Vísir - 12.10.1979, Qupperneq 12

Vísir - 12.10.1979, Qupperneq 12
Föstudagur 12. október 1979 12 Föstudagur 12. október 1979 Ellsa, Rósa og Heiðar Jón þungt hugsi yfir næsta leik. Vlsismyndir: JA GuOriin Helga og Gunnhildur f piiðaherberginu. Þessir piiðar voru sérstaklega gerðir fyrir skóladag- heimilið. Bobb er eitt þeirra spila, sem börnin geta stytt sér stundir við. Þannig er umhorfs á loftinu. Þar er meðal annars briiðuhiis, vei biiið húsgögnum LEIKUR A TVEIM HÆÐUM NÝTT SKÓLADA6HEIMILI TEKIÐ í NOTKUN í BREMHOLTI „Það er ofsalega gaman hérna"/ sagði Guðrún Helga Gunnarsdóttir# 8 ára/ þegar Vísir spjallaði við hana á nýja skóladag- heimilinu í Breiðholti. Þetta heimili er við Völvufell og er það fyrsta skóladagheimilið/ sem er hannað sérstaklega sem slíkt. Það er 6. skóladag- heimilið/ sem Reykja- víkurborg tekur í notkun/ en það fyrsta var opnað 7. janúar 1971. Alls eru nú 128 börn á aldrinum 6-10 ára á skóladagheimilum i borg- inni. Eins og heimili „Starfsemin er byggð upp eins og á venjulegu heimili”, sagði Selma Þorsteinsdóttir forstööu- kona Völvuborgar, en skóladag- heimilið er rekiö I tengslum viö þaö heimili, og stjórnar hún þvi þar af leiöandi ásamt Ellnu Páls- dóttur, deildarfóstru. „Krakkarnir voru svolitinn tima aö átta sig á þvi aö hérna eru þau ekki á barnaheimili, eins og mörg þeirra eiga aö venjast. Þau geta fariö i heimsóknir til kunningja sinna og fengiö þá I heimsókn, rétt eins og gerist á venjulegum heimilum. Þau þurfa aöeins aö láta vita af sér”. A skóladagheimilinu viö Völvu- fell eru 20 börn. Flest þeirra eru 7 ára og þau elstu 9 ára. Selma sagði aö viss tregöa væri hjá bæöi eldri börnunum og foreldrum þeirra aö nota heimiliö. Börn á aldrinum 8-10 ára væru frekar ein heima eftir skólatima. „En þaö er svo langt frá þvi aö þau geti þaö”, sagöi hún. „Gall- inn er bara sá aö hér kostar dvölin það sama og á dag- heimilum, svo aö margir horfa I kostnaöinn”. Þaö sem krakkarnir sjálfir hafa á móti skóladagheimilum á þessum aldri er helst það, aö þeim finnst „smábarnalegt” aö vera þar. Þrátt fyrir þetta er enginn hörgull á börnum á heimilin. Þvert á móti eru stööugt langir biölistar og þegar er ákveöiö aö bjóða út nýtt skóladagheimili viö Blöndubakka i Breiðholti I. Nóg við að vera Að einu leyti til er skóladag- heimili frábrugöiö venjulegum heimilum. Þaö er aö minnsta kosti ekki algengt aö sjá heilt hús' miöaö viö þarfir barna. Þarna er sérstakt herbergi fullt af púöum af ýmsum stæröum og gerðum. Þaö er hægt að byggja hús og virki úr svamppúðum, sem starfsfólk heimilisins lét útbúa. Annað herbergi er ætlaö fyrir föndur af ýmsu tagi. Þarna eru margs konar spil, litil og stór, og á háaloftinu er stæröar brúöuhús með öllum húsbúnaöi. „Mer finnst mest gaman I púöaherberginu”, sagöi Guörún Helga og Gunnhildur vinkona hennar tók undir þá skoöun. „Þaö er skemmtilegra hér en heima”, hélt Guörún Helga áfram. „Þaö er svo margt hægt aö gera hérna”. Guörún Helga haföi aldrei áöur veriö á dagheimili, en þaö er auösjáanlega enginn vandi aö aö- lagast þessari tegund stofnunar. Hún sagöist hafa fengiö mörg skólasystkin sin I heimsókn. Félagarnir eru spenntir fyrir aö koma og skoöa heimilið. Eins sagöist Guörún Helga hafa farið til vinkonu sinnar nokkrum sinnum eftir skólatima. „Ég þarf bara aö koma hingaö til að boröa, þegar ég er búin I skólanum”, sagöi hún. Yngstu börnin eru mest heima viö, þar sem skólinn tekur stystan tima frá þeim. Þau eru heldur ekki komin upp á lag með aö not- færa sér frelsiö. Þrjú 6 ára krakkanna, Elisa, Rósa og Heiöar Jón voru niöur- sokkin I eitt spilanna, og vildu helst ekkert viö blaöamenn tala. Þó létu þau vel af sér og Elisa sagöi aö púsluspilin þarna væru sérstaklega skemmtileg. Aö ööru leyti höföu þau lítiö um málið aö segja. Skóladagheimiliö viö Völvufell var tekiö I notkun i ágústmánuöi sl, en byggingarframkvæmdir hófust viö þaö vorið 1978. Húsiö er 134 ferm. aö stærö og er byggt eftir teikningum, sem unnar voru fyrir menntamálaráöuneytiö. Byggingakostnaöur er nálægt 60 milljónum króna. -SJ. Glatt á hjalla viö kynningu skóladagheimilisins. Lengst til vlnstri er deildarfóstran, Elin Pólsdóttir, og önnur fró hsgri er forstööukona Völvuborgar, Selma Þorsteinsdóttir. Stiginn upp á loftiö tekur ekki mikiö rými. Hann er svlpaöur og rimlar leikfimisala og ó aö vera eltt ieik- tækiö i húsinu. Hér reynir einn þeirra, sem fengu aö skoöa húsiö ó miövikudaginn, sig viö stigann. ' JpS í I fc | 1 ■ 1 i||| W M ■1--K “

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.