Morgunblaðið - 21.09.2001, Page 4
DAGLEGT LÍF
4 B FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LITBRIGÐI hljóðs og orða nefnist fyrirlestu
dr. Maríu K. Jónsdóttur sálfræðings sem hal
inn verður 26. október nk. fyrir starfsfólk
Landspítala – háskólasjúkrahúss. María, sem
sinnir sjúklingum á taugalækningadeild og
öldrunardeild Landspítala – háskólasjúkra-
húss, segist lengi hafa haft áhuga á sam-
skynjun og lesið sér til um efnið.
Fyrirlesturinn segir hún byggðan á fróðle
sem hún hafi aflað sér úr ýmsum áttum en ek
eigin rannsóknum. Raunar kveðst hún aðein
hafa kynnst einum samskynjandi manni á æv
inni. „Það var fyrir algjöra tilviljun,“ segir h
„enda eru í mesta lagi 150 Íslendingar sam-
skynjandi miðað við tíðnitölur Baron-Cohen
og einungis 11 miðað við Cytowics. Þeir leita
ekki til lækna eða sálfræðinga vegna samsky
unar sinnar því að ástandið er ekki sjúklegt
þeir lifa alla jafna eðlilegu lífi. Umræddur m
ur kom til mín í kjölfar slyss, en í samtölum
okkar kom fram að hann sá tölur og stafi í li
um. Þannig hafði hann alltaf séð og hafði ek
hugmynd um að til væri læknisfræðileg skil-
greining um skynjun af þessu tagi,“ segir
María og játar að sér hafi þótt skemmtilegt a
geta sagt honum hvers kyns væri.
„Mér fannst mikill fengur í að hitta sam-
skynjandi mann augliti til auglitis og ég hef
áhuga á að fá hann til frekari rannsóknar.“
Þegar María er spurð nánar út í áhuga sin
samskynjun kemur upp úr dúrnum að sjálf
skynjar hún árið eins og kassa, þar sem janú
er neðst til vinstri, og vikuna eins og beina
braut með helgidögum í svörtum ferningum
Áþekka skynjun segir hún þó sennilega býsn
algenga og ekki flokkast undir samskynjun.
„Þegar ég var í framhaldsnámi í Houston
Texas fyrir um 12 árum rakst ég á bókina
Synesthesia: Union of the Senses eftir Cytow
og þótti margar skýringarmyndir, sem þar v
að finna, svipa til sýnar minnar á árið og vik
una,“ segir María, sem æ síðan hefur velt fyr
sér ýmsum afbrigðum samskynjunar. Til dæ
is finnst henni tilgáta kollega síns afar athyg
isverð en hann velti fyrir sér hvort þeir sem
árur með fólki gætu verið samskynjandi.
S
KYNFÆRIN fimm; augu,
eyru, nef, bragðlaukar og
húð, nema hvert um sig
mismunandi áreiti, innan
eða utan líkamans, breyta
þeim í taugaboð og senda til heilans.
Þar eru upplýsingarnar túlkaðar
þannig að menn sjá, heyra, finna lykt,
bragð og snertingu. Allt lýtur þetta
lögmálum náttúrunnar og eflaust
velkjast fáir í vafa um hvaða hlutverki
hvert skynfæri gegnir. Varla sjá
menn með eyrunum, hlusta með aug-
unum eða finna bragð með nefinu eða
húðinni ... eða hvað?
Synesthesia eða samskynjun (í
grísku er syn = saman og aesthesia =
skynjun) er talin vera ósjálfráð víxl-
verkun skynfæranna, sem getur vald-
ið því að menn sjá hljóð, stafi, orð, ilm
eða sársauka í lit, finna lykt af tölu-
stöfum, bragð af blómum án þess að
smakka á þeim og jafnvel orðum, svo
dæmi séu tekin. Svokallað hugtaka-
samskyn er líka þekkt, en þá sjá menn
eitthvað óhlutbundið, t.d. daga, vikur,
mánuði og ár, jafnvel stærðfræðiút-
reikninga, taka á sig ýmsa lögun nær
eða fjær.
Þekkt fyrirbæri
Þótt samskynjun hafi lengi vel ekki
verið skilgreind sem slík, lýstu heim-
spekingarnir Pýþagóras (582-500 f.K)
og Aristóteles (384-322 f. K.) einkenn-
um hennar og fræg er saga breska
heimspekingsins John Lockes um
blinda manninn, sem sá skarlatsrautt
þegar hann heyrði í trompeti, (An
Essay Concerning Human Under-
standing, 1690).
