Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 D 13
Ég er að hefjastíl- og hug-myndafræði-
lega rannsókn á birt-
ingarmyndum
náttúrunnar á 19. og
20. öld, einkum í ís-
lenskum bókmennt-
um, og er styrktur til
þess af Rannsóknar-
ráði Íslands. Rann-
sóknin miðast við
mikilvægt hugtak í
fagurfræði, hið há-
leita eða súblíma
(sublime á erlendum
málum). Þetta hug-
tak er gamalt og tengist upphaflega stílfræði (upphöfnum
eða háum stíl), en á síðari öldum hefur það verið notað til
þess að lýsa reynslu manna af því að hugsa um eða
standa frammi fyrir einhverju sem er svo stórbrotið að
það nær út fyrir öll mannleg mörk. Á 18. og 19. öld varð
hið háleita áberandi í evrópskri fagurfræði, en þá fóru
menn að beina sjónum sínum að náttúrufyrirbærum sem
ekki þóttu fögur í hefðbundnum skilningi. Alpafjöllin voru
t.d. talin bjóða upp á háleita reynslu af þessu tagi.
Rannsóknartilgáta mín er sú að á 19. og 20. öld hafi
náttúruljóð íslenskra skálda mótað sýn Íslendinga á hrika-
lega fegurð norðursins og gefið henni margvíslegt inntak.
Þessi háleita sýn einkennir ljóð Bjarna Thorarensens sem
lofsyngur veturinn og skilgreinir óblíða náttúru norðurs-
ins á jákvæðan hátt út frá siðferðilegum forsendum: hörð
lífsbarátta eykur manngildið. Grímur Thomsen tengir
hina háleitu náttúrusýn við óhugnanlegan heim þjóðtrú-
arinnar í kvæðum sínum um íslenska eyðisanda og ógn-
aröfl hafsins. Hið háleita tekur á sig mynd spámannlegrar
mælsku í kvæðum Matthíasar Jochumssonar, þar sem
ljóðmælendur standa frammi fyrir hrikalegum náttúrufyr-
irbærum eins og fossum og hafís og spyrja áleitinna
spurninga um tilvist Guðs. Ægifegurð íslenskra fjalla,
fossa og vetrarhörku vekur ýmist hetjulund eða helþrá í
kvæðum Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. Ljóðmælendur
Hannesar Hafsteins una sér best undir berum himni og í
Nafn: Sveinn Yngvi Egilsson
Starfsheiti: Bókmenntafræðingur
Fæðingard. og ár: 6. ágúst 1959
Ættaður frá: Norður- og Vesturlandi
Stúdentspróf: 1979
Háskólapróf: M. phil. frá háskólanum í St. Andrews, Skot-
landi 1991, MA frá Háskóla Íslands 1993 og dr. phil. frá
sama skóla 2000
Núverandi starf/staða: Nýtur rannsóknarstöðustyrks frá
Rannsóknarráði Íslands og er stundakennari við íslensku-
skor Háskóla Íslands
Rannsóknarsvið: Íslenskar bókmenntir síðari alda.
Náttúra norðursins á 19. og 20. öld
Náttúruljóð og
fegurð norðursins
stormi finna þeir sterklega til karlmennsku sinnar. Sem
landnemi í Vesturheimi kemst Stephan G. Stephansson í
mun nánari kynni við stórbrotna náttúru en hin skáldin.
Manngildi og mikilfengleiki náttúrunnar takast á og end-
urspeglast í myndvísum ljóðum Klettafjallaskáldsins. Í yrk-
ingum sínum um fossa og útsæ sýnir Einar Benediktsson
hin hrikalegu náttúruöfl norðursins á eðlisfræðilegri hátt
en fyrri skáld og vekur máls á því að beisla orku þeirra með
nútímatækni. Mannanna verk eins og skipasmíðastöðvar
samtímans verða honum aflvaki hins háleita ekkert síður
en náttúran. Þessi tilfærsla vísar fram á við til atómskáld-
anna sem yrkja brotakennd ljóð sín á tímum kjarnorku-
ógnar, en sú gereyðingartækni er endanlegur vottur þess
að hið háleita er ekki síður manngert en náttúrulegt. Ég tel
að margt í umhverfisumræðu og ferðamennsku okkar daga
megi auk þess skoða í ljósi þessa hugtaks, enda má oft
heyra enduróm af íslenskum ættjarðarljóðum þegar menn
ræða um hálendismálin og markaðssetja landið.
