Vísir - 19.10.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 19.10.1979, Blaðsíða 12
VISIR Föstudagur 19. október 1979 12 l heimsókn á gjörgæsludeild Borgarspítalans: „VONA AÐ EG VERBI VARKARARI FRAMVEGIS” Það gerist stundum að stutt ökuferð endar á sjúkrahúsi. Dagblöðin skýra oft frá slysum sem orðið hafa i umferðinni, kannski bara i eindálk og að hinir slösuðu hafi verið fluttir i gjörgæsludeild. Bak við hver ja slika stutta frétt leynist þó oft löng saga og örlagarik, sem sjaldnast kemur þó fyrir sjónir lesenda. Það er kannski ekki úr vegi að minna á hina slösuðu einmitt nú i október þegar slysaaldan ris venjulega hæst. Visir heimsótti afi þvi tilefni gjörgæsludeild Borgarspitalans og spurði frétta af málum þar. Þegar okkur bar þar að garði urð- um við f>ist að fara inn i milligang og fara þar i sloppa og skóhlifar, en þetta mun vera gert vegna sóttvarna. Að þvi búnu var hringt á dyrabjöllu en gjörgæsludeildin er alltaf höfð læst til enn frekara öryggis. Gjörgæsla dag og nótt Þorbjörg Magnúsdóttir yfir- læknir varð fyrir svörum þegar inn var komiö og útskýröi hún starfsemi deildarinnar. Þorbjörg sagöi aö á siöasta ári heföu 457 sjúklingar verið lagöir inn á gjörgæsludeildina, þar af þiröjungur vegna slysa, oftast bílslysa. Hinir slösuðu kæmu þangað oftast af slysa- deild, en auðvitaö væri þaö oft matsatriöi hvaöa sjúklinga bæri að senda á gjörgæsludeild. Þó færu þangaö undantekningar- laust allir sem væru i lifshættu, en einnig þeir sem fengiö hafa meiri háttar áverka á brjósthol eða kviðarhol, jafnvel þótt þeir séu ekki i lifshættu og svo eins. þeir sem hætta væri á aö fengju lost. A gjörgæsludeildinni eru sjö sjúkrarúm en aö auki eru svo fimm sjúkrarúm á deildinni fyrir sjúklinga sem eru aö koma úr aögerð. Þorbjörg sagði aö á siöasta ári hefðu slfkir sjúkl- ingar verið 2726. Þeir heföu þó ekki sjaldan staldrað viö nema mjög stutt á deildinni. 14 hjúkrunarfræöingar, 6 sjúkra- liöar og hópur sérfræöinga sinnti þessum sjúklingum og væri þaö mun fleira starfsfólk á hvert sjúkrarúm heldur en geröist á venjulegum sjúkra- deildum. Þó væri álagiö á þess- ari deild meira en viöast hvar annars staðar. ,,Vona að ég verði var- kárari framvegis.” 1 einu sjúkrarúminu lá ungur maöur Bjarni Olafsson sem lent haföi i slysi i fyrradag. Hann var þó ekki lifshættulega slas- aöur en haföi fengiö högg á and- litiö og brjóstkassann og var þvi settur i gjörgæslu. ,,Ég man það eitt aö ég vakn- Valt og endastakkst út af Álftanesvegi Ökumaður mikið slasaður í gjörgæzludeild Fólksbifreið hentist út af malbikuð- um Álftanesveginum i hádeginu i gær með þeim afleiðingum að ökumaður hennar er alvarlega meiddur í gjör- gæzludeild. Er hann með mikinn áverka á höfði og talinn meiddur inn- vortis að auki. Ekki er hann þó talinn i bráðri lífshættu. Tvennt var í bilnum cr óhappið varð og sat unnusta ökumanns við hlið hans í framsæti. Slapp hún litið meidd frá slysinu. Enn er óskýrt hvað olli þvi að billinn fór út af en þar valt hann og enda- stakkst siðan en stöðvaðist á hjólunum. Billinn er talinn gjörónýtur. -A.St. Baldur ólafsson var á góöum batavegi en hann lenti I bllveltu fyrir tveimur dögum Hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeildinni hugar aö hjartaloststæki, en viö sjúkrarúmiö er einnig hjartalinurit, púlsmælir og öndunar- vél. aði upp i sjúkrabil” sagði hann ,,en mér var sagt að ég heföi ek- ið út af og fariö tvær veltur. Ég er bara mest hissa aö mann- eskjan sem var meö mér i biln- um skyldi ekkert hafa slasast.” Við spuröum Bjarna hvort hann heföi ekið óvarlega: „Ekki held ég það — en ég ætla þó að vona aö ég veröi var- kárari i akstrinum framvegis.” ,,Um suma er harla litil von.” A gjörgæslunni lágu aö þessu sinni sex sjúklingar og var ásig- komulag þeirra mjög mismun- andi. Bjarni var á góðum bata- vegi, einn var sennilega lamað- ur eftir umferöarslys en þó ekki i lffshættu og tveir voru meðvit- undarlausir, þar af annar eftir slys. „Sumir halda aö menn séu vonlausir þegar þeir eru lagöir inn á gjörgæsludeild og þar sé þaö aðeins dauöinn sem biöi þeirra. En þetta er mesti mis- skilningur” sagöi Þorbjörg: „þvi er þó ekki aö neita aö um suma er harla litil von og á þaö við þegar heilastarfsemin er mjög léleg. Af þeim sjúklingum sem hingaö koma eiga 12-13% ekki afturkvæmt.” Þorbjörg sagöi aö þaö virkaöi oft miöur vel á starfsfólkiö þeg- ar sjúklingar næöu litlum bata eða létust og þvi væri ekki að neita að dauði sjúklings heföi alltaf áhrif á starfsfólkið. Hins vegar gætu þeir sem störfuöu i svona starfi ekki sifellt veriö með hugann viö dauöann og hitt væri ekki siöur algengt aö sjúklingar sýndu óvæntan bata og heföi þaö aö sjálfsögðu góö á- hrif. ,,Stóru slysin siðdeg- is.” En hvers konar slys í umferö- inni eru hættulegust? Við spurð- um Þorbjörgu aö þeirri spurningu: „Mér finnst verstu slysin oft veröa þegar ekiö er á gangandi vegfarendur. Þá eru vélhjóla- slys einnig oft slæm, en bilfar- þegar slasast einnig illa eins og raun ber vitni og þá ekki slst i innanbæjarakstri. Mér virðast stóru slysin oft verða siödegis og á þeim timum þegar fólk er mikiö aö flýta sér.” —HR 1 vaktherberginu var þröng á þingi, enda er mjög erilsamt á gjörgæsludeildinni. Fremst til hægri er yfirlæknirinn Þorbjörg Magnúsdóttir. Visismyndir BG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.