Læknavísindin uppgötvuðu tilvist
þessa flókna fyrirbæris fyrir þrjú
hundruð árum, en gáfu því ekki mik-
inn gaum fyrr en kringum aldamótin
1900 að vísindamenn urðu skyndilega
áhugasamir og hófu rannsóknir af
miklum móð. Þeir lögðu þó fljótlega
árar í bát enda var þekking á starf-
semi heilans takmörkuð og nauðsyn-
leg tækni ekki fyrir hendi. Ekki er
heldur ósennilegt að þá, eins og enn
örlar á, hafi samskynjandi verið tregir
til að ljóstra upp um óvenjulega
skynjun sína af hræðslu við að verða
að athlægi eða jafnvel álitnir sturlað-
ir.
Aukinn áhugi
Grein dr. Larry Marks, sálfræð-
ings við Yale háskóla, um fyrstu rann-
sóknir á samskynjun, sem birtist í
Psychological Bulletin árið 1975, rauf
áratuga þögn. Í byrjun áttunda ára-
tugarins vöktu athygli nokkrar grein-
ar eftir dr. Richard E. Cytowic tauga-
sjúkdómafræðing um samskynjandi,
sem hann hafði haft til meðferðar.
Hann hélt því fram að samskynjun
ætti rætur í „vanþróaðri“ hluta heil-
ans, sem einkum stýrir geðhrifum,
fremur en þar sem skipulögð hugsun
verður til. Kenningar hans virtust
ekki fá mikinn hljómgrunn hjá koll-
egum og sálfræðingum, en vöktu þó
áhuga margra, sem hófu í kjölfarið að
rannsaka fyrirbærið. Cytowic lét
heldur ekki deigan síga og skrifaði
kennslubókina Synesthesia: Union of
the Senses árið 1989 eða Samskynjun:
Sameining skynfæranna og 1993 The
Man Who Tasted Shapes, sem gæti
útlagst sem Maðurinn sem fann bragð
af lögun.
Á liðnu vori stóðu bandarísk sam-
tök um samskynjun (The American
Synesthesia Association, ASA) í
fyrsta skipti fyrir ráðstefnu, sem
haldin var í Princeton háskólanum.
Þar lífguðu rithöfundar, kvikmynda-
gerðarmenn og aðrir listamenn upp á
samkunduna með frásögnum af
hvernig samskynjun væri innblástur
fyrir sköpunargáfu þeirra. Fyrirlestr-
ar vísindamanna voru vitaskuld á
fræðilegu nótunum, en aðalfyrirlesar-
inn dr. Peter Grossenbacher tauga-
sálfræðingur við Naropa-háskólann,
sem gegnir rannsóknarstöðu við
bandarísku geðheilbrigðisstofnunina
(The National Institute of Mental
Health), fjallaði meðal annars um
mikilvægi aukinnar þekkingar á sam-
skynjun fyrir mannkynið á tuttugustu
og fyrstu öldinni.
Fjöldi greina og fréttapistla í blöð-
um og tímaritum, vefslóðir og spjall-
rásir á Netinu vitna um aukinn áhuga
taugasjúkdómafræðinga, sálfræðinga
og almennings, þar á meðal sam-
skynjandi sjálfra, á fyrirbærinu.
Orsakir og tíðni
Margar kenningar um líffræðilegar
orsakir samskynjunar hafa komið
fram og ber þeim ekki allskostar sam-
an. Dr. Simon Baron-Cohen, sálfræð-
ingur við Cambridge-háskólann, telur
að í frumbernsku séu allir samskynj-
andi vegna ofgnóttar taugasambanda
í heilanum. Með auknum þroska
fækki þessum taugatengingum og þá
fari boðin hver sína hefðbundnu leið.
Máli sínu til stuðnings bendir Baron-
Cohen á að ungbörn sýni sömu tauga-
viðbrögð við skæru ljósi og hávaða.
Þótt sumir fræðimenn aðhyllist tilgát-
una eru aðrir sem efast. Þeir segja
hana ekki standast vegna þess að
ákveðin skynörvunarlyf geti valdið
tímabundinni samskynjun og afar
ótrúlegt sé að ný taugasambönd
myndist og hverfi næstum jafnharðan
eftir neyslu LSD eða annarra of-
skynjunarlyfja.
Grossenbacher talar um aftur-
virkni skynjunar frá heilanum til
„rangra“ skynfæra, en segir heila-
byggingu samskynjandi þó ekki frá-
brugðna annarra. Heili þeirra vinni
bara öðruvísi en annarra með tengsl
tilfinninga og skynjunar. Varnir sam-
skynjandi til að hindra að boðin fari
ranga leið hafi af einhverjum ástæð-
um brostið og því séu fleiri en ein gátt
opin fyrir skynjun sem alla jafna eigi
sér eina boðleið.