Sérstaklega athyglisvert verður að kanna þjóðar-
ímynd þá sem var ákveðið að birta með úrvali sagna í
fyrstu tveimur bindunum af þjóðsagnasafni Jóns
Árnasonar.
TERRY GUNNELL
Á landsvísu drekkur ungt fólk að meðaltali rúman
einn lítra af gosdrykkjum og eða djúsi á dag. Þessi lífs-
stíll hefur ekki bara verið tengdur við tannskemmdir
heldur einnig við aukna tíðni á glerungseyðingu
tanna.
INGA B. ÁRNADÓTTIR
Auk þessa er ég mikill áhugamaður um tónlist. Ég er
núna að vinna í því að fá framúrstefnurokkarana PLP
(Par Lindh Project) til landsins til að spila.
HERMANN ÞÓRISSON
Í skáldskap sínum og ýmsum ritgerðum hefur Guð-
bergur leitast við að halda uppi spegli að íslensku
þjóðerni, einkennum þess, siðvenjum, fegurðarskyni
og hugmyndarfræði.
BIRNA BJARNADÓTTIR
Rannsóknartilgáta mín er sú að á 19. og 20. öld hafi
náttúruljóð íslenskra skálda mótað sýn Íslendinga á
hrikalega fegurð norðursins og gefið henni margvís-
legt inntak.
SVEINN YNGVI EGILSSON
Kvikmyndir um persónu og hlutverk Jesú Krists, hvort
sem þær segja sögu hans eða hafa tilvísun til persónu
hans, geta verið mikilvægt innlegg í fræðin um Krist.
ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Í vinnslu hjá okkurí þjóðfræði er nýrgagnabanki sem
mun innihalda flokk-
un og stafræna skrá
íslenskra þjóðsagna
frá 18., 19. og 20. öld.
Þetta er stafrænn
gagnabanki yfir aldur,
heimildamenn, skrá-
setjara, sögumenn,
upprunastaði, stað-
setningu, dreifingu,
efni, minni, þemu, og
uppruna íslenskra
þjóðsagna (legends)
sem hefur verið safnað og hafa verið birtar síðan 18. öld.
Þessi skrá mun vera stórt skref að fyrstu heildar þjóð-
sagnaarkiv Íslendinga. Meðal annars mun skráin gera
fræðimönnum, kennurum, ferðamálastjórum, leiðsögu-
mönnum og öðrum áhugamönnum kleift að kanna dreif-
ingu þjóðtrúar, þjóðsagnategunda og þjóðsagnaminna um
landið; að kanna dreifingu sagnamanna og heimilda-
manna um landið; að kanna (gegnum dreifingu flökku-
sagna og alþjóðlegra minna og könnun á slíku efni) erlend
áhrif á íslenskar þjóðsagnir og þjóðlíf; að kanna stíl,
áhugamál og trú einstakra sagnamanna og heimilda-
manna; að finna upplýsingar um tiltekin minni, sagna-
menn, sagnastaði, efni, atriði, trú og/eða sagnategund á
mjög stuttum tíma; að gera nákvæman heildarsamanburð
á innlendum og erlendum sagnaminnum og sagnateg-
undum; að athuga hvaða efni var valið og sleppt í þjóð-
sagnaútgáfunum til að fá betri skilning á áherslum rit-
stjóra og safnara á mismunandi tímum og þ.a.l. þá ímynd
þjóðmenningar og þjóðtrúar Íslendinga sem þeir vildu
birta fyrir almenning og umheiminn. Verkefnið er styrkt af
RANNÍS og rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Á þessari
stundu, eru um 7.000 sagnir komnar í skrána, skráðar af
nemendum í þjóðfræði í Háskóla Íslands a.m.l. í sum-
arvinnu. Efnið verður einnig þýdd á ensku og aðgengileg á
Netinu.
