Morgunblaðið - 21.09.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.09.2001, Qupperneq 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Daily Vits FRÁ Apótekin Fríhöfnin S ta n sl a u s o rk a Inniheldur 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. H á g æ ð a fra m le ið sla SENDIBRÉFIÐ var hér áðurfyrr mikilvægasti upplýs-ingamiðill fólks. Í þá dagaskrifuðu menn langar rit- gerðir um lífið og tilveruna, upplýstu um eigin hagi, sögðu frá tíðindum heima í héraði og spurðu frétta. Menn leituðu sér kvonfangs með því að skrifa bónorðsbréf, sem var í rauninni sérstök list á þeim tíma. Jafnframt gátu menn átt von á því að fá upp- sagnarbréf í pósti, eins og fjallað er um í þekktum dægurlagatexta frá miðri síðustu öld: „Kæri Jón, er þér berst þetta bréf, burtu farin verð þér frá...“ Þetta var fyrir tíma margmiðlunar og upplýsingabyltingar. Það er af sem áður var að menn setjist niður í rólegheitum og eyði kvöldinu í að skrifa sendibréf til ættingja og vina. Þó eru sjálfsagt einhver dæmi um slíkt enn, þótt flest bendi til að hið dæmigerða sendibréf sé á hröðu und- anhaldi fyrir tilstuðlan talsíma- og tölvutækni. Sjálfsagt hefur þessi þró- un hafist í einhverjum mæli með til- komu símans á fyrri hluta 20. aldar en farsímabylt- ingin og stórstígar fram- farir í tölvutækninni nú á seinustu árum hafa án efa orðið til að draga mjög úr hefðbundnum sendibréfaskrifum. Nú skrifa menn vinum og kunningjum tölvupóst og fá svar um hæl, eða það sem auðveldara er, hringja bara úr farsímanum og það næst í viðkomandi nánast hvar og hve- nær sem er, því „gemsinn“ fylgir manninum hvert sem hann fer og sefur aldrei. Sú spurning hlýtur að vakna hvort mikils sé misst þótt sendibréfið leggist af? Hér áður fyrr var bréfið einn af fáum kostum til að koma upplýsingum á framfæri, en með bættum samgöngum og aukinni bóka- og blaðaútgáfu á nítjándu öld dró úr mikilvægi sendibréfsins sem upplýsingamiðils, þótt eftir sem áður væri það mikilvæg heimild um per- sónulega hagi fólks og daglegt líf al- mennings í landinu. Með tilkomu tal- símans fóru menn að skiptast á upplýsingum um persónulega hagi sína í gegnum símann. Þar með hurfu mikilvægar heimildir um daglegt líf fólks út í loftið. Ungur sagnfræðinemi hafði það eftir kennara sínum í fyr- irlestri í Háskóla Íslands að líklega væri síminn einhver versta uppfynd- ing sem fram hefði komið út frá sjón- arhóli sagnfræðinnar: „Allt sem sagt er í símann er tapað,“ sagði fyrirles- arinn og má það vissulega til sanns vegar færa. Eins og meðferð hjá sálfræðingi Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur er þó fullur bjartsýni fyrir hönd sendibréfsins og telur að þegar nýjabrumið fari af tölvu- tækninni muni menn átta sig á gildi bréfsins á ný og fara aftur að skrifa upp á gamla mátann. „Ég held að bréfaskrif muni ekki deyja út og það form eigi eftir að koma aftur,“ sagði Sigurður Gylfi. „Við erum núna stödd í miðri hringiðu tækninýjunganna. Tölvupósturinn tiltölulega ný upp- fynding og þar af leiðandi spennandi í huga fólks. Menn munu síðan átta sig á að bréfaskriftir hafa sömu eigin- leika og dagbókarskrif. Dagbókar- og bréfaskriftir eru for- réttindi þeirra sem hafa skynsemi til að nýta sér þetta form. Þetta er miðill sem fyrst og fremst beinist inn á við, að þér sjálfum. Þarna ertu í rauninni að tala við sjálfan þig um það sem er að gerast í þínu lífi. Þetta er eins og meðferð hjá sálfræðingi. Þú setur nið- ur á blað það sem þú ert að hugsa, þú greiðir úr ákveðnum flækjum í lífi þínu og ég er sannfærður um að þess- ir miðlar, dagbókin og sendibréfið, muni lifa áfram þrátt fyrir allar tækninýjungar. Ég er þeirrar skoð- unar að sífellt fleiri séu að átta sig á gildi þeirra tækifæra sem bréfa- og dagbókarskriftir gefa til íhugunar og sjálfskoðunar í heimi hraða og stundargleði.