Dr. Vilayanur Ramachandran, for-
stöðumaður heila- og skynjunar rann-
sóknarstöðvar (The Brain and Per-
ception Laboratory) í Kaliforníu,
segir ákveðin svæði heilans vinna úr
mismunandi upplýsingum um liti,
skarpar brúnir, hreyfingu, andlit, lík-
amshluta, nafnorð, sagnorð og þar
fram eftir götunum. Ramachandran
veltir því fyrir sér hvort það sé til-
viljun að svæðið þar sem úrvinnsla
frumlita verði sé nálægt svæðinu sem
vinni úr stöfum og tölustöfum. Hann
bendir líka á að önnur úrvinnslustöð
lita í heilanum sé nálægt svæðinu sem
vinni úr hljóði og því sjái sumir liti
þegar þeir heyri hljóð.
Framangreint er afar einfölduð
lýsing á örfáum líffræðilegum tilgát-
um um samskynjun, sem komið hafa
fram á liðnum árum. Flestar hníga
þær þó í sömu átt og óljósar kenn-
ingar um víxlverkun í heilanum, sem
læknar settu fram fyrir meira ein eitt
hundrað árum. Núna eru miklar vonir
bundnar við að nýjar aðferðir og
tækni, sem notuð er við atferlisrann-
sóknir, kannanir á úrvinnslu í heilan-
um og tæki sem erfðafræðingar á
sviði sameindalíffræði nota, verði til
að varpa ljósi á hvernig raunverulega
er í pottinn búið.
Tíðni samskynjunar virðist líka
vera byggð á getgátum og ber mikið á
milli. Cytowic telur að a.m.k. einn af
hverjum tuttugu og fimm þúsund sé
haldinn samskynjun af einhverju tagi,
annað hvort ruglist taugaboð tveggja
skynfæra eða allra fimm. Baron-
Cohen tekur dýpra í árinni og giskar á
einn af hverjum tveimur þúsundum.
Fleiri konur en karlar eru
samskynjandi
Rífandi gangur virðist vera í rann-
sóknum á samskynjun víða um heim
og stöðugt birtast niðurstöður ýmissa
prófana. Fram hefur komið að hvorki
er hægt að læra né tileinka sér sam-
skynjun, sem sé ósjálfráð og eigi
hvorki rætur að rekja til ímyndunar
né ofskynjana. Dr. Lawrence Marks,
sálfræðingur við Yale-háskólann, seg-
ir að þeir sem ekki séu samskynjandi
upplifi samskynjun einungis sem of-
sjónir eða undir áhrifum ofskynjunar-
lyfja á borð við LSD. Dæmi eru um að
flogaveikiköst og raflostsmeðferð
kalli fram tímabundna samskynjun.
Þá þykir ljóst að mun fleiri konur en
karlar eru samskynjandi, meirihlut-
inn er örvhentur og samskynjun
gengur oft í erfðir. Cytowic kveðst þó
aldrei hafa rekist á að samskynjun
erfist frá föður til barns. Samskynj-
andi eru oftast vel greindir, koma
svipað út úr taugafræðilegum prófun-
um og aðrir og virðast hvorki haldnir
geðsjúkdómum né öðrum sjúkdómum
í ríkari mæli en aðrir hópar. Goðsögn-
in um að listamenn séu öðrum fremur
samskynjandi virðist ekki eiga við rök
að styðjast og fremur talin helgast af
því að samskynjandi í þeirra hópi eru
oft fúsir að tala um reynslu sína.
Að sögn Cytowics telja flestir sam-
skynjandi sjálfa sig framúrskarandi
minnisgóða og þakka það ekki síst
samskynjuninni. Honum virðist
mörgum þeirra tamt að hafa röð,
reglu og samræmi á hlutunum. Þá
segir hann athuganir sínar hafa leitt í
ljós að í um 15% tilvika komi les-
blinda, einhverfa eða athyglisbrestur
fram þar sem samskynjun er ætt-
geng.
Blessun eða böl
Yfirleitt er ekki fjallað um sam-
skynjun sem veilu. Baron-Cohen seg-
ir það gæfu að hafa fleiri taugasam-
bönd en gengur og gerist. Í samtölum
hefur komið fram að allflestir sam-
skynjandi telja eiginleikann fremur
blessun en böl og forréttindi að
skynja heiminn í fleiri víddum en aðr-
ir. Undir yfirborðinu upplifa sam-
skynjandi þó stundum sorg og ein-
angrun eins og eftirfarandi frásögn á
vefsíðu gefur til kynna:
„Það er svo margt í lífinu sem velt-
ur á spurningunni: „Sérðu það sem ég
sé?“ – sem er ein af undirstöðum fé-
lagslegra tengsla. Stundum líður
manni eins og að vera einn í heim-
inum, yfirgefinn á eigin eyðieyju
gulra P-éa, grænblárra þriðjudaga og
vínlitaðra V-a,“ skrifar Duffy.