Niðurstöður verða birtar með tímanum, en ljóst er nú
þegar að mismunandi landsvæði hafa haft sérkenni varð-
andi sagnagerð og þjóðtrú. Einnig er ljóst til dæmis að ná-
in menningarleg tengsl hafa legið fyrir milli Norðurlands
og Suðurlands (líklega að sumu leyti vegna verbúðar-
göngu og fiskinnkaupa); og milli Íslands og Noregs á 19.
öld (líklega vegna fiskveiðitengsla). Sérstaklega athygl-
isvert verður að kanna þjóðarímynd þá sem var ákveðið
að birta með úrvali sagna í fyrstu tveimur bindunum af
þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.
„Dulbúningasiðir“: Ég stjórna einnig alþjóðlegum hópi
fræðimanna sem eru að gera fyrstu heildarúttekt á dul-
búningasiðum fyrr og nú í Skandinavíu, form, upphaf, til-
gang og þróun þeirra. (Hér er verið að ræða um siði eins
og sjást hér á landi á öskudegi, og dimmissjón í mörgum
framhaldsskólum landsins, en fyrr á öldum komu þeir
fram í vikivakaleikjum og e.t.v. fornum helgisiðum). Verk-
efnið hefur fengið 10 milljóna íslenskra króna styrk frá
NOS-H í Skandinavíu, og verður alþjóðleg ráðstefna hald-
in í Finnlandi á næsta ári.
Mun afrakstur verkefnisins koma síðan út í bók á 2003. Í
tengslum við þetta verkefni ætla ég á þessu ári að athuga
upphaf og þróun busa- og dimmissjónsiða í framhald-
skólum landsins. Einnig verður kannaður tilgangur sið-
anna og viðhorf til þeirra. Svo verður gerður samanburður
milli skóla, og milli skólasiða á Íslandi og í nágrannalönd-
unum. Niðurstöðurnar munu birtast á næstu ári.
Þjóðsagnabanki
og dulbúningar
Nafn: Terry Gunnell
Starfsheiti: Leiklistarfræðingur/íslenskufræðingur
Fæðingard. og ár: 7.7. 1955
Ættaður, frá hvaða stöðum/landshlutum: Frá Bretlandi
(Brighton)
Stúdentspróf: 1973 (Hove)
Háskólapróf, eftir gráðum: 1977: BA Hons, leiklistarfræði
(Birmingham); 1978: PGCE (kennslu- og uppeldisfræði);
1981: Bacc. Phil. íslenska fyrir erlenda stúdenta (HÍ); 1991:
PhD í íslenskum fræðum (Háskólinn í Leeds)
Núverandi starf: Lektor í þjóðfræði
Rannsóknarsvið: Þjóðsagnafræði; þjóðhátíðir, þjóðtrú og
þjóðsiðir; alþýðuleiklist, og „Performance Studies“
Rannsóknir: Þjóðsagnagagnabanki:
Í starfi mínu semlektor við tann-læknadeild Háskóla
Íslands hef ég fengist
við ýmsar rannsóknir á
tannheilsu barna og
unglinga. Rannsóknir
mínar hafa þróast frá
því að vera faralds-
fræðilegar, í að prófa
orsakatengsl ýmissa
áhættuþátta, til að
reyna að skýra út mis-
munandi dreifingu á
tannsjúkdómnum.
Markhópar í rann-
sóknum mínum hafa
verið börn og unglingar,
þó í seinni tíð hafi ég
lagt meiri áherslu á
unglinga vegna aukinn-
ar áhættu þeirra á tann-
skemmdum. Þessi
aukna áhætta virðist að
hluta til skýrast með því
að unglingar eru minna
undir umsjón foreldra,
meðal annars hvað varðar tannhirðu og mataræði, auk
þess að eftir 18 ára aldur stöðvast endurgreiðsla frá Trygg-
ingastofnun ríkisins á tannlæknaþjónustu.
Rannsóknir sem ég gerði á 14 til 16 ára unglingum
sýndu að hjá þessum aldurshópi myndast að jafnaði,
rúmlega ein skemmd á ári, sem er töluvert hærra hlutfall
en hjá nágrannaþjóðum okkar.
Helstu orsakir tannskemmda tengjast lífsstíl einstak-
linga sem er víðast misjafn eftir aldri.
