Morgunblaðið - 21.09.2001, Side 1

Morgunblaðið - 21.09.2001, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 0 1 B L A Ð B  LJÓSAHÖNNUN – FULLKOMIÐ FRELSI/2  BÍTILL GEGN MJÓLK/2  SAMSKYNJUN – ÞAU HEYRA LITI OG SJÁ HLJÓÐ/4  SENDIBRÉF – MÍN HJARTKÆRA ÁSTMEY!/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  Nábleikt og skuggalegt KVEÐJIÐ sakleysið og felið ykkur myrkraöflunum á vald eru skilaboð nýjustu erlendu tískutímaritanna um förðunina í vetur. Andi drauga, vamp- ýra og blóðsugna svífur yfir vötnunum. Andlitið á að vera nábleikt og augn- umgjörðin skuggaleg. Varirnar eru ýmist nánast litlausar eða áberandi rauðar, fjólubláar – jafnvel svartar. Neglurnar hárbeittar og dökkar. Tískusérfræðingur The Sunday Tim- es minnir á að fötin verði að vera í stíl við förðunina. Skilaboðin eru skýr. „Láttu þér ekki detta neitt annað í hug en svört föt með svörtum fylgihlutum í vetur,“ segir hann. „Dragið fram fylgi- hluti ekkjunnar, lafandi eyrnalokka og dapurleg hálsmen með glitrandi stein- um.“ Kynæsandi hryllingur Von er að spurt sé hvaðan hrylling- urinn komi og böndin berast að þunga- rokkaranum Marilyn Manson. Aðdá- endur goðsins víða um heim hafa fetað í fótspor hans með því að mála andlit sitt hvítt og augnumgjörðina svarta. Lík- amsþjálfun, hreinleiki og guðstrú eru víðsfjarri. Manson stendur fyrir stjórn- leysi og hryllingi í guðlausum heimi. Style heldur því fram að hryllingur hafi alltaf verið kynæsandi og bendir því til stuðnings á áhorfstölur fyrir sjónvarpsseríurnar um blóðsuguna Buffy. Með sama hætti virðist nærtækt að benda á vinsældir galdrastráksins Harrys Potters og hans hyskis í heima- vistarskólanum víðfræga. Enn er hægt að nefna sígilda baráttu góðs og ills í Hringadróttinssögu og áfram væri hægt að telja. Ef fram heldur sem horf- ir fara vinsældir hryllingsins heldur ekki dvínandi. Þvert á móti er búist við að áhrifin verði sífellt ýktari og spilar þar inn í að verið er að hefja tökur á sex svokölluðum Hammer-hryllings- myndum. Lögmál fallið úr gildi Á Íslandi er ekki búist við að förðunin verði jafn ýkt og sagt er frá í erlendum tískutímaritum í vetur. Þó er hægt að greina ákveðna áherslubreytingu og ber afgerandi dökka augnumgjörð þar hæst. Gamla lögmálið um að ann- aðhvort eigi að leggja áherslu á augn- umgjörð eða varir er fallið úr gildi. Núna eru varirnar ýmist nánast litlaus- ar eða málaðar áberandi litum. Kinna- litur er aftur kominn í tísku og dökk lína kringum augun er nauðsynleg til að tolla í tískunni. Dæmi eru um að lín- an sé látin ná út fyrir augnlokin til að draga fram eins konar Kleópötru- augnsvip. Varablýantar eru aðeins not- aðir til að skerpa línuna í kringum gloss eða varalit. Mest áberandi litirnir eru fjólublátt, plómulitur, vínrauður, brúnt og grænt þótt allir litir séu í rauninni í tísku. Þar með talinn hárauði liturinn því eins og Guðrún Ingólfsdóttir, snyrtifræðingur í Clöru í Kringlunni, hefur eftir Coco Chanel þá geta allar konur borið rautt og gyllt. FÖRÐUN Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilbrigði við stef – nýj- asta nýtt í tískuförðun dregur dám af útliti þunga- rokkarans Marilyn Man- son. Ekki er þó búist við því að íslenskar konur eigi eftir að bera jafnýkta förðun í vetur. Þórunn Gunnarsdóttir förð- unarmeistari farðaði fyrirsætu í vetr- arlitunum frá Marbert og Hard Candy.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.