“ Sigurður Gylfi kvaðst hafa reynt það á sjálfum sér hversu mikils virði bréfaskriftir væru fyrir einstakling- inn: „Þegar ég var við sagnfræðinám í Bandaríkjunum, hálfgerður táningur, stóð ég sjálfan mig að því að vera allt í einu farinn að skrifa bréf til ættingja og vina. Og mér til mikillar furðu var ég býsna viljugur að skrifa þessi bréf. En ég fann að þetta var mér ákveðinn léttir, að setjast niður og lýsa því sem var að gerast í lífi mínu. Ég tók saman ýmislegt sem sótti á mig því ég var kominn í framandi umhverfi, fram- andi menningu og var alltaf að hitta nýtt fólk. Ég þurfti bara að losa um spennuna sem fylgdi þessum breyttu lífsháttum. Fyrir bragðið veit ég að í foreldrahúsum eru til yfir tvö hund- urð bréf frá mér og ég fékk ennþá fleiri á móti, frá ættingjum og vinum, og mörg þeirra hef ég varðveitt. Þau skipta hundruðum bréfin sem bara faðir minn skrifaði mér á þessu tíma- bili. Eftir að faðir minn lést á síðasta ári fór ég í gegnum mikið af hans gögn- um og fann þá þessi bréf sem ég hafði sent foreldrum mínum. Í framhaldi af því fór ég að leita eftir öllum bréf- unum sem ættingjar og vinir höfðu sent mér og fann yfir fimm hundruð bréf. Þetta er feikilegur fjársjóður í mínum huga. Það var slembilukka að þessi bréf varðveittust því ég gerði mér enga grein fyrir á sínum tíma hversu mikils virði þau voru mér í raun. Pabbi skrifaði mér stundum tvisvar í viku og var eins og nítjándualdar- maður í þeim skilningi nema að hann hljóp út í pósthús með vissu millibili og sendi bréfin, en á nítjándu öld lá fólk á þeim í margar vikur og bætti við á hverjum degi. En það sem vakti athygli mína í þess- um bréfum var hversu mikið var að gerast í lífi þessa fólks og hve miklu af því ég hafði gleymt, tíu árum seinna, og það jafnvel fréttnæmum atburð- um. Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir lestur og skoðun bréfanna að stærsti eiginleiki mannskepnunnar væri hæfileikinn til að gleyma. Við myndum ekki komast í gegnum lífið öðruvísi.“ Persónulegar heimildir Sigurður Gylfi lauk BA-prófi í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands 1984 og MA-prófi í sagnfræði frá Carnegie Mellon University í Bandaríkjunum 1987 og doktorsprófi frá sama skóla 1993, en doktorsrit- gerðin fjallar um íslenska alþýðu- menningu 1850 til 1940. Rannsóknar- svið hans er félagssaga, með sérstaka áherslu á einsögu, sem nefnd er á ensku „microhistory“. Hann er, ásamt Kára Bjarnasyni íslenskufræð- ingi, ritstjóri ritraðarinnar „Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar“, sem meðal annars hefur gefið út dagbæk- ur, bréf og ýmsar persónulegar heim- ildir frá því á átjándu öld og til okkar daga. Á námskeiði, sem hann kennir í Háskóla Íslands, er fjallað um minn- ið, söguna og persónulegar heimildir. „Persónulegar heimildir byggjast að hluta á minni manna, því að rifja upp ýmislegt úr fortíðinni. Ég hef notað persónulegar heimildir í mín- um rannsóknum, eins og til dæmis í bókinni „Menntun, ást og sorg“, þar nota ég einmitt svona bréf, dagbækur og fleira til að varpa ljósi á seinni hluta nítjándu aldar með tilliti til menntunar, ástar og sorgar,“ sagði Sigurður Gylfi. Hvaða gildi höfðu bréfa- skriftir