Þannig kemur fram að aðalorsök tannskemmda hjá 14
ára unglingum hér á landi er millimálanart. Af þeim 14
ára unglingum sem höfðu alist upp við einn nammidag í
viku, voru 50% án tannskemmda, samanborið við 13%
þeirra sem enga reglu höfðu á sælgætisáti.
Önnur rannsókn sem gerð var á 16 ára unglingum sýndi
marktækan mun á tannskemmdatíðni þeirra sem nota
tannþráð reglulega og þeirra sem ekki nota tannþráð.
Búseta, þ.e.a.s. til sjávar og sveita hefur einnig áhrif á
tannskemmdatíðni 14 ára unglinga. Til sveita er lægri
tannskemmdatíðni og minna millimálanart heldur en í
sjávarþorpum. Þar kemur væntanlega við sögu annars
vegar aðgengi að sælgæti og gosdrykkjum og fjárhagur
viðkomandi.
Unglingarnir okkar eru í mikilli hættu vegna neyslu-
hátta sinna, við eigum heimsmet í sælgætis- og gos-
drykkjaneyslu, en samkvæmt könnunum eru neytendur
þess sér í lagi unglingar.
Á landsvísu drekkur ungt fólk að meðaltali rúman einn
lítra af gosdrykkjum og eða djúsi á dag. Þessi lífsstíll hefur
ekki bara verið tengdur við tannskemmdir heldur einnig
við aukna tíðni á glerungseyðingu tanna.
Glerungseyðing er margþættur sjúkdómur sem er ólík-
ur tannskemmdum eða tannátu vegna þess að um er að
ræða efnafræðilega upplausn tanna, en ekki samspil syk-
urs og baktería eða örvera. Við skoðun á 15 ára reykvísk-
um unglingum kom fram að fimmti hver unglingur hafði
byrjandi glerungseyðingu. Þetta er nýr sjúkdómur hjá
þessum aldurshópi, sem hefur þróast með lífsstílnum að
vera sísúpandi á gosdrykkjum og öðrum súrum drykkjum.
Munnvatnið verður ekki þess megnugt að eyða sýruáhrif-
um drykksins þannig að glerungur tanna leysist upp.
Munnvatn gegnir mikilvægu hlutverki í tannsjúkdóma-
fræðinni og á eflaust eftir að koma við sögu lausna á gler-
ungseyðingu á næstu árum. Vísindin munu hjálpa okkur
að þróa forvarnir og meðferðir gegn þessum erfiða sjúk-
dómi sem eflaust á eftir að herja meira á okkar yngri kyn-
slóðir, ef neyslumynstur þeirra helst óbreytt.
Í dag vinnum við að úrvinnslu gagna um tannskemmd-
atíðni og glerungseyðingu einstaklinga um tvítugt, og ber-
um saman við lífsstíl þeirra. Úrvinnsla gagna er unnin af
sameiginlegum meistaranema í næringafræði og tann-
lækningum, en þetta er eitt af fyrstu samvinnuverkefnum
á milli deilda innan HÍ.
Vegna smæðar okkar, gefur samvinnan meiri vídd í vís-
indin með þverfaglegri vinnu á millli deilda.
Markmið rannsókna minna eru að tengja áhættuþætti
um lífsstíl við sjúkdóma, þannig að með fræðslu sé mögu-
leiki á að fyrirbyggja þá.
Nafn: Inga B. Árnadóttir.
Starfsheiti: Tannlæknir.
Fæðingard. og ár: 7.1. ’55.
Stúdentspróf: Menntaskólinn við Tjörnina 1975.
Háskólapróf, eftir gráðum: Cand.odont tannlæknir frá
Tannlæknaháskólanum í Árósum í Danmörku 1981.
Nam samfélagstannlækningar í Norræna
Heilsuverndarháskólanum í Gautaborg 1983.
MPH Master of Public Health í stjórnun og
stefnumörkun í tannvernd frá University of North Carolina
Chapel Hill 1995.
Núverandi starf: Lektor og kennslustjóri í menntun
aðstoðarfólks tannlækna við tannlæknadeild
Háskóla Íslands.
Rannsóknir: Tannheilsa barna.
Nammidagurinn
sannar sig