Vísir


Vísir - 19.09.1979, Qupperneq 2

Vísir - 19.09.1979, Qupperneq 2
Umsjón: Jónlna Michaels- dóttir og Kjartan Stef- ánsson. NautaKjöt i heilum og hállum skroKkum: TVÍMÆLALAUST HAGKVÆMT segtr Blrgir Marel h|á Klðtmlðslððlnnl „önnin hefst i lok september og stendur raunverulega til jóla- sagði Birgir Marel í Kjötmið- stöðinni þegar Visir spurði hvenær almenningur endurnýj- aði birgðir sinar af nautakjöti I frystinum og hvort það væri fjárhagslega hagkvæmt. „Alveg tvimælalaust, en ég veit þó ekki nákvæmlega hverju munar i heildina. Við seljum nautakjötiö tilbúið innpakkað og tilbúið i frystinn og kilóið af þvi kostar núna 1640 krónur. Til samanburðar má benda á að kiló af nautalundum kostar 6000 krónur, snitzel, 4825 kr., roast- beef 3900 krónur og kiló af nautahakki kostar 2280 krónur. Fólk kaupir ýmist heila eða hálfa skrokka og er meðalþyngd á hálfum skrokki um sextiu kiló. Þar af má reikna með 25-30% rýrnun sem eru bein. Eins og við pökkum nauta- kjötinu geymist það i 12-18 mán- uði i frystikistu. Við seljum einnig svinakjöt i heilum og hálfum skrokkum en fólk kaupir það aðallega kring- um jól og aðrar stórhátiöir. bað þolir ekki eins langa geymslu, en á að vera gott i 6-8 mánuði. Kiló af svinakjöti kostar nú 1690 krónur- ef þaö er keypt með þessum hætti en til samanburð- ar þá kostar til dæmis kíló af bacon hátt á fjórða þúsund krónur. „Annars fer verulega mikið eftir fóðrun og slátrun hvað kjöt geymist lengi” sagði Birgir. -JM VÍSIR Miðvikudagur 19. september 1979 Kvíðirðu vetrinum? Guðjón Bjarnason framreiðslumaður: Ég er ekkert farinn aö hugsa út i veturinn. Þaö er einnþá sól og sumar hjá mér og ég læt bara hverjum degi nægja sina gleöi. Hulda Ingibergsdóttir, ráðskona: Nei, ekki enn. En þegar þú minnist á það, þá hlakka ég ekki tii vetrarins, mér finnst kuldinn leiðinlegur. Marta Sigurðardóttir, verkakona: Ég kviði vetrinum mjög mikið. Mér finnst skamm- degið verst, þvi þá er ég svo þung á morgnana. Þá er þessi endalausi snjór og kuldi niöur- drepandi. Brýnl að stilla Ijúsin sem fyrsl: „VETRARDEKKIN BREYTA ENGU” Guðbjörg Geirsdóttir.vinnurhjá Pósti og slma: Jú, ég er aðeins farin aö kviöa vetrinum. Þetta veröur örugglega erfiöur vetur, snjór og kuldi. Ólafur Jónsson, örorkuþegi : Nei, ég kviði vetrinum ekkert. Ég hræöist kuldann ekki neitt. //Það er hverfandi lítið sem það hefur áhrif á Ijósastillingu bifreiða þegar vetrardekkin eru sett undir og raunar svo lítið að það skiptir engu máli" sagði óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs í samtaii við Vísi vegna fréttar um ofangreint fyrir fáeinum dögum í blaðinu. Óli sagði að þaö væri miklu meira atriði að menn færu timanlega meö bifreiðarnar i ljósastillingu, heldur en þetta ofurlitla prósent sem þarna væri um að ræöa og vildi hann hvetja menn til að fara sem allra fyrst með þær og láta stilla ljósin. Þetta væri svo mik- iö öryggisatriði nú eftir að tekiö væri að skyggja og 31. október væri i rauninni fullseint. „Menn átta sig ekki alltaf á þvf hvað ljósin eru mikiö öryggisatriöi, og setja þau, oft ekki á af þvi þeim finnst þeir ekki sjá neitt betur. En ljósin eru i raun meira atriði fyrir gangandi veg- farendur, ekki sfst sjónskerta og börn, heldur en ökumenn. Ég vil þvi itreka einu sinni enn að menn hafi ljósin f lagi- og spari þau ekki „ sagði Óli H. Þórðarson. — JM. - seglr framkvæmdasljörl Umierðarráðs Nú er tekiðað skyggja og ekki seinna vænna að fara að huga aðljósastillingum. Visismynd: GVA.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.