fyrr á tímum fyrir nú- tíma sagnfræðirannsóknir? „Í raun og veru felst gildið í því að þarna er hægt að fá að- gang að persónulegu lífi fólks á allt annan hátt heldur en í gegnum formlegar opinberar heimildir. Þarna gefst tæki- færi til að fjalla um jafn við- kvæm efni og sorgina og ástina, eins og ég er að gera í áðurnefndri bók, og hvaða augum fólkið sjálft lítur á lífið og til- veruna. Bréf á nítjándu öld voru oft sambland af dagbókum og bréfum. Fólk var jafnvel að skrifa bréf í heilan mánuð áð- ur en það var sent og þá var það að segja frá atburðum í sveitinni og því sem var að gerast í lífi þess sjálfs og allt í kring. Það er til mikið af bréfum frá konum og þau eru nánast einu heimildirnar um viðhorf kvenna á þessum tíma. Þeirra er að vísu getið í kirkjubókum og einstaka frásögnum, en persónulegt sjónarhorn kvenna finnst ekki í opinberum heimildum. Hugmyndir og hugsunarhátt kvenna fyrr á tímum er aðeins að finna í þess- um persónulegu heimildum, bréfum og dagbókum. Persónulegar heimildir eru marg- brotnar og rannsóknir á þeim eru mjög flóknar og í raun má segja að hinar svokölluðu „einsögurannsókn- ir“ hafi komið mér til bjargar. Ég beitti þeirri aðferð við vinnslu bók- arinnar „Menntun, ást og sorg“, en þar er ég meðal annars með dagbæk- ur tveggja bræðra ásamt fjölda ann- arra persónulegra heimilda sem tengdust lífi þeirra á einn eða annan hátt. Annar hafði haldið dagbók í rúm tuttugu ár og hinn í fjörutíu ár og þessar dagbækur taka um einn og hálfan metra í hillu. Með því að lesa í gegnum þetta allt saman fá menn vitaskuld feikilega mikið af upplýs- ingum, en vandamálið er hvað á að gera við upplýsingarnar. Einsöguað- ferðin hefur veitt okkur ákveðna leið- sögn um hvernig við getum nýtt okk- ur þessar upplýsingar til að varpa ljósi á samfélagið. Í þessu felst mik- ilvægi heimilda á borð við bréf og dagbækur.“ „Ísland hefur töluverða sérstöðu á nítjándu öld vegna þess að læsi var hér almennt,“ sagði Sigurður enn- fremur. „Það gátu nánast allir lesið í bændasamfélaginu og flestir gátu skrifað, sérstaklega á seinni hluta nítjándu aldar. Þá er orðið auðveld- ara að verða sér úti um skriffæri og pappír og þá fer alls konar fólk að tjá sig, bæði í dagbókum og í bréfum. Þetta verður feikilega þýðingarmikill miðill milli vina og ættmanna, byggð- arlaga og landshluta og jafnvel milli landa. Sendibréf urðu til dæmis gríð- arlega mikilvægur miðill milli Vest- urheims og gamla landsins, Íslands. Í því sambandi má nefna að ég er, ásamt samstarfsmanni mínum, Davíð Ólafssyni sagnfræðingi, að gefa út bók í næsta mánuði sem ber heitið „Burt – og meir en bæjarleið“ og fjallar um dagbækur og önnur per- sónuleg skrif Vesturheimsfara. Þessi skrif höfðu í mörgum tilfellum feiki- lega mikil áhrif á fólkið sem sat eftir heima. Bréfritarar og dagbókarhöf- Á öld farsíma og tölvupósts setjast menn æ sjaldnar nið- ur til að skrifa sendi- bréf. Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur segir að með því glatist merkilegar persónu- legar heimildir, en í samtali við Svein Guðjónsson kveðst hann þó vongóður um gamla góða bréfið muni ryðja sér til rúms á ný. Upphaf á einu af bréfum Níels- ar Jónssonar til Guðrúnar Bjarnadóttur, skrifað á nýárs- dag 1893. Í bókinni „Menntun, ást og sorg“ segir meðal annars að bréf Níelsar séu magnaður vitnisburður um tilfinningar hans til unnustunnar. Ljósmynd/Úr bókinni Menntun, ást og sorg SENDIBRÉF Mín hjartkæra ástmey! Morgunb laðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.