Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 6
þátt í á háskólaárunum, enda lagðist hún
af svo að ég náði aðeins í þá síðustu. Hún
stóð til morguns. Dansleikir á Gamla garði
voru einkar vinsælir en það voru engar
bindindissamkomur og smávegis voru
menn að fleka telpur svo að vitnað sé í
orð þekkts góðborgara sem var í blóma
lífsins um miðja öldina.“
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON, f. 1924 var í námi
1947-1953
„Finnbogi Rútur Þorvaldsson prófessor
kenndi okkur teiknun og landmælingu. ...
Finnbogi var formfastur mjög í allri um-
gengni, en þó mikið ljúfmenni. Hann þér-
aði okkur nemendur sína og er sá eini Ís-
lendingur sem hefur boðið mér „dús“, en
slíkt var venja hans að gera þegar hann
mætti nemendum sínum í fyrsta sinn eftir
að þeir höfðu
lokið fyrri hluta
prófi hér heima.
Hann sagði okk-
ur stundum frá
ýmsum atvikum
úr lífi sínu með-
an við sátum yf-
ir teikningum á
teiknistofunni.
Hann var sögu-
maður góður.“
„Nú kenndi
Finnbogi land-
mælingu eftir
Klenum en hafði
fram að þessu
kennt bók eftir
Schneider. Við
urðum ekki
mjög áskynja um breytinguna fyrir utan
einu sinni. Þá var Finnbogi að kenna okk-
ur jöfnunarreikninga. Þá kom allt í einu
þessi gullvæga setning: „Hér fær Klenum
núll en Schneider fékk óendanlegt. Á
þessu er óneitanlega nokkur munur.“
SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON, verkfræðing-
ur, f. 1933, var í námi 1953-1959.
„Samskipti kennara og nemenda voru
lítil en jukust eftir því sem leið á námið.
Eins kennara minnist Hulda sérstaklega
E
kkert var gert til að létta nem-
endum námið, engar umræður
fóru fram og nemendur voru
óvirkir í kennslustundum, nema
þeir sem sátu á
fremsta bekk og
gengu upp. Var
þessu þannig
varið í öllum
kennslugreinum
og kennsluaðferð
svipuð hjá öllum
kennurunum í
læknadeildinni;
þurrir fyrirlestrar
án nokkurra
hjálpargagna.
Kennararnir voru
börn síns tíma og
notuðu svipaðar
kennsluaðferðir
og lærifeður
þeirra höfðu við-
haft. Stúdentar urðu að gera sig ánægða
með þetta og aldrei heyrðust kvartanir.
Við þekktum ekki annað.“
„Aldrei heyrði ég stúdenta kvarta um
fyrirkomulag kennslunnar, enda hefði það
ekkert þýtt, stúdentar máttu sín einskis
sem stjórnaraðilar og ekki hlustað á þá.
Þeir urðu að taka við því sem að þeim var
rétt enda voru þeir kostaðir af almannafé
og af mörgum taldir baggi á þjóðfélaginu.“
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON augnlæknir,
f. 1917, d. 2001, var í námi 1937-1944
„Í sögu og bók-
menntasögu var
kennslan einkum
þannig, að kenn-
ari las upp hand-
rit, en nemendur
skrifuðu eftir.
Þetta kom einnig
fyrir í málfræði,
en einnig var
taflan mikið not-
uð og nemendur
þá einatt teknir
upp að töflu.
Stundum voru
nemendur þó „teknir upp“ og kennslan
var þá í samtalsformi.“
HARALDUR MATTHÍASSON, kennari, f. 1908,
d. 1999, var í námi 1948-1951
„Með komu Ármanns Snævarr prófessors í
deildina haustið 1948 verður gerbylting í
lögfræðideildinni. Hann lét bréförk ganga
um bekkinn og á hana skyldu nemendur
rita nöfn sín. Síðan færði hann þetta í bók
sína og að misseri loknu stóð t.d. í náms-
ferilsbók minni vormisserið 1950: „Tíma-
sókn í refsirétti ágæt (86%).“
„Ármann Snævarr prófessor bauð okkur
heim til sín að loknu
embættisprófi vorið
1952. Hann átti þá
heima á Hagamel. Hann
hafði áður haft boð fyrir
okkur skömmu fyrir
fyrrihlutapróf vorið 1949
hjá bróður sínum Árna
Snævarr, er þá bjó í
Galtafelli við Laufásveg.
Stefanía dóttir Árna (f.
