rikjamanna og Japana, borg-
arastyrjöld i Kina og innrás
Japana i landið.
Höfundur bókarinnar hafði
sér til halds og trausts ýmsa
bandaríska og evrópska sér-
fræðinga um millistriðsárin.
JM
Kvikmyndasýningar á vegum MIR
Sovésk kvikmynda-
gerö sexiiu ára
A þessu hausti eru liöin 60 ár frá
upphafi sovéskrar kvikmynda-
gerðar og hyggst félagsstjórn
MIR, Menningartengsla Islands
og Ráðstjórnarrikjanna, minnast
afmælisins litillega, fyrst meö
kvikmyndasýningum I MÍR-saln-
um, Laugavegi, og síöar meö sýn-
ingum á nokkrum úrvalsmyndum
i einu kvikmyndahúsanna á
Reykjavikursvæðinu.
Kvikmyndasýningarnar I MIR-
salnum verða dagana 25.-27.
ágúst. Sýndar veröa þrjár gamlar
kvikmyndir, sem telia má klass-
Iskar I sovéskri kvikmyndasögu:
myndröðin um Maxim og bylting-
una, en þessar myndir voru gerð-
ar' á árunum 1934-1938 undir
stjórn Grigori Kozintsévs og Leo-
nid Traubergs. Tvær fyrstu kvik-
myndanna um Maxim hafa verið
sýndar margoft áður á vegum
MIR, en siöasta myndin I rööinni,
Viborgarhverfiö, er nú sýnd hér i
fyrsta skipti i kvöld kl. 20.30.
Elna lelkhuslö
með llfsmarkl
- segir Jón Júlíusson nýskloaður iramkvæmdasllórl
Alhýðulelkhússlns
,,Ég hlakka mikið til að starfa
við Albýðuleikþúsið, þvi þarna
er ungt og friskt fólk og þetta er
eina leikhúsið sem eitthvað lifs-
mark var með siðastliðinn vetur
að minu mati” sagði Jón Július-
son, leikari, sem hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Al-
þýðuleikhússins.
Jón kvaðst ætla að taka sér fri
frá leiklistarstörfum næstu eitt
til tvö árin, nema eitthvað sér-
stakt kæmi upp. Hann sagðist
ekki vera alveg ókunnugur
starfi sem þessu, þvi þegar
hann hefði verið I leikhópnum
sem setti upp Skollaleik, en það
var sýnt viða innan lands og ut-
an, hefðu þeir þurft að annast
ailar útréttingar sjálfir. Panta
hús, vinna búninga, setja upp
leikmynd og allt sem til féll.
„Það er samt sem áður margt
nýtt i þessu starfi en það leggst
afar vel I mig
Starfsemi leikhússins er um
það bil að hefjast og það verða
teknar upp sýningar á nokkrum
leikritum sem sýnd vorui fyrra
við mikla aðsókn, svo sem
Blómarósir, Við borgum ekki og
Nornin Baba Jaga. Böðvar Guð-
mundsson er að skrifa leikrit
sem verður sett upp i Alþýðu-
leikhúsinu en að öðru leyti er
verið að hefja undirbuninga að
vetrarstarfinu þessa dagana,”
sagði Jón Júliusson.
— JM
Jón Júliusson leikari hefur starfað að garðyrkjustörfum I sumar og sést hér i þvi hlutverki.
Aihýðuleikhúsið vm slærra húsnæði
Reynum áfram
að fá Slgtún
segir Arnar Jónsson lelkari
„Það vantar hvorki áhuga né
aðsókn hjá Alþýðuleikhúsinu,
heldur húsnæði og aðstöðu”
sagði Arnar Jónsson, leikari,
þegar Visir spurði um hag leik-
hússins sem nú hefur ráðið sér
framkvæmdastjóra. Arnar
sagði að það væri gert til að
samræma starf leikhússins og
gera það markvissara.
„Fölk nær ekki nógu vel sam-
an þegar það er alltaf á hlaup-
um og rétt kemst á æfingar”
sagði hann. „Það verður þvi
bara að ráða fólk með einhver
laun, annars missum við það
bara i aðrar stöður.
Hvort það sé þörf fyrir
Alþýðuleikhúsið? Aðsóknin
hefur ljóslega sýnt að það er
grundvöllur fyrir starfsemi
þess. Enhúsnæðiösemviðerum
i er svo litið að það er alveg á
mörkum að sýningar standi
undir sér. Við höfum verið að
reyna að komast inn i Sigtún við
Austurvöll, en ekki tekist.
Póstur og simi er með mötu-
neyti fyrir starfsfólk sitt þar I
hádeginu, en að öðru leyti er
húsiðekki notað. Viðerum ekki
búin að gefast upp og munum
ýta á að einhver leið verði
fundin til að við fáum afnot af
húsinu — að minnsta kosti á
kvöldin” sagði Arnar Jónsson.
—JM
Arnar Jónsson
Arnar Jónsson I hlutverki Þorleifs Kortssonar I Skollaleik sem
Alþýðuleikhúsið sýndi i fyrra.