Vísir - 19.09.1979, Síða 9
9
VlSIR
MiOvikudagur 19. september 1979
V
A síöustu árum hafa umræður um landbúnaðarmál
verið háværar og oft allt annað en málefnalegar.
Meðal almennings og í hópi stjórnmálamanna hafa
risið upp spámenn# sem virðast hafa ráð undir rifi
hverju til lausnar vandamálum landbúnaðarins.
Margt í þessum boðskap er heldur lauslega ígrundað
og sá grunur læðist að mönnum að það sé ekki ein-
göngu áhugi fyrir umbótum á þessu sviði sem ræður
ferðinni/ heldur sé litið á landbúnaðarmálin sem „góð
mál" í hinu daglega pólitíska þrasi og róttækar tillög-
ur í þeim efnum líklegar til vinsælda meðal skatt-
greiðenda. Hefur þetta komið greinilega í Ijós í því
moldviðri/ sem þyrlað hefur verið upp í sambandi við
síðustu hækkun búvara.
Hinn almenni skattþegn þessa
lands er hins vegar fremur illa i
stakk búinn aö dæma um ágæti
slikra kenninga. Málefni land-
búnaöarins eru sérhæfö og
býsna margslungin og hlutlaus
fræösla i þeim efnum af skorn-
um skammti.
Þaö er hins vegar forsenda
fyrir þvi aö hægt sé aö koma á
skynsamlegum umbótum i
landbúnaðarmálum að menn
viki til hliöar allri slagoröa-
mennsku, geri sér raunhæfa
grein fyrir vandanum og séu til-
búnir til aö takast á viö hann i
alvöru.
Vitlaus stefna
Þvi er haldið fram aö vandi
landbúnaöarins sé afleiöing
rangar landbúnaöarstefnu i
áratugi. Þessi fullyröing er aö
verulegu leyti röng. Þvert á
móti var stefnan I fullu gildi allt
fram yfir 1960 og er enn i grund-
vallaratriöum, þótt löngu sé
timabært aö taka suma þætti
hennar til endurskoöunar
veröur rekunum seint kastaö á
þessi grundvallarmarkmiö.
Stefnan á rætur að rekja til þess
þjóðfélagsástands, sem hér rikti
á millistrlðsárunum og á árun-
um eftir siöari heimsstyrjöld-
ina.
A fyrstu áratugum aldarinnar
haföi oröiö veruleg breyting á
búsetu landsmanna. Þéttbýlis-
staöir tóku aö eflast og fólki
fækkaöi i sveitum. Landbúnaö-
urinn stóö höllum fæti I sam-
keppninni viö aöra atvinnuvegi
um vinnuafl og fjármagn.
Rikjandi var skortur á búvör-
um, einkum mjólk og kjör
bænda voru mjög bág. A árun-
um 1924-1947 var leitast viö aö
ráöa bót á þessu ástandi meö
margvislegri lagasetningu, sem
um leiö markar hina opinberu
landbúnaðarstefnu. Megin-
markmiö hennar eru aö stuöla
aö alhliöa framförum I landbún-
aði og þar meö tryggja þjóöinni
nægilegt framboö búvara, aö
tryggja bændum viðunandi lifs-
kjör og aö viöhalda byggöinni
um landiö. Stefnan ber vott um
stórhug og framsýni þeirra
stjórnmálamanna, sem þá voru
uppi og er grundvöllur þeirra
geysilegu framfara, sem oröiö
hafa i landbúnaðinum siöustu
áratugina. Framfarir þessar
hafa jöfnum höndum komið
framleiöendum og neytendum
til góöa. Menn ættu aö hafa þaö i
huga þegar andmælt er þeim
framlögum sem landbúnaöur-
inn hefur fengiö af opinberu fé
til jarðræktar og húsabóta, aö
hér er um óbeina niöurfærslu á
verölagi búvara að ræöa, án
þessarar aöstoöar og annarrar
svipaörar væri verölag búvara
mun hærra en nú er. Sömuleiöis
hefur ávallt verið tekiö tillit til
framleiösluaukningar viö verö-
lagningu búvaranna og hagræö-
ing i landbúnaöinum þannig
komiö neytendum til góöa i
lægra vöruveröi. Frá 1940 hefur
heildarframleiðslumagn I land-
búnaöi þrefaldast þrátt fyrir
þaö aö meira en helmingi færra
fólk starfar nú viö búvörufram-
leiöslu en fyrir 38 árum. A sama
Hákon Sigurgrimsson, aö-
stoöarmaöur landbúnaðarráö-
herra, skrifar hér um land-
búnaöarstefnuna og segir meöal
annars, aö nú hafi bændur feng-
iö i hendur þau stjórntæki, sem
þeir hafi svo lengi beöiö eftir, en
áhrifa þeirrar stjórnunar muni
ekki gæta strax, heldur muni
þaö taka nokkur ár aö ná fram-
leiöslunni niöur I hæfilegt magn.
tima hefur framleiösluverö-
mæti á hvern mann fjórfaldast.
Allir stjórnmálaflokkarnir
komu nokkuö viö sögu þessarar
stefnumótunar og ekki var um
hana umtalsveröur ágreiningur
fyrr en eftir 1960.