1945) lék sér þá í stof-
unni hjá okkur og sagð-
ist vera í leikskólanum í
Tjarnarborg. „Það er
minn háskóli,“ sagði sú
litla.“
LEIFUR SVEINSSON, lög-
fræðingur, f. 1927, var í
námi 1946-1952
„Áramótadansleikurinn í
anddyri háskólans var
einhver stórfenglegasta
samkoma sem ég tók
fyrir lifandi kennslu og
hressilegar lýsingar, en
það er Níls Dungal sem
var prófessor í patho-
logy.“
HULDA SVEINSSON,
læknir, f. 1920, var í námi
1940-1948
„Siður stúdenta á þess-
um árum var að allir
þeir, sem stunduðu nám
við háskólann gengu um
með stúdentshúfur sínar
og voru því auðþekktir í
bænum. Á námstíman-
um þurfti ég að endur-
nýja stúdentshúfuna í
þessum tilgangi.“
ÁSTRÁÐUR JÓN SIGURSTEINDÓRSSON, guð-
fræðingur, f. 1915, var í námi 1935-1939.
HULDA SVEINSSON
STÚDENTASKÍRTEINI AÐALGEIRS KRISTJÁNSSONAR
LEIFUR SVEINSSON
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON
HARALDUR MATTHÍASSON
6 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KÆRA DAGBÓK!
Við vöknuðum að sjálf-sögðu allar á sitthvoru heimilinu.
Lára sem er þvílíkur morg-
unhani var komin á fætur
klukkan sex og mætt í leik-
fimi út í bæ. Þvílík harka!
Klara sem er nú ekki þekkt
fyrir að slá slöku við var
komin á fætur klukkan sjö
en Brynja sem er með ein-
dæmum morgunsvæf og
sefur bara þangað til hún er
vakin, átti sinn versta morg-
un í langan tíma, enda var
hún að semja fyrirlestur fyrir
lyflæknisfræði til klukkan
tvö í nótt. Úffff. Með mis-
miklar stírur í augunum
mættum við í skólann
klukkan átta. Að venju var
allt komið á fullt á slaginu
átta og allir komnir á kaf í
munna hver á sínum tann-
læknastól. Í þrjá og hálfan
klukkutíma gerðum við
hvert kraftaverkið á fætur
öðru í munnum fórn-
arlamba okkar, deyfa hér,
bora þar, fylla hér að
ógleymdum heilgómunum.
En við erum sammála um
það að sjúklingum okkar
þyki vinsælla að láta hvíta
tennurnar eða setja tann-
skraut á þær heldur en það
sem á undan er talið.
Í hádeginu skunduðum
við glorhungraðar á kaffi-
stofuna. Það stefndi í daprar
bollasúpur en til mikillar
lukku lumaði Lára á brauð-
hleifi með sólþurrkuðum
tómötum. Nammi namm,
þetta bjargaði deginum. Í
þokkabót var til lifrarkæfa á
brauðið. Meðan við sátum
alsælar að snæðingi fékk
Lára upphringingu. Hinum
megin á línunni var sjúk-
lingur sem hafði verið í rót-
fyllingarmeðferð á mánu-
daginn. Vesalings maðurinn
var í öngum sínum með
bólgu í kinn á stærð við app-
elsínu. Við Brynja og Klara
stöppuðum stálinu í Láru
sem tók á móti sjúklingi sín-
um full samúðar að máls-
verði loknum. Til allrar
hamingju var vandamálið
leyst á einfaldan hátt með
skoðun og sýklalyfjakúr.
Appelsínan mun því hverfa
á nokkrum dögum úr kinn
mannsins.
Á slaginu eitt mættum við
í lyflæknisfræði. Í þeim tím-
um sjáum við að hluta til
um kennsluna sjálf og á
þremur klukkustundum
voru fluttir þrír fyrirlestrar.
Þegar líða tekur á daginn
verðum við yfirleitt þreyttar
og athyglin minnkar. Það er
því mjög algengt að við
verðum málglaðar. Kenn-
arinn var farinn að þreytast
á málæðinu sem skiljanlegt
er en það er nú bara þannig
í pottinn búið með konur,
allavega okkur að við getum
gert margt í einu. Þ.e. talað
og unnið eða fylgst með
samtímis. Þennan hæfileika
hafa karlar ekki. Þeir geta
bara talað eða unnið. Enda
sátu bekkjarbræður okkar
fjórir og steinþögðu. Ekki
vitum við hvort þeir voru að
hlusta. Klukkan fjögur fór-
um við í röntgengreiningu
til Jóns Viðars. Eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd
vorum við afar áhugasamar
enda stórskemmtilegt að
rýna í röntgenmyndir.
