Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 14
14 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Um þessar mundir er ég aðvinna í nokkrum rann-sóknarverkefnum sem
tengjast notkun aðgerðarannsókna
og bestun í íslenskum iðnaði. Sem
dæmi um rannsóknarverkefni,
sem jafnframt eru meistaraverk-
efni, má nefna fjögur verkefni: eitt
verkefni snýr að bestun á hönnun
varmaorkuvera, annað verkefni
sem snýr að bestun flutningaferla á
frosnum matvælum, þriðja verk-
efnið snýr að hagræðingu í fram-
leiðsluskipulagningu hjá framleiðslufyrirtæki með notkun
svonefnds ERP-kerfis og aðgerðarrannsókna og fjórða verk-
efnið snýr að notkun frammistöðumælinga við stefnumótun.
Eitt af ofantöldum verkefnum, bestun á hönnun varma-
orkuvera, er styrkt af Tæknisjóði Rannís. Að verkefninu koma
nokkrir aðilar og er verkefnið þverfaglegt þar sem það tengir
saman varmafræði, bestun og þróun hugbúnaðar. Verkefni er
unnið í samstarfi við aðila í iðnaði sem eru Verkfræðistofa
Guðmundar og Kristjáns (VGK), Hitaveita Húsavíkur og Hita-
veita Suðurnesja.
Meginmarkmið verkefnisins er að þróa hugbúnað og nýjar
aðferðir til að besta hönnun varmaorkuvera. Þetta er gert með
því að nýta nýja og fullkomna tækni við lausn og bestun flók-
inna reiknilíkana. Hugbúnaðurinn felur í sér nýja aðferða-
fræði við hönnun af þessu tagi þar sem byggt er á reiknilíkani
af orkuverinu og heildarkostnaður lágmarkaður með best-
unarlíkani. Heildarkostnaður þýðir hér bæði stofnkostnaður
og núvirtur rekstrarkostnaður yfir notkunartímabilið. Mögu-
legar lausnir, það er möguleg gildi á hönnunarstikum, eru
háðar ýmsum skorðum bæði vegna ytri aðstæðna og innra
samhengis í viðkomandi ferli. Bestunarlíkan af svona við-
fangsefnum geta orðið flókin og erfið úrlausnar en hugmynd-
in er að nýta nýjungar í svonefndum víðværum bestunar-
aðferðum (þ.e. global optimization) til að finna bestu lausnir.
Verkfræðileg hönnun er flókið ferli þar sem ákvarða þarf
margar hönnunarbreytur og skilja samspil þeirra. Þegar um
margar hönnunarbreytur er að ræða verður fljótt erfitt fyrir
hönnuð að hafa yfirsýn yfir allar mögulegar útfærslur. Notkun
bestunar í verkfræðilegri hönnun gefur því verkfræðingi tæki
til að rannsaka á auðveldan hátt samspil margra hönnunar-
breyta og þar með möguleika á að finna bestu lausn hönn-
unarvandamáls.
Á þessu stigi er unnið að gerð líkans og hugbúnaðar fyrir
orkuver sem byggist á tækni sem kennd er við Kalina. Kalina-
tæknin er ný tækni sem hægt er að nota til að nýta lághita og
spillivarma. Nýting slíkrar orku flokkast sem „græn orka“, eða
umhverfisvæn orka og verður sífellt samkeppnishæfari á
orkumörkuðum, þar sem önnur orka, t.d. olíuverð fer hækk-
andi og þar sem umhverfismál og umhverfisraskanir skipa sí-
fellt stærri sess við ákvörðunartöku. Nýlegt orkuver á Húsavík
nýtir lághita til að framleiða orku með þessum hætti og er
með fyrstu orkuverum í heiminum sem nýtir Kalina-tækni.
Framtíðarmarkmið rannsóknanna er að nota þá fagþekk-
ingu sem byggst hefur upp á Íslandi til að útvíkka þessa hug-
búnaðarlausn til annarra varmafræðilegra orkuferla en Kalina
og þannig verði hægt að nota þessa aðferð almennt við hönn-
un varmaorkuvera.
... við hönnun
varmaorkuvera
Nafn: Birna Pála Kristinsdóttir
Starfsheiti: Dósent við véla- og iðnaðarverkfræðiskor
Fæðingard. og ár: 9. desember, 1967
Ættuð: Fædd og uppalin í Reykjavík
Stúdentspróf: Frá Menntaskólanum í Reykjavík, 1987
Háskólapróf: Lokapróf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands,
1991. Mastersgráða í iðnaðarverkfræði frá University of
Washington, Seattle, 1993. Doktorspróf í iðnaðarverkfærði
frá University of Washington, Seattle, 1997
Núverandi staða: Dósent við véla- og iðnaðarverkfræðiskor
Háskóla Íslands, tók við stöðunni sumarið 2000
Rannsóknarsvið: Einkum stundað rannsóknir á sviði að-
gerðarannsókna, bæði fræðilegar rannsóknir á einstökum
aðferðum og eins hagnýtingu aðferða í iðnaði.
