Morgunblaðið - 29.09.2001, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 D 19
Björn Bjarnason
var formaður
Stúdentaráðs
Háskóla Íslands
1967–1968, og
sat í fyrstu stjórn
Félagsstofnunar
stúdenta. Hann
beitti sér sem
menntamálaráð-
herra fyrir al-
mennri háskólalöggjöf og sérstakri
löggjöf um Háskóla Íslands.
Hvenær hófst nám þitt við Há-
skóla Íslands?
Ég hóf nám í lagadeild Háskóla
Íslands haustið 1964 en þá um vor-
ið varð ég stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík.
Varðstu strax virkur í félagslífi
stúdenta?
Ég varð fljótt virkur þátttakandi í
störfum fyrir Vöku, félag lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, tók meðal ann-
ars saman afmælisblað um félagið
með Jón Kristjánssyni, sem einnig
var laganemi, þá fór ég í Stúdenta-
ráð Háskóla Íslands og sat einnig í
stjórn Orators, félags laganema. Á
menntaskólaárunum lét ég ekkert
að mér kveða í félagslífi, en þeim
mun meira þegar ég kom í háskól-
ann, ekki síst fyrir stúdentaráð.
Hvaða trúnaðarstörfum gegndir
þú fyrir stúdenta?
Ég sat í stjórn Orators og var
varaformaður og síðar formaður
stúdentaráðs auk þess sem ég
sinnti alþjóðasamskiptum á veg-
um ráðsins, en á þessum tíma var
hart tekist á um alþjóðamál á vett-
vangi stúdenta og togast á um að-
ild að IUS, sem var í tengslum við
alþjóðahreyfingu kommúnista,
ISC, sem byggði á vestrænum gild-
um. Þegar ég var í þessu starfi átti
stúdentaráð aðild að ISC.
Hver voru samskipti nemenda og
kennara á þessum árum?
Í lagadeildinni höfðum við
marga landskunna menn sem
kennara og öll samskipti við þá
voru mjög formleg. Ég kynntist Ár-
manni Snævarr einna best, bæði
lét hann sér annt um hag nem-
enda, en einnig átti ég samstarf við
hann sem rektor í störfum mínum
fyrir stúdenta og hefur vinátta okk-
ar dafnað fram á þennan dag. Síðar
starfaði ég einnig með Ólafi Jó-
hannessyni, sem var prófessor í
stjórnskipunarrétti og stjórnlaga-
fræði, en þá var ég skrifstofustjóri
hjá honum í forsætisráðuneytinu
og ritari í ríkisstjórninni, sem hann
veitti forsæti 1978-79. Þótti mér
ekki síður lærdómsríkt að kynnast
honum í þeim störfum en að nema
hjá honum lögfræði.
Hverjir eru að þínu mati mátt-
arstólparnir í sambandi ríkisins og
Háskóla Íslands?
Staða Háskóla Íslands og sjálf-
stæði hefur styrkst í áranna rás.
Hann er ekki lengur pólitískt bit-
bein með sama hætti og áður, þeg-
ar til dæmis var tekist hart á um
skipun manna í prófessorsstöður á
alþingi. Ég beitti mér fyrir al-
mennri háskólalöggjöf og sérstakri
löggjöf um Háskóla Íslands, sem
veitir skólanum meira sjálfstæði en
hann hefur nokkru sinni haft í
samskiptum sínum við ríkisvaldið.
Ég vil sjá skólann í fararbroddi sem
mennta- og vísindastofnun, sem
nýtur virðingar og álits jafnt innan
lands sem utan. Þjóðir eru í meira
mæli en nokkru sinni fyrr metnar
eftir því, hvernig þeim hefur tekist
að sækja fram á sviði mennta, vís-
inda og rannsókna. Fyrir ríkið
skiptir miklu, að Háskóli Íslands
komi fram sem jákvætt, metnaðar-
fullt afl í þjóðlífinu.
Þjóðir
metnar eftir
vísindum
BJÖRN BJARNASON
segir þjóðir í meira mæli en áður
metnar eftir því, hvernig þeim hef-
ur tekist að sækja fram á sviði
mennta, vísinda og rannsókna.
BJÖRN BJARNASON
Getur samfélagið
tekið á móti öll-
um fræðimönn-
um?
Fjölgun há-
skólamenntaðs
fólks hefur verið
mikil og ör á síð-
astliðnum tveim-
ur áratugum. Ís-
lenskar
háskólastofnanir
hafa að sama skapi vaxið og dafnað.
Menntun er litin öðrum augum í
dag en áður var, því nútímavæðing
samfélagsins gerir síaukna kröfu til
sérþekkingar.