Einu sinni hafði rússneski tauga-
sjúkdómafræðingurinn A.R. Luria
mann til meðferðar, sem vegna sam-
skynjunar sinnar átti bágt með að lifa
eðlilegu lífi. Hversdagsleg atvik gátu
komið honum algjörlega úr jafnvægi.
Eins og þegar hann ætlaði að bjóða
vinkonu sinni upp á ís: „Ég spurði
hana með hvaða bragði hún vildi.
„Tutti Frutti,“ svaraði hún, en í þann-
ig tón að mér fannst glóandi kolamol-
ar ryðjast út úr munninum á henni.
Úr því hún svaraði svona fékk ég mig
ekki til að kaupa ísinn.“ Sami maður
kvaðst skynja raddir sumra eins og
blómvönd og hann yrði stundum
ósjálfrátt svo áhugasamur um sjálfar
raddirnar að hann gæti ekki fylgst
með því sem væri sagt. Oft birtust
þær sem reykur eða þoka og því
meira sem fólk talaði þeim mun erf-
iðara átti hann með að skilja það. Að
lokum kæmi fyrir að hann missti
þráðinn og botnaði ekki neitt í neinu.
Um tuttugu afbrigði
Líkt og öðrum er farið, finnst sam-
skynjandi eigin skynjun algjörlega
eðlileg. „Okkur hættir til að gera ráð
fyrir að raunveruleikinn sé eins hjá
öllum,“ segir Grossenbacher og er
sannfærður um að samskynjandi geti
veitt dýrmæta innsýn í leyndardóm
mannlegrar vitundar.
Af um tuttugu afbrigðum sam-
skynjunar er algengast að fólk sjái
eitthvað, sem gæti allt eins verið
grænar öldur eða bleikir þríhyrning-
ar, þegar það heyrir tiltekið hljóð.
Einnig er algengt að samskynjandi
sjái sérstaka liti í orðum, bók- og tölu-
stöfum. Rannsókn sem Baron-Cohen
og samstarfsmenn hans gerðu árið
1993 þykir renna stoðum undir að
samskynjun sé ósjálfráð og varanleg.
Þeir fengu tvo hópa, annars vegar þá
sem ekki voru samskynjandi og hins
vegar samskynjandi, til að lýsa hvaða
liti bókstafir, orð og setningar kölluðu
fram. Í sams konar prófi viku síðar
voru svör 37% í fyrrnefnda hópnum
ekki í samræmi við fyrri svör þeirra,
en hins vegar voru 92% samskynjandi
fullkomlega samkvæmir sjálfum sér
einu ári síðar. Síðari rannsóknir Bar-
on-Cohens og félaga með jáeindar út-
geislun í sneiðmyndatöku og virkri
segulómun sýndu fram á að viðbrögð
við hljóðum komu fram sem örvun í
sjónsvæði heilans hjá þeim samskynj-
andi, sem kváðust heyra í lit.
Er 5 grænt eða gult?
Sem lítil stúlka hafði Carol Crane,
47 ára sálfræðingur, ekki hátt um að
henni fannst sem einhver væri að
blása á ökklana á sér í hvert skipti
sem hún heyrði spilað á gítar. Eða að
píanólög þrýstust efst á bringuna rétt
fyrir ofan hjartað og New Orleans-
djass skall á henni eins og þungir,
beittir regndropar. Ekki fannst henni
heldur viðeigandi að flíka stöfunum
„sínum“ og tölustöfum, sem höfðu
sinn litinn hver. Til dæmis kallaði A
alltaf fram gráblátt, og tölustafurinn 4
tómatrautt. Crane ákvað að eiga litina
á stöfunum og snertingu tónlistarinn-
ar ein með sjálfri sér eftir að hafa allt-
of oft horft í tómleg og skilningsvana
augu. Fyrir þremur árum vissi hún
ekki einu sinni að til væri orð yfir
skynjun af þessu tagi. Eða þar til hún
hafði spurnir af að Grossenbacher
leitaði að aðstoðarfólki við rannsóknir
á samskynjun. Crane fór á fund hans
og spurði: „Hverjir eru samskynj-
Þau heyra liti
og sjá hljóð
Stafir og orð birtast þeim í litum. Jafnvel
hljóð sem grænar öldur eða bleikir þríhyrn-
ingar. Sumum finnst djass skella á sér eins
og þungir, beittir regndropar. Og aðrir
finna bragð af lögun. Valgerður Þ. Jóns-
dóttir rataði á ýmsar slóðir um samskynjun
og líka til Elínar Klöru Grétarsdóttur Bend-
er, sem á sér litríkara líf en flestir aðrir.
„Herrar mínir, svolítið blárra, ef þi
Franz Liszt til að útskýra tóninn þe
Weimar um miðj
Sam kynjuns
ÍSLENSKIR SÁ
Ellefu eða
eitt hundrað
og fimmtíu?