Þekking á erfða-grunni bjarkar-tegunda (Betula)
á Íslandi er mikilvæg-
asta forsenda fyrir hag-
nýtingu og varðveislu
náttúruskóga hérlend-
is. Náttúruskóglendi
felur í sér aðlögunar-
og vaxtargetu sem
þróast hefur að ís-
lensku umhverfi í mörg þúsund ár og er þannig fyrirmynd til
rannsókna í stofnerfðafræði og erfðavistfræði. Unnið hefur
verið að greiningu á erfðagrunni bjarkar með því að beita fjöl-
breyttum aðferðum í erfðafræði, grasafræði og skógrækt.
Litningagreining á bjarkartegundum, s.s. birki og fjalldrapa,
hefur sýnt fram á að í náttúrunni víða um landið er til þrílitna
birki sem er kynblendingur milli (ferlitna) birkis og (tvílitna)
fjalldrapa. Blendingar eru um 10% af bjarkarplöntum sem
hafa verið rannsakaðar og þeir eru ekki ófrjóir. Með víxlunum
blendinganna og birkis eða fjalldrapa hafa gen þeirra flust á
milli tveggja tegunda í náttúrunni. Þetta fyrirbæri er kallað
erfðablöndun eða genaflæði (introgression), og líklega vegna
þess er birki okkar mjög breytilegt og kræklótt birki er algengt.
Sameindaerfðafræðilegar rannsóknir okkar hafa staðfest
erfðablöndunina og sýnt fram á að genaflæði gerist í báðar
áttir á milli birkis og fjalldrapa hérlendis. Einnig hefur verið
unnið að rannsóknum á erfðabreytileika birkis með því að
skoða genabreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að birki
hérlendis er frábrugðið öðru birki, en meðal okkar birkis eru
Bæjarstaðabirki og Vaglaskógarbirki sérstök. Rannsóknir í
erfðafræði birkis eru styrktar af RANNÍS og Háskóla Íslands.
Ég er einnig að rannsaka erfðauppruna melgresis, en ís-
enskt melgresi er af tegundinni Leymus arenarius sem hefur
meginútbreiðslu í Norður-Evrópu. Sú rannsókn er styrkt af
RANNÍS og Háskóla Íslands.
Birki hérlendis
er ólíkt öðru
Nafn: Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson
Starfsheiti: Grasafræðingur
F.dagur og ár: 18. nóvember 1951
Ættuð/ættaður, frá hvaða stöðum/landshlutum: Bangkok,
Taílandi. Fjölskylda: Maki: Friðrik Ragnar Jónsson, verkfræð-
ingur; Barn: Salóme Sirapat, 2 ára
Háskólapróf, eftir gráðum:
B.Sc. Honour og Gullorða Konungsins. Chulalongkorn Há-
skóli, Bangkok, Thailandi. M.S. University of Kansas, Law-
rence, Kansas, Bandaríkinjunum. Ph.D. Cambridge Háskóli,
Cambridge, Bretlandi
Núverandi starf/staða: Prófessor við Líffræðiskor, Raunvís-
indadeild, Háskóla Íslands.
Rannsóknarsvið: Plöntuerfðafræði og frumuerfðafræði
Helstu rannsóknaverkefni: Erfðafræðileg aðgreining ís-
lenskra bjarkartegunda. Íslenskt melgresi.
Um nokkurt árabilhöfum við dr. Har-aldur Halldórsson
lífefnafræðingur unnið að
athugunum á innri boð-
kerfum í æðaþelsfrumum.