Eftir langan skóladag
héldum við svo hver í sína
áttina til annarra starfa. Lára
er orðin mamma og því
mikið að gera hjá húsmóð-
urinni. Klara fór að vinna
hjá foreldrum sínum á Café
Kim, dugnaðarforkur stelp-
an en Brynja var svo heppin
að vera boðin í matarboð á
eigið heimili. Tilvonandi
tengdaforeldrar eru í höf-
uðborginni og buðu upp á
dýrindis kalkún með öllu til-
heyrandi.
Klara Jenný Kim
Lára Björk Einarsdóttir
Brynja Björk Harðardóttir.
TANNLÆKNANEMARNIR : Klara Jenný Kim, Brynja Björk Harð-
ardóttir og Lára Björk Einarsdóttir á dagbókardaginn.
Í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla
Íslands var ákveðið að gangast
fyrir því að nemendur héldu dag-
bók í einn dag. Varð dagurinn 24.
janúar 2001 fyrir valinu. Mark-
miðið var að afla upplýsinga frá
fyrstu hendi um líf stúdenta í
starfi og leik á þessum tímamót-
um. Háskólaútgáfan gefur á
næstu vikum út bókina Dagbæk-
ur háskólastúdenta, sem er úrval
dagbóka stúdenta, en hér má sjá
sýnishorn af dagbók sem
háskólastúdentar sendu inn.
Dagur í lífi
þriggja tann-
læknastúdenta
DAGBÓK
„Á þessu
er óneit-
anlega
nokkur
munur“
Þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafnsins safnar
efni um stúdentalíf fyrri
hluta 20. aldar. Deildin
sendi fyrir nokkrum ár-
um eldri stúdentum
spurningar um kennsl-
una í Háskóla Íslands og
ýmislegt annað. Hér eru
nokkur valin svör fyrr-
verandi stúdenta við HÍ.
SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON
ÁSTRÁÐUR JÓN SIG-
URSTEINDÓRSSON
Úr viðtali þjóðháttadeildar við ÞÓRU STEF-
ÁNSDÓTTUR f. 1932, en hún var kennari og
skrifstofustjóri KHÍ. Er með B.A próf í sagn-
fræði frá árinu 1957.
„Kennarar og nemendur þéruðust, nem-
endur höfðu engan aðgang að kennurum
nema ef eitthvað sérstakt kom upp á, þá
gátu þeir hringt heim til þeirra. En um eig-
inlegan viðtalstíma var ekki að ræða. Kenn-
arar voru afskaplega fjarlægir nemendum…
Ekkert annað viðmót var hvorki af hálfu
samstúdenta eða kennara í garð kvenstúd-
enta. Háskólastúdentar litu ekki niður á al-
menning. En einn atburður er Þóru minn-
isstæður. Þá var föðursystir hennar að fara
að halda erfidrykkju, en tengdamóðir
hennar hafði látist. Kona hafði verið fengin
til að sjá um veitingarnar og Þóra var feng-
in til að aðstoða þá konu. Þegar konunni
var sagt að stúlka hafði verið fengin henni
til aðstoðar, vildi hún fá að vita á henni
frekari deili. Þegar henni var svo sagt að
stúlkan væri í háskólanum varð henni að
orði: „Guð minn almáttugur, getur hún
nokkuð gert…
Þóra segir marga samnemendur sína
hafa verið minnisverða, nefnir þar Sverri
Hermannsson, Gunnar Schram og Magnús
Óskarsson. Einnig Margréti Guðnadóttur
en hún er eftirminnileg sökum þess hve
fast hún stóð á sínu, var ekki feimin og hik-
aði ekki við að halda fram sínum skoð-
unum. Hún taldi sig jafnoka karlkyns sam-
nemenda sinna…
Kaffihúsin sem stúdentar sóttu aðallega
voru Gildaskálinn (í Aðalstræti), Hressing-
arskálinn og Kaffi höll. Á þessum stöðum
borðuðu stúdentar aðallega kjötbollur og
snitzel en það voru einna ódýrustu réttirnir
sem hægt var að fá á slíkum stöðum. Með
kjötbollunum voru bornar fram kartöflur
og grænar baunir.“
STÚDENTAR