Tölur um námsmenn sem stunda
grunn- eða framhaldsnám við há-
skóla hérlendis sem og erlendis,
staðfesta hinn aukna áhuga fólks á
að fjárfesta í menntun. Samkvæmt
upplýsingum frá SÍNE, eru mjög
margir vísindamenn nú að hefja
framhaldsnám í ýmsum greinum
hug- og félagsvísinda og margir eru
langt komnir með slíkt nám. Á
næstu 2-3 árum er til dæmis von á
12-13 útskrifuðum kvensagnfræð-
ingum eingöngu úr doktorsnámi. Í
dag eru þær 5. Samfélagið verður að
geta tekið á móti þessum fræði-
mönnum og gefið þeim tækifæri til
að nýta þá þekkingu sem þeir hafa
aflað sér.
ReykjavíkurAkademían (RA) var
stofnuð sem félag sjálfstætt starf-
andi fræðimanna árið 1997. Eitt
helsta markmiðið með stofnuninni
var að útvega háskólamenntuðum
sameiginlega starfsaðstöðu en sí-
fellt fleiri fræðimenn kjósa frekar að
vinna sjálfstætt að rannsóknum og
fræðastörfum í stað þess að starfa
innan bundinna ramma háskól-
anna. Hérlendar háskólastofnanir
Mikil og ör
fjölgun
fræðimanna
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
fornleifafræðingur og formaður
stjórnar ReykjavíkurAkademíunn-
ar segir mikla fjölgun fræðafólks
augljóslega jákvæða.
STEINUNN
KRISTJÁNSDÓTTIR
rúma heldur ekki þann fjölda há-
skólamenntaðra fræðimanna sem
hafa hug á að stunda rannsóknir.
Síðla árs 1998 varð draumur
stofnenda ReykjavíkurAkademí-
unnar að veruleika þegar félagið
opnaði fræðasetur í JL-húsinu við
Hringbraut 121 í Reykjavík. Um leið
fluttust þar inn 10 sjálfstætt starf-
andi fræðimenn. Viðbrögðin létu
síðan ekki á sér standa og fræði-
mönnum í Akademíunni fjölgaði
ört og þétt. Nú, að fjórum árum
liðnum frá stofnun hennar, vinna
þar innanhúss að jafnaði 65 ein-
staklingar eða stofnanir að fræða-
störfum á sviði hug- og félagsvís-
inda.
Enginn vafi leikur á að með stofn-
un ReykjavíkurAkademíunnar hafi
orðið þáttaskil í sögu mennta- og
menningarmála, ekki einungis hér-
lendis því fjölgun háskólamennt-
aðra á undanförnum árum er sú
sama hér og í öðrum löndum Evr-
ópu og í Bandaríkjunum. Rann-
sóknasamfélag á háskólastigi, eins
og RA, opnar nýjar leiðir til nýtingar
á menntun og fræðum í þágu rann-
sókna og menningar, og hvetur
fræðimenn til dáða.
Viðtaka fræðimannanna sjálfra á
ReykjavíkurAkademíunni endur-
speglar kannski í hnotskurn stöðu
sjálfstætt starfandi fræðimanna
eins og hún er í dag. Hin mikla fjölg-
un fræðafólks og afrakstur verkefna
þeirra hefur augljóslega leitt til já-
kvæðrar vakningar á gildi mennt-
unar og fræðastarfa. Daglega eru í
boði vel sóttir fyrirlestrar, málstofur,
röbb og ráðstefnur. Þetta á einnig
við meðal almennings, sem tekið
hefur við sér með virkri þátttöku í
því sem fræðimennska gefur af sér.
Er skilningurinn nægur? Fræði og
símenntun er orðin nauðsynlegur
þáttur í daglegu lífi okkar. Sjálfstæð
fræðimennska er þungur róður og
enn verða margir að kjósa þá leið að
leggja fræðimennskuna á hilluna.
Skilningur á mikilvægi fræðastarfa
mætti vera meiri. Mikilvægt er að
tryggja áherslu á grunnrannsóknir
innan hug- og félagsvísinda sem
ekki hafa augljós arðsemissjónar-
mið að leiðarljósi. Þjóðfélagslegt
mikilvægi rannsóknaverkefna er
mikið fyrir háskólasamfélagið allt í
heild sinni. Rannsóknir og vísindi
gagnast okkur öllum.
Er Reykjavík há-
skólaborg?
Já, það er hún.
Háskóli verður
að hafa borg sem
bakland og til að
borg standi und-
ir nafni þarf hún
að hafa háskóla.
Sem höfuðborg
landsins á
Reykjavík líka að
vera miðstöð menningar, mennta
og vísinda og því eðlilegt að þar
starfi helstu menntastofnanir okk-
ar, s.s. Háskóli Íslands, Kennarahá-
skólinn, Listaháskólinn, Háskólinn
í Reykjavík og Tækniskólinn. Há-
skólasamfélagið setur líka svip sinn
á Reykjavík, sérstaklega miðborg-
ina, gefur henni líf og lit. Kannanir
sýna að ungt námsfólk er fjölmennt
í hópi þeirra sem sækja hana heim.