Stefnubreytingin 1960
Áriö 1960, viö upphaf viöreisn-
artimabilsins, var gerö breyting
á framleiðsluráöslögunum, sem
fól i sér verulega stefnubreyt-
ingu. Framleiösla búvara haföi
þá aukist töluvert og fariö var
aö flytja út kindakjöt i nokkru
magni og þaö ár fullnægöi
mjólkurframleiöslan I fyrsta
sinn innlenda markaönum. Til
aö bæta halla af útflutningi
kindakjöts var lagt gjald á sölu
þess innanlands. Þessu undu
viösemjendur bænda I Sex-
mannanefnd illa og kröföust
niöurfellingar gjaldsins. Réttur
framleiöenda til slikrar gjald-
töku var hins vegar staöfestur
fyrir dómi.
Mistök í lagasetningu
Þær deilur, sem aö framan er
getiö, leiddu til þess aö upp voru
tekin ákvæöin um útflutnings-
bætur. Það sem fyrir mönnum
vakti meö útflutningsbótunum
var aö veita bændum vissa
tekjutryggingu, þ.e. aö tryggja
þeim fullt verö fyrir nokkurt
magn framleiöslu, sem væri
umfram innlendar þarfir.
Þetta var taliö nauösynlegt
vegna sveiflna i framleiöslunni
af völdum árferöis og átti jafn-
framt að vera neytendum
trygging fyrir þvi aö ætlö væri
nægilegt framboö búvara fyrir
innlenda markaöinn.
(Jtflutningsbótaákvæöin út af
fyrir sig eru skynsamleg og
raunar i fullu gildi enn i dag, en
viö setningu þeirra uröu þau al-
varlegu mistök aö engin ákvæöi
voru sett um hvernig hemja átti
framleiðsluna innan skynsam-
iegra marka, miöaö viö mark-
aösaðstæöur og er þar komiö aö.
stærsta annmarka landbúnaö-
arstefnunnar. Akvæöi þessi
reyndust mjög framleiöslu-
hvetjandi og þegar áriö 1964 var
bótarétturinn nýttur nær aö
fullu. Þegar engar aögeröir til
framleiösluhömlunar voru
haföar i frammi, varö sá skiln-
ingur smám saman algengur aö
hér væri um aö ræöa eins konar
kvótarétt, sem eölilegt væri aö
nýta aö fullu. Þar meö höföu
þessi ákvæöi fjarlægst mjög
upprunalegan tilgang sinn, aö
vernda bændur fyrir áföllum
vegna sveiflna I framleiöslunni.
Hefur það komiö greinilega i
ljós i góöæri undanfarinna
þriggja ára.
Hver ber ábyrgðina?
Fljótlega upp úr 1960 geröu
framsýnir menn i forystuhópi
bænda sér Ijóst hvert óheft
framleiöslustefna myndi leiöa
og á aðalfundi Stéttarsambands
bænda 1966 komu fyrst fram til-
lögur um aögerðir til fram-
leiöslustjórnunar. Hefur þetta
veriö ein meginkrafa bænda-
samtakanna æ siöan, aö fá lög-
festar heimildir til aö hafa
stjórn á framleiðslunni. Fjarri
fer þvi aö bændur hafi almennt
veriö sammála I þessu efni, en
forystumenn þeirra verða ekki
sakaöir um aö hafa ekki séö
hættuna og varaö viö henni. Þvi
veröur tæpast fram hjá þvi
gengiö aö Alþingi ber megin-
ábyrgöina á þvi hvernig komiö
er i framleiöslumálum landbún-
aöarins.
Allar tilraunir til aö fá þessu
kerfi breytt hafa mistekist þar
til 6. april á þessu ári, þegar Al-
þingi samþykkti loks frumvarp
landbúnaöarráöherra um heim-
ildir til framleiöslustjórnunar.
Ekki er hægt aö kenna einum
stjórnmálaflokki hér um fremur
en öörum. Menn úr öllum flokk-
um hafa átt þátt i aö koma I veg
fyrir slika lagasetningu, ýmist
af misskilinni verndarhugsjón
gagnvart landbúnaöinum eöa
vegna þess aö þá skorti viösýni
til aö taka þátt i aö leysa máliö á
raunhæfan hátt. Þetta kom
mjög glöggt I ljós 1972, þegar
þingmenn úr öllum flokkum
sameinuðust um aö hindra
framgang frumvarps þáverandi
landbúnaöarráöherra um
breytingar á Framleiösluráös-
lögum. Ef þaö frumvarp heföi
veriö samþykkt, má meö nokk-
urri vissu fullyröa, aö hægt
heföi veriö aö koma i veg fyrir
offramleiðslu siöustu ára.
Sanngjörn krafa
Nú hafa bændur loks fengiö I
hendur þau stjórntæki, sem svo
lengi hefur veriö beöiö eftir.
Ahrifa slikrar stjórnunar fer
hins vegar ekki strax aö gæta og
þaö mun taka nokkur ár að ná
framleiöslunni niöur i hæfilegt
magn. Það veröur þvi aö teljast
sanngjörn krafa, með tilliti til
þe'ss sem aö framan er rakiö, aö
þjóöfélagiö komi nokkuö til
móts viö bændur vegna erfiö-
leikanna nú meö þvi aö verja
auknu fé til útflutningsbóta á
þessu og næsta ári. Jafnframt
er nauösynlegt aö ætla bændum
nægilegan umþóttunartima til
aö ná tökum á framleiöslumál-
unum og byggja upp nýjar bú-
greinar, sem fyllt geti það skarö
sem myndast þegar dregur úr
nautgripa- og sauöfjárrækt.