Æðaþelið er þunnt frumu-
lag sem klæðir allt æða-
kerfið innan. Um langan
aldur var þetta þunna lag
ekki talið til stórræðanna
en rannsóknir síðustu
áratuga hafa leitt í ljós að
æðaþelsfrumur framleiða
fjölmörg virk efni sem
m.a. hafa áhrif á æðavídd,
viðnám í æðum, blóð-
þrýsting, virkni storku-
kerfis og blóðflagna, viðloðun og færslu bólgufrumna og
mörg fleiri. Truflun í starfsemi æðaþelsins getur því verið
afdrifarík fyrir heilbrigði blóðrásarkerfisins og leitt til sjúk-
dóma eins og æðakölkunar, blóðsegamyndunar og
smáæðasjúkdóma sem tengjast sykursýki. Vegna staðsetn-
ingar æðaþelsins á innra borði æða í beinni snertingu við
streymandi blóð verður æðaþelið fyrir fjölbreyttu áreiti,
bæði af völdum boðefna í blóði og þess núnings og þrýst-
ings sem sem mæðir af blóðstreyminu sjálfu. Æðaþelið
bregst við þessum boðum á margvíslegan hátt og við höf-
um í rannsóknum okkar leitað eftir auknum skilningi á
þeim boðkerfum sem ræst eru í æðaþelsfrumunum við
mismunandi áreiti og þeim svörum sem boðkerfin vekja.
Síðasta skrefið í þessari vinnu er rannsókn á virkni líf-
hvatans Akt í æðaþelsfrumum við mismunandi aðstæður
sem við höfum nýlokið við í samvinnu við Brynhildi Thors,
líffræðing og mastersnema, og Guðrúnu Dóru Clarke
læknanema. Áður hefur verið sýnt fram á að Akt gegnir
margþættu hlutverki í æðaþelsfrumum; hamlar gegn stýrð-
um frumudauða, stuðlar að nýmyndun æða og örvar líf-
hvatann eNOS sem stjórnar myndun köfnunarefnisoxíðs í
frumunum en það er eitt mikilvægasta og virkasta efni sem
æðaþelið framleiðir. Við höfum sýnt fram á að örvun æða-
þelsfrumna í rækt með áverkunarefnunum thrombíni, his-
tamíni og lysophosphatidylkólíni hindrar Akt-örvun í æða-
þelsfrumunum. Einnig höfum við sýnt fram á hvernig þetta
gerist og sérstaklega hvaða hlutverki annar mikilvægur líf-
hvati, prótein kínasi C, gegnir í slíkri hindrun.
Þar sem skert Akt-virkni getur haft alvarlegar starfrænar
afleiðingar geta niðurstöðurnar skipt máli fyrir skilning
okkar á sjúkdómum eins og æðakölkun og æðaskemmdum
í sykursýki. Nægir að benda á að lysophosphatidylkólín
miðlar æðaskemmandi áhrifum hins kólesterólríka LDL
(low density lipoprotein) og í sykursýki örvast lífhvatinn
prótein kínasi C, sem einmitt miðlar hindrunaráhrifum his-
tamíns og thrombíns á Akt samkvæmt okkar niðurstöðum.
Við vonumst því til að skoða megi rannsókn okkar bæði
sem framlag til aukins skilnings á frumulíffræði æðaþels al-
mennt og viðbót við þekkingu á meinþróun mikilvægra
æðasjúkdóma.
Skilningur á
æðakölkun
Nafn: Guðmundur Þorgeirsson
Starfsheiti: Læknir
Fæðingard. og ár: 14.3. 1946
Ættaður: Í móðurætt frá Harðbak á Melrakkasléttu en í föð-
urætt frá Hæli í Gnúpverjahreppi
Stúdentspróf: Menntaskólinn í Reykjavík 1966
Háskólapróf: Cand. med. et chir. frá HÍ 1973. PhD frá Case
Western Reserve University í Cleveland, Ohio, 1978.
Núverandi starf: Yfirlæknir á hjartadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsóknarsvið: Þríþætt: 1. Frumulíffræði æðaþels, 2. Far-
aldsfræði hjarta- og æðasjúkdóma, 3. Meðferðarprófanir á
hjarta- og æðasjúkdómum
Rannsóknir: Hindrun á virkni Akt í æðaþeli.
Eitt helsta rannsókna-verkefnið sem égvinn að núna leitar
svara við því hvers vegna ný-
gengi insúlínháðrar sykur-
sýki, eða sykursýki af gerð 1,
er lægra hérlendis en meðal
skyldra þjóða, en hér rann-
sökum við hugsanlega
verndandi þætti í íslensku
mataræði eða hvort minna
sé af efnum sem leitt geta til sjúkdómsins í okkar mataræði en
í mataræði annarra þjóða. Að þessu verkefni vinn ég með
mörgum góðum samstarfsmönnum bæði hér heima og er-
lendis. Í samvinnu við finnskan vísindamann er ég nú m.a. að
vinna að yfirliti um samsetningu kúamjólkur og heilsufars-
áhrif, en svo virðist sem minna magn af ákveðnum kaseinum í
íslenskri kúamjólk valdi því að við fáum síður sykursýki en t.d.