Hvaða gildi myndi þekkingar-
þorp hafa fyrir borgina?
Þeir myndu hafa mikla þýðingu,
ekki bara fyrir borgina heldur fyrir
landið allt, og þess vegna hafa
borgaryfirvöld unnið mjög náið
með háskólayfirvöldum að því að
þróa þessa hugmynd. Ég er sann-
færð um að það er ekki hægt að
hugsa sér betri staðsetningu fyrir
vísindagarða en í tengslum við Há-
skóla Íslands. Vísindagarðar eru
þekkingarsamfélag sem sækir styrk
sinn í þá deiglu sem myndast þegar
mikill samgangur er á milli fólks frá
mismunandi menntastofnunum
og nýsköpunarfyrirtækjum. Slíkt
samfélag verður ekki búið til með
símtækjum, tölvusamskiptum og
fjarfundarbúnaði heldur með lif-
andi samskiptum og samræðu. Við
Íslendingar höfum ekki efni á að
dreifa kröftum okkar með þeim
hætti að hvergi verði til sterkur
kjarni. Háskóli Íslands er sá kjarni
sem við eigum og við verðum að
gera honum kleift að gegna hlut-
verki sínu sem aflstöð í íslensku
samfélagi. Samspil háskóla og mið-
borgar er líka gífurlega mikilvægt
fyrir báða aðila. Öflugt háskóla-
samfélag á Melunum er mikill
styrkur fyrir miðborgina og það
eykur aðdráttarafl háskólans sem
þekkingarsamfélags að hafa þenn-
an greiða aðgang að miðborginni
með öllum sínum fjölbreytileika.
Í hvað vonast borgin til að fjár-
framlag henna nýlega, 62 milljónir,
til HÍ fari?
Við vitum að háskólinn er ekki
ofhaldinn fjárhagslega en auðvitað
vildum við gjarnan að þessir fjár-
munir færu fremur í varanlega fjár-
festingu en almennan rekstur. En
þessu fjárframlagi fylgja engin skil-
yrði af okkar hálfu. Auk þessa fram-
lags leggur borgin háskólanum til
tímabundin fjárframlög til að
standa undir kennslu í félagsráð-
gjöf, verkfræði og kvennafræði.
Borgarfræði er ný grein í HÍ.
Borgarfræðisetur hefur verið sett á
fót. Hverju býst þú við að þetta skili?
Ég bind miklar vonir við borgar-
fræðin og Borgarfræðasetrið. Hér á
landi hefur oft skort átakanlega á
upplýsta og fræðilega umræðu um
borgina sem lífsmunstur nútíma-
mannsins. Kannski er það vegna
þess að við eigum bara eina borg og
á landsvísu eru menn alltaf svo
feimnir við að fjalla um hana nema
sem eitt af sveitarfélögum landsins.
Þannig er varla til sú löggjöf eða
reglugerð sem tekur nokkurt mið af
sérstöðu borgarinnar og þeim
vandamálum og verkefnum sem af
henni hljótast. Fyrir vikið hafa verið
gerð margvísleg mistök í fjárfest-
ingu og skipulagi sem koma niður á
samkeppnishæfni borgarinnar og
um leið landsins alls. Kennsla og
rannsóknir á háskólastigi geta skýrt
fyrir okkur þau viðfangsefni sem
við stöndum andspænis í borgar-
samfélagi 21. aldarinnar, sem eru
alls ekki þau sömu og á síðustu öld.
Þá ætti hann að geta veitt nýjum
stefnum og straumum inn í um-
ræðu sem einkennist um of af smá-
legu dægurþrasi sem engu máli
skiptir þegar til lengri tíma er litið.
Háskólinn ætti því að geta átt
drjúgan þátt í að skýra fyrir borg-
arbúum og stjórnmálamönnum
hvernig auka megi lífsgæðin í borg-
inni og bæta mannlífið.
Nýir straum-
ar inn
í umræðu
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR,
borgarstjóri Reykjavíkur, segir
að Háskóli Íslands geti stuðlað að
auknum lífsgæðum í borginni
og bætt mannlífið.
INGIBJÖRG SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
Háskóli Íslands 90 ára
Árnaðaróskir
Landbúnaðarháskólinn
á Hvanneyri
Kennaraháskóli Íslands óskar
Háskóla Íslands
til hamingju með
90 ára afmælið
Óskum Háskóla Íslands
til hamingju með
90 ára afmælið
Þökkum ykkur farsælt samstarf
á liðnum áratugum
. . . metnaðar-
fullt afl
í þjóðlífinu
Hvaða þýðingu hefur Háskóli
Íslands fyrir höfuðborgina?
Hverjir eru máttarstólparnir
í sambandi ríkisins og HÍ?
Getur samfélagið tekið á móti
öllum fræðimönnum?
Leitað var til þriggja manneskja, sem láta sig Háskólann varða,
með nokkrar spurningar.
SKOÐANIR