Finnar eða Norðmenn. Þetta er hins vegar ekki eina skýringin
þar sem við höfum fundið að fleiri prótein virðast hafa sér-
stöðu í okkar mjólk, og sömuleiðis er ljóst að önnur næring-
arfræðileg atriði skipta máli. Í grein sem finnskt samstarfsfólk
okkar mun birta í Lancet á næstunni kemur t.d. fram að
D-vítamín neysla á unga aldri virðist vernda Finna gegn því að
fá insúlínháða sykursýki – en við höfum m.a. áætlað að reyna
að bera saman D-vítamín í mataræði Íslendinga og Finna.
Auk þessa verkefnis vinn ég að nokkuð stórum rannsóknum
á næringu og heilsu ungra barna, næringarástandi sjúklinga á
sjúkrahúsum og greiningaraðferð fyrir vannæringu og mats-
áætlun, auk rannsókna á þyngdaraukningu og næringu á
meðgöngu, á áhrifum mataræðis á samsetningu brjósta-
mjólkur og rannsóknum á tengslum fæðingarþyngdar Íslend-
inga og heilsu síðar á ævinni. Þetta byggist allt fyrst og fremst á
góðri samvinnu milli manna, ekki síst góðri samvinnu við frá-
bæra og áhugasama stúdenta og ungt vísindafólk, en einnig á
samvinnu við mjög hæfa sérfræðinga t.d. í læknisfræði, töl-
fræði og matvælafræði. Því fer fjarri að maður geri mikið einn.
Samvinna við erlenda aðila er líka mikil, og geta t.d. stúdentar
mínir sótt námskeið og fundi erlendis. Rannsóknirnar hafa
verið gerðar mögulegar með innlendum og erlendum styrkj-
um, t.d. frá Evrópusambandinu sem veitt hefur styrki til að
kosta samstarf og nú nýverið einnig beint til að kosta rann-
sóknarverkefni. b. Hver er niðurstaðan eða markmiðið? ( lík-
leg niðurstaða eða þá tilgáta,dæmi um hugsanlegt gildi ... eftir
því hver staðan er).
Ég hef unnið að uppbyggingu Rannsóknastofu í næring-
arfræði undanfarin ár en stofan er byggð upp í kringum rann-
sóknaverkefni sem mér og samstarfsfólki, sérstaklega innan
heilbrigðisgeirans, hefur fundist aðkallandi að vinna að. Nú
vinna á stofunni átta manns – bæði stúdentar í rannsókna-
tengdu framhaldsnámi í næringarfræði og annað starfsfólk.
Við vinnum að rannsóknum á því hvernig næring getur stuðl-
að að því að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma og við nýtum
okkur séríslenskar aðstæður til þessara rannsókna. Það liggur
verulega mikið á að rannsaka ákveðna þætti eins og til dæmis
jákvæð áhrif af samsetningu íslensku kúamjólkurinnar.
Íslensk kúamjólk
og sykursýki
Nafn: Inga Þórsdóttir
Starfsheiti: Forstöðumaður
Fæðingard. og ár: 25. desember 1955
Ættuð frá hvaða stöðum/landshlutum: Reykjavík. Stúd-
entspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975
Háskólapróf, eftir gráðum: BS-próf frá HÍ 1980, Dr. med.sci.
frá Gautaborgarháskóla 1989
Núverandi starf/staða: Prófessor í næringarfræði við HÍ og
forstöðum. næringarstofu Landspítala – háskólasjúkrahúss
Rannsóknarsvið: Uppbygging rannsóknastofu í næring-
arfræði við HÍ og Landspítala – háskólasjúkrahús. Húsnæði
rannsóknastofunnar er sem stendur hingað og þangað, eða á
næringarstofu Landspítala, í íþróttahúsi HÍ og í leigu-
herbergjum á Þjóðarbókhlöðu, auk aðstöðu á rann-
sóknastofu Landspítala.
Svo virðist sem minna magn af ákveðnum kaseinum í
íslenskri kúamjólk valdi því að við fáum síður syk-
ursýki en t.d. Finnar eða Norðmenn.
INGA ÞÓRSDÓTTIR
Við vonumst því til að skoða megi rannsókn okkar
sem framlag til aukins skilnings á frumulíffræði
æðaþels almennt.
GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON
Mínar rannsóknir um þessar mundir hafa það mark-
mið að segja eitthvað nýtt um íslensk handrit frá
miðöldum
MÁR JÓNSSON
Að búa til líkan með stærðfræðilegu máli eins og Z
málinu hefur verið gert í nokkra áratugi en hefur
ekki náð nógu mikilli útbreiðslu.
EBBA ÞÓRA HVANNBERG
VÍSINDI